Morgunblaðið - 13.12.1988, Side 57
e&ot craHwray'an ct ctTUi*ninmcM rfxat im/nnanwr
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
a?. -
57
feld, þjálfari Chirburdanidze,
heimsmeistara kvenna, hafði þann-
ig ekki mikla trú á framgöngu
stúlknanna og lét það álit sitt í ljós
að í viðureignum við karla hefðu
þær mikla sálfræðilega yfírburði.
Karlmenn hefðu almennt tilhneig-
ingu að álíta að sigur yrði að vinn-
ast gegn stúlkunum ungu. „Nú tefla
þær á jafnvægisgrundvelli og gefst
því kostur á að sanna hvort þær
séu snillingar ellegar einungis
venjulegir kvenmenn,“ sagði hann
og ef marka má ummælin teljast
þær nú víst til snillinga.
Ungversku stúlkumar sigruðu
nefnilega á mótinu eftir æsispenn-
andi lokaviðureign. Þær hlutu 33
vinninga en hinar sovésku 32'/2
vinning. Keppnin var æsispennandi
frá upphafí til enda og aldrei skildi
meira en IV2 vinningur sveitimar.
Fyrir síðustu umferð vom liðin jöfti
með 31 vinning. Fyrir sovésku
stúlkunum beið þó auðveldara hlut-
verk, að mæta hollenska Iiðinu, á
meðan ungverska liðið tefldi við það
sænska með Piu Cramling á fyrsta
borði. Ungversku stúlkumar reynd-
ust á hinn bóginn sterkari. Hlutu
tvo vinninga í lokaviðureigninni en
hinar sovésku einungis IV2.
Sovéska liðið varð fyrir skipbroti
skömmu fyrir mótslok þegar ein
fremsta skákkona þeirra, Akh-
milovskaja, tók þá örlagaríku
ákvörðun að flýja land. Fyrir þrem-
ur áram kynntist hún að sögn
bandaríska liðstjóranum og ákváðu
þau nú að gifta sig og fara í skyndi
til Bandaríkjanna. Það munaði um
minna fyrir sovéska liðið því hún
hafði fengið 8V2 vinning í þeim 9
skákum sem hún hafði teflt til þessa
auk þess sem sömu stúlkumar urðu
að tefla mótið á enda án hvíldar.
Yngsta Polgar-systirin, Judith
Polgar, var höfuðpaurinn í sigrum
ungverska liðsins. Hún blómstraði
á mótinu, hlaut I2V2 vinning í 13
skákum og var jafnan fyrst í liðinu
til að afgreiða andstaeðing sinn.
Stúlkan virðist hreint búa yfir ótrú-
legum hæfíleikum ásamt mikilli
æfingu. Láklega skýtur hún elstu
systurinni nú ref fyrir rass með
þessari frammistöðu og ef marka
má reikninga gáranga verða ELO-
skákstig hennar vel yfír 2.500 stig
þegar til útreiknings kemur í jan-
úar.
Grikkir hafa nú tryggt sér rétt
til þess að halda Olympíuskákmótið
á fjögurra ára fresti fram til alda-
móta. Sú ákvörðun fellur þó illa við
skoðanir skákmanna því aðstæður
vora hvergi mótshölduram til sóma.
í keppnissal var loftið þungt,
reykingar allsráðandi og þröngur
húsakostur. Ljósmyndarar vora að
auki í sífellu að smella af skotum
þvert á reglur. FIDE og lítið var
aðhafst til að stugga við óviðkom-
andi þegar komið var á umráða-
svæði keppenda. Húsakostur var
raunar ágætur fyrir íslensku sveit-
ina en fyrir það eiga skáksambands-
menn íslenskir frekar heiður skilið
en grískir skipuleggjendur því stór
fjárútlát þurfti að inna af hendi svo
tíl þess kæmi. Skáksamband Is-
lands á að öllu leyti heiður skilið
fyrir sköraglega frammistöðu varð-
andi undirbúning sveitarinnar og
verður hvergi við það að sakast
yfir árangrinum.
Að lokum er vert að líta á hvem-
ig heimsmeistarinn Kasparov af-
greiðir enska stórmeistarann Short
rétt eins og hvem annan áhuga-
mann.
Lokaniðurstaða, karlaflokkur:
1. Sovétríkin 40>/2 vinn. af 48 mögul.
2. England 34V2 (457.0)
3. Holland 34*/2 (455.0)
4. Bandaríkin 34 (459.0)
5. Ungvetjaland 34 (456.5)
6. Júgóslavía 33V2
7. Filippseyjar 33 (449.5)
8. Kína 33 (447.0)
9. Kúba 33 (439.5)
10 Argentína 33 (434.5)
11. ísrael 33 (432.5)
12. Svíþjóð 33V2 (458.0)
13. Tékkóslóvakía 32>/2 (446.0)
14. Ítalía 32V2 (432.0)
15. ísland 32 (449.5)
16. Danmörk 32 (449.0)
17. A-Þýskaland 32 (444.5)
18. V-Þýskaland 32 (435.5)
19. Indland 32 (432.0)
Alls tefldu 107 þjóðir í karlaflokki.
