Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 52
Slökkviliðið í eitt af
húsum Alafoss hf.?
Slökkviliðið er nú í ráðhúsinu við
hefur nú um 500 fermetra til um-
ráða, neðstu hæðina í ráðhúsi bæj-
arins.
Þyrfti að breyta miklu
Tómas Búi Gunnlaugsson,
UNDANFARIN ár hefur mikið verið rætt um húsnæðisvanda Slökkvi-
liðs Akureyrar — leitað hefúr verið að hentugu húsnæði og hugmynd-
ir hafa einnig verið uppi um að byggja yfir starfsemina, en ekkert
orðið úr. Nú gæti lausn loks verið í sjónmáli. Hún er sú að slökkvi-
stöðin flyttist í eitt af húsum þeim sem nú eru í eigu Álafoss hf., á
verksmiðjulóðinni við Glerá. Um er að ræða byggingu austast á lóð-
inni, en spunastarfsemin sem þar fór fram var flutt suður er Iðnaðar-
deild Sambandsins og Álafoss urðu eitt.
Bæjarráð Akureyrar samþykkti ar sem fyrirtækið leitar til taki
fyrir helgina að aðstoða Álafoss hf. þeirri málaleitan einnig vel. _,,Þetta
við fjárhagslega endurskipulagn- er partur af skuldaskilum Álafoss
ingu, með því skilyrði að aðrir aðil- hf. Ef viðræður þeirra við aðra að-
ila, sjóði atvinnuveganna og fleiri,
ganga upp, erum við reiðubúnir að
aðstoða fyrirtækið. Málið er því í
biðstöðu af okkar hálfu eins og er,“
sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á
Akureyri, í samtali við Morgun-
blaðið. Ef svo færi að bæjarsjóður
tæki að sér að aðstoða Álafoss hf.,
virðast allmiklar líkur á að kaup á
umræddu húsi verði hluti af þeim
aðgerðum. Húsið er 1.277 fermetr-
ar að grunnfleti, en slökkviliðið
hangikjötið?
* ★ Það teljum við. *
Enda eingöngu nýtt úrvalskjöt, *
taðreykt af reykingameisturum okkar. *
Bragðmikið og gott hangikjöt um þessi jól.
* KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI * *
Hangikjöt
-
Geislagötu.
slökkviliðsstjóri, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hægt yrði að koma
starfsemi slökkviliðsins fyrir í um-
ræddu húsi, en miklu yrði að breyta
áður en svo gæti orðið. „Húsið var
„skraddarasaumað" utan um
ákveðna starfsemi á sínum tíma —
og starfsemi slökkviliðs er þannig
að einnig þyrfti að „skraddara-
sauma" utan um hana. Það þyrfti
að breyta miklu áður en við gætum
flutt þarna inn — til dæmis yrði að
rífa austurhliðina alveg úr, og setja
þar hurðir, einnig að brjóta upp
gólf og steypa aftur til að koma
fyrir niðurföllum," sagði Tómas
Búi. Annars sagði hann helstu van-
kanta við það flytja á þennan stað
vera þá hve lítill möguleiki væri á
æfingasvæði fyrir utan bygging-
una.
Slökkvilið Akureyrar er nú með
tæki sín og tól á þremur stöðum í
bænum — á jarðhæð ráðhússins í
Geislagötu, í bílskúr þar í grennd-
inni og í húsi í innbænum.
Akureyrarkirkja:
Miðnætur-
messa á
aðíangadag
MIÐNÆTURMESSA verður í
Akureyrarkirkju á aðfanga-
dagskvöld, en það hefiir ekki
tíðkast ffram að þessu.
I Safnaðarblaði Akureyrar-
kirkju kemur fram að á liðnum
árum hefur kirkjan jafnan verið
yfirfull við aftansönginn á að-
fangadag, og oft hafi verið rætt
um að koma einnig á miðnætur-
messu á jólanótt til að koma til
móts við þá sem telja þann tíma
sér hentugri. „Nú hefur verið
ákveðið að reyna þetta og hafa,
auk aftansöngsins kl. 18, mið-
næturathöfn er hefjist kl.
23.30,“ segir í blaðinu.
Leikfélagið:
Byrjað að
æfa Virg-
iniu Woolf
ÆFINGAR eru nú hafiiar á leik-
ritinu „Hver er hræddur við
Virginia Woolf?“ hjá Leikfélagi
Akureyrar.
Samlestur hófst fyrir nokkrum
dögum, og fer hann fram í
Reykjavík — þar sem leikaramir
búa allir. Hjónin Helgi Skúlason og
Helga Bachmann fara með aðal-
hlutverkin í leiknum. Auk þeirra
fara Ellert Ingimundarson og Ragn-
heiður Tryggvadóttir, sem bæði
hafa leikið hjá LA áður, með hlut-
verk.
Æfingar á fjölum Samkomu-
hússins á Akureyri heíjast strax
eftir áramótin og er stefnt að frum-
sýningu verksins 10. febrúar, að
sögn Arnórs Benónýssonar, ieik-
hússtjóra.
Næsta frumsýning hjá LA er hins
vegar Emil í Kattholti — Emil verð-
ur frumsýndur á öðrum degi jóla.
itaAi ■*.***.*.«*•*..* s ■*. * íji
5Sniiitxi/nai