Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Minning: Þórarínn B. Nielsen fv. bankafulltrúi Fæddur 28. desember 1891 Dáinn 9. nóvember 1988 í dag fer fram útför Þórarins Benedikts Nielsen, frá Fossvogs- kirkju. Að morgni dags, miðvikudaginn 9. nóvember síðastliðinn, andaðist í sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík Þórarinn Benedikt Nielsen banka- fulltrúi í ísjandsbanka hf. og Út- vegsbanka íslands hf., tæplega 97 -— ára gamall. Þórarinn Benedikt fæddist á Seyðisfirði 28. desember 1891. For- eldrar hans voru Jónína Jónsdóttir, ættuð úr Grjótaþorpinu í Reykjavík, frá Guðbrandarbæ, og Níls Órum Nielsen, ættaður frá Jótlandi í Dan- mörku. Til íslands fluttist hann ungur og hóf verzlunarstörf í Papós og síðar á Seyðisfirði, en þar festi hann rætur og átti þar heimili og vinnu- stað til framtíðar. Þijá syni eignuð- ust þau hjón, Nils kaupmann, Þór- arinn Benedikt bankafulltrúa og Axel verzlunarmann. Eru þeir allir látnir. Ættingjar Nils og Axels eru búsettir í Reykjavík. Þórarinn Bene- dikt var ókvæntur og bamlaus. Að bamaskólanámi loknu í heimabyggð lagði Þórarinn land undir fót og aflaði sér frekara náms í Verzlunarskóla íslands, og lauk þaðan fullnaðarprófi vorið 1914. Eftir það hvarf Þórarinn aftur heim til Seyðisíjarðar og réðst til starfa í þjónustu íslandsbanka þar í bæ, þann 1. júlí 1914, á upphafsári fyrri heimsstyrjaldar. í þá tíð vom starfsmenn útibús- ins aðeins þrír, Eyjólfur Jónsson, útibússtjóri, afi núverandi banka- stjóra Útvegsbanka Islands hf., Guðmundar Haukssonar, Gunn- laugur Jónasson, gjaldkeri, sem enn lifir í hárri elli, eftirlaunaþegi á 94. aldursári, búsettur á Seyðisfirði, og Þórarinn er nú varð bókari útibús- ins._ A þeim tíma var vinnutíminn alla virka daga vikunnar frá klukkan 10 að morgni til klukkan 2 síðdeg- is, og aftur opnað klukkan 4 síðdeg- is og unnið sleitulaust til klukkan sjö og stundum lengur, einkum til þess að þjóna utanbæjarmönnum, er komu hvaðanæva frá Austfjörð- um. En þá var engin bankastofnun önnur á Austfjörðum, eða frá Akur- eyri til Vestmannaeyja. Fyrstu handbrögð Þórarins vom í upphafi fyrsta vinnudags, að bók- færa úttekt úr sparisjóðshöfuðbók bankans í bók viðskiptavinarins, undir leiðsögn útibússtjórans. Þeg- ar því var lokið, spurði hann for- viða: Er þessari afgreiðslu lokið? Já, þetta er allur galdurinn, sagði útibússtjórinn. A hverju ári kom einn af banka- stjómm Islandsbanka í eftirlitsferð í útibú bankans, sem þá vom fjög- ur. Að sumarlagi 1918 færði banka- stjóri, er þá var í eftirlitsferð á Seyðisfirði, í tal við Þórarinn Niel- sen, hvort hann hefði hug á að koma til starfa í aðalbankanum í Reykjavík, og ef svo væri, þyrfti hann að senda skriflega umsókn til aðalbankans. Eftir nokkra um- hugsun ákvað Þórarinn að skipta um vinnustað og sótti um vinnu í aðalbankanum í Reykjavík. Þar með lauk endanlegri dvöl og starfsferli Þórarins Nielsen í fæðingar- og heimabyggð hans, á Seyðisfirði. Þann 1. nóvember 1918, við lok fyrri heimsstyrjaldar, fyrir 70 ámm, hóf Þórarinn almenn bankastörf í Islandsbanka í Reykjavík og þjón- aði þeim banka og Útvegsbanka íslands hf. frá stofnun 12. apríl 1930 til ársloka 1956, en þá var hann orðinn 65 ára gamall og var frá þeim tíma eftirlaunaþegi. Þórarinn minntist þess oft í spjalli við okkur yngri starfsfélaga sína, að fyrstu og minnisstæðustu starfsfélagar hans í Reykjavík urðu Einar E. Kvaran aðalbókari, Krist- ján Jónsson aðalgjaldkeri og Hjálm- ar Bjamason bankaritari. En á löngum starfsferli varð vinahópurinn fjölmennur og sam- staðan einlæg. Þórarinn Nielsen ávann sér traust og vináttu starfs- félaga sinna. Hann var vel gerður til orðs og æðis, hjálpfús og vildi veg félaga sinna greiða til gæfu og velgengni. Hann tók þegar í upphafi virkan þátt í félagsstörfum bankamanna, sem fyrst vom stofnuð í íslands- banka 20. desember 1924. Tilgang- ur þess félags var m.a. að efla sam- úð og samvinnu meðal starfsmanna Islandsbanka, auka þekkingu starfsmanna í bankamálum og sinna skemmtiþáttum í tómstund- um. Þórarinn Nielsen tók mikinn og virkan þátt í félagsmálum Starfs- mannafélags Útvegsbankans og heildarsamtaka bankamanna. Hann var m.a. formaður Starfsmannafé- lags Útvegsbankans í 3 ár, með- stjómandi og í varastjóm í 8 ár og starfaði að margþættum verkefnum til hagsbóta stéttinni. Þórarinn Nielsen átti langan og litríkan starfsdag í íslandsbanka og Útvegsbanka íslands. Hann minntist þess í viðtali í Bankablað- inu, að þegar íslandsbanka var lok- að 1930, hafi ýmsir starfsmenn bankans litið í kringum sig eftir öðru starfi. Sjálfur sagðist Þórarinn hafa beðið rólegur eftir endanlegri ákvörðun, án þess að hugleiða störf á öðmm vettvangi. Enda kom á daginn