Morgunblaðið - 17.11.1988, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988
Pólland:
Kirkjan ræðst harka-
lega að stíórnvöldum
Varsjá. ~~~~~ Reuter.
RÓMVERSK-KAÞÓLSKA kirkj-
an í Póllandi hefur sakað stjórn-
völd um koma í veg fyrir frekari
viðrœður við Samstöðu, óháðu
verkalýðshreyfinguna í Póllandi.
Þetta er talin harðasta árás
kirkjunnar á stjórnvöld i Póll-
andi í mörg ár.
í óvenju harðorðri yfirlýsingu frá
rómversk-kaþólsku kirkjunni segir
að stjómvöld hafi komið í veg fyrir
„hringborðsumræður" stjómvalda
og hinnar bönnuðu verkalýðshreyf-
ingar um framtíð Póllands og gert
vonir manna um samkomulag að
engu. „Miklar vonir vom bundnar
við að hringborðsumræðumar
myndu leysa stjómmálalegan
ágreining deiluaðilanna. Kirkjan og
ýmsir þjóðfélagshópar studdu þær
tilraunir sem gerðar voru til efla
innanlandsfrið," sagði í yfirlýsing-
unni.
í yfirlýsingunni sem Bronislaw
Dabrowski, ritari pólska biskupa-
ráðsins, undirritaði, em stjómvöld
fordæmd fyrir að reka áróður í
rikisfjölmiðlunum gegn mannrétt-
indum, einkum réttindum verka-
lýðsfélaga, sem varð til þess að
„rétt andrúmsloft myndaðist ekki í
Söluskattur samþykkt-
ur í iapanska þinsrinu
TAtrfA
Tókíó. Reuter.
TÍU ára baráttu Fijálslynda lýð-
ræðisfiokksins, stjórnarflokksins
í Japan, fyrir því að koma á sölu-
skattskerfi i landinu lauk f gær
er samþykkt var að leggja 3%
söluskatt á allar vörur og þjón-
ustu. Jafiiframt þessu var tekju-
skattur lækkaður.
Þetta er fyrsta vemlega breyting
á skattalögum landsins í fjóra ára-
tugi. Helsti stjómarandstöðuflokk-
urinn í neðri deildinni, Sósíalista-
flokkurinn, hefur neitað að taka
þátt í atkvæðagreiðslu um málið til
að fá því framgengt að þrír menn,
sem viðriðnir hafa verið hneyksli
varðandi hlutabréfaviðskipti, yrðu
kallaði fyrir rannsóknamefndir
þingsins en nokkrir stjómmálaleið-
togar em flæktir í málið. Malamiðl-
unarlausn fannst loks og létu sósíal-
istar þá af andstöðu sinni.
Skattabreytingin tekur gildi 1.
Drottmng beð-
in afsökunar
London. Reuter.
BRESKA dagblaðið Sun bað
Elísabetu Englandsdrottningu
afsökunar í stórri fyrirsögn á
forsiðu blaðsins í gær. Tilefni
afsökunarbeiðninnar er mynd úr
fjölskyldualbúmi drottningarinn-
ar sem blaðið birti i siðasta mán-
uði í leyfisleysi.
Auk þess að biðjast afsökunar
verður blaðið að greiða 100.000
pund, tæpar 8.3 milljónir ísl. króna,
til góðgerðasamtaka í Bretlandi.
Blaðið komst að samkomulagi við
lögfræðinga drottningarinnar, sem
höfðu hafið málsókn vegna brots á
höfundarrétti.
Myndin sem um ræðir sýnir her-
togaynjuna af Jórvík, Englands-
drottningu og drottningarmóður
beygja sig yfir vöggu þar sem
yngsta bamabam Englandsdrottn-
ingar, Beatrice prinsessa, liggur.
Talsmenn drottningar sögðu að
fjölskylduvinur hefði tekið myndina
og hefði hann ekki veitt leyfi til að
birta hana blaðinu.
apríl á næsta ári. Noboru Takeshita
forsætisráðherra segir söluskattinn
nauðsynlegan til að að vinna bug á
gífurlegum fjárlagahalla sem á
þessu ári svarar til 25 milljarða doll-
ara (1.150 milljarða ísl.kr.).
viðræðunum". Stjómvöld eru einnig
fordæmd fyrir að virða ekki sam-
komulag sitt við kirkjuna þess efnis
að námuverkamönnum sem fóm í
verkfall í ágúst síðastliðnum yrði
ekki refsað. Þá er sú ákvörðun
stjómvalda að loka Lenín-skipa-
smíðastöðinni í Gdansk, þar sem
Samstaða var stofnuð árið 1980,
harðlega fordæmt.
Pólska kirkjan átti mikinn þátt í
því að koma á viðræðum milli
stjómvalda og Samstöðu. En talið
er að kirkjunnar menn hafi dregið
sig í hlé eftir fund Jaruzelskis, þá-
verandi leiðtoga pólska Kommún-
istaflokksins, og Jozefs Glemps,
yfirmanns pólsku kirkjunnar í októ-
ber síðastliðnum. Að sögn kaþól-
skra heimildarmanna neitaði Jamz-
elski að stöðva áróðursherferðina,
endurráða námuverkamennina og
viðurkenna verkalýðssamtökin
Samstöðu.
