Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
Þymar á skáldabmutimii
eftirÁgúst
Sverrisson
I fljótu bragði séð mætti ætla að
ekki væri amalegt að vera ljóðskáld á
íslandi. Vitanlega er srjaldgæft að fólk
geti lifað af slíku snuddi frekar en
öðrum ritstörfum en engu að síður
virðist á yfirborðinu margt hvetja þá
til átaka við ljóðið sem á annað borð
finna hvöt hjá sér og hæfíleika til að
galdra með orðum. Góður skáldskapur
fer varla framhjá hinum sívakandi
bókmenntaheimi eða hvað? Sífellt er
orðum vikið að hinni blómlegu og gró-
skumiklu ljóðabókaútgáfu þannig að
ekki ætti skáldum að finnast þau
standa ein í streðinu, öflugt samkomu-
hald virðist iðkað til að koma ungum
og efnilegum Ijóðskáldum á framfæri
og sífellt er verið að prenta safnrit
með tjómanum af orðgaldri nýgræð-
inga. Virðulegt forlag hefur gefið út
heildarsafn (eða þvi sem næst) tveggja
ungra skálda en slíkt hefur hingað til
aðeins tíðkast um aldraða eða látna
höfunda. Með sanni er sagt að gróska
sé í ljóðagerð á Islandi eða að „ljóðið
lifi góðu lífí“.
Þannig lítur þetta út á yfirborðinu
fyrir mörgum, þetta er framhliðin á
þorpi ljóðlistarinnar í bókmenntaheim-
inum. Raunveruleikinn bakvið þessa
framhlið er hins vegar allt annar og
mörgum til lítils sóma sem þar koma
við sögu þó að eftir standi sú stað-
reynd sem sumir vilja vefengja að
ennþá eru ort góð ljóð á Islandi.
Af rímdraugum og
bókmenntafasisma
Þeir vita sem til þekkja að hið
gríðarlega magn svokallaðrar neð-
anjárðarútgáfu, þ.e. útgáfu á kostn-
að höfunda, er ákaflega misjafnt
að gæðum. Stór hluti almennings
og bókmenntastofnanir og sérílagi
menningarskríbentar dagblaða
virðist ekki gera sér grein fyrir
þessari staðreynd. Þessu fléttast
tvær ríkjandi meginranghugmyndir
um samtímaljóðlist sem hér verða
reifaðar.
Fyrri ranghugmyndin snertir
ljóðlistina í heild og er reyndar svo
heimskuleg að allir sannir bók-
menntaunnendur reyna að leiða
hana hjá sér, hún tengist almennu
menningarhatri hjá stórum hópi
fólks úr ölium þjóðfélagsstéttum
sem á það sameiginlegt að vilja
he§a lágmenningu til virðingar.
Almennir menntunarstaðlar virðast
ekki vera í neinu samhengi við
menningarneyslu enda til fjöldinn
af fólki háskólamenntuðu í við-
skipta- og raungreinum, sem hefur
viðlíka smekk fyrir listum og sein-
þroska táningar. Og hópurinn virð-
ist sífellt stækka ef marka má radd-
ir borgaranna í offramboðinu í fjöl-
miðlaflórunni. Þetta er fólkið sem
kaupir sér myndlykil til að láta
dæla í sig undanrennunni af vest-
rænni kvikmynda- og sjónvarps-
þáttagerð en vill ekki umgangast
bækur sem annað en stofustáss.
