Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
Lífeyrissjóður Vesturlands;
Bókun lífeyrisrétt-
inda endurskoð-
uð affcur í tímann
Á fulltrúaráðsfundi verkalýðsfélaganna sem aðild eiga að Lífeyrissjóði
Vesturlands, er haldinn var í Borgarnesi á laugardag, gerði sljórn og
endurskoðandi lifeyrissjóðsins grein fyrir vinnu við endurskoðun og
leiðréttingu ákveðinna þátta bókhaldsins aftur í tímann. Á undanförn-
um mánuðum hafa nokkur verkalýðsfélög gagnrýnt sjóðsstjórnina fyr-
ir að hafa ekki lagt fram reikninga f nokkur ár og komið hafði fram
krafa um að öll stjórnin segði af sér. Verkalýðsfélögin skipuðu nýja
menn f stjórnina. Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands íslands
tilkynnti það á fundinum að annar fulltrúi vinnuveitenda sæti áfram,
enda væru tvö ár eftir að skipunartíma hans, en nýr maður tæki sæti
hins aðalmannsins um áramot.
Sigrún Clausen, sem skipuð var í
stjómina sem annar fulltrúi verka-
lýðsfélaganna, segir að á fundinum
hafi það verið skýrt að fullu af hverju
reikningar hafa ekki verið lagðir
fram fyrr og allri tortryggni eytt.
Sama sagði Þórarinn V. Þórarinsson
framkvæmdastjóri Vinnuveitenda-
sambands islands.
Þórarinn sagði að fulltrúaráðs-
fundi sem halda átti árið 1985 til
þess m.a. að kynna reikninga ársins
1984 hefði verið aflýst vegna ófærð-
Ekiðámann
og á brott
EKIÐ var á ungan mann á
Hverfisgötu um kl. 5 aðfara-
nótt sunnudags. Bifreiðinni
var ekið viðstöðulaust á brott
og beinir lögreglan þeim til-
mælum til ökumanns að hann
gefi sig fi-am.
Atburður þessi varð á móts
við húsið að Hverfisgötu 78.
Maðurinn var að ganga suður
yfir götuna, þegar bifreiðinni
var ekið á hann og viðstöðulasut
á brott. Maðurinn kvartaði und-
an þrautum í hægri ökkla og
var fluttur á slysadeild.
Tvær stúlkur, sem voru með
manninum, báru að bifreiðin,
sem ekið var á hann, hefði verið
ljósbrún fólksbifreið af minni
gerð. Okumaðurinn er beðinn
að gefa sig fram við slysarann-
sóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík. Þá er einnig skorað
á þá, sem kynnu að hafa séð
atbUrðinn, að hafa samband við
lögreglu.
ar en reikningamir sendir félögunum
í pósti. Á því ári var ákveðið að
skipta um bókhaldsfyrirtæki, bók-
hald sjóðsins og endurskoðun falin
endurskoðanda á Akranesi, þar sem
aðsetur sjóðsins er, í stað endurskoð-
unarfyrirtækis í Reykjavík. Síðar var
farið að færa iðgjaldabókhald sjóðs-
ins í reiknistofu á vegum Sambands
almennra lífeyrissjóða. Við þessar
breytingar komu í ljós skekkjur hjá
bankastofnunum við innheimtu af-
borgana og vaxta af skuldabréfum
sjóðsins og að iðgjaldabókhald
stemmdi ekki við fjárhagsbókhald.
Stjómin ákvað að láta fara ofan í
þessi mál og fá botn í þau. Meðal
annars þurfti að endurvinna bókun
lífeyrisréttinda sjóðsfélaga frá stofn-
un lífeyrissjóðsins. Fram kom á fund-
inum að þetta hefði kostað meiri
vinnu en áætlað var og því ekki ver-
ið hægt að ganga frá ársreikninum
á þessum tíma. Sigrún og Þórarinn
sögðu að rétt hefði verið hjá sjóðs-
stjóminni að ráðast í þetta verk en
stjómin hefði átt að skýra málið fyr-
ir eigendum sjóðsins til að forðast
misskilning.
Á fundinum vom kynntir ársreikn-
ingar fyrir árin 1984 og 1985. Fund-
urinn samþykkti reikningana fyrir
árið 1985 en reikningamir fyrir árið
1984 voru ekki bomir upp þar sem
þeir voru taldir rangir af ofangreind-
um ástæðum. Fram kom á fundinum
að bókhaldsvinnunni miðar vel áfram
og er stefnt að því að ársreikningar
fyrir árin 1986 og 1987 verði lagðir
fram í vor og reikningum ársins
1988 verði lokið í haust.
Þórarinn tók fram að ekkert benti
til þess að reikningshaldi lífeyris-
sjóðsins væri ábótavant í öðrum at-
riðum og að lokinni þessari vinnu
væri fullt traust á sjóðnum.