Stjómmálaskýrendur segja að
þetta sé harðasta árás pólsku kirkj-
unnar á stjómvöld frá því árið 1984
þegar pólska leynilögreglan myrti
prestinn Jerzy Popieluszko.
Reuter
Palestínsk börn á vesturbakka Jórdanár, sem ísraelar hersitja,
syngja og fagna stofnun Palestínu-ríkisins í gær. í baksýn sést fáni
Palestínumanna.
Flest arabaríki viðurkenna
hið nýja ríki Palestínumanna
Bandaríkin andvíg einhliða ákvörðunum um íramtíð hemumdu
svæðanna og Sovétmenn hafa ekki viðurkennt ríkið
Nikósíu, Moskvu, Algeirsborg. Reuter. Daily
FÉLAGAR f Þjóðarráði Palestinu,
sem luku ráðstefiiu sinni í Al-
geirsborg með þvf að lýsa yfir
stofiiun sjálfstæðs ríkis Palestínu-
manna, segjast leggja áherslu á
hófsemi og friðarstefnu en jafii-
framt, að fari svo að ísraelar
hafiii öllum samningaumleitunum
geti afleiðingamar orðið ófyrir-
sjáanlegar. Yasser Arafat, leið-
togi Fatah-skæruliðasamtakanna
og jafiiframt Frelsissamtaka Pa-
lestinumanna, PLO, og Georges
Habash sem er leiðtogi hinnar
róttæku skæruliðahreyfingar
PLFP og einn helsti andstæðing-
Telegraph.
ur Arafats innan PLO, héldu
fréttamannafund eftir ráðstefii-
una og kom þá ágreiningur rót-
tækra og hófsamra afla innan
PLO um stefhuna gagnvart ísrael
skýrt í ljós. Rúmlega 20 ríki hafa
nú viðurkennt hið nýja ríki Pa-
lestínumanna sem að likindum
mun gera tilkall til hernumdu
svæðanna í ísrael, aðallega ara-
baríki.
„í stjómmálayfirlýsingu okkar
kemur fram hófsemi, sveigjanleiki
og raunsæi en þetta eru eiginleikar
sem Vesturveldin hafa hvatt okkur
til að sýna ... Verði okkur vísað á
bug getur guð einn séð afleiðingam-
ar fyrir,“ sagði Arafat. „Ég get hve-
nær sem er farið á fund Þjóðarráðs-
ins og sagt fulltrúum þess að hóf-
semd okkar hafí ekki verið endur-
goldin," bætti hann við. Habash
sagði: „Sú skoðun er almenn innan
raða PLO að hófsemdarstefna sé
heillavænlegri en tryggð við gmnd-
vallarreglur. Við segjum hófsemd-
arsinnum að reyna þetta. Við emm
sannfærðir um að tilraunir þeirra
beri ekki árangur og þá verður beitt
öðmm aðferðum.“ Arafat sagði að
nú væri það undir ísraelum og
Bandaríkjamönnum komið hvemig
George Bush:
Fjárlagahallinn brýn-
asta úrlausnarefnið
Washington. Reuter.
GEORGE Bush, er tekur við for-
setambætti í Bandaríkjunum i
janúar, boðar ýmsar breytingar
er ríkisstjórn hans tekur við.
Enda þótt margt verði að vísu
Christie’s í New York:
„Stúlka með mandó-
lín“ gekk ekki út
New York. Reuter.
VERK spænska málarans Pab-
los Picassos, „Stúlka með man-
dólín“, seldist ekki þegar hún
var boðin upp í gær, degi eftir
að annað verk málarans, „Móð-
urást“, seldist fyrir metupphæð,
tæplega 25 milljónir dala (rúm-
lega 11 hundruð millj. ísl. kr.).
Talið var, að umrætt verk, sem
er eitt af 36 sporöskjulaga mál-
verkum Picassos í kúbískum stfl,
seldist á um það bil 10 milljónir
dollara, sem einnig var talið líklegt
söluverð „Móðurástar", að sögn
talsmanns Christie’s-uppboðsfyrir-
tækisins.
„Stúlka með mandólín" er frá
1910. Þegar ljóst varð, að hún
mundi ekki ganga út, dró heldur
úr boðum í aðrar myndir. Meðal
verka, sem ekki seldust á þessu
uppboði, var ein mynd eftir Henri
Matisse, tvær eftir Alberto Giaco-
metti, ein eftir Salvador Dali, önn-
ur Picasso-mynd og ein mynd eftir
Joan Miro.
svipað segist hann munu marka
sína eigin stefiiu. Hann hefiir nú
tilkynnt nöfii tveggja væntan-
legra ráðherra, James Bakers,
er verður utanríkisráðherra, en
hann sat í stjórn Reagans, og
Nicholas Bradys, sitjandi Qár-
málaráðherra, er mun gegn því
embætti áfram. Bush segir Qár-
lagahalla ríkisins mikilvægasta
vandamálið framundan.
