Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUpAGUft ;13. ^DF.^^MRRR 1988 48 Ol---------------- Kynningarfundur: Kennsla í að- gerðarannsóknum HALDINN verður kynningar- fundur um kennslu í aðgerða- rannsóknum í Odda við Sturlu- götu, fimmtudaginn 15. desem- ber, og hefst hann kl. 17.15. í frétt frá Aðgerðarannsóknafé- lagi Islands segir, að markmiðið með fundinum sé margþætt, m.a. að nemendur við Háskóla Islands, aðrir nemendur og tilvonandi nem- endur fái yfirsýn yfir þau nám- skeið, sem boðið er upp á. Fólki í atvinnulífinu gefist kostur á innsýn í það sem útskrifaðir „fræðingar" eru líklegir til að kunna. Kennarar geti kynnt sér kennslu í öðrum deildum og rætt um kennsluna. Rætt verður um hvort æskilegt sé að breyta náminu á einhvern hátt, ef til vill með tilliti til þess hvað kemur að notum að námi loknu og rætt um hvort breyta eigi nafninu á fræðunum og kalla þau rekstrarstærðfræði eða eitthvað annað í stað aðgerðarannsókna og aðgerðagreiningar. Meðal fyrirlesara verða Þorkell Helgason, Páll Jensson, Kjartan Jóhannsson og Steinþór Skúlason. Fundurinn, sem verður í stofu 101 í Odda, er öllum opinn. Reykjahlíð: Kirkjan fullsetin á aðventusamkomu Mývatnssveit. Aðventusamkoma var haldin í Reykjahlíðarkirkju að kvöldi sunnudagsins 11. desember. Sr. Örn Friðriksson setti sam- komuna og kynnti það sem þar Aðventukvöld í Hagakirkju Barðaíjtrönd. - Aðventukvöld var í Haga- kirkju sunnudaginn 4. desember. Áratugir eru síðan það hefur gerst. Söng og upplestur önnuðust böm úr sunnudagaskóla Helgu Brynjarsdóttur. Fjörutíu manns voru í kirkjunni. Prestur er sr. Jón Isleifsson. _ S.J.Þ. fór fram. Fyrst söng barnakór Tónlistarskólans í Mývatnssveit undir stjóm Margrétar Bóasdótt- ur, þá flutti blásarsveit jólalög undir stjórn Viðars Alfreðssonar skólastjóra, síðan söng kirkjukór Reykjahlíðarkirkju undir stjórn Jóns Áma Sigfússonar. Undirleik annaðist sr. Örn Friðriksson. Sr. Yrsa Þórðardóttir sóknarprestur að Hálsi. í Fnjóskadal flutti talað orð. Þá söng Margrét Bóasdóttir einsöng með kirkjukómum og síðast flutti séra Öm bæn og bless- unarorð og kirkjugestir sungu Heims um ból. Þessi kvöldstund var mjög hátíðleg og var kirkjan fullsetin. - Kristján Morgunblaðið/Ámi Hclgason Sr. Gísli H. Kolbeins og sr. Eric Sigmar í Stykkishólmskirkju. Séra Eric Sigmar gest- ur á að- ventuhátíð Stykkishólmi. AÐVENTUHÁTÍÐ var í Stykkis- hólmi sunnudaginn 4. desember sl. Hófst hún í kirkjunni okkar gömlu og góðu sem nú hefir enst söfiiuðinum í tæp 110 ár. Þar predikaði séra Eric Sigmar sem lengi hefir þjónað söfiiuðum í Vesturheimi. Var hann gestur þessarar aðventuhátiðar. Þá var farið í félagsheimilið, þar sungu þau hjónin frú Svava og Eric Sigmar en þau hafa bæði starfað lengi að kirkju- og kristni- málum. Þá söng bamakór undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur sem lengi var hér stjómandi og orgel- leikari við Stykkishólmskirkju. Einnig söng Kirkjukór Stykkis- hólms undir stjóm Ronalds Turners en hann tók við starfi af Jóhönnu. Var þessi stund öll hin hátíðlegasta. - Ami Uppreisnin á ísafirði sett upp í Skagafírði Varmahlíð. LEIKFÉLAG Skagfirðinga er 20 ára á þessu ári og í tilefhi þess- ara tímamóta var ákveðið að taka allviðamikið verk til sýninga. Fyr- ir valinu varð Uppreisnin á ísafirði eftir Ragnar Arnalds al- þingismann og heimamann hér í Varmahlíð. Uppreisnin á ísafirði er viðamikið