Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
m_________________________________
kærar kerfisblækur. Hvalamálið er
lítið en átakanlegt dæmi um þetta.
Sómi íslands í náttúruvemd blas-
ir við hverri heilbrigðri skynsemi,
hvort sem hún rýnir í norðurljósin
um nótt eða elskar aðra með hönd-
um og vömm og fótum í ilmandi
lyngi. Hann blasir líka við í hvala-
málum sérstaklega ef menn hafa
nasasjón af því sem gerzt hefur á
þeim vettvangi í veröldinni á und-
anförnum áratugum.
Lengi framan af þessari öld lá
stundum við að sumar tegundir
hvala yrðu aldauða í heiminum:
ekki bara af ofveiði, heldur af ýms-
um öðmm ástæðum líka. Hvalveiði-
þjóðir uggðu um sinn hag og stofn-
uðu Alþjóðahvalveiðiráðið til að
reyna að hafa sameiginlega stjóm
á sér. En þetta heimsráð var ekki
annað en hvalfangaraklúbbur, og
hugsaði ekki um meira en bein-
harða hagsmuni sína lengi vel. Þar
á ofan var það svo, eins og D.E.
Gaskin segir frá í einum kafla bók-
ar sinnar Vistfræði hvala og höfr-
unga (1982), að víða um lönd vom
stjórnarstofnanir, sem almenningi
var talin trú um að ynnu að vísinda-
rannsóknum og verndaraðgerðum,
ekkert nema verkfæri í höndum
hvalfangaranna. Á síðustu tveimur
áratugum hefur ástand mála þokazt
í rétta átt, reyndar með þeim afleið-
ingum að sumir ætla að margir
hvalastofnar fari nú smávaxandi
aftur. Hvalveiðiráðið hefur stækkað
mikið, og þar eiga nú sæti fulltrúar
ýmissa annarra þjóða en þeirra sem
eiga beinna hagsmuna að gæta.
Ráðið hefur líka tekið vísindin í
þjónustu sína í ríkari mæli en áður
var. Að minnsta kosti í einu tilfelli
skipaði það eins konar gerðardóm
vísindamanna úr hlutlausum lönd-
um. og hlítti niðurstöðum hans. Á
vegum þess starfar nú öflug
vísindanefnd.
Jafnframt þessari ánægjulegu
þróun mála hafa orðið mikil um-
skipti í vitund og vilja almennings
í heiminum um náttúruna og vernd
hennar. John Gulland, einn fremsti
sérfræðingur um hvali sem nú er
uppi, segir í grein í tímaritinu New
Scientist frá 29da október 1988 að
þar hafi munað mest um ráðstefnu
um umhverfismál á vegum Samein-
uðu þjóðanna í Stokkhólmi sem háð
var árið 1970. Þar gerðist það
meðal margs annars — ekki endi-
lega með neinum skynsamlegum
rökum — að hvalir urðu eitt samein-
ingartákn umhverfisverndarhreyf-
ingarinnar um allan heim, eins og
þeir hafa verið síðan. Sú hreyfing
berst að sjálfsögðu með kjafti og
klóm fyrir sannfæringu sinni, og
vandséð hvort hún á annarra kosta
völ. Hún teygir nú anga sína allar
götur inn í Alþjóðahvalveiðiráðið.
I ljósi þess sem nú er nefnt blas-
ir sómi Islands við okkur eins og
ég sagði að hann gerði. Auðvitað
hefðu íslendingar átt að skipa sér
í fremstu röð upplýstra manna um
hval og hvalveiðar. Uppskríftimar
að slíkri stefnu — öldungis ofstæk-
islausri — hafa verið aðgengilegar
um árabil. Lesandinn getur kynnzt
þeim sjálfur af bók Gaskins og grein
Gullands sem ég hef vitnað til. En
hvað gerist? Framganga Halldórs
Ásgrímssonar sjávarútvegsráð-
herra hefur verið með þeim endem-
um að Islendingar eru nú, ásamt
Japönum og Norðmönnum, hrika-
legir dragbítar á alla framför bæði
skynseminnar og náttúrunnar á
þessu sviði, og alræmdir fyrir það
um veröldina í þokkabót.
Sigmundur Guðbjarnason sagði
meira í rektorsræðu sinni en það
að íslenzk stjómmál væm orðin að
skrípaleik. Hann lagðist líka gegn
stefnu stjómvalda í hvalamálum,
og þökk sé honum fyrir það að
maður skuli einu sinni fá að vera
dálítið stoltur af Háskóla Islands.
Morgunblaðið birti heldur lofsam-
lega forustugrein um ræðu rektors
hinn 25ta október 1988. Það er
ástæða til að þakka blaðinu undir-
tektirnar ekkert síður en rektor
sjálfum fyrir ræðuna. Samt get ég
ekki að mér gert að hnjóta um eitt
atriði í greininni. Þar segir:
Þá er sú röksemd athyglisverð að friðun
hvala muni ekki raska jafnvægi f lífríki
sjávar. Er nauðsynlegt að hún verði kynnt
frekar í almennum umræðum. Talsmenn
hvalveiða hafa leynt og Ijóst gefið til
kynna, að aukin ásókn hvala f takmark-
aða fiskstofna myndi fylgja friðun þeirra
og þannig yrði gengið á þá auðlind sem
er undirstaða efnahags okkar.
