Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Samband íslenskra kaupskipaútgerða: Furðu lýst á yfirlýsingum Guðmundar Hallvarðssonar STJÓRN Sambands íslenskra kaupskipaútgerða lýsir fúrðu og van- þóknun sinni á yfirlýsingum Guðmundar Hallvarðssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, um málefiii Skipafélagsins Víkur hf., segir í fréttatilkynningu frá stjórninni. Guðmundur hafi hótað að stéttarfélag hans muni ganga í berhögg við Iandslög og stöðva losun og lestun erlendra skipa hérlendis, eftir því hver kunni að vera eig- andi þeirra. Hann hafi „eyrnamekt" erlend skip í eigu íslenskra aðila sem sérverkefhi stéttarfélags hans til stöðvunar en virðist telja eðlilegt að slík skip í eigu útlendinga fái að losa og lesta hérlendis án afskipta Sjómannafélags Reykjavíkur. í fréttatilkynningunni segir einn- ig meðal annars: Stjóm SÍK fær ekki annað séð en með slíkum hót- unum gangi Sjómannafélag Reykjavíkur fram fyrir skjöldu í að veija hagsmuni erlendra skipaeig- enda á kostnað íslenskra. Eigandi Víkur hf. hefur staðfest að skipafé- lagi hans verði ekki forðað frá hruni nema að rekstrarskilyrði skipa út- gerðarinnar séu sambærileg við önnur skip sem stunda siglingar á sömu mörkuðum og Víkur hf. Skip Víkur hf. hafa að mestu verið í sigl- ingum á alþjóðamörkuðum þar sem launakostnaður áhafna er allt frá 20% til 50% af iaunakostnaði íslenskra kaupskipa í leigusigling- um sem Víkur hf. hefur fyrst og fremst stundað. Innan kaupskipaútgerðar á sér nú stað gjörbylting á skráningum og rekstrarfyrirkomulagi skipa. Nágrannaþjóðir okkar, s.s. Danir og Norðmenn hafa stofnað alþjóða- skráningar kaupskipa þar sem þjóð- emi áhafnar er í vali útgerða. Skip þessara þjóða hafa allflest fært sig undan hefðbundinni þjóðskráningu undir alþjóðaskráningar. í Dan- mörku vom 80% danska kaupskipa- flotans umskráð til nýju dönsku alþjóðaskráningarinnar í fyrstu vik- unni sem hún starfaði í byijun sept- ember síðastliðnum. Stjómvöld í Danmörku og Noregi hafa staðfest að þessar nýju al- þjóðaskráningar hafi verið eini val- kosturinn sem gat forðað því að skip þessara þjóða yrðu seld úr landi með tilheyrandi tekjutapi hins opin- bera og töpuðum atvinnutækifær- um farmanna og starfsmanna út- gerðanna í landi. Færeyingar hafa nú einnig leyft erlenda skipveija á skipum sínum, jafnvel þótt þau séu undir færeyskum fána. Einu skil- yrðin sem Færeyingar setja um þjóðemi áhafnar em að skipstjórar og yfirvélstjórar séu færeyskir ríkisborgarar. Flestar þjóðir Norð- ur-Evrópu undirbúa nú alþjóða- skráningar hliðstæðar við þær sem hleypt hefur verið af stokkunum í Noregi og Danmörku. Það er ljóst að íslensk kaupskip munu innan tíðar lenda í miklu ríkari mæli en hingað til í beinni samkeppni við erlend skip sem búa við allt annan rekstrargmndvöll en hér tíðkast. SÍK hefur ítrekað lýst sig reiðubúið til að eiga viðræður við stéttarfélög farmanna um hvemig best verði bmgðist við fyrr- nefndri ógnun. Steinar Jóhannsson Lýsingarhátt- ur nútíðar Ný ljóðabók eftir Steinar Jóhannsson ÚT ER komin Ijóðabókin Lýsing- arháttur nútíðar eftir Steinar Jóhannsson. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem er 21 árs gamall sálfræðinemi. Bókin er 64 síður að stærð og gefin út af Skákprenti. Mynd- skreytingar em eftir Nínu Magnús- dóttur og kápu bókar hannaði Andri Lindbergs. Alþjóðlegur Halló-dagur: Heilsaðu tíu manns „ALÞJÓÐLEGI Halló-dagurinn“ (World Hello Day) er á mánudag, 21. nóvember. Þátttaka felst í því að kasta kveðju á tíu manns. Dagurinn hefúr verið haldinn árlega frá 1973. Tilgangurinn er sá að hvetja leiðtoga þjóða heims- ins til að notast við tjáskipti en ekki valdbeitingu við úrlausn deilumála. Tveir bandarískir bræður, Mic- hael og Brian McCormack, eiga veg og vanda af útbreiðslu Halló-dags- ins, sem nú mun haldinn f 136 þjóð- löndum. Michael fékk hugmyndina og gekkst fyrir fyrsta deginum í framhaldi af Yom Kippur-stríði Israelsmanna og arabaríkja, haus- tið 1973. I tilkynningu frá samtökum McCormack-bræðra segir að 91 þjóðarleiðtogi, 19 handhafar friðar- verðlauna Nóbels og fjöldi þekktra einstaklinga hafi skrifað bræðmn- um bréf og lýst því áliti að þessi leið sé til þess fallin að varðveita frið í heiminum. