Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
42
III
óvissu um tækifærin sem bíða þess
heima að námi loknu. Það verður
að heyja harða baráttu við sjálft
sig. Að því leyti er list alveg eins
og vísindi.
Það er fróðlegt að taka annað
dæmi af ávöxtum menntunar á ís-
landi. Frá sokkabandsárum mínum
í Reykjavík minnist ég blaðamanna-
stéttarinnar í bænum. Hún var
diykkfelld og heldur notaleg: ef
maður þurfti að fá sér í staupinu
um miðjan dag, þá var bara að
stinga sér inn á eitthvert blaðið.
Menn höfðu yfírleitt þvælzt út í
blaðamennsku úr neyð, til að mynda
þeirri að hafa ekkert lært. Verkið
sem þeir skiluðu var eins og við er
að búast: ef lesandinn man ekki til
þess, vegna æsku eða af öðrum
sökum, hvemig blöð og útvarp voru
fyrir þijátíu árum, ætti hann að
bregða sér á bókasafn og fletta
blöðum frá þeim tíma og bera þau
saman við til að mynda Morgun-
blaðið eins og það er í dag. Þá birt-
ist þar engin grein eins og þessi.
Sannleikurinn er sá að blaða-
mennska var eiginlega ekki til, hvað
þá eitthvað sem svipaði til sjálf-
stæðrar blaðamennsku.
Ef ég má víkja frekar að eigin
reynslu þá hef ég átt sæti í siða-
nefnd Blaðamannafélagsins um
nokkra hríð, og þurft að kynna mér
í þaula fáein verk íslenzkra blaða-
manna sem nú starfa. Auðvitað eru
vankantar úti um allt. En eftir
stendur að á skömmum tíma hefur
orðið til í landinu blaðamannastétt
sem hefur bæði metnað og sjálfs-
virðingu, þótt hún fái oftast ekki
sæmilegt færi á að njóta sín fremur
en ungt vísindafólk og listafólk. Ég
lagði það á mig í haust að fylgjast
nokkuð vandlega með stjómar-
myndunartilraunum sem þá fóru
fram. Þær tilraunir kallaði Sig-
mundur Guðbjamason rektor
„skrípaleik" í háskólahátíðarræðu í
síðasta mánuði, og þótti mér þar
vægt að orði komizt. Þó veitti ég
því miklu meiri athygli en skrípalát-
unum sem slíkum hvað fréttamenn-
imir bám að öllu leyti af stjóm-
málamönnunum sem þeir áttu við
að etja. Það var ójafn leikur.
Nú spyr ég: hvaðan kemur þessi
nýja blaðamannastétt? Svarið er að
hún kemur úr háskólum. Hún er
ávöxtur menntunar. Hún á ábyggi-
lega eftir að blómgast, og þegar
hún gerir það verður það einkanlega
fyrir meiri og betri menntun.
Dæmin gætu auðvitað orðið
miklu fleiri. Ég nefndi það hér fyr-
ir framan að á Islandi er að mörgu
leyti austurevrópskt þjóðfélag.
Þetta á við um dijúgan hluta af
atvinnulífi landsmanna, eins og bezt
sést á íslenzkri framleiðslu. Sterkur
íslenzkur ostur er hráblautur og það
er ekki hægt að skera hann í sneið-
ar: ef það er reynt brotnar hann.
íslenzkt belti er of breitt fyrir sylgj-
una sem á því er svo það tætast
upp á því brúnimar á einum degi.
Ópaltöflur em oftar en ekki klesst-
ar saman í pökkunum, og fímmta
hver tafla bráðnar ekki heldur
molnar uppi í manni. Ég er hættur
að hafa tölu á þeim femum af
skemmdum appelsínusafa, keyptum
löngu fyrir ástimplaðan síðasta
söludag, sem ég hef orðið að skila
aftur til framleiðandans, og þó er
framleiðsla hans ekki fólgin í öðm
en að blanda vatni í útlent ávaxta-
þykkni sem kemur n æstu m_ ábyggi -
lega óskemmt til landsins. Á íslandi
er ekki hægt að fá nýslátrað lamba-
kjöt nema einu sinni á ári, ekki
óblandað nautahakk nema með
höppum og glöppum, og ekki bæri-
legt hangikjöt nema gegnum kunn-
ingjasambönd eða klíkuskap. Svona
er það líka í Rúmeníu og Ráðstjóm-
arríkjunum. Og eins og þar verður
að skrifa þetta auma atvinnulíf að
miklu leyti á reikning stjómmála-
manna og umboðsmanna þeirra í
bönkum og ráðum og sjóðum.
