Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 13. DESEMBER 1988 *47 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir STEINGRÍM SIGURGEIRSSON Óvinsæll skattur endurlífgaður í Frakklandi: Landsmenn bíta á jaxl- inn o g líta til ársins 1992 ÓVINSÆLASTA stefiiumál frönsku ríkisstjórnarinnar er líklega endurupptaka hins sérstaka stóreignaskatts eða ISF (Impot sur les grandes fortunes). Skattur þessi var upphaflega settur á af sósía- listastjórninni sem tók við völdum árið 1981 en var felldur úr gildi þegar hægrimenn komust til valda árið 1986. Mikill ótti greip um sig meðal allra Frakka sem áttu einhverjar fasteignir þegar sósia- listar komust til valda árið 1981 fullir hugsjónahita. Nú átti að jafiia út lífsgæðin — leggja skatta á þá sem eitthvað áttu til þess að fjármagna hinar félagslegu áætlanir sósialista. Fólk greip til allra ráða. Eignum var skipt niður á börnin og fjármagnið flúði Frakkland. Raunin varð sú að raunveruleg- ir auðmenn komust undan með fjármagnið til Sviss eða Lúx- emborgar og flestir þeirra sem þurftu að greiða skattinn voru sæmilega statt fólk sem hafði spar- að alla sína ævi. Þann 16. apríl 1986 töpuðu hins vegar sósíalistar kosningunum og við tók ríkisstjórn Jacques Chiracs. Sú yfirlýsing var gefin út að þeir sem hefðu flúið með fjármagn sitt úr landi á miður löglegan hátt gætu óhræddir snúið til baka. Þeir yrðu ekki sóttir til saka. Á tímabilinu júlí' 1986 til febrúar 1987 voru 16 milljarðar franka fluttir heim úr „útlegð". Nú á að taka þennan skatt upp á ný — þó þessi útgáfa hans sé ögn mildari en sú sem komið var á árið 1982, og enn á ný er tilgang- urinn sá að greiða félagsmála- pakka ríkisstjórnarinnar, í þetta sinn nýákveðna lágmarkstekju- tryggingu. Kemur ekki á óvart Endurupptaka stóreignaskatts- ins kemur ekki á óvart. í bréfi sínu til frönsku þjóðarinnar fyrir forsetakosningamar í vor hafði Francois Mitterrand boðað hvað koma skyldi næðu sósíalistar völd- um. Sagði forsetinn að líkt og áður myndi skatturinn ná til um 100.000 einstaklinga, þ.e. hinna allra best settu. Örvæntingin sem greip um sig 1981 lét hins vegar á sér standa. Mönnum féllust ein- faldlega hendur. Endurskoðendur ráðlögðu viðskiptavinum sínum að taka á sig þessa auknu byrði og menn líta björtum augum til 1992 þegar fjármagnsflutningar eiga að verða orðnir frjálsir milli ríkja Evrópubandalagsins. Þó að skatta á íjármagn sé hægt að finna í flestum Evrópu- ríkjum er hin almenna þróun sú að þeir fara ört lækkandi. Sú ætti að mati margra efnahagssér- fræðinga einnig að vera raunin í Frakklandi ef stjómvöld vilja að landið verði samkeppnisfært árið 1992. Sérstaka stóreignaskatta segja þeir algjörlega úr takt við tímann. Nú þegar eru í Frakkl- andi lagðir verulegir skattar á ijármagnstekjur, virðisaukaskatt- ur á fasteignaviðskipti, skattur á hlutabréfaviðskipti o.s.frv. Árið 1984 vom tekjur ríkisins af þessum sköttum 95 milljarðar franka, eða sem nam 2% þjóðar- framleiðslu eða 12% af heildar- tekjum ríkisins. í löndum á borð við Bandaríkin, Bretland og Vest- ur-Þýskaland em þessi hlutföll lægri og stöðugt hefur dregið úr skattheimtu af þessu tagi undan- farin tuttugu ár. Óljósar skilgreiningar Hin nýja útgáfa ISF er eins og áður sagði mildari en forverinn. En líkt og í byijun þessa áratugar er skilgreiningin á því hveijir eigi að greiða þennan skatt jafn óljós. Skattheimtumenn virðast hafa jafn litla hugmynd um það nú og fyrir sex ámm. Árið 1981 taldi hið opinbera að skatturinn myndi ná til 200.000 aðila en aðrir sér- fræðingar spáðu hins vegar að 400.000 myndu þurfa að greiða hann. Allir höfðu rangt fyrir sér. 117.000 greiddu skattinn fyrsta árið sem hann kom til fram- kvæmda, þ.e. 1982, en 88.000 árið 1984. Líkt og 1982 er nú ætlunin að leggja skattinn á nán- ast allt, fasteignir, munaðarvömr og vaxtatekjur yfir ákveðnum mörkum. Skattprósentan verður á bilinu. 