Morgunblaðið - 13.12.1988, Qupperneq 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
fclk f
fréttum
Myndir þessar voru teknar er verslanir SÚN og ÁTVR voru opnaðar. Má þar sjá Höskuld Jensson,
forsijóra ÁTVR, Kristin Jóhannsson, framkvæmdastjóra SÚN og Hermann Beck, útsölustjóra ÁTVR.
NESKAUPSTAÐUR
SUN opnar nýja verslun
Neskaupstað. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Ágústi Blöndal.
Samvinnufélag útgerðarmanna
(SÚN) flutti nýlega verslun
sína í nýtt húsnæði á Hafnarbraut
6 en SÚN og Sfldarvinnslan keyptu
það húsnæði nýlega af kaupfélag-
inu. SÚN verður á neðri hæðinni
með verslun og skrifstofuhald og
sfldarvinnslan mun bráðlega flytja
skrifstofur sínar á efri hæðina.
Mikil breyting til batnaðar verður
með þessum flutningi því áður var
SÚN með verslunar- og skrifstofu-
hald í 40 fermetra húsnæði en fær
nú 270 fermetra undir sína starf-
semi.
I versluninni verður einkum
verslað með veiðarfæri, verkfæri
og vinnufatnað. Nú geta Norðfirð-
ingar bætt fjórða Vaffinu við er
Frá opnun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Neskaupstað.
þeir fara í þessa verslun því vínbúð- kvæmdastjóri Samvinnufélagsins er
in nýja er til húsa hjá SÚN Fram- Kristinn V. Jóhannsson.
John McEnroe
og Tatum O’Neal
Jane Fonda
í fjórða sæti
Leikkonan Jane Fonda hefur
fengið titilinn fjórða mikil-
vægasta konan í heiminum, í
skoðanakönnun er gerð var í
Bandaríkjunum nýlega. Hinar
þijár mikilvægu eru í þessari
röð: Móðir Teresa, Margaret
Thatcher og Nancy Reagan.
Ástæðan fýrir mikilvægi Jane
er framlag hennar til líkams-
ræktar og fegurðar í heiminum
en hún hefur sem kunnugt er
boðað heilbrigt líf og fegurð í
bókum sínum og á myndbönd-
um.
Tennisstjarnan John McEnroe
og leikkonan Tatum O’Neal
eiga von á þriðja bami sínu. Þau
hjón hafa verið gift í tvö ár og segja
menn að það hafi verið heldur
stormasamt þar á bæ en nú hafi
allt fallið í ljúfa löð. Eiginmaðurinn
hefur víst hindrað Tatum í að leika
í kvikmyndum og telur heppilegra
að hún en ekki barnfóstran sjái um
uppeldi lítiila barna þeirra. Það er
einnig sagt að hann sé sjúklega
afbrýðissamur og hafi orðið fokillur
er hún og poppgoðið George Mic-
hael hafi daðrað ögn í einni veisl-
'unni. En sem sagt, hann hefur stillt
skap sitt enda er það augljóst að
kona hans fari ekki út í kvikmynda-
leik á næstunni.
SYSTIR SORU
Hj ónaskilnaður
í aðsigi
Það á ekki af henni Söru
Ferguson, hertogaynju af
York, að ganga. Hún er sökuð
um að vera slæm móðir og því til
sannindamerkis nefnt að hún hef-
ur dvalist fjarri dóttur sinni, Bea-
trice, í sex vikur. Hún er sögð
vera of þung og klaufaleg og ekki
síst er fjallað um lélegan fata-
smekk hennar. Það virðist þó bót
í máli að hún hefur nýlega ráðið
til sín sömu konuna og sér um
fataskáp svilkonu hennar, Díönu
prinsessu. Faðir hennar hefur
gert henni og konungsfjölskyld-
unni lífið leitt eftir að það upplýst-
ist hvers konar dömur hann hittir
gjarnan.
Og nú hefur vandamálunum
fjölgað í fjölskyldunni. Systir
hennar stendur í skilnaðarmáli og
lítur breska konungsfjölskyldan
slík málalok óblíðum augum.
Jane er eldri systir Söru og
hefur verið gift í fjölda ára ástr-
ölskum manni sem heitir Alex
Makim. Þau höfðu eignast böm
og buru í Ástralíu en nú hefur
Jane fallið fyrir argentískum póló-
leikara og ætlar hún að yfirgefa
mann sinn fýrir fullt og allt. Sara
hefur víst reynt að tala um fýrir
stóru systur til þess að fá hana
Breska konungsfjölskyldan
lítur hjónaskilnaði óblíðum
augum, hvort sem er hjá ætt-
mönnum eða venslafólki.
ofan af því að sundra fjölskyld-
unni, en Jane hvikar ekki frá
ákvörðun sinni. Hún er víst harð-
ákveðin í því að taka bömin með
sér og hefja sambúð með þeim
argentíska.
LIFHRÆÐSLA
Dulbúningur
og slönguást
Stórpopparinn Michael Jackson
þekkist ekki á götum úti, en
það er ekki heldur ætlun hans.
Hann hefur tekið upp þann sið að
dulbúa sig svo ekki verði hann ónáð-
aður af æpandi skríl. Menn segja
hann nú eiga við stöðuga lífhræðslu
og trúi hann því statt og stöðugt
að flestir vilji hann feigan.
Nýlega tókst glöggum ljósmynd-
ara að bera kennsl á Jackson, eða
réttara sagt á lífvörðinn, er þeir
vom saman á gangi í dýragarði
Berlínarborgar. Michael á sem
kunnugt er eigin dýragarð með hin-
um ýmsu dýrategundum, allt frá
pöddum upp í gíraffa. Dýrin eru
hans bestu vinir og þeir einu segja
sumir.
Nýlega skarst í odda með Mic-
hael og föður hans vegna slöngu
sem er í hópi dýravina stjörnunnar
og fór faðirinn óvirðulegum orðum
um skriðdýrið. Milli þeirra feðga
hafa ekki verið miklir kærleikar.
Þykir faðirinn frekur til fjárins og
Ef grannt er skoðað má þekkja
hér stórpopparann Michael Jack-
son Qg með honum Billy, lífvörð
hans.
ekki sýna eignarrétti sonarins
nægilega virðingu. Upp úr sauð
þegar slangan var móðguð í áheyrn
Michaels. Eftir það hefur faðirinn
ekki aðgang að penigahirslum son-
arins og gegnir engri umboðs-
mennsku fyrir hann.
Faðir hans hefur hvorki beðið
slönguna né Michael afsökunar.
COSPER
0 \
4 4 T~ 0 0 C
2 A
££!,?. 10777
COSPER
- Vertu ekkert að vola þótt konan sé farin frá þér, hún
kemur örugglega aftur.