Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 ' SURTSEY 25 ÁRA Melgresishólar í Surtsey 1988. eftirSturlu Friðriksson Inngangur Neðansjávargosið við Vest- mannaeyjar, sem myndaði Surtsey, hófst í nóvember 1963. Eru því 25 ár liðin síðan. Er það skammur ald- ur eylendis á jarðsögulegan mæli- kvarða. Þó hafa þessi ár, að ýmsu leyti, orðið viðburðarík fyrir eyna. Yfírborð eyjarinnar hefur tekið örum breytingum og mótast af vatni og vindi hraðar en menn ór- aði fyrir. Þá hafa ýmsar lífverur borist þangað og margar sest þar að og teljast nú varanlegir þegnar í vistkerfí Surtseyjar. Einstætt má telja í sögu nýmyndaðrar eldeyjar, að mjög nákvæmlega hefur verið fylgst með þeim breytingum, sem orðið hafa á jarðefnum og landmót- un og allri framvindu lífríkis eyjar- innar. Myndun eyjarinnar vakti strax mikla athygli víða um heim. Komu erlendir vísindamenn til þess að fylgjast með gosinu og þróun lífríkis eyjarinnar og unnu í sam- vinnu við heimamenn. Það samstarf hefur í nokkrum greinum haldist áfram. Þessar rannsóknir hafa þótt það sérstæðar, að þeirra er víða minnst, og má segja, að varla sé gefíð út það yfírlitsrit í jarðfræði eða almennri vistfræði, að Surtseyj- ar sé ekki getið. Áhugavert þykir að kanna hvemig plöntur geta bor- ist að nöktu landi og lagt það und- ir sig. Til dæmis getur sú þekking aukið skilning á því, hvemig land var aftur numið af lífverum í lok síðasta jökultíma, þegar ís hörfaði af ýmsum svæðum á norðurslóðum fyrir 10.000 árum og hvemig bæði plöntur og dýr gátu flust að fjarlæg- um eyjum svo sem íslandi eða Jan Majen og numið bersvæði, sem voru nýkomin undan jökli. Þannig hafa rannsóknir á lífverum á Surtsey fyrst og fremst fræðilegt gildi, en auk þess kunna þær að hafa ha- grænt gildi ef þar á staðnum má læra, hvemig náttúran fer að því að græða upp eyðiland og síðan reyna að eftirlíkja og taka það til fyrirmyndar í landgræðslustarfí. Rannsóknaraðferðir Reynt var frá upphafi að fylgjast með því hvemig lífverur bærust til Surtseyjar. Þannig var ströndin könnuð til þess að skrá reka og skoða þá plöntuhluta, sem bámst sjóleiðina. Síðan var fylgst með því, hvemig fræ og gró lægri plantna berast með loftstraumum, og auk þess var kannað, hvaða þátt fluglar eiga í að bera fræ og aðra plöntuhluta milli landsvæða. Til þess að geta áætlað minnstu vegalengd þessa flutnings þótti nauðsynlegt að vita hvaða tegundir byggju á nærliggjandi eyjum. Var því lögð mikil vinna í að rannsaka Sturla Friðriksson „Með rannsóknum á Surtsey hefur verið unnt að fylgjast með fyrstu þáttum í upp- byggingu lífiríkis, sem enn er mjög firumstætt og stutt á veg komið í þróun. A þessum tíma hefiur eyjan mótast mikið af vindi og vatni. Þar má segja, að æskublærinn sé að hverfa af Surtsey og eyjan sé að verða myndugur þegn í Vest- mannaeyjahópnum.