Morgunblaðið - 17.11.1988, Side 14

Morgunblaðið - 17.11.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 SEX UÓSMYNDA- SAMSTÆÐUR Myndlist Bragi Asgeirsson Undanfamar vikur hefur sér- stæð og merkileg ljósmyndasýn- ing piýtt fordyri Norræna húss- ins. Er hér um að ræða sex sam- stæður sem hver um sig er þijár myndir er lúta allar sérstöku myndefni eða réttara myndbrot- um sérstæðra sjónarhoma Stokk- hólmsborgar. Gerandinn er hér sænski ljós- myndarinn Bruno Ehrs og eru öll verkin á sýningunni í svart/hvítu. Stokkhólmur er heimaborg Bruno Ehrs, svo að hann ger- þekkir myndefni sitt, en það er þó ekki ys og þys milljónaborgar- innar, sem heillar hann, heldur hin ýmsu formrænu sjónarhom sem fæstir taka eftir í önn dags- ins, en sem búa yfir sérstökum töfrum. Það ætti með sanni að vera kennslugrein í hveijum bamaskóla að opna augu bama fyrir fegurð hvunndagsins, sem ekki felst síður í þögninni og hlut- unum allt um kring og jafnvel brauðhleifnum á milli handanna, sem iðulega á sér þúsunda ára formræna sögu, en í hávaðanum, hraðanum og margbreytileikan- um. Og að öllu samanlögðu þá er fátt mikilvægara nú á hávaða- öld en að auka næmni fólks fyrir fegurð hins einfalda, hljóðláta og smáa. Slíkt væri áhrifamikið vopn gegn lífsleiðanum og þunglynd-. inu, sem svo marga hijáir og ýmsir vilja jafnvel miðla sem trú- arbrögðum. En sá sem verður upptendraður af fegurðinni í einni látlausri steinvölu, sérstæðri lög- un brauðhleifsins, tannburstans og yfírleitt alls þess sem sérstætt er í kringum hann og hann hefur daglega handa á milli, er um leið kominn í jarðsamband við sköpun- arverkið, sem flestir horfa á með sljóum augum vanans. Það er hluti af þessu sem ljós- myndir Bruno Ehrs skírskota til, og þær eru framúrskarandi vel gerðar tæknilega séð, stílhreinar með afbrigðum og höfða sterkt til formkenndar skoðandans. Eru að því leyti listasmíð út í fíngur- góma. UM ÞYÐINGAR Bókmenntir Sigurjón Björnsson Heimir Pálsson, Höskuldur Þrá- insson. Um þýðingar. Iðunn, Reykjavík, 1988, 128 bls. Það er ekki vonum seinna að leið- beiningarrit um þýðingar sjái dags- ins ljós, þegar á það er litið hversu mjög Islendingar þurfa á því að halda að þýða lestrarefni úr erlend- um tungumálum og hversu miklu skiptir fyrir varðveislu tungumáls- ins að það sé vel gert. Raunar get- ur maður undrast að rit af því tagi skuli ekki hafa verið tekið saman löngu fyrr. Enda þótt margir þýð- endur erlendra texta skili verki sínu vel og sumir listavel, er ekki fyrir það að synja að víða sjáist missmíð- in og sum ærið stórkarlaleg. Þá er það og alkunna að einhver besti skóli móðurmálsins sem getur er að glíma við þýðingar úr erlendum tungumálum. Tveir ágætir íslenskumenn hafa nú tekið sig til og samið lítið rit um þýðingar. Er líklegt að höfund- ar hugsi sér að bókin verði notuð til kennslu, enda virðist hún prýði- lega til þess fallin. Auk inngangs skiptist ritið í átta kafla. Hafa höfundar þann hátt á að „þreifa [sig] áfram frá hinum smæstu einingum málsins til hinna stærstu“, eins og þeir segja. Sam- kvæmt því ér byijað á einstökum orðum, fetað áfram um orðasam- bönd og íslenskt orðalag (orðtök, málshætti, líkingar og orðalag, orðaröð), setningaskipan, greinar- merki, o.fl., ólíka