Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 32

Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 32
32 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 ERT ÞÚ í VANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutilfinning og sektarkennd • Kvíði og ótti Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam- takanna, Þverholti 20, sími 623550. Námskeið í gangi. Viðtalstímar á fimmtudögum. ^KfiÝSUVÍKURSAMTÖKI' N Blazerbíll Fjarstýrður Blazerjeppi kr. 1510.- Formula 1 fjarstýrður bíll kr. 1320.- Hoppandi og geltandi hundur, verð frá kr. 627.- Leikfangasalan Laugavegi91, II. hæð. Sími623868. Ný leikföng II. hæð Laugavegi 91 Góð verð 5% staðgreiðslu- afsláttur. Dúkkan Patty, græturog hlær. Verð kr. 1197.- Fjarstýrður kappakstursbíll kr. 1320.- Allskonar gæludýr Bangsar, mýs, kanínur, verð frá kr. 152. „Rannsóknir44 Veiði- málastoftiunarinnar 9 •• eftir Ossur Skarphéðinsson I Morgunblaðinu miðvikudaginn 7. desember er viðtal við Sigurð Guðjónsson, sérfræðing hjá Veiði- málastofnun. Það fjallar um það sem fræðimaðurinn kallar erfðam- engun af völdum laxeldis. Sigurður bendir réttilega á, að ein tryggasta vömin gegn henni sé að nota geld- físk í eldi svo fljótt sem kostur er. Síðan segir orðrétt: „Rannsóknir á því standa nú yfir í Kollafirði og reiknað er með niðurstöðum eft- ir áramótin." Mig rak í rogastans þegar ég sá þessa fullyrðingu mannsins af Veiðimálastofnun. Staðreyndin er nefnilega sú, að Veiðimálastofnun ^hefur ekkert frumkvæði haft að slíkum rann- sóknum, og forystumenn hennar hafa aldrei látið í ljósi minnsta áhuga á þeim. Afskipti stofnunarinnar af þess- um athugunum hafa þau ein verið, að í haust lét hún í té — einsog ijölmargar eldisstöðvar um allt land síðustu haustin — nokkra lítra af hrognum til slíkra rannsókna. Bæði frumkvæðið og framkvæmdin var á ábyrgð vísindamanna sem ekki starfa innan vébanda Veiðimála- stofnunar, og úrvinnslan verður sömuleiðis unnin utan hennar einn- Því miður einskorðast gáleysi stofnunarinnar í meðferð stað- reynda ekki við þetta. í nýút- kominni skýrslu á hennar vegum koma sérfræðingar stofnunarinnar þannig með eftirfarandi ráð gegn óæskilegri stofnablöndun af völdum flóttafiska úr eldiskvíum: „Annað sem hér mætti nefna er að miklu Qármagni verði veitt til rannsókna og framleiðslu á geldfiski... Slíkur fiskur veldur að sjálfsögðu ekki erfðablöndun." Úr þessari ágætu ábendingu í skýrslunni er ekki hægt að lesa annað en til þessa hafi engu ijár- magni verið varið til slíkra rann- sókna, og athuganir á framleiðslu geldstofna þarafleiðandi ekki verið neinar. Þegar þetta er lesið í sam- hengi við ofangreinda yfirlýsingu Sigurðar Guðjónssonar um rann- sóknimar sem hann og félagar hans ætla að ljúka „eftir áramótin" þá fer ekki hjá því að lesari fyllist ein- lægu þakklæti til þessarar snar- borulegu ríkisstofnunar sem í einu vetfangi ætlar að leysa erfitt vanda- mál. Því miður er þetta fiillkomlega úr takti við sannleikann. Hið rétta er að um þriggja ára skeið hefur verulegum ijármunum verið veitt til umfangsmikilla rann- sókna á framleiðslu geldra laxa- stofna á íslandi. Staðhæfingin í skýrslu Veiðimálastofnunar er því vægast sagt óskiljanleg. Rannsókn- irnar hafa jafnframt skilað árangri sem erfitt er að kvarta yfir. Á meðal íjölmargra tilraunahópa hafa þannig komið fram laxahópar sem samkvæmt birtum heimildum hafa betri líftíðni og hærra hlutfall geldra fiska en fengist hefur í svip- uðum rannsóknum erlendis og nú hillir undir enn betri niðurstöður. Þess má geta líka, að fyrstu geldu sjóbleikjumar og sjóbirtingamir sem vitað er um í veröldinni urðu til í tengslum við þessar rannsóknir. Fjölmargir aðilar hafa lagt gjörva hönd að þessu verkefni. Helstir þeir Logi Jónsson hjá Rannsókna- stofu í lífeðlisfræði, Ingimar Jó- hannsson hjá Fiskifélaginu auk mín, sem hef verið verkefnisstjóri. Fyrir góðan skilning Vilhjálms Lúðvíkssonar höfum við hlotið ómetanlegan stuðning Rannsókna- ráðs ríkisins. í upphafí nutum við ráða gamalla kennara minna af Englandi, sem fyrir tveimur áratug- um hófu athuganir á framleiðslu geldstofna. En góðan árangur eig- um við kannski ekki síst að þakka fingralipurð og þrautseigju ungrar vísindakonu, Valdísar Finnsdóttur, sem hefur verið starfsmaður verk- efnisins í tvö ár, og hafði þó áður varið heilu ári í rannsóknir á geldum bleikjustofnum. Þá em ótaldir allir fiskeldismenn- imir, sem hafa verið boðnir og bún- ir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða á alla lund. Ætti að nefna einhver fyrirtæki stöndum við öefað í mestri þakkar- skuld við Fellalax í Kjós og Fjalla- lax í Ámessýslu,- En ein stofnun hefur aldrei sýnt málinu neinn áhuga. Það er Veiðimálastofnun. Mér kom því í opna skjöldu af- dráttarlaus neitun Áma ísakssonar, yfirmanns Veiðimálastofnunar, þegar ég fór fram á leiðréttingu af hálfu stofnunarinnar. Hann kvaðst með engu móti geta skilið óþarfa tilfínningasemi af minni hálfu. Undir lok samræðunnar kvaðst veiðimálastjóri sosum geta haft samband við Morgunblaðið um leiðréttingu, en það yrði þó einung- is til að „halda friðinn". Það var því fyllilega Ijóst„ að slík leiðrétting væri einungis í gustukaskyni við tilfinningasemi mína, en hvorki vegna heiðurs Veiðimálstofnunar né sérstakrar löngunar yfirmanns hennar til að feta stig höfundar íslendingabókar, sem vildi heldur hafa það sem sannara reyndist. Nú er það svo, að mig gildir einu með hvetjum Ámi ísaksson deilir sínum friði. Ég get vitaskuld skrifað mína leiðréttingu sjálfur og Ámi getur mín vegna haldið áfram að auka hróður stofnunar sinnar með þessum nýstárlega hætti. En við- brögð hans em ekki aðeins blettur á stofnuninni sem hann veitir for- stöðu, heldur líka þeim fræðum sem henni tengjast. FLUGMANNATAL $ úi Komi í bókinni er auk flugmannatals, saga FIA og myndir úr flugsögu íslendinga. Bókin fæst í eftirtöldum bókaverslunum MÁL OG MENNING, Laugavegi 18 BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR, Austurstræti 18 PENNINN, Kringlunni, Hallarmúla og Austurstræti SALA TIL FÉLAGSMANNA FER FRAM Á SKRIFSTOFU FÍA Utgefandi: FÉLAG ÍSL. ATVINNUFLUGMANNA Háaleitisbraut 68 ■ Sími 35485

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.