Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 21

Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 21
i Til viðbótar við þessa raun búum við í austurevrópsku þjóðfélagi eins og fram er komið. Hálfar kennara- stofumar í Háskólanum fara að nötra af rúmenskri undirgefni út af ræðu rektors. Rektor er að fara út fyrir sitt svið, segja menn þar. Það má ekki styggja Framsóknar- flokkinn. Það má ekki styggja mann eins og Halldór Asgrímsson, jafnvel þótt það gleðrji mann eins og Steingrím Hermannsson. Þá segir einhver frá því að kvöldið áður hafi Steingrímur troðið upp í sjónvarpi sem oftar og sagt að þjóðin væri gjaldþrota. „Þjóðargjaldþrot!" æpti hann. „Þjóðargjaldþrot!" Það eru breyttir tímar. I sögunni var það smalinn sem kallaðí „Úlfur! Úlfur!" Nú er það úlfurinn sjálfur sem æpir. En hverfum aftur til 27da októ- ber. Þá les ég í Þjóðviljanum, teygt yfir þvera forsíðuna: Viðhorfsbreyt- ing á Alþingi. Fréttin byrjar svo: Margt bendir til þess að viðhorf þing- manna tii hinna svokölluðu vísindaveiða á hval séu að breytast. Vísindaáætlunin hefur verið látin meira og minna óáreitt af þinginu en atburðir síðustu daga virð- ast ætla að breyta því. Á þingmönnum er að heyra að það þýði ekki að halda fyrri stefiiu til streitu. Snarpar umræður urðu í gær á þingi um hvalamálið og má búast við að þær haldi áfram i vik- unni. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í gær að ríkisstjómin hefði ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Hvað hafði gerzt? Hveijir voru „at- burðir síðusttrdaga“? Komu fram ný rök í málinu? Nei, það sem hafði gerzt var að eitthvert fyrirtæki í Þýzkalandi ákvað að hætta að kaupa lagmeti af íslendingum, í mótmælaskyni við hvalveiðar þeirra. Um svona nokkuð kvað Þor- steinn Erlingsson: Því buddunnar lifæð í btjóstinu slær og blóðtöku hverri er þar svarað: svo óðara en vasanum útsogið nær, er ámóta í hjartanu §arað. Sagan er ekki alveg búin. Þjóðvilj- inn hefur þennan sama dag tal af Margréti FVímannsdóttur, nýkjöm- um þingflokksformanni Alþýðu- bandalagsins: Hún sagði erfitt að kyngja því að við- horfsbreyting yrði á efnahagslegum for- sendum en ekkT vegna þess að vísinda- veiðarnar hefðu ekki skilað því sem búist var við, sem væri nægjanleg ástæða til að hætta veiðum strax. Margrét sagðist eiga von á því að þingið leiddi sjávarút- vegsráðherra á rétta braut í málinu. Það örlar sem sagt á sómatilfínn- ingu á Alþingi. Það kemur mér ekki á óvart að það er kona sem hefur hana. Eftir þvi sem ég þekki til eru alþingiskonur mörgum sinn- um greindari, fallegri og skemmti- legri en alþingiskarlarnir, og þá er ekki nema von að þær séu siðsam- ari líka. Þetta minnir mig á tillögu sem einn starfsbróðir minn hér í Háskólanum gerði að sinni á fundi hjá Samtökum um kvennalista á dögunum; þær höfðu fengið hann til að ræða við þær einhver þjóð- þrifamál. Tillagan var að Kvenna- listinn stefni að því af mikilli festu að verða jafnstór Sjálfstæðisflokkn- um eftir næstu kosningar. „Svo giftist þið bara íhaldinu eins og það leggur sig, og þá getið þið stjórnað landinu í þijátíu ár.