texta og ólík við- horf. Þá kemur kafli um greiningu texta, nytjatexta og þýðingar bók- mennta. í lok hvers kafla er saman- tekt efnis í fáeinum stuttum grein- um og að lokum eru teknar saman tíu vinnureglur handa þýðendum. Bók þessi er samanþjöppuð og efnismikil og barmafull af nytsam- legri vitneskju, sem enginn vegur er að tíunda hér nánar. Höfundar eru blessunarlega lausir við ein- strengisskap' og sérvisku en smekkvísir í besta lagi. Mikill kost- ur er hversu mikið er af dæmum. Sum dæmin eru til skýringar, önnur til viðvörunar og enn önnur til eftir- breytni. Einatt hafa höfundar tillög- ur um hvemig betur mætti fara og stundum birta þeir tvær mismun- andi þýðingar sama texta. Er þetta vissulega hin besta kennsluaðferð. Ekki sakar að ritið er bráðskemmti- legt aflestrar, skrifað af allnokkru fjöri og auga fyrir því sem skoplegt er. Enda þótt rit þetta láti ekki mik- ið yfir sér og verði naumast fyrir- Ur sögu atviimubótaviimuniiar Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Gunnar Gijetarsson: SÍB- ERÍA. Atvinnubótavinna á kreppuárunum. 110 bls. Sagn- fræðistofhun H.í. Reykjavík, 1988. Kreppuárin og verkalýðssaga hafa verið kjörefni ungra sagnfræðinga síðari árin. Því mun valda hvort tveggja: pólitískar tilhneigingar og sögulegur áhugi. Stjómmálaöfl þau, sem tókust hér á í kreppunni, eru enn hin sömu. Einnig ágreiningsmál- in þótt í breyttri mynd sé. Sagnfræð- ingur getur því haft á tilfinningunni að hann sé að taka þátt í þjóðmá- laumræðu líðandi stundar um leið og hann bregður ljósi yfir áðurgreind söguleg efni. Á kreppuárunum voru línumar í pólitíkinni skarpari en fyrr og síðar. Þá var og lagður grunnur- inn að flokkaskipun þeirri sem enn er við lýði í landinu. Atvinnubótavinnan var á sínum tíma neyðarúrræði. Sumir töldu hana niðurlægjandi, meðal annars fyrir þá sök að menn væm ekki látnir vinna að arðbæmm framkvæmdum heldur gerviverkefnum, t.d. að »höggva klaka« eins og það var stundum orð- að. Jón Gunnar tekur einkum fyrir eitt aftnarkað verkefiii: Jarðræktar- vinnu reykvískra verkamanna austur í Flóa á síðari hluta fjórða áratugar- ins. En þá geisaði kreppan hér hvað hatrammast, meðal annars vegna Spánarstyijaldarinnar og lokunar saltfískmarkaðarins þar. Með því að fela verkamönnum að vinna að jarða- bótum var jafnframt komið til móts við landnámsstefnu framsóknar- manna: land það, sem ræst var fram, skyldi síðar lagt undir nýbýli. Jón Gunnar rekur fyrst sögu kreppunnar í landinu, almennt, og segir að því búnu frá atvinnubóta- vinnunni í Flóanum, en vinnusvæðið þar var í daglegu tali kallað Síbería. Er sá þátturinn um margt fróðlegur. Hins vegar er fátt nýtt f hinu sem hann segir aimennt frá kreppunni. Ástandi mála á þeim árum hefur verið lýst svo oft og víða að fáu er við að bæta — nema tekin séu fyrir jaðarverkefni eins og Jón Gunnar gerir hér. Það lýtir að mínum dómi ritgerðina að talsvert er um endur- tekningar. Annars er þetta lipurlega skrifað. Skýringarmyndir eru með textanum, greinagóðar vel. Eins og Jón Gunnar tekur fram datt botninn úr þessum Síberíufram- kvæmdum rétt fyrir stríð og komu þær aldrei að tilætluðum notum: bændabýlum tók að fækka en ekki að fjölga. Eða eins og höfundur kemst að orði: »Hið blómlega land- búnaðarhérað, þar sem „framtíðar- draumur" nýbýlamyndunar átti að rætast, hreinlega gleymdist í hring- iðu stríðsáranna.