Skáldsaga eftir Olaf
Jóhann Olafsson
VAKA-Helgafell hefur gefið út
fyrstu skáldsögu Ólafs Jóhanns
Olafssonar, Markaðstorg guð-
anna. Bókin er um 256 síður að
stærð og skiptist verkið í fimm
þætti.
í umfjöllum um Markaðstorg
guðanna á bókarkápu segir að þetta
sé margræð skáldsaga og listavel
fléttuð. Á yfirborðinu birtist spenn-
andi söguþráður sem nái strax at-
hygli lesandans, en í stflnum felist
galdur sem verði þess valdandi að
efnið risti mun dýpra en virðist í
fyrstu. Viðfangsefni Ólafs Jóhanns
Olafssonar sé í raun ekki sjálf at-
burðarásin, heldur viðbrögð aðal-
persónu sögunnar, Friðriks Jóns-
sonar, við þeim aðstæðum sem
skapast, — uppgjör hans við sjálfan
sig og umhverfi sitt.
Sögusvið bókarinnar Markað-
storg guðanna er víðara en almennt
gerist í íslenskum skáldsögum
síðari ára: ísland, Bandaríkin og
Japan. Efnið er jafnframt marg-
þætt: Fjölskyldulíf, alþjóðaviðskipti,
mannleg samskipti, reynsla og
freistingar í fírrtum, síminnkandi
heimi.
Ólafur Jóhann Ólafsson
Ólafur Jóhann Ólafsson er Reyk-
víkingur, 26 ára að aldri, en hefur
verið búsettur í Bandaríkjunum
undanfarin ár þar sem hann starfar
sem framkvæmdastjóri hjá stórfyr-
irtækinu Sony.
Bókin Markaðstorg guðanna er
prentuð og bundin í Prentsmiðjunni
Odda hf.
Baráttufúndur launþegasamtakanna í Háskólabíói.
Morgu nblaðið/KG A
Baráttufundur launþegasamtakanna:
Með samningsrétti og
með verkfellsrétti viljum
við styrlga okkar samtök
••
- segir Ogmundur Jónasson formaður BSRB
„FUNDURINN var mjög vel
heppnaður. Það var hátt í hús-
fyllir í Háskólabíói,“ sagði Ög-
mundur Jónasson formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja um baráttufund launþega-
samtakanna á laugardag. Yfir-
skrift fundarins var: Veijum
heimilin, — með samningsrétti, —
gegn atvinnuleysi. Að fimdinum
stóðu BSRB, Alþýðusamband ís-
lands, Bandalag háskólamanna-
rikisstarfsmenn (BHMR), Kenn-
arasamband íslands, Samband
bankamanna og Félag bókagerð-
armanna. Ögmundur Jónasson
og Ásmundur Stefánsson fluttu
ræður og á eftir var kórsöngur,
ljóðalestur og almennur söngur.
„Stöndum vörð
umheimilin“
í upphafí ræðu sinnar sagði Ög-
mundur að tilgangur fundarins
væri að sýna í verki viljann til þess
að veija samningsréttinn. Á honum
byggðist tilveruréttur samtakanna.
Hann ræddi m.a. um tilverurétt
verkalýðshreyfingarinnar. Hann
ræddi síðar um fijálsa vexti sem
hann nefndi okur og sagði síðan:
„Stjómvöld sem víla ekki fyrir
sér að banna með lögum samnings-
og verkfallsrétt tugþúsunda ein-
staklinga verða að skilja að við er-
um búin að fá nóg af því að vera
tilraunadýr í tilraunabúi hinnar
bönnuðu verkalýðshreyfíngar og
fijálsu peningá.
Með samningsrétti og með verk-
fallsrétti viljum við styrkja okkar
samtök. Og með okkar samtökum
viljum við gera íslenskt samfélag
betra. Við munum standa vörð um
heimilin. Við munum sýna fulla
ábyrgð og sameinast um að bægja
frá atvinnuleysi. Við munum beita
samtakamætti okkar til að útrýma
valdhrokanum og innleiða mann-
gildishugsun. Því sú hugsun er okk-
ar pólitík. Og við erum líka pólitísk
þegar kemur út í þjóðfélagsumræð-
una þar sem samtök atvinnurek-
enda og margvísleg hagsmunasam-
tök standa sterk og sameinuð. Þar
er okkar pólitík að beita okkur fyr-
ir jöfnuði, atvinnulýðræði, fyrir
þeirri hugsjón að hér skapist ekki
gjá á milli ríkra og snauðra, að við
varðveitum það andlega, menning-
arlega stéttleysi sem er eitt það
dýrmætasta sem við eigum. Þetta
hlýtur að vera okkar pólitík.