“ Góðfúsum les- ara heilsan! Þessi grein var skrifuð i byijun nóvember 1988 samkvæmt sér- stakri ósk málg-agns Bandalags háskólamanna sem ég hygg að heiti BHM-blaðið. Hún átti að birt- ast um miðjan nóvember, og í allra síðasta lagi fyrir áttunda þing BHM sem haldið var helgina 25ta og 2Gta nóvember. Tölublaðið er ókomið enn, fyrir framkvæmda- leysi ritstjórnarinnar, og því hef ég beðið Morgunblaðið fyrir greinina. Þess má geta að maður er víst lögskyldaður til að vera í svona samtökum. ÞG Verd,. oggædi tara saman hjáokkur herræ ^húsið Laugavegi 47 Sími 29122. _______ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRHXJUDAGPR 13, PESEMBER 1988 Árni Egilsson Geisladiskar Egilí Friðleifsson Fyrir nokkru barst mer í hendur geisladiskur með leik Árna Egils- sonar kontrabassaleikara. Það er orðið langt síðan Ámi vakti athygli fyrir góðan bassaleik en hann skip- ar sér í flokk þeirra hljoðfæraleik- ara, sem em jafnvígir á jazz og klassíska músík. Það er einnig langt síðan honum fannst að sér þrengt hér heima því hann hefur starfað erlendis í áratugi, m.a. sem „stúdíó- spilari" en það er vart á færi nema flinkustu manna. Árni hefur þó komið heim öðru hvoru og leikið fyrir landann, m.a. á listahátíð. Á geisladiskinum er að finna fjögur verk. Þau eru „Niður“ kon- sert fyrir bassafiðlu og hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjömsson, „Qu- est“ fyrir bassa og synthesizer og „Steeped-in-parthos“ fyrir bassa og píanó eftir Áma sjálfan, og „Elec- tronic study 11“ fyrir bassa og tón- band eftir Charles Whittenberg. „Niður" konsert fyrir bassafiðlu og hljómsveit samdi Þorkell fyrir Áma 1974 og frumflutti hann það árið eftir með Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjóm Ashkenazys og það er sá flutningur sem hér hljóm- ar, en upptakan var endurunnin í Los Angeles á þessu ári. „Niður" Arni Egilsson kontrabassaleik- ari. er viðamesta og að mínu mati lang- áhugaverðasta verk þessa disks. Yfírbragð verksins tært, þar sem ■ „ ..................... 21 einkenni kontrabassans fá vel notið sín í góðri samvinnu við hljómsveit- ina. Leikur Árna er ákaflega vand- aður í þessu litríka og vel skrifaða verki Þorkels og hljómsveitin lætur vel að stjóm Ashkenazys. Um „Quest“ eftir Árna og raunar einnig „Electronic study 11“ eftir Charles Whittenberg má segja að þau minna meira á bakgrunns- kvikmyndamúsík eða leikhúsef- ekkta en sjálfstæðar tónsmíðar en Ámi á góða spretti innan um allt rafmagnið. „Steeped-in-pathos“ lætur vel í eyrum og er ágætlega flutt þó formið sé fremur losaralegt. Þegar á heildina er litið má segja að þessi geisladiskur staðfesti fyrri umsagnir um Áma Egil$son. Hann er rnjög góður og ijölhæfur kontra- bassaleikari. Þó verkin á disknum séu að mínu mati misjöfn að gæðum rýrir það ekki ágæti Áma sem hljóðfæraleikara. Síðumúla 29 • Sími 6-88-300 m 0G FORVFMLEGT BÓKMENNTAVERK. Þessi f>Tsla skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Markaðslorg guðanna, er í senn forvitnileg og áhrifarík. Hér kveður við nýjan tón í íslenskum skáldsögum. Markaðstorg guðanna spannar vítt svið og gerist jöfnum höndum á íslandi, í Bandaríkjunum og Japan. Efnið er margþætt: Fjölskyldulíf, alþjóðaviðskipti, mannleg samskipti og freistingar í firrlum, síminnkandi heimi. Hvað skiptir máli í iífinu? Hvers virði eru siðalögmál? Eru guðir nútímamannsins orðnir of margir? Söguhetjan, Friðrik Jónsson, reynir að fóta sig í fallvöltum heimi markaðshyggjunnar og skammt er á miili trúmennsku og svika, lygi og sannleika, sektar og sakleysis, Guðs og Mammons. úessum andstæðum fléttar Ólafur Jóhann Ólafsson af einstöku listfengi inn í efni bókarinnar og ferst meistaralega úr hendi að skapa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.