Atvinnulíf á íslandi á sér aðeins
eina von og hún er menntun. Það
er að segja ungt fólk með metnað
til að gera hlutina vel, þó ekki sé
nema lítinn pappapakka með ópal-
töflum. Perestrojka!
Hagfræðingar hafa stutt það
nokkram rökum að hagvöxtur hér
á landi hafí lengi verið helmingi
minni en hann hefði getað verið.
Hvers vegna það? Þetta er hag-
fræðileg spuming sem hægt er að
svara með sterkum rökum: það er
— ósköp einfaldlega — stjómmála-
mönnum að kenna. Öllum eins og
þeir leggja sig, úr hveijum einasta
stjómmálaflokki. Þeir hafa reynzt
vanhæfír til verka. Ami Bergmann
kannaðist við þetta í Þjóðviljanum,
sýndist mér, og kenndi því um að
þessir karlar okkar væra alltaf að
leika stjómmálamenn eins og Reag-
an eða Gorbatsjoff, og hugsuðu
mest um það hvemig þeir taki sig
út í sjónvarpi. Kannski þetta sé
rétt hjá Áma. Hann fylgist með
þeim frá degi til dags sem er meira
en ég geri.
Það er ekkert til í íslenzkum
stjómmálum á okkar dögum sem
heitið getur hugsjón. Við getum
ekki tilgreint einn einasta íslenzkan
stjómmálamann sem trúir á eitt-
hvað og berst svo fyrir því af öllum
kröftum, með rökum eða þó ekki
sé nema mælsku. Við hér í Háskól-
anum vitum ekki af neinum al-
þingismanni sem er vinur Háskól-
ans, alþingismanni sem trúir því
af hug og hjarta að vegur Háskóla
Islands varði sóma landsins og
breytir svo eftir þeirri sannfæringu
sinni. Meira að segja háskólakenn-
aramir á Alþingi hafa engan áhuga
á Háskólanum, enda er það ugg-
laust þess vegna sem þeir era al-
þingismenn. Ég þekki líka dálítið
til í Islensku óperanni. Þar höfum
við um árabil leitað dauðaleit að
alþingismanni sem trúir á tónlist
og tónlistarlífíð í landinu. Það fínnst
enginn, og samt era þeir sextíu og
þrír. Það er ekki til alþingismaður
sem trúir á siðferði og berst fyrir
því upp á líf og dauða. Ekki lengur.
Það er ekki einu sinni til al-
þingismaður sem trúir á lands-
byggðina, enda er landsbyggðin í
kaldakoli eftir því sem þeir segja
sjálfír. Samt er það landsbyggðin
sem stjómað hefíir landinu í ára-
tugi með rífandi meirihluta á lög-
gjafarsamkomunni. En þeir trúa
ekki á landsbyggðina. Þeir vilja
hafa puttana í bönkum og ráðum
og sjóðum fyrir þijú hundrað þús-
und á mánuði, eins og Stefán Val-
geirsson sem hefur stjóm landsins
í hendi sér um þessar mundir. Og
hvers vegna skyldu þeir ekki fá það
úr því að forseti Hæstaréttar þarf
mörg hundrað brennivínsflöskur á
viku? Þeir vilja vera stjómmála-
menn. Hver sem þetta les getur
spurt sig spumingar og svarað
henni: á hvað trúa Jón Baldvin
Hannibalsson, Ólafur Ragnar
Grímsson, Steingrímur Hermanns-
son og Þorsteinn Pálsson? Er virki-
lega enginn bjarmi af alvöraeldi
sem heldur þeim gangandi frá degi
til dags? Svarið getur aðeins orðið:
þeir vilja vera stjómmálamenn. Svo
má ugglaust lesa um það í heimilis-
blöðunum og jólabókunum, hvað
þeir era mannlegir og allt er huggu-
legt í kringum þá og konumar
þeirra flottar og fallegar, alveg eins
og Nancy Reagan og Raísa Gor-
batsjova. Nema félagi Svavar sem
ætlar að afsala sér valdi út í skól-
ana og þjóðlífið. Perestrojka!
