Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
eftir Þorstein
Gylfason
I
Háskóli þjónar tveimur guðum.
Annar heitir vísindi og hinn heitir
ungt fóik. Þeir tveir virðast kannski
í fyrstu vera hvor af sínum heimi.
Vísindin eru stofnun eða kerfi, ungt
fólk frjálsar lifandi verur. En þeir
eiga ágætlega saman. Það sem
tengir þá er sérkennileg barátta:
barátta við sjálfan sig. Það er eðli
ungs fólks að það á í þrotlausri
baráttu við sjáift sig, og þetta er
einmitt eðli vísindanna líka. Ritgerð
um eðli rúmfræðinnar í amerísku
tímariti sem kom á Háskólabóka-
safn í dag, rífur allt til grunna sem
ég hélt fram í kennslustundum í
síðustu viku. Hún gerir það ekki
með neinum fyrirgangi, heldur með
rökum sem gera hana ómótstæði-
lega. Það merkir meðal annars að
hún er afskaplega vel gerð. Ef ég
vil reyna að gera jafn vel, ef ég
mögulega get, þá .berst ég á móti
þessum ómótstæðilega höfundi og
reyni til dæmis að sjá einhverjar
veilur hjá honum, eða þá einum
lengra en hann sér um einhver at-
riði efnisins. Ritgerðimar um or-
sakalögmálið, sem nemendur mínir
em að setja saman þessa dagana,
eiga að vera samdar á móti flestu
eða öllu sem þeir hafa heyrt og
lesið um það efni, þar á meðal öllu
sem ég hef sagt og skrifað um
það: ekki með neinum derringi held-
ur með rökum. Annars em þær
ekki vel gerðar.
Rök em ströng og djörf. Þau em
líka alþjóðleg, jafnströng og jafn-
djörf í Kuala Lumpur og Reykjavík.
Vísindin em sameign mannkynsins.
Þau em meira að segja eina sam-
eign mannkynsins, þó ekki sé nema
vegna þess að þau em kraftbirting
skynseminnar sem er eina eðli
mannsins og greinir hann frá öllum
öðmm dýmm. Menn vita það um
allan heim hvað er vel gert og hvað
ekki í vísindum. Af þeim sökum er
það vitanlegt um allan heim, meðal
margs annars, að Háskóli íslands
er ekki mjög góður háskóli enn sem
komið er. Þar er ekki iðkað nándar
nærri nógu mikið af góðum fræð-
um. Þar er ekkert nógu vel gert.
Úr því ég nefni þetta um Há-
skóla Islands ætti ég kannski að
geta þess, að ég hygg það sé vitan-
legt líka hvers vegna hann er ekki
góður háskóli. Hann fær ekki fé til
þess. Mannskapinn höfum við. Mín
litla stétt, heimspekingastéttin,
glitrar af ungum afburðamönnum
sem sumir em enn við nám í öðmm
löndum og aðrir hafa lokið námi
með miklum brag. En þeir fá ekk-
ert að gera nema á hriflingabjörg-
um og draga fram lífið, nema þeir
séu parrakaðir í einhverjum ungl-
ingaskóla úti á landi og vinni sextíu
eða sjötíu stundir á viku. Að
óbreyttum §árhag Háskólans er
það mikið álitamál, hvortjálkureins
og til dæmis ég á ekki að segja af
sér embætti til að rýma fyrir þeim
sem yngri em og fremri. Fræði-
mennska er barátta við sjálfan sig.
Þessi barátta gengur út á það
að gera vel eins og fram er komið.
Því fylgir annað. Það er harðasti
agi í heimi að verða að gera eitt-
hvað vel. Hann kallar svo á ýtrasta
frelsi í fyllsta skilningi, af þeirri
óbrotnu ástæðu að það er ekki
hægt að gera neitt vel nema maður
fái að gera það sjálfur. Það veit
hvert bam sem lærir að hnýta skó-
þveng sinn. Þar á ofan em allar
aðrar frelsishugsjónir, frá dögum
hinna fomu Grikkja til þessa dags,
sóttar í vísindin og þeirra frelsi.