Lokaniðurstaðan i kvennaflokki:
1. Ungveijaland 33 vinn. af 42 mögul.
32V2
3. Júgóslavía 28
4. Kína 27 I
5. Búlgaría - 25 \
6. Grikkland 24 (344.0)
7. Rúmenía 24 , (343.5)
8. Kúba 24 / (338.5)
9. Bandaríkin 23>/2 (344.0)
10. Holland 23>/2 (322.0)
Alls tefldu 56 bióðir í kvennaflokki.
Hvítt: Garrý Kasparov.
Svart:Nigel Short.
Drottningarbragð
1. c4 — e6, 2. Rc3 — d5, 3. d4 —
Be7, 4. cxd5 — exd5, 5. Bf4 —
c€, 6. Dc2 - g6, 7. e3 - Bf5, 8.
Dd2
Kasparov velur hér afbrigði sem
Karpov beitti í einvíginu gegn hon-
um í London 1986. í fyrstu mætti
ætla áð um leiktap sé að ræða með
að víkja drottningunni undan en
hvítur hefur í hyggju að koma upp
sterku miðborði með því að leika
f3 og e4.
8. - Rf6, 9. f3 - c5, 10. Bh6!
Nýjung Kasparovs og miklu
sterkari leikur en framhaldið 10.
Bb5+ — Rc6, 11. dxc5 — Bxc5 og
möguleikarnir vega nokkuð jafnt.
Leikur heimsmeistarans hindrar
hrókun hjá svörtum ásamt því sem
svörtum reynist erfiðleikum bundið
að koma mönnum sínum á þokka-
lega reití.
10. - cxd4?!
(Auðvitað lá ekkert á þessum
uppskiptum sem opna e-línuna fyrir
hvítum. Skynsamlegra var að leika
10. - Rc6 þvf 11. Bg7?! - Hg8,
12. Bxf6 - Bxf6, 13. dxc5 - Da5
skapar engar hættur fyrir svartan.
11. exd4 - a6?, 12. g4! - Be6,
13. Rge2 - Rdb7,14. Bg2 - Rb6
Svarta staðan er nú þegar mjög
erfíð og hann á erfitt um vik. Kóng-
ur hans getur hvergi hreyft sig og
taflmennskan er ráðleysisleg. E.t.v.
var skárra að leika 14.— Bf8 þó
svartur sé ekki öfundsverður af
stöðu sinni.
15. b3 — Hc8, 16. 0-0 — Hc6, 17.
h3 - Rfd7 - 18. Rdl!
Það er aðdáunarvert hve auð-
veldlega hvítur bætír stöðu sina
með einföldum leikjum án þess að
andstæðingurinn komi nokkram
vömum við.
18.- Hg8, 19. Rf2 — f5?
Peðið var betur látið ósnert því
liðsmenn hvíta liðstjómandans eiga
nú mun auðveldara um vik að leggja
til atlögu gegn svarta kónginum.
20. Hael! - g5,21. gxf5 - Bf7?
21. — Bxf5, 22. Rg3 var eflaust
skárra þótt úrslitin yrðu vafalaust
hin sömu. Svörtum gefst ekkert
tækifæri til að klófesta hvíta bisk-
upinn á h6.
22. Rg4 - Bh5, 23. Rg3!
Og hvítur gafst upp. 23. — Bxg4
er auðvitað svarað með 24. Bxg5
og frekari mótspyma er tilgangs-
laus.
Skúli Pálsson á Laxalóni lýsir viðburðaríkri ævi sinni,
segirfráættsinniogsamferðamönnum, frumkvæði sínu
í fiskeldi og áratugabaráttu fyrir að fá að rækta regn-
bogasilung. „Framkoma valdastofnana í minn garðer eitt
mesta hneyksli í atvinnusögu þjóðarinnar“ segir Skúli.
BLADADÓMAR
„Þarna er loks felld saman í heild sérstæð saga mannréttinda-
baráttu í heimalandi okkar, íslandi. Sú saga ætti að vera skyldu-
námsbók í skólakerfinu.“
(Ólafur Hannibalsson DV 28.11. ’88)
„Þessi saga Skúla Pálssonar á Laxalóni er hið merkilegasta
skilríki og til þess fallin að leiða hugann að því að í hinu rómaða
lýðræðisríki Islandi er ekki ávallt allt sem sýnist.“
(Sigurjón Björnssonar Mbl. 26.11. ’88)
„Bókin er öðrum þræði þungur
áfellisdómur yfir þjóð, en reisir
yfir sig lokað miðstýringakerfi,
sem berst með oddi og egg gegn
sumum þeim er leita á mið
óvissunnar.“
(Jónas Kristjánsson
DV 26.11.’88)
Mörgum þykir bókin vera
kjaftshögg á kerfið.