Rektor hafði sagt í ræðunni:
Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af
fríðun hvala að sinni. Hvalveiðar hafa
legið niðri í áratugi fýrr á þessari öld
án þcss að valda offjölgun hvala eða
raska jafnvægi í Iffríki sjávar svo vitað sé.
Um hvað hnýt ég? Það er alveg
hárrétt hjá Morgvnblaðinu að tals-
menn hvalveiða hafa leynt og ljóst,
í áraraðir, haldið því fram sem Sig-
mundur andmælir í ræðu sinni.
Síðast í morgun heyrði ég á tveggja
manna tal fyrir framan gjaldkera-
Hefilbekkir
VJterkurog
k_/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
stúku í Landsbankanum; annar,
heyrði ég, er að basla við að reka
lítið fyrirtæki hér í Reykjavík og
bar sig aumlega og þó mannalega,
hinn var kunningi hans utan af landi
og staddur í bænum til að sitja ein-
hvem fund um sjávarútveg. Djöfuls
þýzkaramir, sögðu þeir, að vera að
vasast í hvalnum. Þeim væri nær
að hugsa um drulluna heima hjá
sér. Og hvað eins og þeir viti að
hvalurinn étur allan fisk úr sjónum
ef hann er ekki veiddur, alveg eins
og selurinn mundi gera líka, ef
drottinn hefði ekki sent okkur eitt
náðugt og velsignað selafár.
Núna í kvöld heyri ég í útvarpinu
gamalt viðtal við Einar Eiríksson í
Hvalnesi. Hann er að tala um öm-
inn og segir að hann sé viðbjóðsleg-
ur fugl og réttdræpur hvar og hve-
nær sem er. Hann rífi í sig allan
búsmala og böm líka. Það er and-
skotans loddan sem lagði norðan-
verða Vestfírði í eyði. „Af einhveiju
fór allt í auðn þar vestra," segir
hann. „Það sér hver maður.“ Svona
nokkuð dynur á okkur, gamalt og
nýtt, leynt og ljóst. Nú skyldi mað-
ur ætla að ritstjóm Morgunblaðs-
ins, í bylnum miðjum, aflaði sér
upplýsinga um svona málflutning.
Kannski með því að fá einhvem til
að líta í bók eins og Vistfræði hvala
og höfrunga, eða á greinar í New
Scientist og fleiri tímaritum gegn-
um árin. Eða með því að hringja
suður í Háskóla — síminn er 694300
— og tala í stutta stund við fræði-
mann sem eitthvað veit um hvali,
til að mynda Sigmund Guðbjama-
son, en svo vill til að hann nýtur
mikillar virðingar víða um lönd fyr-
ir það meðal annars að hafa gert
merkilegar rannsóknir á bæði hval-
seista og hvalshjarta. En ekkert af
þessu er gert, heldur sitja menn
einir með sjálfum sér í hundaskíts-
tumi, og hundaskítur er miklu var-
anlegri en fílabein.
Klausan sem ég hnýt um sýnir
að í hvalamálinu er leiðarahöfundur
Morgunblaðsins eins og álfur út úr
hól. Hann kann ekki skil á einföld-
ustu atriðum málsins og hefur ekk-
ert gert til að afla sér upplýsinga
um þau: upplýsingamar rekur á
fjörur hans af tómri tilviljun, eins
og þeirri að háskólarektor ákveður
að halda sómasamlega ræðu. Senni-
lega er blaðamennskan í landinu
enn ekki beysnari en svo að á Morg-
unblaðinu sé ekki kjaftur sem hefur
kynnt sér hval og hvalveiðar. En
eitt er blaðamennska og annað
stjómmál. Leiðarahöfundur Morg-
unblaðsins hlýtur að teljast til
stjómmálamanna. Og ég er hrædd-
ur um að klausan í leiðaranum sé
til marks um ástand þeirrar stétt-
ar. Þar veit enginn neitt, hugsar
ekki neitt og gerir ekki neitt annað
en að geifla sig framan í þjóðina.