Bush sagði að Brady yrði aðal-
talsmaður nýju stjómarinnar í efna-
hagsmálum. Hann sagði útnefningu
Bradys ekki standa í beinu sam-
bandi við óróleika á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum að undanfömu
en viðurkenndi þó að hann vænti
þess að hún myndi lægja öldumar.
Sagði hann Brady gera sér grein
fyrir því hve mikilvægt væri að við-
halda hagvexti og lítilli verðbólgu
ásamt því að vinna gegn vemdar-
tollastefnu og skattahækkunum.
Einnig vissi hann að ná yrði sam-
komulagi sem fyrst við þingið um
leiðir til að ráða niðurlögum fjár-
lagahallans. Brady er andvígur því
að láta gengi dollarans falla í sam-
ræmi við lögmál markaðarins og
hefur stutt stjómvaldsaðgerðir til
að styrkja það.
Hagfræðingurinn Martin Feld-
stein við Harvard-háskóla hefur
nýlega haldið því fram að markaðs-
öflin myndu þrýsta dollaragenginu
niður um 20 - 30% á næstu þrem
ámm og væri þetta nauðsynlegt til
að vinna bug á fjárlagahallanum
og styrkja bandarískan útflutning.
Feldstein hefur stundum verið einn
af efnahagsmálaráðgjöfum Bush og
ollu því ummæli hans nokkru íra-
fári en hann hefur ekki viljað taka
þau aftur. „Ég er ekki að segja að
grípa ætti til ráðstafana til að lækka
gengi dollarans heldur að markaðs-
öflin muni sjá um að lækka geng-
ið,“ sagði Feldstein við fréttamenn.
Talsmaður bandaríska seðlabank-
ans, Wayne Angell, hefur gagnrýnt
þá skoðun Feldsteins að dollarinn
ætti að lækka svo mjög að hann
verði jafnvirði 100 japanskra jena.
Angell segir gengi dollarans „hæfí-
lega hátt."
miðaði í deilum arabaþjóða og ísra-
ela.
Þjóðarráðið samþykkti með yfir-
gnæfandi meirihluta ályktun SÞ nr.
242 frá 1967 og fleiri ályktanir þar
sem kveðið er á um tilvistairétt allra
rílqa í Mið-Austurlöndum. Ákvörðun
Þjóðarráðsins hefur verið túlkuð sem
óbein viðurkenning á ísrael en orða-
lag yfirlýsinga SÞ er afar óljóst.
Þjóðarráðið segir jafnframt að beita
beri „friðsamlegum aðferðum" til að
tryggja rétt Palestínumanna og
segja hófsamir Þjóðarráðsmenn að
þar með hafi ráðið lýst andstöðu við
hryðjuverk; Bandaríkjastjóm hefur
sett slíka yfírlýsingu ásamt ótví-
ræðri viðurkenningu á ísrael sem
skilyrði fyrir því að PLO verði viður-
kennd sem samtök allra Palestínu-
manna. Bandaríkjamenn segja að
þýðingarlaust sé fyrir Palestínu-
menn að lýsa einhliða yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis, semja verði um
málið.
Yasser Arafat sagði aðspurður að
yrði krafa Palestínumanna um al-
þjóðlega ráðstefnu til að leysa deil-
umar í Mið-Austurlöndum samþykkt
þá myndi það koma fram á slíkri
ráðstefnu hvort Palestínumenn við-
urkenndu ísrael umbúðalaust. Ha-
bash sagði á hinn bóginn að því
færi fjarri að samþykkt ályktunar
SÞ jafngilti fullkominni og endan-
legri viðurkenpingu á ísrael.
Talsmaður Sovétstjómarinnar,
Gennadíj Gerasimov, sagði frétta-
mönnum á þriðjudag að stjóm hans
hefði ekki borist beiðni um viður-
kenningu á nýja ríkinu. í gær sagði
hann að Sovétmenn væru hlynntir
yfirlýsingunni um ríkisstofnun og
samþykktir Þjóðarráðsins í Algeirs-
borg væru mikilvæg skref í átt til
samkomulags í Mið-Austurlöndum.
Sýrlendingar sögðu í gær að þeir
styddu hið nýja rki en vömðu við
þvi að tilslakanir myndu aðeins for-
herða ísraela enn frekar.
Alls hafa meira en tveir tugir ríkja
nú viðurkennt Palestínu, þ.á m.
NATO-ríkið Tyrkland sem / hefur
stjómmálasamband við Ísraeí. ísra-
elsstjóm mótmælti ákvörðun Tyrkja
í gær. 1
Egyptar, sem einnig hafa stjóm-
málasamband við ísrael, hafa enn
ekki viðurkennt Palestínuríkið nýja
formlega en segjast styðja málstað
Þjóðarráðsins.