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Félag sjálfstæðismanna í Langholti - aðalfundur Aöalfundur félagsins veröur haldinn fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Gestur fundarins veröur Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun- blaðsins. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundarstörf. 2. Raeða, Styrmir Gunnarsson: „Sjálfstæðis- flokkurinn - stjórnarslitin - framtíðin". 3. Almennar umræður. Allt sjálfstæðisfólk velkomið - kaffiveitingar. Stjórnin. Almennur stjórnmálafundur Akureyri Almennur stjómmálafundur verður haldinn mánudaginn 21. nóvember kl. 20.30 í Kaupangi á Akureyri. Málshefjendur verða alþingismennim- ir Þorsteinn Pálsson, Ragnhildur Helgadóttir og Tómas Ingi Olrich menntaskólakennari. Fundarstjóri Jón Már Héðinsson. Allir velkomnir. Almennur stjórnmálafundur Patreksfirði Almennur stjómmálafundur verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember kl. 16.00 í félagsheimili Patreksfjarðar. Málshefjendur verða alþingis- mennirnir Geir H. Haarde, Eyjólfur Konráð Jónsson og Einar Kristinn Guðfinnsson útgerðarstjóri. Allir velkomnir. Almennur stjórnmálafundur Breiðdalsvík Almennur stjórnmálafundur verður haldinn laugardaginn 19. nóv- ember kl. 21.00 á Hótel Bláfelli, Breiödalsvik. Málshefjendur verða alþingismennirnir Halldór Blöndal, Egill Jónsson og Kristinn Péturs- son. Alir velkomnir. Mosfellsbær - Mosfellsbær Sameinumst til nýrrar sóknar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 22. nóvember nk. kl. 21.00. Hinn baráttuglaði sjálfstæöis- maður Davíð Oddsson borgarstjóri mætir á fundinn og heldur framsöguræðu um stjórnmálaástandið i dag. Sjálfstæðismenn snúum vörn i sókn og mætum á fund með Davíð. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Mosfellinga. ■ m Almennur stjórnmálafundur ísafirði Almennur stjórnmálafundur verður haldinn laugardaginn 19. nóv- ember kl. 15.00 á Hótel Isafirði. Málshefjendur verða alþingismenn- irnir Geir H. Haarde, Eyjólfur Konráð Jónsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Allir velkomnir. Djúpivogur Stjórnmálabarátta á tímamótum Almennur stjórnmálafundur Blönduósi Almennur stjórnmálafundur verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember kl. 16.00 i Sjálfstaeöishúsinu á Blönduósi. Málshefjendur verða al- þingismennimir Matthías Á. Mathiesen og Pálmi Jónsson. Allir velkomnir. Almennur stjórnmálafundur Höfn íHornafirði Almennur stjórnmálafundur verður haldinn föstudaginn 18. nóvember kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Höfn. Málshefjendur verða alþingismenn- imir Halldór Blöndal, Egill Jónsson og Kristinn Pétursson. Allir velkomnir. Alþingismennirnir Egill Jónsson, Halldór Blöndal og Kristinn Péturs- son verða til viðtals i Hótel Framtíð kl. 13.00-14.00, laugardaginn 19. þ.m. Stjórnin. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðuriandskjördæmi. Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi boöar til op- ins almenns fundar í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri fimmtudagskvöldið 17. nóv. kl. 21.00. Ræöumenn eru al- þingismennirnir Halldór Blöndal og Egill Jónsson. Að loknum framsöguræðum verða umræður. Fjölmenniö á fundinn. Skiptist á skoðunUm. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.