Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 17.11.1988, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 67 Ber samfélagsumræðan vott um sjúkt þjóðfélag? Til Velvakanda. Að undanförnu hefur samfélags- umræðan snúist að verulegu leyti um það fjölmiðlafár, sem enn á ný geisar um kynferðismisnotkun á bömum. Það er sannarlega nýmæli, að fjölmiðlar ljái máls á barnaverndar- málum, en auðvitað eiga mannrétt- indi ungmenna sér oft fáa tals- menn. Mig grunar að umræðan um sifjaspell og kynferðismisnotkun hafi fengið þennan hljómgrunn fyrir það, hversu krassandi slík umræða er. Jafnvel gengur fram úr hófi hvernig fólk veltir sér upp úr soran- um, sparar hvergi nákvæmar lýsing- ar á kynferðislegri niðurlægingu einstakra barna, á sama tíma sem því er lýst, með hvaða hætti það helst óskar að koma bamaníðingum fyrir kattamef. — A stundum finnst manni að sjálf umræðan beri vott um sjúkt samfélag, eigi síður en umræðuefnið, glæpir gagnvart börnum. Það virðist gleymast, að til eru einstaklingar, sem um sárt eiga að binda, hafa kannski reynslu sem fórnarlömb fyrir áratugum síðan. — Er þeim gert gott með öllu smjattinu? Er rétt að rífa upp hálf- gróin sár? Er rétt að blása í lúðra hefndar og refsingar hjá fólki, sem á við tilfinningavanda að stríða? í Danmörku hefur Ekstrablaðið, sem sannarlega er gult, velt sér m.a. upp úr nákvæmum frásögnum af nauðgunarmálum í áratugi. Jafn- vel em birtar myndir af fómarlömb- um á bamsaldri. Þessu fýlgja síðan mjög nákvæmar lýsingar og „hefð- bundin" fordæming á ofbeldismann- inum. Engin í Danmörku telur að þetta sorprit sé framfarasinnað, eða vilji í alvöru vinna gegn ofbeldi. Allir vita að þetta er söluvara — af einhveijum ástæðum lesa venju- legir borgarar slíkar berorðaðar lýs- ingar með áfergju. Annars væru þær ekki algengt forsíðuefni blaðs- ins. Margir óttast, að geðveilir af- brotamenn (og konur) hafi miður gott af lestri frásagna um ofbeldis- iðkun annarra, jafnvel nauðgun bama og annað sjúklegt athæfí. Slíkt æsir upp kvalalosta af ýmsu tagi og gæti orðið til að gefa and- lega brengluðu fólki hugmyndir um verknað, sem það annars fengi ekki. Við hljótum að spyija okkur sjálf: Hveijum er gagn að því að vita í smáatriðum með hvaða hætti tiltek- ið ungmenni var niðurlægt kynferð- islega af afbrotamanni, ef undan er skilið lögregla, fagfólk og dómar- ar. Getur ekki upplýst, siðmenntað fólk gert sér í hugarlund hvað nauðgun er? Þarf smáatriðalýsingu í hveiju tilviki? Nýlega hefur frést af því að Mál og menning ætli sér að gefa út safn trúnaðarviðtala félagsráðgjafa við fónarlömb kynferðisofbeldis. Þar er á ferðinni safn mjög ber- orðra lýsinga fórnarlamba, sem þau létu frá sér fara við fagmann, á þeirri forsendu að um væri að ræða rannsókn til grundvallar bættum lögum til vamar fólki. Spáð er, að þessi „krassandi" verði metsölubók hjá MM. þannig að markaður virðist vera fyrir hendi. Þarft væri að vita hvort markaðs- rannsókn hafi farið fram eða hveij- ir þeir viðskiptavinir séu, sem sæl- ast eftir berorðum lýsingum á kyn- ferðisafbrotum. Rétt er að geðlækn- ar skeri úr um, hvort lesning af þessu tagi svari ekki fýsn fólks með kvalalosta og gæti jafnvel orðið uppspretta að ofbeldisbylgju í sam- félaginu. Margir telja t.d. að álíka lýsingar, sem em undirstaða gulu pressunar í Evrópu og Bandaríkjun- um, séu einmitt verulegur hvati til áframhaldandi ofbeldis. Sjálf er ég sannfærð um, að dómsmálaráðuneytið, sem á höfund- arrétt að skýrslu félagsráðgjafans, svo og viðmælendur hans, gerðu rétt í því að stöðva þessa tilraun til að gera harmsögu einstaklinga að féþúfu. Slík féþúfa gæti orðið hættuleg samfélagi okkar. Kona Eitur flutt inn í formi kvikmyndar Til Velvakanda. Að sjálfsögðu varðar það við lög að flytja inn eiturlyf. Nú hefur ver- ið flutt inn eitur í formi kvikmynd- ar sem stendur til að sýna í Laugar- ásbíói. Nefnist hún Síðasta freisting Krists. Eftir lýsingu á þessari mynd í Morgunblaðinu 13. nóvember að dæma er hún hinn argasti óþverri, bæði klám og guðlast . Við emm talin kristin þjóð, flest emm við skírð og fermd til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda, og margur hefur gefíst guði af öjlu hjarta og fundið sálu sinni frið. ís- lenska _þjóðkirkjan á marga trúa þjóna. Eg spyr getum við, eða eig- um við, sem trúum fyrir guðs náð að þola að nafn drottins sé dregið þannig ofan í svaðið? Er kirkjan okkar ekki svo sterk að hún geti hrundið þessum ósóma og bannað sýningu þessarar myndar áður en hún nær að eitra hjörtu þeirra sem ef til vill þekkja ekki orð drottins? Þeim sem hyggjast auðgast á að selja þessa vöm getur það tæpast orðið til blessunar fremur en þijátíu silfurpeningamir Júdasi forðum. S. VERIÐ VEL KLÆDD I VETUR ítalskar peysur Iðunnar peysur Dömublússur Herraskyrtur Herrabuxur Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-16. Uduntu, VERSLUN v/NESVEG. SELTJARNARNESl SIEMENS Sjónvarpstæki Sjónvarpsmyndavél FA108 FC908 14“ tæki með nýtísku útliti, innbyggðu loft- neti, mjög skarpri mynd, breiðbands- hátalara, 40 stöðva Verð 28.680,- Myndavél og sýningarvél í einu tæki, fyrirferðalítil, veg- uraðeins1,27 kg,8mm myndband, CCD-mynd- skynjari, sexföld súmlinsa, sjálfvirk skerpustilling, mesti lokarahraði 1/1500 sek. (gott fyrir íþróttaupptökur) o.m.fl. Verð 82.990,- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 NÚ SPÖRUM VIÐ PENINGA. og smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur. Vio veitum fúslega 0g nú erum við í Borgartúni 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.