stykki, ekki færri en 27 sviðsatriði og miklar skiptingar. Leikhlutverk eru milli 20 og 30 og komu til liðsinn- is fjórir kunnir leikarar frá Sauðár- króki. Leikstjóri er Edda Guðmunds- dóttir. Eiginmaður hennar, Jón Orm- ur Ormsson, sem kunnur er af leik í sjónvarpsmyndum með meiru, fer einnig með stórt leikhlutverk. Höf- undur verksins hefur verið með í ráðum með uppsetninguna eftir því sem hann hefur haft tíma til. Áformað er að hefja sýningar milli jóla og nýárs og sýna síðan eitthvað fram í janúar en ekkert hefur verið fastákveðið með það enn. I tilefni af þessu afmælisári Leik- félags Skagfírðinga er verið að taka saman ágrip af sögu félagsins og mun hún birtast í leikskrá. Þá verð- ur á leiksýningum stillt upp Ijós- myndum úr fyrri viðfangsefnum fé- lagsins. Formaður Leikfélags Skag- fírðinga er Friðrik Rúnar Friðriks- son. - P.D. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sölumaður Garðabær Ritari Út- og innflutningsfyrirtæki ætlar að ráða í fullt starf hæfan mann til sölu á pakkningum ýmisskonar. Við leitum að manni er fullnæg- ir eftirfarandi skilyrðum: Reynslu í sölustörfum, á aldrinum 25-35 ára, fljótur að læra og ástundunarsamur. í boði er sjálfstætt starf með launum í sam- ræmi við árangur. Skriflegum umsóknum er tilgreini aldur, menntun, fyrri störf ásamt mögulegum með- mælendum sé skilað fyrir 20. desember '88. Upplýsingar ekki veittar í síma. Nascó-ísröst hf., Laugavegi 163, 105 Reykjavík. Unglingaheimili ríkisins Deildarstjjóri Staða deildarstjóra við móttökudeild (neyð- arathvarf) Unglingaheimilis ríkisins, Efsta- sundi 86, er laus til umsóknar. Viðkomandi þarf að hafa háskólapróf í upp- eldisfræði, sálarfræði, félagsráðgjöf eða aðra sambærilega menntun. Reynsla af meðferðarstarfi með unglingum nauðsynleg. Auk þess er stjórnunarreynsla mikilvæg. Umsóknarfrestur er til 27. desember nk. Nánari upplýsingar veita deildarstjóri mót- tökudeildar í síma 31700 og forstöðumaður í síma 19980. Forstöðumaður unglingaheimilis ríkisins. Blaðbera vantar á Móaflöt og Tjarnarflöt. Upplýsingar í síma 656146. fÍfrgmEM&fotfo Sandgerði Blaðbera vantar í norðurbæ og suðurbæ í Sandgerði. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 92-37708. Sunnuhlíð H|ákn—HwhÉM ■IrlraHm ilópiwgl Kópavogsbrout 1 Sími 45550 Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Nú vantar okkur liðsauka til að hjúkra öldr- uðu fólki. Til þess að geta veitt sem besta hjúkrun þurfum við að fá fagfólk með áhuga. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast sem allra fyrst. Upplýsingar eru veittar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 604163. getur fengið starf frá og með 1. janúar 1989. Upplýsingar á skrifstofu (ekki í síma) á milli kl. 16.00 og 18.00 miðvikudag og fimmtudag. \Lögmanns- & fasteignastofa REYKJA VIKUR Garðastræti 38, Sími 26555 ISAL Ritari - aðstoðarmaður - innkaupadeild íslenska álfélagið hf. óskar að ráða ritara/að- stoðarmann í innkaupadeild fyrirtækisins sem fyrst. Stafið kerfst: - Góðrar ritvinnslukunnáttu - Góðrar enskukunnáttu - Fjölhæfni í skrifstofustörfum - Þekkingar á innflutningsmálum Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244 í Hafnarfirði eigi síðar en 16. desember 1988. Umsóknareyðublöð fást í Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 52365. íslenska álfélagið hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.