í staðinn fyrir hugsjónir hafa
stjómmálamenn nú á dögum eitt-
hvað sem þeir „leggja áherzlu á“.
Svo er lögð áherzla á að eiga aðild
að ríkisstjóm þótt hún virði ekki
samningsrétt. Næsta dag er sú
samþykkt tekin aftur, eins og hún
sé fráleit og hafí eiginlega aldrei
verið gerð, því að samningsréttur-
inn sé „algert prinsípmál“, og á
þriðja degi er ríkisstjómin mynduð
og hinn heilagi málstaður samn-
ingsréttarins gleymdur og grafínn.
„Við leggjum áherzlu á þetta,“
segja þeir.
Enginn alþingismaður trúir á
landsbyggðina, og þá er ekki von
að neinn alþingismaður trúi á
íslenzka náttúru til lands og sjávar
og hafi svo mikið. sem upplýstar
skoðanir á henni, hvað þá hugsjón-
ir um hana. Ég ætti ekki að nefna
landsgjöfína — grænt og gróið land
— ftá 1974 og nú er ég búinn að
því. Tölum heldur um hvali.
IV
Að uppblásnu landinu frátöldu
búa Islendingar enn sem komið er
við tiltölulega óspjallaða náttúra:
tært loft og hreint haf. En það er
ekki þeim að þakka heldur guði eða
náttúranni. Sannleikurinn er sá að
Islendingar hafa frá öndverðu til
þessa dags umgengizt láð og lög
af einstöku virðingarleysi. Öll saga
Islands er rányrkjusaga. Ef eitt-
hvert vit væri í íslenzkum stjóm-
málamönnum þá væra margir heit-
ir vitrir og mælskir baráttumenn
fyrir náttúravemd í þeirra hópi. En
þar er enginn slíkur því að stjóm-
málamenn era ekki baráttumenn
fyrir neinu, heldur era þeir væra-
Sjá næstu síðu
STÓLAR í EPAL,
FAXAFENI 7
GULLVÆCAR BÆKUR
í SAFNIÐ
Þrautgóðir á raunastund
Steinar J. Lúðvíksson
Björgunar- eg sjóslysasaga íslands, 19.
bindi
Bókin fjallar um árin 1972—1974.
Þá gerðust margir stórviðburðir. Togarinn Hamranes sökk
út af Jökli 1972. Hörmuleg sjóslys urðu í skaðaveðrum
1973 þegar vélbátarnir María og Sjöstjarnan fórust. Einn-
ig segir frá strandi Port Vale við ósa Lagarfljóts.
Minningar Huldu Á Stefánsdóttur
Skólastarf og efri ár
Hulda segirfrá Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hún
var skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem hún
veitti forstöðu.
, ,Mór finmst bókin með hinum beztu, sem ég hef
lesið þessarar tegundar" Þór Magnússon, þjóðminja-
VÖrður om fyrsto minmngobók Holdu [ bréfi til honnor 10. jan. 1986.
Þjóðhættir og þjóðtrú
Skráð af Þórði safnstjóra i Skógum
Þessi bók er árangur af samstarfi Þórðar Tómassonar safn-
stjóra í Skógum og Sigurðar Þórðarsonar hins fróða af
Mýrum í Hornafirði. Hér greinir frá lífi og starfi, þjóð-
siðum og þjóðtrú.
ÖRN OG
ORLYGUR
SÍÐUMÚLA II,
SÍMI 8 48 66
P&Ó/SlA