“ gróður og skordýralíf í einstaka eyjum. Landnám lífvera á Surtsey hefur síðan verið kannað ár frá ári. í upphafi var sérhver planta sem hóf að vaxa á eynni merkt og fundar- staðurinn merktur inn á kort með aðstoð loftljósmynda. Þegar plönt- um fjölgaði þurfti að beita öðrum mælingaraðferðum við að fá mat á fjölda plantna og útbreiðslu þeirra. Einnig hefur verið reynt að áætla árlega framleiðslu gróðurs eyjar- innar á ýmsum tímum. Dreifingarleiðir Ymsar strandplöntur hafa tekið að vaxa ofan við ijöruborðið í Surts- ey og auðsjáanlega þroskast upp af sjóreknu sáði. Torfuhnausar hafa fundist reknir þar í fjöru, sennilega komnir frá nærliggjandi eyjum. Jafnvel hafa fræ fundist áföst sjó- reknum Pétursskipum. Fræ með svifhárum og gró lægri plantna berast með loftstraumum og hafa oft fundist á Surtsey. Einnig hafa fuglar borið fræ til eyjarinnar. Fræ fundust í sarpi snjótittlinga og gæsadriti en mávar tæta græna sprota á nærliggjandi gróðursvæð- um og bera í varpstöðvar á Surtsey. Þannig munu um 2/3 hlutar æðri plantna hafa borist þangað með fuglum. Landnám Lífríki Surtseyjar hefur fram að þessu verið afar frumstætt. Af æðri plöntum hafa fundist um 25 tegundir eða að jafnaði ein ný teg- und á ári. Sennilega verður teg- undaaukningin ekki jafn ör á næstu árum. Útbreiðsla Margt af því plöntusáði, sem borist hefur til eyjarinnar, hefur orðið upphaf að einstaklingum, sem náð hafa nokkrum vexti. Tæpur helmingur þeirra frumbyggja hafa samt fallið í valinn, og nú vaxa aðeins 17 tegundir á eynni. Um ijórðungur tegunda hefur þraukað sem einstæðar plöntur t.d. tún- vingull og baldursbrá, en annar fjórðungur frumheijanna hefur náð þokkalegri fótfestu svo sem hunda- súrur og vegaarfi. Eru nokkrir þeirra nú í örum vexti og með mikla útbreiðslu. Einkennilegt má telja, að fjörukálið, sem var fyrsta æðri plantan er óx á Surtsey, vex þar ekki að staðaldri, þrátt fyrir það forskot, sem tegundin hafði. Virð- ast aðstæður því ekki nógu hag- stæðar. Hins vegar gildir öðru máli um fjöruarfa, sem nú er algengasta tegundin, og hefur náð að breiðast víða út um sandiorpið hraunið. Fjöruarfinn er fjölær planta. Tekur það hann þijú til fjögur ár að þrosk- ast svo-að plantan fari að bera fræ. En fræframleiðslan getur orðið gríðarmikil og fer því einstaklingum stigfjölgandi. Melgresi var önnur frumbýlingstegundin, sem nam land á Surtsey og er nú orðið allút- breitt á eynni. Myndun samfélags Fyrir tíu árum sást fyrsti vísir að myndun plöntusamfélags. Nú vaxa þar saman í sandinum þijár tegundir og mynda strandgróður. Eru þar fjöruarfi, melgresi og blá- lilja. Á öðrum stað ofan á sléttum hraunfláka er að myndast annað samfélag plantna sem borist hafa með fuglum. Þar vex nú lang- krækill og sjávarfitjungur ásamt varpasveifgrasi og mynda gróður- þekju á sléttri, og rakri klöppinni. Þekja Smám saman þekur gróður meira af hinu nakta yfirborði eyjarinnar og árleg aukning er að verða í fram- leiðslu á lífrænum efnum. Má áætla að 1—2% af yfirborði sé þakið gróðri og árlega séu mynd- Séð yfír fjöruarfagróður 4 suðurhluta hraunsins á Surtsey. VOLVO árgerð 1989 komin íil landsins Frumsýning um helgina mmm • 0 imanumer: Söludeild 685870 • Vericstaaðl: ......... m 673600 • VarahlutÍR 673900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.