Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 67

Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988 • 67 Kristjón Kolbeins „Sjávarrentan er ekki hugarsmíð neinna fræðimanna, sem stunda hugðarefni sín §arri öllum veruleika, heldur áþreifanleg staðreynd, sem endur- speglast í söluverði skipa, sem hafa veiði- leyfi, og því verði sem greitt er fyrir óveiddan fisk í sjó.“ úthluta veiðileyfum, selja þau eða fara bil beggja? Á að úthluta fyrir- tækjum kvótum eða binda þá við einstök skip? Er rétt að kvótar séu framseljanlegir og til hversu langs tíma á að úthluta þeim? Hvort er hentugara stjómtæki, aflakvótar eða sóknarkvótar? í fljótu bragði virðist vera hægt að finna viðunandi svar við þessum spumingum. Sóknarkvótar eru á margan hátt hentugri en aflakvótar þegar haft er í huga sambandið á milli sóknar, stofnstærðar og afla á sóknareiningu. Ekkert er því til fyrirstöðu að úthluta veiðiheimild- um í eitt skipti fyrir öll ef þær eru jafnframt skattlagðar. Eðlilegt er að veita útgerðinni heimildirnar en þær ættu jafnframt að vera fram- seljanlegar. Til þess að ná fram spamaði og byggja upp ofnýtta fískstofna þyrfti að draga úr heim- ildum, annað hvort með hreinni og beinni innköllun, sem væntanlega yrði greitt fyrir, eða með því að skera þær jafnt niður. Yrðu þá allir sem ættu heimildir að hlíta hlut- fallslega sömu skerðingu. Eftir því sem útistandandi heimildum fækk- aði væri hægt að auka skattlagn- Þingeyri: Oánægja með útvarp o g síma ÞINGEYRINGAR eru sein- þreyttir til leiðinda og ýmsu vanir þegar Póstur og simi og Ríkisútvarpið eiga í hlut. En í vetur hefur keyrt um þverbak. Þegar stillt er á FM—bylgj- una - ef hún næst inn - er hægt að hlusta á Rás 2 en Rás 1 fínnst hvergi nema á lang- bylgjunni. Sjónvarpið dettur út við minnsta gust og snjókomu að ógleymdu því þegar raf- magnið fer og vararafstöðin tekur við; þá hrynja öryggin í spenninum á Sandafelli. Símaþjónustan er svipuð. Á fímmtudagskvöld dó síminn hjá undirrituðum en þá yfírgáfu viðgerðarmenn frá ísafirði staðinn með opna gryfju á Brekkugötu og í dag, mánudag, eru þeir ókomnir. —Fréttaritari árin 1955-1987. ingu þeirra þangað til æskilegu marki væri náð. Sýnt hefur verið fram á að 50% minnkun á sókn í þorsk hefur vart nein áhrif á afla vegna þess að minni sókn eykur stofnstærð og afla á sóknareiningu þegar til lengri tíma ey litið. Árangur undanfarinna áratuga Meðfylgjandi línurit sýna annars vegar vísitölu veiðistofns þorsks og hins vegar vísitölu framleiðni fjár- magns í fiskiskipaflotanum árin 1955—1987. Þegar kannað er hvernig þessar stærðir hafa þróazt undanfarna áratugi, blasir við dökk mynd. Upplýsingar um veiðistofn eru komnar frá Hafrannsóknar- stofnun og þó þær sýni að veiði- stofn þorsks hafi nokkuð aukizt hin síðari ár verður ekki það sama sagt um hrygningarstofninn, sem er mikið áhyggjuefni þeim, sem stunda bátaútgerð á vetrarvertíð sunnanlands og vestan. Þar eð sú útgerð byggist einvörðungu á kyn- þroska hluta stofnsins. Vísitala framleiðni er reiknuð út frá aflavísitölu og vísitölu þjóðar- auðsmats fiskiskipaflotans. Vísitala afla er reiknuð út frá upplýsingum frá Fiskifélagi íslands þar sem afla- verðmæti hvers árs er reiknað í ígildum botnfisks. Þjóðarauðsmat fiskiskipaflotans er fengið frá Þjóð- hagsstofnun. Sú regla er viðhöfð við reikning á þjóðarauðsmati að mat fyrra árs er afskrifað um 6% og fjármunamyndun ársins bætt við. Athyglisvert er að bera saman