V
Samt hefur verið reynt til hins
ýtrasta að hafa vit fyrir þessum
fuglum. Hinn 17da ágúst 1987 birti
21 líffræðingur áskomn til ríkis-
stjómar Islands um „að virða tíma-
bundið veiðibann Alþjóðahvalveiði-
ráðsins, hætta hvalveiðum og kosta
rannsóknir á hvalastofnum með
öðram hætti en með ágóða af hval-
veiðum". Þetta var kurteisleg
áskoran, og hún var vandlega rök-
studd, meðal annars með vandleg-
um vísindalegum rökum eftir því
sem þeim varð við komið. Sannleik-
urinn er nefnilega sá — hin nýja
grein Gullands í New Scientist er
enn ein staðfestingin á því — að
svonefndar vísindaveiðar á hval
þjóna hæpnum tilgangi frá líffræði-
legu sjónarmiði. En sjávarútvegs-
ráðherra lætur sér ekki segjast
frekar en naut í flagi. Það verður
að veiða hval; annars fer eitthvert
fyrirtæki í Hafnarfírði á hausinn
og forstjóri þess er eins og samgró-
inn við ráðherrann. Þegar háskóla-
rektor segir yfirvegaða skoðun sína
á þessu máli, bregzt ráðherrann við
með þvi að láta ókvæðisorð dynja
á Háskólanum. Svona maður er
ekki starfi sínu vaxinn og ætti að
fá sér annað að gera. Þó er hann
að líkindum einn skásti skúmurinn
sem völ er á í landinu um þessar
mundir; að minnsta kosti segist
roskin og ábyggileg vinkona mín
vestan af Pjörðum trúa öllu sem
hann segir.
Dæmi um mögulegan árangur.
I.dagur 2. dagur 3. dagur 4. dagur
5. dagur 6. dagur 7. dagur 8. dagur 9. dagur 10. dagur
efc
Sally Hansen Maximum
Growth - Naglavaxtarkúr
10 fallegar neglur á 10 dögum
Sally Hansen vítamínbætti naglavaxtarkúrinn er
einfaldur og árangursríkur. Dagleg notkun
endurnýjar og viðheldur styrk naglanna og
kemur í veg fyrir að þær klofni, brotni
eða flagni. Neglurnar fáaukinn
stuðning og vaxahraðar. Sally
Hansen Maximum Growth
er hægt að nota sem
undirlakk, yfirlakk
eða eitt sér.
Sally Hansen new lengths -
Naglalakk.
Sally Hansen naglalakkið er vítamín- og kalkbætt
og styrkt með örtrefjaherði sem hjálpar nöglum
að vaxa.
Það er einstaklega slitsterkt, kemur í glæsilegum
hentugum umbúðum og 36 gullfallegum litum.
Við byggjum upp neglur
MAXIMUM
GROWIH
OCULUS, AUSTURSTRÆTI 3, REYKJAVÍK
SARA, BANKASTRÆTI 8, REYKJAVÍK
SÁPUHÚSIÐ, LAUQAVEQI 17, REYKJAVÍK
SNYRTISTOFA ÓLAFAR,
HVERFISQÓTU 106, REYKJAVÍK
HAGKAUP/SÉRSNYRTIVARA,
KRINQLUNNI, REYKJAVÍK
ARSÓL, QRÍMSBÆ, EF8TALANDI 28, REYKJAVÍK
HOLT8APÓTEK, LANQHOLTSVEQI84, REYKJAVÍK
MIKUQARÐUR/SÉRSNYRTIVARA,
V/HOLTAVEQ, REYKJAVÍK
AUSTURBÆJARAPÓTEK,
HATEIQSVEQI 1, REYKJAVÍK
SOFFÍA, HLEMMTORQI, REYKJAVÍK
HANDSNYRTISTOFAN AFERD,
RAUÐARARSTIQ 27, REYKJAVlK
HAQKAUP/8ÉRSNYRTIVARA,
SKEIFUNNI 18, REYKJAVÍK
QARÐSAPÓTEK, SOQAVEQI 108, REYKJAVÍK
BORQARAPÓTEK, ALFTAMÝRI 1, REYKJAVIK
KAUPSTAÐUR, ÞÓNQLABAKKA 1, REYKJAVÍK
LYFJABERQ, HRAUNBERQI 4, REYKJAVÍK
SPES, KLEIFAR8EU 18, REYKJAVÍK
TARÝ, ROFABÆ 38, REYKJAVÍK
EVITA, EIDISTORQI 11, 8ELTJARNARNE8I
COSSA, ENQIHJALLA 8, KÓPAVOQI
DÍSELLA, MIÐVANQI 41, HAFNARFIRÐI
ANDORRA, STRANDGÖTU 32, HAFNARFIRÐI
SALLY HANSEN
er söluhæstalnaglasnyrtivaran
í Bandaríkjunum.
* Heildsöludreyfing
)ÓCO HF
Sími 46020 og 46085
APÓTEK QRINDAVÍKUR,
VÍKURBRAUT 82, QRINDAVÍK
QLORÍA, SAMKAUPUM, NJARÐVÍK
AKRANESAPÓTEK, 8UÐURQÖTU 32, AKRANE8I
STYKKISHÓLM8APÓTEK,
HAFNARQÖTU 1, 8TYKKI8HÓLMI
APÓTEK BLÖNDUÓSS,
URÐARBRAUT 6, BLÖNDUÓSI
sauðArkróksapótek,
AÐALQÖTU 19, 8AUÐARKRÓKI
VÖRUSALAN, HAFNARSTRÆTI 104, AKUREYRI
HÚSAVÍKURAPÓTEK, STÓRAQARD113, HÚ8AVÍK
ÖLFUSAPÓTEK, BREIDAMÖRK 23, HVERAQERDI