Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUpAGUft ;13. ^DF.^^MRRR 1988
48
Ol----------------
Kynningarfundur:
Kennsla í að-
gerðarannsóknum
HALDINN verður kynningar-
fundur um kennslu í aðgerða-
rannsóknum í Odda við Sturlu-
götu, fimmtudaginn 15. desem-
ber, og hefst hann kl. 17.15.
í frétt frá Aðgerðarannsóknafé-
lagi Islands segir, að markmiðið
með fundinum sé margþætt, m.a.
að nemendur við Háskóla Islands,
aðrir nemendur og tilvonandi nem-
endur fái yfirsýn yfir þau nám-
skeið, sem boðið er upp á. Fólki í
atvinnulífinu gefist kostur á innsýn
í það sem útskrifaðir „fræðingar"
eru líklegir til að kunna. Kennarar
geti kynnt sér kennslu í öðrum
deildum og rætt um kennsluna.
Rætt verður um hvort æskilegt
sé að breyta náminu á einhvern
hátt, ef til vill með tilliti til þess
hvað kemur að notum að námi
loknu og rætt um hvort breyta eigi
nafninu á fræðunum og kalla þau
rekstrarstærðfræði eða eitthvað
annað í stað aðgerðarannsókna og
aðgerðagreiningar.
Meðal fyrirlesara verða Þorkell
Helgason, Páll Jensson, Kjartan
Jóhannsson og Steinþór Skúlason.
Fundurinn, sem verður í stofu 101
í Odda, er öllum opinn.
Reykjahlíð:
Kirkjan fullsetin
á aðventusamkomu
Mývatnssveit.
Aðventusamkoma var haldin
í Reykjahlíðarkirkju að kvöldi
sunnudagsins 11. desember.
Sr. Örn Friðriksson setti sam-
komuna og kynnti það sem þar
Aðventukvöld
í Hagakirkju
Barðaíjtrönd.
- Aðventukvöld var í Haga-
kirkju sunnudaginn 4. desember.
Áratugir eru síðan það hefur
gerst. Söng og upplestur önnuðust
böm úr sunnudagaskóla Helgu
Brynjarsdóttur. Fjörutíu manns
voru í kirkjunni. Prestur er sr. Jón
Isleifsson. _ S.J.Þ.
fór fram. Fyrst söng barnakór
Tónlistarskólans í Mývatnssveit
undir stjóm Margrétar Bóasdótt-
ur, þá flutti blásarsveit jólalög
undir stjórn Viðars Alfreðssonar
skólastjóra, síðan söng kirkjukór
Reykjahlíðarkirkju undir stjórn
Jóns Áma Sigfússonar. Undirleik
annaðist sr. Örn Friðriksson. Sr.
Yrsa Þórðardóttir sóknarprestur
að Hálsi. í Fnjóskadal flutti talað
orð. Þá söng Margrét Bóasdóttir
einsöng með kirkjukómum og
síðast flutti séra Öm bæn og bless-
unarorð og kirkjugestir sungu
Heims um ból.
Þessi kvöldstund var mjög
hátíðleg og var kirkjan fullsetin.
- Kristján
Morgunblaðið/Ámi Hclgason
Sr. Gísli H. Kolbeins og sr. Eric Sigmar í Stykkishólmskirkju.
Séra Eric
Sigmar gest-
ur á að-
ventuhátíð
Stykkishólmi.
AÐVENTUHÁTÍÐ var í Stykkis-
hólmi sunnudaginn 4. desember
sl. Hófst hún í kirkjunni okkar
gömlu og góðu sem nú hefir
enst söfiiuðinum í tæp 110 ár.
Þar predikaði séra Eric Sigmar
sem lengi hefir þjónað söfiiuðum
í Vesturheimi. Var hann gestur
þessarar aðventuhátiðar.
Þá var farið í félagsheimilið, þar
sungu þau hjónin frú Svava og
Eric Sigmar en þau hafa bæði
starfað lengi að kirkju- og kristni-
málum.
Þá söng bamakór undir stjórn
Jóhönnu Guðmundsdóttur sem
lengi var hér stjómandi og orgel-
leikari við Stykkishólmskirkju.
Einnig söng Kirkjukór Stykkis-
hólms undir stjóm Ronalds Turners
en hann tók við starfi af Jóhönnu.
Var þessi stund öll hin hátíðlegasta.
- Ami
Uppreisnin á ísafirði
sett upp í Skagafírði
Varmahlíð.