Milton Friedman, sem er banda-
rískur hagfræðingur, hefur haldið
því fram að svonefnt markaðsfrelsi
sé forsenda alls annars frelsis, og
stutt það einhverjum aumustu rök-
um sem sögur fara af eins og ég
hef rakið á öðrum vettvangi. Mann-
kynssagan kennir okkur allt annað,
hvort heldur um grískt lýðræði eða
mannréttindahugsjónir Vestur-
landa frá 17du öld og síðan. Leyfið
fijálsri hugsun að sýna hvers hún
er megnug, segir sagan, þótt hún
sé bara að fást við stjörnur himins-
ins og eindir efnisins og ámóta lang-
sótta hluti, og þá kviknar af henni
hugsjónin um allt annað frelsi til
orða og athafna. Við hliðina á
Empedóklesi og Anaxagórasi, með
gerólíkar kenningar sínar um al-
heiminn, stendur Períkles og stýrir
hinni fijálsu Aþenu, og heldur með-
al annars styrkri vemdarhendi yfir
Anaxagórasi þegar Alþenumenn
hugleiða að lögsækja hann fyrir
guðleysi. í kjölfar Descartes og
Newtons, með hinar öndverðu
stærðfræðilegu heimsmyndir sínar,
kemur lærisveinn þeirra Locke með
fijálshyggju sína sem er máttug-
asta stjómspeki nýaldar.
Leyfum fijálsri hugsun að dafna!
Það merkir öllu öðru fremur: leyfum
ungu fólki að gera það sem því
sýnist eins og því sýnist. Leyfum
því að beijast við sjálft sig og gera
hlutina vel af því að það fær að
gera þá sjálft. Frelsið sem um er
beðið verður að vera ýtrasta frelsi
í fyllsta skilningi eins og ég komst
að orði. Meðal annais krefst það
fjár, til að mynda fjár til að halda
uppi almennilegum háskóla á ís-
landi með almennilegu bókasafni
og almennilegum tækifærum til
lesturs og skrifta, mælinga og til-
rauna, einkum handa þeim sem
ungir em og brennandi í andanum.
Það þarf að umbyggja Háskóla Is-
lands og helzt frá grunni, með því
meðal annars að margfalda bóka-
kost hans og tilraunastofur, og
stofna þar tugi ef ekki hundruð af
nýjum stöðum. Mannskapinn höfum
við. Og ef einhver segir að þetta
sé ekki hægt þá er svarið að það
sé víst hægt: það er hægt þó ekki
sé nema vegna þess að þvílík um-
bygging hefur einu sinni átt sér
stað. í kringum 1970 vargerð dálít-
il bylting til eflingar Háskólanum.
Nú þarf annað átak og meira.
En frelsi eða sjálfstæði er auðvit-
að miklu meira en fé. Umbygging
kostar ekki bara peninga. Það vita
menn nú í Ráðstjómarríkjunum: á
rússnesku heitir umbygging per-
estrojka. Á íslandi er að mörgu leyti
austurevrópskt þjóðfélag eins og
ég kem að aftur hér á eftir. Þar
með þörfnumst við eyjarskeggjar
sams konar umbyggingar og Mika-
el Gorbatsjoff dreymir um austur í
Moskvu. Háskólinn þarfnast fyllsta
sjálfstæðis, einkum og sér í lagi
gagnvart ríkisvaldinu. Það sem
meira er: ég held að þess þarfnist
hver einasti skóli í landinu.
Islenzka skólakerfið er eiginlega
• •
MOTTOKUBUNAÐUR
FYRIR
GERVIHNATTAÚTSINDINGAR
Luxor
Búnaðurinn frá Luxor
og Salora er sá mest
seldi á íslandi!!!
Útvegum öll tilskilin leyfi.
7 ára reynsla á sviði móttökubúnaðar.
HVERRSGOTU 103 SÍMI 25999
m KinnasanD
Gardínuefni
... ofin, tvíofin, handþrykkt «/
KAESS býður nú gardínuefni og
úklœðifrú sœnska fyrirtœkinu
Kinnasand, sem hefur 180 úra reynslu
í framleiðslu ó vefnaðarvöru.
Gardínuefnin frú Kinnasand eru
hönnuð af þekktum textíl-listamönnum
og framleidd úr hreinum núttúruefnum.
Lítið inn í hús KAESS, að Hesthúlsi 2-4
og sjúið hvernig hrein gœbi líta út.