0,5%—0,9% en var 1982 0,5-2,0%. Líkt og 1982 bitnar skatturinn einkum á venjulegu fólki sem hefur sparað í stað þess að eyða. Áður var hlutfall þess hóps meðal þeirra sem greiddu skattinn 94% og má búast við að svipaðár tölur verði upp á teningnum nú. í bók eftir hinn virta efnahagssérfræð- ing André Babeau kemur fram að einungis 1.082 skattgreiðendur eiga eignir að andvirði meira en 30 milljónir franka og í þeim hópi á 141 meira en 100 milljónir franka. Helmingur þessara aðila greiðir einungis 3.500 í skatta á ári en 137 greiða meira en 5 millj- ónir í skatta árlega. Hinir raun- vemlegu stóreignamenn hafa fjárfest í listmunum (sem em undanþegnir skatti), selt eignir sínar útlendingum eða notað hina ótrúlegustu loftfimleika til þess að koma fjármagninu úr landi. Nú geta einungis fáir forréttinda- menn nýtt sér kosti þess að skrá sig búsetta t.d. í Lúxemborg, stofnað þar fyrirtæki og „selt“ því eigin eignir í Frakklandi en 1992 geta allir fært fjármagnið úr landi með fullkomnlega lögleg- um hætti — burt frá frönsku skattheimtunni. Þeir sem heima sitja borga hins vegar skattinn. Til er dæmi af gamalli konu sem átti fasteign í París þar sem bjuggu tuttugu leigjendur. Að auki átti hún ein- býlishús í Cannes og annað uppi í sveit til eigin nota auk húss sem í bjó ellilífeyrisþegi er hún hafði undanþegið leigu um árabil. Heildareignir hennar vom metnar á 20 milljónir franka en þijár þessara fasteigna skiluðu henni engum tekjum. Leigutekjur henn- ar vom 300.000 á ári og þar af greiddi hún 150.000 franka í tekjuskatt. Þegar stóreignaskatt- urinn kom til sögunnar þurfti hún að greiða þessu til viðbótar 160.000 franka og auk þess 10.000 frönkum meira vegna hækkaðs tekjuskatts. Gamla kon- an þurfti því að ganga á eignimar til að geta greitt skattana sína. Samkvæmt tölum franskra skatt- yfírvalda mun svona hafa verið komið fyrir 567 skattgreiðendum árið 1984. Harðorð gagnrýni Forseti franska þingsins, sem er sósíalisti, hefur sagt að þegar fólk ávaxtar ekki fjármagn sitt nægilega vél til þess að geta greitt eins lágan skatt og um er að ræða sé eðlilegt að það þurfi að selja eignimar. Aðrir sósíalist- ar segja sem svo að einungis fyrir- tæki sem skili miklum arði geti borgað skattinn og hann eigi því að vera hvatning til betri rekstrar og aukins hagnaður. Þetta þykir mörgum furðuleg röksemdar- færsla og benda á móti á að það sama hljóti einnig að gerast á leigumarkaðinum. Húseigendur verða að hækka leiguna til þess að geta borgað skattinn. Tals- menn hægrimanna, á borð við Eklouard Balladur, fyirum efna- hagsmálaráðherra, hafa verið mjög harðorðir í garð ISF og sagt skattinn vera „and-evrópskan“ og stríða gegn öllum efnahagslög- málum. André Vivien, formaður þingflokks RPR í efnahagsmála- nefnd þingsins, segir skattinn ónothæfan og óheiðarlegan þar sem hann mismuni fólki. „Ef þið viljið komast hjá því að borga þá skulið þið kaupa kastala fullan af verðmætum listmunum," e ráðlegging hans til þjóðarinnar. Höfundur er fréttaritari Morg- unblaðsins í Vestur-Þýskalandi. Reuter Stuðningsmenn Francois Mitterrands fagna sigri hans í forseta- kosningunum i Frakklandi í vor. í kosningabaráttunni boðaði Mitterrand að sérstakur stóreignaskattur yrði tekinn upp á ný og hafa margir orðið til að andmæla þeirri ákvörðun. Leikfimi á myndbandi ÚT ER komið myndband með leikfimiæfingum fyrir byrjendur og lengra komna undir heitinu „I finu formi með Jónínu og Ágústu". í kynningu á myndbandinu segir m.a.: „í myndbandinu er veitt góð tilsögn um hvemig best er að gera æfíngar til þess að tryggja árangur °g öryggi. Við kennum þér að æfa vöðvana þannig að þeir styrkjast, mýkjast og liðkast, að anda rétt þegar æft er og að slaka á.