línuritin fyrir framleiðni og veiði- stofn og þá kúfa sem á þeim eru. Árið 1970 kemur sterkur árgangur inn í veiðina, sem skilar sér strax í töluvert mikilli framleiðniaukn- ingu flotans. Það sama gerist árið 1980 en breyting á framleiðni verð- ur miklu minni í kjölfarið, fyrst og fremst vegna þess hversu mikil aukning hafði orðið á fjármuna- myndun í greininni. Það sem blasir við þegar litið er á meðfylgjandi línurit er að sóknin í þorskstofninn hefur verið of mikil undanfama áratugi. Þar af leiðandi hefur veiðistofn minnkað um meira en helming og komizt niður í tvo fímmtu hluta af því, sem hann var árið 1955. Þessari sókn er haldið uppi af of afkastamiklum óg dýrum flota. Þar af leiðandi hefur fram- leiðni flotans dregizt jafn mikið saman og raun ber vitni. Horfur eru á enn minnkandi framleiðni flot- ans á næsta ári vegna'fyrirhugaðs samdráttar í afla, nema skip verði tekin úr útgerð í stórum stfl. Útgerð á íslandi virðist vera stödd í jafnvægisástandi, sem er algjörlega ófullnægjandi og miðast við framleiðni fjármagns á bilinu 3-40% af því sem var árið 1955 en þá var lokið mjög mikilli uppbygg- ingu fiskiskipaflotans eftir seinni heimsstyijöldina og ástand fisk- stofna var gott vegna friðunar stríðsáranna. Veiðistofn þorsks var þá talinn um 2,4 milljónir lesta en er nú álitinn um 1.100 lestir. Sú mikla íjárfesting sem síðan hefur átt sér stað hefur því miður ekki skilað nægilegum árangri. Á sama tíma og fjármunir í útgerð aukast um 371% eykst aflaverðmæti um 76%. Jaðarframleiðni fjármagns, þ.e. framleiðni viðbótarfjármagns- ins, er því aðeins 20% af framleiðni þess fjármagns sem bundið var í útgerð árið 1955 þar sem tæplega fjórföldun á fjármagni eykur afla- verðmæti aðeins um þijá fjórðu hluta. Hluti af þessu á sér eðlilegar skýringar eins og í betri aðbúnaði skipveija, vinnuaflssparandi fjár- festingu og öryggistækjum en sú staðreynd stendur þó óhögguð að við erum stödd á röngum stað á aflakúrfunni og ein bezta fjárfest- ing, sem völ er á, er að fjárfesta í físki í sjónum þrátt fyrir allt bölsýn- is- og kreppuhjal og tal um að efna- hagsástandið leyfi það ekki. Því þó horfur séu á minnkandi þjóðarfram- leiðslu í ár og á næsta ári er þó spáð að á árinu 1989 verði hún um 265 milljarðar, sem er meira að magni en árið 1986, en það var þriðja bezta ár sögunnar fyrir þjóð- arbúið. Sú þjóð, sem telur sig hafa efni á 700 þús. kr. einkaneyzlu á íbúa á ári er ekki á vonarvöl en einkaneyzlan er talin verða það í ár samkvæmt þjóðhagsáætlun fyrir árið 1989._________________________ Höfundur er viðskiptafrseðingur. Ulfar Þormóðsson rithöfundur UtfarÞormóðsson Þrjár sólirsvartar Skáldsaga ,A enga lístméreins ogþig, þótt allar fyrir mér virði. Átján vildu eiga mig í honum TáUmafirði. “ (Húsgangur) Þijár sólir svartar er söguleg skáldsaga og greinir frá atburðum á 16. og 17. öld. Aðalpersónumar eru hinn frægi manndrápari Axlar-Bjöm og sonur hans Sveinn skotti sem var alræmdur landshomaflakkari. Þijár sólir svartar er óvenjuleg og eftirminnileg þjóðlífslýsing. í sögunni er margbreytilegt og ólgandi mannlíf með sérstæðum persónulýsingum og safaríkri kímni. Hið dulmagnaða örlagatákn, öxin, hið óhuggulega morðvopn, sem í sögulok birtist í samtíð okkar og minnir á að enn er illra veðra von. ÞRJÁR SÓLIR SVARTAR, óvenjuleg saga, eftirminnileg bók. Verðkr. 2.648 Dreifing: Innkaupasamband bóksala Sími685088

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.