Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 17.11.1988, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Skylmingaatriði úr Hamlet-sýningunni. et. Hvaða gróða gat Kládíus haft af morðinu hafi hann ekki þegar verið búinn að ná ástum drottning- ar? Engan, því Hamlet yngri stóð líklega næstur til krúnunnar, þ.e. hefði hann átt sér málsvara við hirð- ina, sjálfur var hann, þegar dauða konungs ber að, enn fjarstaddur við nám á Wittenbergi. Sá málsvari hefði einmitt átt að vera móðir hans ef allt hefði verið með felldu. Haml- et gengur jafnvel svo langt að gruna móður sína um að vera samseka í morðinu á föður sínum. Því hann segir við móður sína eftir að hafa drepið Pólóníus í svefnherbergi drottningar. Drottning: Æ hvílíkt flas! ó, blóð- ugt voðaverk! Hamlet: Næstum eins blóðugt og sá dauðadans að drepa kóng og giftast bróður hans. Drottning: Að drepa kóng? Hamlet: Já frú, ég sagði svo. Þessu svarar hún engu. Er furða þó Hamlet sé haldinn torttyggni gagnvart tryggð kvenna sem bein- ist síðan að Ofelíu? Okkar skilning- ur var að tilfmningar hans til þess- ara tveggja kvenna lituðust hvor af annarri. Því hann elskar líka móður sína. Þrátt fyrir allt sem hún hefur gert honum. Þetta undirstrik- um við með því að Ófelía er upp- dubbuð af drottningunni þegar þau mætast í hallargöngunum. Drottn- ingin málar hana jafnvel á sviðinu. Enn segir þú að það komi ekki yfir til áhorfenda í sýningunni hjá okkur að Hamlet verður var við njósnar- ana bak við skerminn meðan sam- tal hans og Ófelíu fer fram. Það fínnst mér leiðinlegt en líka mjög skrítið. Ófelía hleypur að skermin- um nánast eins og til að leita sér hjálpar. Þá skilur prinsinn að það er legið á hleri, dregur sverð úr slíðrum nálgast skerminn og segir: „Hvar er faðir þinn? „etta héldum við að væri alveg gullskírt. E) Síðast talar þú um kirkjugarðs- atriðið. Þú saknar sáran setningar- innar Hamlet: Þetta er Laertes, besti drengur. „Þessi yfirlýsing Hamlets er mjög mikilvæg vegna þess sem á eftir fer segir þú. Og áfram. „Þess- ari mikilvægu setningu er sleppt í leikgerð LR og Hamlet er hreinlega látinn ráðast á Laertes í gröfinni allt í einu og umsvifalaust. Hamlet á ekkert sökótt við Laertes en virð- ir hann mikils eins og fyrmefnd setning sýnir. Laertes ber hins veg- ar þungan hug eðlilega til Haml- ets.“ Við getum verið sammála um það að Hamlet stekkur í gröfina þar sem Laertes er fyrir. Eg get ekki betur séð en Hamlet segi sjálf- ur að hann hafí átt upptökin af átökunum í gröfinni. Hann segir við Hóras rétt fyrir lokaeinvígið við Laertes: Hamlet: En það er mér til hryggðar, kæri Hóras, að hafa gleymt mér gagnvart Laertesi því mér er sem ég sjái í mínum vanda svip af hans raun; hans vinsemd vil ég ná; en tilgerðin i sorg hans hóf mig hæst á ofsans öldu-kamb. Hamlet missir gersamlega stjóm á sér þegar hann uppgötvar að Ófelía er ekki aðeins dáin, heldur sér hann á útfararsiðunum að hún hefur framið sjálfsmorð, og síðan „tilgerð" Laertesar í sorg sinni. Það eru ekki lítil leikræn tilþrif að stökkva í gröf ástvinar síns. Haml- et hættir lífí sínu þegar hann ræðst á Laertes í gröfínni. Hann er útlæg- ur úr Danmörku. Og þama hleypur hann beint í kjaft ljónsins, þar sem kóngurinn er viðstaddur. Gerir hann þetta bara til að votta Laertesi sam- úð sína? Ég held ekki. Að lokum. Ég þakka þér aftur fyrir skemmtilega grein og spenn- andi hugmjmdir í kringum leiksýn- ingu og leikrit þar sem þú veist hvað þú ert að tala um. Mér fínnst greinin þín skólabókardæmi um það hvemig væri hægt að óska sér að leikgagnrýni væri skrifuð. Höfundur er leikstjóri. ÞETTA ER HÚN... „Dásamlegur dugnaðarforkur! " SIEMENS MK 4450 hrærivélin er engin venjuleg „hrærivél". Hún hrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker - bæði fljótt og vel. Að hætti vestur-þýskra framleiðenda er hún einkar vel hönnuð. Létt, lipur, hljóðlát og kröftug. Jafnauðveldlega og að skipta um gír á vestur-þýskum sportbíl, skiptir þú henni úr hakkavél í hrærivél og í grænmetiskvörn upp í blandara. Hún^r draumaverkfæri í eldhúsinu. Fáðu þér (-eða gefðu ) fjölhæfan dugnaðarfork í eldhúsið. 9.650,- krónur er heldur ekki mikið verð fyrir þennan líka bráðlaglega dugnaðarfork. (tarlegur leiðarvísirog uppskrifta- hefti á íslensku fylgja með. j SMITH&NORLAND - NÓATÚNI 4 • Sími 28300 IKEa LÍFSSTÍLL KULLEN SÓFI svart leöur kr. 49.700.- BORG SÓFABORÐ......... kr. 6.100,- TALUS STÓLL svart leöur kr. 9.670,- mæ' mk BVL BEi JnHk Húsi verslunarinnar. Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.