Skoðanir þessa fólks á nútímaljóð-
list eru á þessa leið: Nútímaljóð eru
óskiljanleg, leiðinleg og eiginlega
enginn skáldskapur. Almennilegt
ljóð hefur ekki verið ort síðan menn
hættu að nota rím og stuðla nema
í sjónvarpsþáttum Omars Ragnars-
sonar. „Þetta er ekkert Ijóð“ er al-
gengt viðkvæði þegar sljó lágmenn-
ingamærð augun eru rekin í texta
nútímaskálds. Krafan um stuðla og
rím sem mælikvarða á hvað sé ljóð
og hvað ekki er í rauninni jafngáfu-
leg og að þess væri krafíst að skáld-
sögur væru rímaðar og stuðlaðar
eða kaflar þeirra nákvæmlega jafn-
langir: gæði skáldskapar ráðast af
þeim hughrifum sem textinn veldur
og meðferð skáldsins á tungumál-
inu: í rauninni skiptir ekki máli
hvort nútímaljóð er kallað ljóð eða
eitthvað annað en ljóð; það hefur
jafnmikið gildi undir titlinum „smá-
texti" eða hvað eina. Krafa lág-
menningarsauðanna um stuðla og
rím er þeim mun hlálegri að í bók-
menntaheiminum er mikið rætt um
(og það ekki að ástæðulausu) að
UHfetÉÉftfeÉHflÉMÉÉÉMHilÉiÉÉá
mörkin milli sögu og ljóðs séu að
rofna og heitið skáldsaga sé raunar
þegar úrelt því form hennar rúmi
nú ýmislegt sem það ekki gerði
áður. Það er í rauninni aukaatriði
hvort texti er kallaður ljóð, saga,
þáttur, kafli eða guð má vita hvað,
gæði og gildi skáldskapar ráðast
af allt öðrum hlutum.
Fyrmefndur afruglarahópur er
reyndar ekki einn um þessar grát-
broslegu rímskorðuðu skoðanir á
ljóðlist. Nokkuð hávær í þessu for-
dóma- og fáviskumyrkri er viss
hópur „listnjótenda" og „bók-
menntafólks" sem tamið hefur sér
svo þröngan smekk og svo óbil-
gjamar skoðanir á list að flokka
má undir fasisma, eru viðhorfin
enda mjög í anda misheppnaðs lista-
manns nokkurs er ávann sér frægð
á öðrum sviðum og hét Adolf Hitler.
Miðaldra framkvæmdastjóri birti
á dögunum grein í Morgunblaðinu
sem lýsir ágætlega skoðunum þessa
hóps: Var þar sproksett ljóðaárbók
AB, efni hennar fundið flest til for-
áttu, tekin nokkur dæmi úr bókinni
og þeim gefin einkunnin úrkynjuð
list. I þessari bókmenntagreiningu
framkvæmdastjórans komu fram
þröngar og nákvæmar skoðanir
hans á því hvað til ljóðlistar eigi
að teljast: Ljóð sé rímaður og stuðl-
aður texti sem ekki má rúma neitt
hugmyndaflug umfram hverdags-
legt raunsæi: Fór það enda mest í
taugar greinarhöfundar að skáldin
beittu fyrir sig líkingum og brugðu
upp myndum sem ekki falla að hinni
flötustu rökhyggju. Mætti af þess-
ari gagnrýni ætla að skáldskapur
hefði ekkert með hugmyndaflug að
gera heldur kalda rökhyggju og
leikni í því að láta orð ríma. I
áhlaupi sínu á skáldskapinn réðst
höfundur ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur, lét sér ekki nægja
að hnýta í íslensk skáld heldur
amaðist við þýðingu Jóhanns
Hjálmarssonar á ljóði eftir Cesar
Vallejo. Óneitanlega skoplegt að
þetta heimsfræga útlagaskáld frá
Perú sé dæmt hæfileikalaust með
þessum hætti.