En til þess að koma stjómvöldum
í skilning um að þeim beri að viður-
kenna réttindi okkar þurfum við að
standa saman. Ekki bara samtökin
eða stjómir þeirra, heldur fólkið
sem í þeim er. Við þurfum öll að
standa saman. Við megum aldrei
gleyma því að samtök byggja á
fólki, einstaklingum. Þar býr kraft-
ur og þann kraft þurfum við að
virkja. Þann kraft munum við
virkja. Við höfum öll verk að vinna,
í sameiningu, að beijast fyrir frels-
inu og þar með brauðinu. En fram-
tíðin er okkar þvf við vitum að þar
sem er vilji þar er vegur. Þar er
okkar vegur," sagði Ögmundur.
„Vanvirða við Alþjóða-
vinnumálastofhunina“
Ásmundur Stefánsson riíjaði upp
að í stjómarskránni væri orðið
nauðsyn notað tvisvar. Alþingi megi
kveða til aukafunda þegar nauðsyn
beri til, það hafí verið gert þrisvar
sinnum. Þá megi setja bráðabirgða-
lög ef brýna nauðsyn beri til. Það
hafi verið gert 256 sinnum, eða 6
sinnum á ári að jafnaði. Það væri
einmitt vegna slíkra laga sem fund-
urinn væri haldinn.
Ásmundur sagði frá kæru ASÍ
til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
vegna bráðabirgðalaganna í maí
þegar kjarasamningar vom bannað-
ir og launin fest. Kæran var lögð
fram vegna þess að ísland hefur
staðfest tvær alþjóðlegar sam-
þykktir um verkfallsmál og samn-
ingsrétt. Hann sagði: „Við höfum
vænst þess að nefnd Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar um samtaka-
frelsi mundi afgreiða málið á fundi
sfnum nú í nóvember. Það gerðist
ekki vegna þess að ríkisstjóm ís-
lands.hefur sýnt Alþjóðavinnumála-
stofnuninni þá vanvirðu að svara
ekki fyrirspum hennar um málið.
Þetta var okkur tilkynnt með bréfi
í byijun þessarar viku. Með öllu
framferði sínu skipa íslenskir ráð-
herrar sér á bekk með þeim ríkis-
stjómum sem opinbera skömm sína
þannig að ekki fer á milli mála."
Ásmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að félagsmála-
ráðherra hefði lýst því yfír um helg-
ina að svar stjómarinnar væri til-
búið og yrði sent nú í byijun vikunn-
ar. Vonaðist hann til að það yrði
gert og þá yrði þetta mál væntan-
lega tekið fyrir á næsta fundi nefnd-
arinnar um samtakafrelsi, sem yrði
í febrúar eða mars á næsta ári.
Hann sagði að sér þætti líklegt að
þessi töf stafaði af því að ríkis-
stjómin hafi ekki viljað fá úrskurð
í málinu fyrr en búið væri að af-
greiða bráðabirgðalögin á Alþingi.
Síðar í ræðu sinni sagði Ásmund-
ur: „Að undanfömu hefur dregið
mikið úr kaupmætti. Launafólk al-
mennt hefur orðið fyrir alvarlegri
tekjurýmun. í þessu ljósi er hún
undarleg umræðan sem nú fer fram
af hálfu stjómmálamanna og at-
vinnurekenda um að laun verði að
lækka. Þeir verða að skilja það að
launin em ekki aðeins kostnaðarlið-
ur í bókhaldi fyrirtækja. Við Iifum
á laununum. Launin em okkar lifi-
brauð. Mörg fyrirtæki lifa því að-
eins að við höfum ráð á að skipta
við þau.
Ef kjör yrðu skert ofan í þann
samdrátt sem þegar er orðinn væri
ekki aðeins stefnt í stóraukinn
ójöfnuð eins og gerðist 1983. Það
væri meðvitað stefnt í alvarlegt
heimatilbúið atvinnuleysi. Þá
ósvinnu og heimsku megum við
ekki láta yfir okkur ganga.
Það er ranghugmynd ráðherra
að þjóðin sé gjaldþrota. Reynslan
sýnir að sú þráhyggja að kjara-
skerðing leysi allan vanda hefur
beðið skipbrot. Við krefjumst raun-
hæfra lausna. Launakostnaður
veldur ekki óvissu í atvinnumálum,
heldur vaxtaokur og óráðsía.“
„Rikisstjórnin
sjái að sér“
Aðspurður um hugsanlegar að-
gerðir þessara samtaka í framhaldi
af fundinum sagði Ögmundur í gær
að það væri óráðið. „Næsta skrefið
er að sjá hvort stjómin sér ekki að
sér og viðurkenni samningsréttinn,"
sagði hann. Ásmundur Stefánsson
sagði að innan ASÍ og BSRB væri
ekki búið að ákveða hvemig staðið
yrði að samningum eftir áramótin.
„Það er þó ljóst að samtökin hljóta
að gera allt sem í þeirra valdi stend-
ur til að tryggja það að samnings-
rétturinn verði virtur. Ekki einung-
is að fá að semja heldur einnig að
samningamir verði látnir standa,"
sagði hann.