að hann átti eftir að starfa áfram í bankanum í rúman aldar- fjórðung. Þórarinn Nielsen var lengi yfirmaður veðdeildar bankans og leysti þau störf af hendi af stakri trúmennsku, dyggð og samvisku- semi. Hann eignaðist marga vini og trygga í röðum viðskiptamanna bankans, og einkum meðal útvegs- manna í Hafnarfirði og á Suðurnesj- um, er þáðu úr hans hendi holl og góð ráð. Með Þórami og fyrrverandi bankastjóra, síðar forseta íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni, var mikil vin- átta, meðan dagar beggja vom á lofti, sönn vinátta og gagnkvæmt traust. Eftir að Þórarinn Nielsen hætti störfum í Útvegsbanka ís- lands, fyrir aldurssakir, hélt hann daglegu sambandi við stofnunina og starfsfólk bankans, meðan ferils- vist leyfði honum fótaburð. Hann var um mörg ár daglegur þátttak- andi í mötuneyti bankans. Hann var góður gestur í hópi yngri starfs- félaga, gjaman var rætt um dægur- máj og litið í dagblöð. Á Hrafnistu naut hann hlýju og góðrar aðhlynningar á efri dögum. Bróðurdóttir hans, Jónína Nielsen, framkvæmdastjóri vistdeildar, lét sér einkar annt um frænda sinn og annaðist hann af stakri kostgæfni, alúð og kærleika allt til hinstu stundar. Þórarinn Nielsen var einn af stofnendum Húsfélagsins Austur- brún 2, og átti þar íbúð frá árinu 1962, en áður var hann leiguliði á ýmsum stöðum < borginni, m.a. hjá syni fyrrum sýslumanns Austfirð- inga, Axels Túliníus, Carli Túliníus og lengi í félagsíbúð við Snorra- braut. Þórarinn Nielsen var drengur góður, öllum velviljaður, einarður og hreinskilinn, einlægur félagi, sem á í hug og hjörtum okkar sam- ferðamanna hans, óskiptar þakkir fyrir fagrar og ógleymanlegar minningar, er varðveittar verða meðan ævidagar endast. Blessuð sé minning góðs vinar. Adolf Björnsson t Systir mín, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR CROSIER, lést 15. nóvember á Rhode Island. Ólafia Pálsdóttir. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR KARITAS GÍSLADÓTTIR fyrrum húsfreyja í Ytra-Skógarnesi i Miklaholtshreppi, andaðist 15. nóvember á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Börnin. t Eiginmaður minn. EMILÞ. JÓNSSON bifreiðastjóri, Skúlagötu 70, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Inga Edith Karlsdóttir. t Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ODDGEIRSDÓTTIR VESTMANN, Álfhólsvegi 4, Kópavogl, sem andaðist laugardaginn 12. nóvember, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Danfel Vestmann, Lilja D. Vestmann, Svavar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Jarðarför móður okkar, BRYNDÍSAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Melhaga 3, fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu eru beðnir að láta Minningar- sjóði Fríkirkjunnar eða líknarstofnanir njóta þess. Þórarinn Árnason, Ragnheiður Árnadóttir Ingibjörg Árnadóttir. t Eiginmaður minn, JÓNAS GUNNAR JÓHANNESSON, Lerkigrund 2, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, föstudaginn, 18. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd barna okkar, foreldra, systkina og annarra vanda- manna, Rosa Jones. t Móðir okkar, JÓNA GUNNLAUG INGIMARSDÓTTIR, Dyngjuvegi 10, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Karl Davíðsson, Ásgeir Sverrisson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNlNA SALVÖR HELGADÓTTIR, andaðist á Öldrunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. nóvember. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna, Ernst Fridolf Backman. t Vinur minn, HALLDÓR BENJAMÍN SÆMUNDSSON, andaðist að heimili sínu, Brú við Suðurgötu, 14. þessa máneöar. Sigrfður Knútsen, EinarTr. Einarsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, MAGNEA STEFANÍA GUÐLAUGSDÓTTIR, Hnotubergi 31, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Halldór Jónsson, Þóra Harðardóttir, Kristján Kristjánsson, Eyvör Halldórsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Marteinn Kristjánsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúðarkveðjur og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður, RAGNHILDAR STEINUNNAR MARÍUSDÓTTUR, Heiðarhvammi 1, Keflavfk. Sérstakar þakkir til laekna og hjúkrunarfólks deildar 11-E, Land- spítalanum, fyrir góöá aðhlynningu. Fyrir hönd vandamanna, Jón Þór Harðarson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför litlu dóttur okkar, systur, dótturdóttur og sonardóttur, HALLDÓRU BJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Anna Friðþjófsdóttir, Guðbjörg Þórðardóttir, Jórunn Einarsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir, Þóröur Hailgrfmsson, Berglind Þórðardóttir, Friðþjófur Másson, Hallgrfmur Þórðarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.