Utangarðsmenn og
jafnaðarmennska
Síðarnefnda ranghugmyndin
snerti eiginútgáfuljóðlist og finnst
í kolli ótrúlega margra: Að hana
stundi aðeins utangarðsfólk, fylli-
byttur, geðsjúklingar eða dópistar,
sem finni hjá sér tjáningarhvöt en
séu gjörsamlega ófærir um að virkja
hana til boðlegrar orðlistar. Vissu-
Iega er algengt að fólk af þessu
tagi láti prenta eftir sig „ljóðakver“
og er svo sem ekkert við það að
athuga, ljóðagerð er þroskandi
hugðarefni hvort sem árangurinn
er þroskandi lestrarefni eða aumk-
unarvert bull; hins vegar er með
þessu hvergi nærri upptalið það sem
út kemur af ljóðabókum utan for-
laga og ekki heldur þó að við sé
bætt slatta af menntaskólanemum
að stíga sín fyrstu og oft óburðugu
skref á rithöfundarbrautinni. Óg
enn vantar í hópinn þó að minnst
sé á óskilgreindan hóp einfeldninga
af ýmsu tagi sem gefa út ljóðabæk-
ur þrátt fyrir afurðir sem lítið er-
indi eiga upp úr skrifborðsskúff-
unni.
Til eiginútgáfuljóðlistar telst
nefnilega fjöldinn allur af fram-
bærilegum og jafnvel mjög góðum
ljóðabókum. Enda má segja að með
örfáum landsfrægum undantekn-
ingum sé öll ljóðabókaútgáfa á
kostnað höfunda.
Það er vissulega slæmt að þorri
fólks hafi ekki hugmynd um þetta
en þeim mun verra að það fólk sem
sérstaklega er til þcss menntað og
ráðið til starfa að vita þessa hluti
og gera öðrum þá ljósa, virðist í
raun hafa lítið vit á því hvað er að
gerast í íslenskri ljóðlist. í blaða-
skrifum um ljóðabækur er stunduð
frumleg en í raun ákaflega óréttlát
tegund af jafnaðarmennsku, en
undirstaðan að henni er sú aðferð
í gagnrýni að mynda sér skoðun
um bók áður en hún er lesin; þessi
Jimiii í H!S í ?.#J!ÍU
Ágúst Sverrisson
„Krafan um stuðla og
rím sem mælikvarða á
hvað sé ljóð og hvað
ekki er í rauninni jafii-
gáfuleg og að þess væri
krafíst að skáidsögur
væru rímaðar og stuðl-
aðar eða kaflar þeirra
nák væmlega j afiilang-
sérkennilega bókmenntagreining
tekur gjarnan til aidurs höfundar,
hvort hann gefur út bók sína sjálfur
eða ekki og hvort hann hefur sent
frá sér eitthvað annað en ljóð. Sé
skáldið ungt, fáist ekki við annað
bókmenntakyns en Ijóðlist, má það
vænta tvenns konar viðbragða af
blaðagagnrýnendum: Stundum
birtist enginn ritdómur en í þeim
tilvikum má saka gagnrýnendur um
bókaþjófnað því þeim eru gefnar
bækurnar til þess að um þær verði
skrifað. Það er lágmarkskurteisi að
endursenda skáldinu bókina ef við-
komandi blaðamaður er of góður
til að skrifa um hana.
Seinni viðbrögðin eru í raun lítið
skárri og geta jafnvel verið skaðleg
efnilegum byijendum í ljóðlist sem
hafa litla hugmynd um hvar þeir
standa en fá hér ranga hugmynd
af stöðu sinni: Þetta eru ritdómar
sem birtast mörgum mánuðum og
stundum árum eftir útkomu bók-
anna og eru samanlagt í anda full-
kominnar jafnaðarmennsku sem
kannski væri æskilég í kjaramálum
en á engan rétt á sér í bókmennta-
gagnrýni. Sums staðar hefur þessi
aðferð náð þeirri fullkomnu slípun
að allar ljóðabækur fá næstum
sömu umsögnina: Þannig eru slakar
ljóðabækur hífðar upp en vænleg
skáld dregin niður: Yrkisefni bókar
er reifað almennum orðum í ör-
stuttu máli, birt stutt sýnishorn af
ljóðum, greinarstúfurinn síðan
botnaður með vinsamlegum klisjum
um að ýmislegt í bókinni lofi bara
góðu en höfundur eigi jafnframt
margt ólært. Lesa má milli línanna
á þessum umsögnum að þær eru
skrifaðar af skyldurækni en um leið
greiðasemi við skáldin og minna á
vingjarnlegt klapp á bakið. Þetta
er jafnaðarmennska blaðagagnrýn-
enda í stuttu máli.