“ Myndbandið verður selt í Stúdíói Jónínu og Ágústu í Skeifunni 7 eða send í póstkröfu. Hún fæst einnig í öllum verslunum Pennans og bóka- búð Jónasar á Akureyri. (Fréttatilkynning) Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju KÓR Langholtskirkju heldur ár- lega Jólasöngva siðasta föstudag fyrir jól, að þessu sinni 16. des- ember. Efhisskrá tónleikanna inniheldur innlend og erlend jólalög, svo og jólasálma. Og eins og oftast áður, gefet tónleika- gestum tækifæri til að taka und- ir i almennum söng. Á tónleikunum kemur fram, auk Kórs Langholtskirkju, bamakóir Árbæjarskóla. Verður kirkjan upp- lýst með kertum meðan á tónleikun- um stendur. I hléi verður tónleika- gestum boðið upp á heitt kakó. Þetta verða þriðju tónleikar kórsins á þessu hausti. Sem fyrr segir verða Jólasöngv- Langlioltskirkja amir 16. desember í Langholts- kirkju og hefjast k. 23.00. Stjóm- andi Kórs Langholtskirkju er Jón Stefánsson. Miðar verða seldir við innganginn og ókeypis er fyrir böm. (Fréttatilkynning) UMSB flytur í eigið húsnæði í Borgamesi Hvanntúni í Andakíl. UNGMENNASAMBAND Borg- arfjarðar flutti 1 desember í eig- ið húsnæði á Borgarbraut 61 í Borgarnesi og bauð þangað gest- um af þessu tilefhi. Sambandið keypti einn þriðja af efri hæð í fyrrum safhhúsi. Húsnæðið er um 90 m2 að flatar- máli, af því mun hluti verða leigður út til annars aðila. Hjá sambandinu starfar nú framkvæmdastjóri, sem jafnframt er ritstjóri blaðsins Borg- fírðings. Skrifstofa hans er þegar tilbúin og innréttað hefur verið fundarherbergi. Sparisjóður Mýra- sýslu og Jámblendiverksmiðjan á Gmndartanga gáfu að mestu innan- stokksmuni þá, sem búið er að setja upp. Formaður UMSB, Sigríður Þor- valdsdóttir, bauð gesti velkomna og formaður húsnæðiskaupanefndar, Gísli V. Halldórsson, lýsti aðdrag- anda að kaupum og fjármögnun umrædds húsnæðis. Við þetta tækifæri bárust UMSB margar gjafir. Þar skilaði sér fyrst gjörðabók þinga frá 1912-18 og þinggjörðir til 1923, en þessi plögg voru í tryggri geymslu fyrrverandi formanns, sem nú taldi þau eiga heima í eigin húsnæði sambandsins. Bjami Bjamason í Borgamesi gaf sambandinu bikar þann, sem hann vann til eignar fyrir að vinna Álafosshlaupið árin 1934, 1935 og 1936. Hann sagði í samtali við fréttamann, að hann hefði æft lang- hlaup vel þessi ár pg sóst eftir að komast í Olympíuliðið 1936 til að keppa í maraþonhlaupi, en ekki hlotið náð ráðamanna. En tíminn, ■ sem það tók hann að hlaupa 1936 frá Kambabrún til Reykjavíkur, reyndist síðar svipaður og þeir fengu, sem voru í miðjum hóp mara- þonhlaupara í Berlín. - D.J. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Bjarni Bjarnason með Álafoss- bikarinn. Skiptínemartíl Ungverjalands í FYRSTA skipti bjóða skipti- nemasamtökin AUS íslenskum ungmennum 18—30 ára upp á ársdvöl í Ungveijalandi, Suður- Kóreu og Sierra Leone auk 11 annarra landa viðs vegar um heiminn. Vegna þessara nýju landa er ákveðið að framlengja umsóknar- frest til 15. janúar og gildir það um öll löndin. Allar nánari upplýs- ingar og umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu AUS, Mjöln- isholti 14, kl. 13—16 daglega. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.