Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
31
Hörður Torfasonsend-
ir frá sér tvöfalda plötu
HÖRÐUR Torfa sendir nú frá
sér tvöfalda hljómplötu sem
nefiiist „Rauði þráðurinn“ og
inniheldur tónleika hans frá því
í haust. Þarna er að finna flest
þekktustu lög Harðar og spanna
þau feril hans sem trúbadúrs, en
hann er sem kunnugt er braut-
ryðjandi á því sviði hérlendis.
Alls eru á plötunum 18 lög og
meðal þeirra má nefna Ég leitaði
blárra blóma, Kveðið eftir vin minn,
Dé Lappé (Dagurinn kemur), Jósep
smiður og Bamamorðinginn María
Farrar, en það lag hefur Hörður
ekki gefið út á plötu áður.
Eftir tónleikana var ákveðið að
bæta nokkmm hljóðfæmm inn á
sum laganna. Til þess verks voru
eftirtaldir hljóðfæraleikarar valdir:
Jakob Smári Magnússon á strengja-
lausan bassa, Rafn Jónsson á áslátt-
arhljóðfæri, Jón Ólafsson á orgel
LjósmyndBjörg Sveinsdóttir
Hördur Torfason
og Haukur F. Hannesson á selló.
Það er Ofar í Reykjavík sem sér
um útgáfu þessarar plötutvennu en
Steinar hf. sér um dreifingu.
Skaldsaga efltir
Jón Gísla Högnason
Bókaforlag Odds Björnssonar
hefúr gefíð út bókina Æskuást
og önnur kona eftir Jón Gísla
Högnason. Þetta er áttunda bók
Jóns Gísla og fyrsta skáldsaga
hans.
í kynningu útgefanda segir: „í
þessari bók segir frá æsku og upp-
vaxtarámm ungs manns í sveit á
íslandi á öndverðri þessari öld.
Þetta er saga um ást og lífsbar-
áttu, þolgæði og drengskap."
Bókin er 183 blaðsíður. Prentun
og bókband annaðist Prentverk
Odds Björnssonar. Káputeikningu
gerði Hans T. Christiansen.
Jón Gísli Högnason
Við hjá gullsmíðastofu Kjartans Ásmundssonar höfum á boðstólum mikið
úrval af herraskartgripum, t.d. hringi, hálsfestar, bindisnælur og ermahnappa.
Ef þú leitar að fallegri gjöf sem gleður ástvin - þá líttu við hjá okkur.
L/kjartan ásmundsson gullsmiour
.\
€totvviv
4tocvviv 4törm$lfcv
NÚ ER ÉG KLÆDDUR OG KOMINNÁ ROKK OG RÓL
Hvaða krakki á islandi kann ekki utanað lagið Sókrates (þú og þeir), jafnvel betur en
eigið nafn og heimilisfang? Það væru þá helst fóstur. Núna er komin út 14 laga barna-
plata eftir þennan dáða tónlistarmann, plata, sem börn jafnt sem fullorðnir hafa beð-
ið eftir með óþreyju. Allir geta verið sammála um að þetta sé ein sniðugasta og
skemmtilegasta barnapoppplata sem út hefur komið, enda eru nú þrjú lög plötunnar
þegar farin að njóta vinsælda: „Fullorðinn og orðinn fullur" með Stormsker og Rakel
Axelsdóttur, „Útó-pia" með Stormsker og Ladda, og „Bless" með Stormsker og Öldu
Ólafsdóttir. Meðal annarra flytjenda má nefna Axel Einarsson (höfund lagsins „Hjálp-
um þeim") og Stefán Hilmarsson, en hann syngur á plötunni m.a. ensku útgáfuna
af Sókrates. Við fyrstu hlustun gæti maður haldið að hérna væru um „the best of"
plötu að ræða. Við aðra hlustun virkar hún sem „greatest hits". Við þriðju hlustun
virkar hún sem „the very best of greatest hits".
ÚRVALS PLATA SEM ALLIR MANNALEQIR KRAKKAR OG KRAKKALEGIR
MENN VERÐA AÐ EIQNAST ............ * .......T* ---------
NÓTNABORÐHALD
Óvenjulegri plata frá hendi popptónlistarmanns hefur ekki komið út á íslandi frá
upphafi. Platan hefur að geyma leikin, melodísk píanóverk í klassískum stíl, róleg-
ar, tregablandnar perlur, sem aðeins er á færi tónsnillinga að skapa.
Hver hefði trúað því að „strigakjafturinn hann Stormsker" væri megnugur skapari
svo gullfallegra meistaraverka sem þessara. Með plötu þessari brýtur Sverrir Storm-
sker blað í íslenskri tónlistarsögu og tekur af allan vafa um það, hver sé hinn
ókrýndi konungur tónsköpunarinnar á íslandi. Einu orðin sem megna að einhverju
leyti að lýsa þessari plötu eru orð Kristjáns Albertssonar sem hann hafði um fyrsta
sanna snilldarverk Laxness: „Loksins, loksins". Stormskerer Laxnesstónlistarinnar.
TÓNLISTARUNNENDUR ÆTTU AÐ SKAMMAST SÍN FYRIR PLÖTUSÖFN SÍN,
EF ÞESSA PLÖTU VANTAR.
Útgefandi: Stöðin (Axel Einarsson)
Dreifing: Steinar hf. ..................................
Einn frumlegasti, afkastamesti og listfengasti tónlistarmaður landsins kveður sér hljóðs
að nýju með tveimur plötum.