Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 16

Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 16
MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 ajuiifjilak. áRMENNINGAR VNGIR SEM GAMLIR FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER VERÐUR EFNT TIL 100 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐAR í VEITINGAHÚS- INU BROADWAY. DAGSKRÁ VERÐUR FYRIR UNGA SEM ALDNA MEÐ NIÐURGREIDDUM KVÖLDVERÐI Á KR. 1.200. CAV ITCTAMR- FÉLAGSHEIMILIÐ VIÐ SIGTÚN. RAKARASTOFA HALLDÓRS SIGFÚSSONAR, LANGHOLTSVEGI 128. JÚDÓDEILD, ÁRMÚLA 32. BÓKABÚÐ LÁRUSAR BLÖNDAL, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 2. SÝNUM SAMSTÖÐU - STJÓRNIN. Sá sem heggur í eldinn... Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Ævi mín eftir Goldu Meir Þýðandi Bryndís Víglundsdóttir Útg. Bókrún 1988 Ævisaga Goldu Meir kom út árið 1975, síðar var gerður söngleikur um ævi hennar og enn má nefna sjónvarpsþætti, sem margir muna sjálfsagt eftir. Um nafn Goldu Meir leikur ljómi vegna þess hve mikinn þátt hún átti í að gera Ísraelsríki að veruleika. Seinna gegndi hún ráðherrastörfum og varð einnig for- sætisráðherra við mikinn orðstír, og umdeild var hún einnig alla tíð. Golda var fædd í Rússlandi og í sögu sinni rekur hún bernskuminn- ingar sínar frá þeim árum, gyðinga- ofsóknimar og harðærið sem hún og fjölskylda hennar bjuggu við. Að lokum ákvað faðirinn að fara til Ameríku og freista gæfunnar og nokkrum árum siðar flutti Golda með móður sinni og systrum til hans og þau settust að í Milwaukee. Það kom fljótlega í ljós að Golda var gædd skörpum og miklum gáf- um og eftir að hún komst í kynni við zíonismann gekk hún heils hug- ar til fylgis við það sem í honum felst og fylltist eldmóði, sá fyrir sér það sem Theodore Herzl boðaði í honum: framtíðarheimili gyðinga í Palestínu. Uppvaxtarár hennar voru um margt erfið, samskipti hennar og foreldra, sem voru skap- stór og sérsinna og varla skildu dóttur sína, voru flókin og ýfinga- söm, hvað sem gagnkvæmum kær- leika leið. Hún kemst í kynni við Morris Meyerson og ung og nýgift halda þau til Palestínu og setjast þar að. Þó að Morris væri góður og gegn gyðingur, fýsti hann ekki að fara til Zíons, en Golda var sannfærð um að líf hennar yrði aldrei nema hálft ef hún gæti ekki komist þang- að og lagt lóð sitt á vogarskálina til að gyðingar mættu búa þar. Hún rekur frumbýlingsárin á samyrkjubúinu, sektarkenndina sem hún fékk þegar það rann upp — mi K ö UPP UM FJOLL OG Hvort sem þú ætlar í stutta gönguferð í Heiðmörk eða í úti- legu í Þórsmörk þá hefst ferðin hjá okkur í Skátabúðinni. Mikið úrval af útilegubúnaði fyrir reynt sem óreynt útiveru- fólk. Faglegar leiðbeiningar. Aðeins þekkt vörumerki. Upp um fjöll og firnindi með-Skátabúðinni. SKATABUÐIN -SWmK fRAMÚK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 Golda Meir fyrir henni, að Morris var um megn að laga sig að lifnaðarháttum frum- byggjanna, sektarkenndina eftir að þau eru flutt þaðan og hún fer að hafa afskipti af verkalýðsmálum og fínnst hún vanrækja heimili sitt og börn. Þau Morris slitu samvistum nokkrum árum síðar, en skildu aldrei og voru vinir til dauðadags hans 1951. Hann lést á heimili hennar og hún tregaði hann alla tíð, sem vin og drengskaparmann og harmaði „að ég þurfti að vera eins og ég var“, eins og hún segir og gat því ekki orðið honum sú eig inkona sem hann þráði. I bókinni, sem er löng og mikil, er rakin hörmungasaga gyðinga í heimsstyijöldinni, þegar Palestínu- gyðingamir reyndu að fá leyfi Breta, sem fóru með umboð þar milli styijalda til að leyfa gyðingum, ofsóttum og hijáðum í Hitlersrík- inu, að komast til Palestínu. Veru- legrar beiskju gætir í garð Breta í frásögninni, ekki aðeins á því tíma- bili heldur einnig eftir að ákveðið hafði verið að stofna ríkið. Golda varð fyrsti sendiherra lands síns í Sovétríkjunum, en að- eins um hríð, því að Davíd Ben- Gurion kallaði hana heim til að biðja hana að verða atvinnumálaráð- herra. A fyrstu árunum eftir sjálf- stæðið flykktust gyðingar til ísraels í hundruð þúsunda tali. Öllu þessu fólki þurfti að sjá fyrir húsaskjóli, mat og menntun. Sem atvinnumála- ráðherra hafði Golda því mikil af- skipti af málefnum innflytjendanna og hún lýsir af miklum skilningi og innsæi þeim aðstæðum eða að- stöðuleysi sem gyðingunum mætti við komuna til fyrirheitna landsins. Unnið var af ótrúlegum krafti við að bæta úr þessu og ekki nóg með það heldur skapa öllum mannsæm- andi lífskjör. Þessi kafli bókarinnar finnst mér einna fróðlegastur af- lestrar og er þó bókin í heild hin merkasta, upplýsandi og forvitnileg í hvívetna. Bókin er þó miklu meira en söguleg heimild um dramatíska tilurð ríkis. Hún segir einnig undur- samlega sögu mikillar og merki- legrar manneskju svo að áhrif sög- unnar sitja eftir. Ég er ekki sátt við þýðinguna nema að nokkru leyti. Hún er alltof ójöfn og sveiflótt, furðulegar mis- fellur sem draga textann stundum niður á furðu lágt plan. Orðaval er eina stundina auðugt og í anda Goldu Meir og frumtextans, hina stundina flatneskjulegt og beinlínis rangt. Ritháttur ýmissa orða er ekki alltaf samræmdur og almennt dregur þýðingin, eins og hún er góð á köflum, verulega úr safa textans. — s terkurog _ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.