Þessi fjöldaframleiðsla á „rit-
dómum“ hefur nú staðið í nokkur
ár og er að verða allsráðandi. Vissu-
lega eiga margar ljóðabækur ekki
skilið betri viðbrögð en gagnvart
mörgum skáldum er þetta svívirða,
hljóðlátt ómeðvitað ranglæti, fram-
ið hvað eftir annað. Þessi árátta
veldur því að á hveiju ári drukkna
nokkrar frambærilegar ljóðabækur
iIMIst i ífttiií í 1111 f ilftlt Í iii
í því tugatalsflóði af leirburði sem
flæðir úr prentsmiðjum og fjölritun-
arstofum borgarinnar því enginn
virðist hafa áhuga á því að færa
þeim þann sess sem þær eiga skilið.
Máli mínu til stuðnings vil ég
tilfæra þrjú dæmi um homkerlingar
í bókmenntaheiminum. Öll dæmin
eru úr bókum sem hafa fengið
viðlíka meðferð í fjölmiðlum og leir-
burður eftir menntaskólanema eða
aumkunarvert drykkjuraus utan-
garðsmanna prentað og prangað
inn á fólk til að eiga fyrir næsta
sjúss. Fyrsta dæmið er úr frumraun
sem kom út síðastliðið vor, annað
dæmið úr bók sem kom út fyrir ári
og svo lítið hefur borið á að jafnvel
allra hörðustu og fordómalausustu
bókmenntamönnum hefur yfirsést
hún, þriðja dæmið er raunar hálf-
gerð þjóðarskömm því höfundur
mun vera á miðjum aldri og hefur
gefið út fjöldann af góðum bókum
án þess að skapa sér nafn í bók-
menntaumræðunni. Ég vil spyija
þá lesendur sem hafa nennu og
hæfileika til að lesa þessi ljóð með
opnum huga, hvort skáldskapur af
þessu tagi eigi virkilega skilið þá
meðferð sem um er getið.
Hringrás
örugg hringrás daganna
og þögn næturinnar
sem ekkert rýfur
nema hugsanir vinda
örugg hringrás náttúrunnar
og kvöldin
með sín fáeinu ljós
á stangli
og inni
beðið fregna af veðrum
meðan snörlar í pípu
og gamall hundur
sefur undir borði
hringrás minninga
sem fjarlægist
á hvom veginn
sem er
(Úr „Með byssuleyfi á eilífðina"
e. Jón Stefánsson).
Það sem ég átti ósagt
í falli steinanna
míkrósjónhomi guðdómsins.
Þangað komst ég aldrei.
Til sjálfs mín.
(Úr „Mars“ e. Halldór Ólafsson)
greini
ei andlit
útum kámugan gluggann
aðeins
óskalög vindsins
vinsældalista strætisins
greini
ei andlit
minnínga óra
aðeins
rödd þína hása
kveinstafi rafsteiktra fugla
greini
ei andlit
draums veru
aðeins hugrím
taugastuðla
(Úr „Þrítíð“ e. Geirlaug Magnússon)
Jafoaðarmennska í
safnbókum
í upphafi þessara skrifa var það
gefið í skyn að safnbækur með
afurðum ungskálda innihéldu það
besta. Svo er þó ekki.
Jafnaðarmennskan einkennir einnig
Ljóðaárbók AB og nýgræðingasöfn
undanfarinna ára ekki síður en
blaðagagnrýnina bölvuðu. Sá
munur er þó á að útgáfa þessara
verka er unnin af góðum hug og
fijálsum vilja en ekki skyldurækni.