LEIKFÉLAG Skagfirðinga er 20
ára á þessu ári og í tilefhi þess-
ara tímamóta var ákveðið að taka
allviðamikið verk til sýninga. Fyr-
ir valinu varð Uppreisnin á
ísafirði eftir Ragnar Arnalds al-
þingismann og heimamann hér í
Varmahlíð.
Uppreisnin á ísafirði er viðamikið
stykki, ekki færri en 27 sviðsatriði
og miklar skiptingar. Leikhlutverk
eru milli 20 og 30 og komu til liðsinn-
is fjórir kunnir leikarar frá Sauðár-
króki. Leikstjóri er Edda Guðmunds-
dóttir. Eiginmaður hennar, Jón Orm-
ur Ormsson, sem kunnur er af leik
í sjónvarpsmyndum með meiru, fer
einnig með stórt leikhlutverk. Höf-
undur verksins hefur verið með í
ráðum með uppsetninguna eftir því
sem hann hefur haft tíma til.
Áformað er að hefja sýningar
milli jóla og nýárs og sýna síðan
eitthvað fram í janúar en ekkert
hefur verið fastákveðið með það enn.
I tilefni af þessu afmælisári Leik-
félags Skagfírðinga er verið að taka
saman ágrip af sögu félagsins og
mun hún birtast í leikskrá. Þá verð-
ur á leiksýningum stillt upp Ijós-
myndum úr fyrri viðfangsefnum fé-
lagsins. Formaður Leikfélags Skag-
fírðinga er Friðrik Rúnar Friðriks-
son.
- P.D.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Sölumaður
Garðabær
Ritari
Út- og innflutningsfyrirtæki ætlar að ráða í
fullt starf hæfan mann til sölu á pakkningum
ýmisskonar. Við leitum að manni er fullnæg-
ir eftirfarandi skilyrðum:
Reynslu í sölustörfum, á aldrinum 25-35 ára,
fljótur að læra og ástundunarsamur.
í boði er sjálfstætt starf með launum í sam-
ræmi við árangur.
Skriflegum umsóknum er tilgreini aldur,
menntun, fyrri störf ásamt mögulegum með-
mælendum sé skilað fyrir 20. desember '88.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Nascó-ísröst hf.,
Laugavegi 163,
105 Reykjavík.
Unglingaheimili ríkisins
Deildarstjjóri
Staða deildarstjóra við móttökudeild (neyð-
arathvarf) Unglingaheimilis ríkisins, Efsta-
sundi 86, er laus til umsóknar.
Viðkomandi þarf að hafa háskólapróf í upp-
eldisfræði, sálarfræði, félagsráðgjöf eða aðra
sambærilega menntun.
Reynsla af meðferðarstarfi með unglingum
nauðsynleg.
Auk þess er stjórnunarreynsla mikilvæg.
Umsóknarfrestur er til 27. desember nk.
Nánari upplýsingar veita deildarstjóri mót-
tökudeildar í síma 31700 og forstöðumaður
í síma 19980.
Forstöðumaður unglingaheimilis ríkisins.
Blaðbera vantar á Móaflöt og Tjarnarflöt.
Upplýsingar í síma 656146.
fÍfrgmEM&fotfo
Sandgerði
Blaðbera vantar í norðurbæ og suðurbæ í
Sandgerði.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
92-37708.
Sunnuhlíð
H|ákn—HwhÉM ■IrlraHm ilópiwgl
Kópavogsbrout 1 Sími 45550
Hjúkrunarfræðingar
- sjúkraliðar
Nú vantar okkur liðsauka til að hjúkra öldr-
uðu fólki. Til þess að geta veitt sem besta
hjúkrun þurfum við að fá fagfólk með áhuga.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast
sem allra fyrst.
Upplýsingar eru veittar hjá hjúkrunarforstjóra
í síma 604163.
getur fengið starf frá og með 1. janúar 1989.
Upplýsingar á skrifstofu (ekki í síma) á milli
kl. 16.00 og 18.00 miðvikudag og fimmtudag.
\Lögmanns- & fasteignastofa
REYKJA VIKUR
Garðastræti 38, Sími 26555
ISAL
Ritari
- aðstoðarmaður
- innkaupadeild
íslenska álfélagið hf. óskar að ráða ritara/að-
stoðarmann í innkaupadeild fyrirtækisins
sem fyrst.
Stafið kerfst:
- Góðrar ritvinnslukunnáttu
- Góðrar enskukunnáttu
- Fjölhæfni í skrifstofustörfum
- Þekkingar á innflutningsmálum
Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244 í
Hafnarfirði eigi síðar en 16. desember 1988.
Umsóknareyðublöð fást í Bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bókabúð
Olivers Steins, Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í
síma 52365.
íslenska álfélagið hf.