HONNUNÉ • GÆOI • ÞJÖNUSTA
SSSifSSSiiSSSS
ggSi S * S
krisuAn siggeirsson
BBBPEBn
O
.. s
■o
m
c
=s Mm
c
c a
i© B
'o .
•*o v
t s
c «
—«
O
í staðinn fyrir hugsjón-
ir hafa stjórnmálamenn
nú á dögum eitthvað
sem þeir „leggja
áherzlu á“. Svo er lögð
áherzla á að eiga aðild
að ríkisstjórn þótt hún
virði ekki samnings-
rétt. Næsta dag er sú
samþykkt tekin aftur,
eins og hún sé fráleit
og hafi eiginlega aldrei
verið gerð, því að samn-
ingsrétturinn sé „algert
prinsípmál“, og á þriðja
degi er ríkisstjórnin
mynduð og hinn heilagi
málstaður samnings-
réttarins gleymdur og
grafinn. „Við leggjum
áherzlu áþetta,“ segja
þeir.
ijúkandi rúst. Stúdent á fyrsta ári
í stærðfræði fékk 1 eða 2 fyrir
fyrsta verkefni vetrarins. Hann kom
til kennara síns eftir þessa útreið,
en ekki til að kvarta heldur til að
segja honum það að í fjölbrauta-
skólanum sínum hefði hann borið
af öðrum stærðfræðingum og feng-
ið verðlaun fyrir vikið. Nú sagðist
hann ætla heim til sín og skila verð-
laununum aftur áður en hann sett-
ist við að reyna að læra stærðfræði
í fýrsta sinn á ævinni. Ég ætla að
láta þetta dæmi nægja frekar en
að fara að rekja tölur. Það segir
sömu sögu og tölurnar um sæg af
ungu og dugandi fólki sem kemur
tvítugt út úr skólakerflnu ólæst og
óskrifandi. Auðvitað er í þeim hópi
slatti sem hefur engan áhuga á að
vera í skóla og enga art fyrir náms-
greinar sem þar eru kenndar. Það
er allt saman ágætisfólk til marg-
víslegustu starfa, og mikil meingerð
við það að kúlda það á skólabekk
því sjálfu og öllum öðrum til leið-
inda. En í þessum hópi er miklu
fleira fólk sem er vannært af skól-
um sínum. Það fær ekki boðlegar
kennslubækur á móðurmálinu. Þótt
kennararnir kunni sumir það sem
þeir eiga að kenna, hafa þeir engan
tíma til að skýra það sem skilst
ekki. Það reynir að skrifa ritgerðir
sem enginn les og leiðréttir af sóma-
samlegri athygli.
Umbygging er það sem þarf. Við
eigum að leyfa skólunum að ráða
sér sjálfir. Ríkið á bara að borga.
Skólamir eiga að ráða námsefni og
launakjörum kennara og öllu öðm.
Nú segir einhver að þetta sé ekki
hægt. Svarið er eins og áðan við
annarri svoleiðis fullyrðingu að það
sé víst hægt. Það er hægt þó ekki
sé nema vegna þess að það em til
að miklu leyti sjálfstæðir skólar í
landinu sem ríkisvaldið stendur
straum af að mestu leyti. Það em
tónlistarskólarnir. Ég held það sé
ekki minnsti vafí að margir tónlist-
arskólamir séu beztu skólar í
landinu og jafnvel einu góðu skól-
arnir. Þar er andinn.
Ég heyri í útvarpi og les í blöðum
að Svavar Gestsson, nýbakaður
menntamálaráðherra, boðar nýja
sjálfstæðisstefnu í skólamálum og
jafnvel öllum menningarmálum.
Það skyldi nú ekki eiga fyrir honum
að liggja að heíja merkið frá
Moskvu á loft í Reykjavík og ger-
ast hinn sanni merkisberi réttrar
fijálshyggju á íslandi? Félagi Svav-
ar! Perestrojka!
II
Góðir skólar skila góðum árangri
því að þar er mönnum kennt að
gera hlutina vel. Tónlistarskólamir
á Islandi hafa borið ríkulegan ávöxt
sem er tónlistarlífið í landinu: þrátt
fyrir smánarlegan fjárhag verður
það blómlegra með hveiju árinu
sem líður. Það er líka sívaxandi
sveit af skínandi ungu tónlistarfólki
frá íslandi við nám úti um allan
heim, þrátt fyrir takmarkalausa