Ber það að virða. Ljóðasafnararnir
virðast hins vegar hafa fallið í þá
gryfju að velja ekki eftir gæðum
skáldskaparins sem fyrir liggur
heldur haft að leiðarljósi einhvers
konar uppeldisfræðileg sjónarmið í
stað bókmenntalegra.
Meginhugsunin á bakvið áhugann
á ljóðagerð ungs fólks virðist af
sömu rót og áhugi fyrir
myndverkum bama: Að vilja
skyggnast inn í hugarheim
kynslóðanna í stað þess að halda
góðri list á lofti. En
jafnaðarmennska safnbókanna er
einnig ranglát gagnvart ljóðlistinni
og frambærilegum skáldum þó að
hugurinn sé góður. Jafnframt er
allur sá hroði og leirburður sem í
þessum bókum finnst vatn á myllu
rímdrauganna og hatursmanna
nútímaljóðlistar. Það er hrapallegur
misskilningur að nútímaljóðlist sé
sami grauturinn í sömu skál sama
hve hátt allir landsins
framkvæmdastjórar og
bókmenntafasistar hrópa. Máli
mínu til stuðnings vil ég enda þessa
grein á tveimur dæmum um
andstæður í íslenskri ljóðagerð, þar
sem hún leggst lægst og þar sem
hún rís hæst. Fyrra ljóðdæmið þótti
gjaldgengt í bókina Nýgræðingar í
ljóðagerð 1970—1981 en seinna
ljóðið er úr bók eins viðurkenndasta
höfundar þjóðarinnar af yngri
kynslóðinni (sem betur fer eru ekki
öll góð ljóðskáld óþekkt).
... og bræðralag
I sósíalísku samfélagi
verða allir frjálsir
líka konur
sagði hann
um leið og hann skundaði út
á fund um jafnrétti kynjanna
og skildi hana eftir eina
með uppvaskið
og bömin.
í myrkrinu liggja óteljandi þræðir
hver um annan þveran eins og risar
leiki fuglafit, verði manni gengið
út um kvöld að skoða tungl eða
síðförult fólk taka þessir þræðir
að vefjast hratt og hljóðlega um
höfuðið, innan skamms er það horfið
undir vafninginn, til að sjá áþekkt
silkipúpu, en sjálfur nemurðu hvorki
ljós né hljóð lengur, fálmar þig
áfram uns fingumir finna aðrar
hendur, annað umvafíð höfuð sem
ekkert sér og ekkert heyrir
Dæmi nú hver sem betur getur
þessi tvö sýnishorn af gjaldgengri
ljóðlist í íslenskum
bókmenntaheimi. Að mínum dómi
er fyrra dæmið klisjukennd
flatneskja sem hefur viðlíka
bókmenntagildi og símaskráin,
seinna ljóðið hefur opinn huga á
loft með frábærri myndvísi og
orðleikni.
Tvö hrópandi dæmi um það að
jafnaðarmennskan í Ijóðaumfjöllun
er með öllu óréttmæt. Mál er að
linni.
Höfundur er starfsmaður í
Félagsmiðstöðinni Árseli.
Heydálaprestakall:
Aðventu-
hátíðir um
helgina
Aðventuhátíðir í Heydala-
prestakalli verða í barnaskólan-
um á Stöðvarfírði laugardaginn
17. desember og i Heydalakirkju
sunnudaginn 18. desember og
hefjast á báðum stöðum kl. 20.30.
Kirkjukórar Heydalakirkju og
Stöðvarfjarðarkirkju syngja saman
á hátíðunum aðventu- og jólasálma
undir stjórn Ferenc Utassy. Þá
flytja kórarnir sérstakt tónverk
helgað aðventunni, aðventusöng
eftir Zoltán Kodally. Fermingar-
börn munu flytja helgileik og
sunnudagaskólabörn syngja við
kertaljós. Þá verður ljóðalestur og
bænastund.
Ræðumaður á báðum hátíðunum
verður sr. Kristján Róbertsson
sóknarprestur á Seyðisfirði. - ^