« Hernáminu fylgdi meir en nóg vinna, heimskreppan var skyndilega gufuð upp, atvinnuleysið úr sögunni og atvinnubótavinnan eins og óþægilegur draumur sem menn voru ekkert frekar að leggja á minnið. P. S. í upphafi greinar minnar, Skuggahliðar stórborgar, sem birtist í blaðinu 2. nóv. sl., stóð: Guðbergur Bergsson þýddi úr ensku. Þetta voru ekki mín orð. Þama átti að standa (tekið upp af forsíðu bókarinnar Jámgresið): Guðbergur Bergsson þýddi úr bandarísku. ferðarmikið á jólamarkaðinum, er það engu að síður meðal hinna merkari bóka. Þetta er eitt þeirra rita sem þarf að vera í höndum allra þeirra er við þýðingar fást. Samning þess hlýtur að hafa kostað mikla yfirlegu og athygli, einkum þar sem um frumsmíð er að ræða. Sjálfsagt á eftir að koma í ljós að ýmislegt vantar hér, sem gagnlegt væri að taka til umfjöllunar og annað mætti vera ítarlegra. Þetta er síður en svo sagt sem gagniýni, heldur til að leggja áherslu á að nauðsynlegt er að rit sem þessi séu í sífelldri endurskoðun og að endur- útgáfur séu tíðar. Það útheimtir að sjálfsögðu að upplag hverrar útgáfu þarf að vera lítið. Það er að vonum flestum bókaútgefendum þjrmir í augum. Til móts við það þyrftu að koma útgáfustyrkir frá sjóðum eða öðmm styrktaraðilum, sem málið er skylt. Dettur mér t.a.m. í hug að hinir stærri fjölmiðlar sem svo mjög þurfa á þýðingum að halda ættu að finna hvöt hjá sér til að hlaupa undir bagga. LITIL FRÆÐIBOK Bókmenntir Jenna Jensdóttir Eldgos. Höfundur Tryggvi Jak- obsson. Ljósmyndarar auk höf- undar Björn Rúriksson, Sigurgeir Jónasson. Teikningar: Margrét Einarsdóttir Laxness. Náms- gagnastofnun 1988. Eldgos er lítil fræðibók og ’til- heyrir „óskabókum" Námsgagna- stofnunar. í henni er fjallað um eld- gos, eðli þeirra og afleiðingar.^ Skýrt er frá nokkmm eldgosum á íslandi frá Heklugosi 1104 til Vestmanna- eyjargossins 1973. Útskýringar em á samsetningu jarðarinnar, frá innsta kjamatil jarð- skorpunnar sjálfrar. Vikið er að áhrifum eldgoss á líf og afkomu fólksins. Þótt höfundur bindi fræðslu sína mest við ísland hvað eldsumbrot varðar, tekur hann gosið í Helenu- fjalli í Bandarílqum 1980 sem dæmi um stórfellt eldgos annars staðar á jörðinni. Gos sem eytt geta öllu lífí á stómm svæðum. Ungir lesendur er fræddir um að eldvirkni fylgja jarðskjálftar ogjarð- hiti. Heitt vatn og gufa koma úr ið- mm jarðar og era æ meira notuð til upphitunar og raforku. Sagt er frá Almannavömum og áætlunum þeirra ef stórfelldar náttúmhamfarir dynja yfir landið eða landshluta. Ungum lesendum er bent á að aftast í síma- skránni séu leiðbeiningar frá Al- mannavömum um það hvað mönnum ber að gera þegar þessa hættu ber að höndum. Bókin er piýdd Ijölda ljósmynda, sem áreiðanlega greiða mikið fyrir áhuga og skilningi bamanna sam- hliða lestri textans. Teikningamar hæfa vel öðm efni og segja ekki síður frá en hinar fallegur ljósmyndir. Textinn er að mínu mati sérlega vel fallinn til að leiða athygli bamanna að hamfömm nátturannar, eðli þeirra og ógnum. En þessi ágæta fræðibók er aðeins fyrir lesendur sem em vel læsir og hafa þann þroska að geta tileinkað sér innihald hennar þannig, að sú þekking er hún flytur þeim verði varanleg í vitund þeirra. Því aðeins geta þau notað fróðleikinn sem gmndvöll þegar Iengra kemur í námi þeirra. Einungis fluglæs böm geta hindr- unarlaust lesið orð eins og, jarðgufu- virkjuninni, jarðskorpufleka, Skaft- áreldahraun", svo fá dæmi séu tekin af mörgum. Setningamar em marg- ar langar: „Þá kemur mötull sem líkja má við eggjahvítuna og loks jarðskorpan sem lykur um jörðina eins og eggjaskumin um eggið." Uppsetning texta er venjuleg, þannig ná línur yfir alla blaðsíðuna ef svo ber undir — það em með- mæli. Þessi litla fræðibók getur ekki kallast óskabók, nema örfárra, vel þroskaðra einstaklinga á þeim aldri, sem hún er ætluð. Góð ráðstefna um Hlutverk bóka- safiia og lestur bóka, var haldin í Viðey, núna í okt. að tilhlutan Félags bókasafnsfræðinga og Félags íslenskra bókaútgefenda. Þar kom fram að mjög erfitt væri að gefa út fræðibækur fyrir unga lesendur. Þær seldust hreint ekki. Það er ástæða til að benda foreldr- um á að hvetja böm sín til að kynna sér slíkar bækur þegar þau hafa náð góðum lesþroska og skilningi sem alltaf má örva. Eldgos er einmitt fræðibók sem foreldrar ættu að láta sig varða. Myndskrá er fremst í bókinni og orðskýringar em aftast. Heilagur Nikulás Tónlist JónÁsgeirsson Kantatan „Heilagur Nikulás" eftir Benjamín Britten var flutt í Háteigskirkju sl. sunnudag. Flytj- endur vom Dómkórinn, Skólakór Kársness, félagar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands, Louis Ðevos tenorsöngvari. Stjómandi var Jo- han Duijck. Verk þetta samdi Britten 1948 og þrátt fyrir bama- legt innihald verksins sem veldur því að það er oft ranglega flokkað með verkum er Britten samdi beinlínis fyrir böm, er hér á ferð- inni tónverk, sem fyrst og fremst var ætlað til flutnings af áhuga- mönnum og einnig gert ráð fyrir þátttöku kirkjugesta. Flutningur verksins tókst ágætlega, bæði Dómkórinn undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar og Skólakór Kársness undir stjórn Þómnnar Bjömsdóttur sungu vel og sömuleiðis fjórir drengir úr Skólakór Kársness er sungu ein- söng, einn sem Nikulás á ungum aldri og þrír sem „drengimir í saltpæklinum". Sú saga er hin raunalegasta þvæla og ótrúlegt að hún hafí einhveija trúarlega merkingu. Einsöngshlutverkið, heilagan Nikulás, söng Louis Dev- os og var hann of gamall í rödd- inni til að lyfta verkinu. Johan Duijck stjómaði verkinu af öryggi og félagar úr Sinfóníu- hljómsveit Islands undir fomstu konsertmeistara síns, Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem einnig lék nokkrar einleiksstófur, styrktu flutninginn vemlega. Varðandi flutning á verkum eins og „Heilögum Nikulás" mætti hugleiða hvort ekki væri rétt að hann færi fram á íslensku. Auk þess gæti það e.t.v. orðið til þess að fleiri áhugamannahópar flyttu þetta ágæta verk, annað hvort í heild eða einstaka kafla. Með þessum tónleikum lauk tónlistardögum Dómkirkjunnar, sem undir stjóm dómorganistans Marteins H. Friðrikssonar njóta vaxandi vinsælda og hafa þar verið fmmflutt bæði innlend og erlend verk, er mörg hver hafa vakið töluverða athygli, auk þess sem þessi starfsemi hefur eflt sönglífið í kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.