Morgunblaðið - 13.12.1988, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988
77
Bítlavinafé-
lagið í gull
FYRSTA íslenska hljómplatan á
yfirstandandi jólavertíð, sem
selst í yfir 3.000 eintökum, er
plata Bítlavinafélagsins „12
íslensk bítlalög".
Platan kom út um miðjan nóv-
ember og seldist fyrsta upplag
hennar, 2.000 eintök, upp á rúmri
viku. Nokkrir erfiðleikar voru að
fá birgðir til landsins en þegar þær
bárust loks um mánaðamótin seld-
ust rúmlega 1.000 eintök, segir í
frétt frá Steinum hf.
Vitni vantar
LÖGREGLAN óskar eftir að
hafa tal af vitnum að árekstri
tveggja fólksbila við umferðar-
ljós á mótum Stekkjarbakka og
Reykjanesbrautar, við Staldrið,
um klukkan 7.45 að morgni
föstudagsins.
Annar bílanna kom eftir miðak-
rein á leið norður Reykjanesbraut
en hinum var ékið suður Reykjanes-
braut og beygt austur Stekkjar-
bakka. Okumennina greinir á um
stöðu umferðarljósanna. Eru vitni
að óhappinu beðin að hafa samband
við Slysarannsóknadeild lögregi-
unnar í Reykjavík.
INNLENT
Hamborgartré við Haíharbúðir
Ljos voru tendruð á jólatré við Hafnarbúðir á laugardag. Tréð
fékk Reykjavíkurhöfii sent, eins og mörg undanfarin ár, frá fé-
lagsskapnum Wikingerrunde í Hamborg í V-Þýskalandi. Hafiiar-
stjóri veitti trénu viðtöku frá fúlltrúa gefenda að viðstöddum,
meðal annarra, Davíð Oddssyni borgarstjóra og sendiherra V-
Þýskalands. Félagar úr lúðrasveitinni Svani léku.
Ábendingar frá
LÖGREGLUNNI:
Útivistartími
bama og unglinga
í reglugerð um vemd bama og ungmenna segir m.a. að böm
yngri en 12 ára megi ekki vera á aimannafæri eftir klukkan 20
á tímabilinu 1. september til 1. maí og eftir kl. 22 frá 1. maí til
1. september, nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum sfnum
eða umsjónarmönnum.
Þá segir að bömum yngri en 14 ára sé ekki heimill aðgang-
ur að knattborðum, spilakössum eða leiktækjum, sem almenning-
ur á aðgang að, nema í fylgd með fullorðnum.
Enn fremur segir að ungiingar yngri en 15 ára megi ekki
vera á almannafæri eftir kl. 22 frá 1. september til 1. maí og
kl. 23 frá 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fuUorðnum
eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþrótta-
samkomu eða annarri viðurkenndri æskulýðsstarfsemi.
Að lokum segir f reglugerðinni að unglingum yngri en 16
ára sé óheimill aðgangur og dvöl á aimennum dansleikjum eft-
ir kl. 22, öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldn-
ar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til
þess hafa leyfí og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðumönnum
dansleikja er skylt að fylgjast með því, að regiunum sé fylgt,
að viðlögðum sektum eða missi leyfis til veitingahalds eða
skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Hvers konar
þjónusta við böm eða unglinga eftir löglegan útivistartíma,
önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess,
sem þjónustuna veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að
fylgjast með því, að ákvæði regiugerðarinnar séu haldin.
Ný bók um
Frostaog
Frikka
IÐUNN hefúr gefið út þriðju bók-
ina í flokki teiknimyndasagna um
þá félagana Frosta og Frikka eft-
ir Bob de Moor og nefiiist hún
Guli njósnarinn.
Frosti og Frikki, ásamt Sigmari
frænda, lenda í æsilegum ævintýr-
um. Guli njósnarinn, hættulegasti
óvinur mannkyns, er kominn á kreik
og hefur tekist að ræna áætlunum
um fullkomin kjamorkuflugskeyti
sem hann ætlar að nota til að leggja
Evrópu undir sig.
Frosti og Frikki stofna björgunar-
sveit ásamt vini sfnum Jerry Kan
og ráðast inn f sjálfar höfuðstöðvar
Gula njósnarans, þar sem hættur
leynast við hvert fótmál.
Bjami Fr. Karlsson þýddi.
Kaupmannasamtök íslands:
Vörugjald bitnar sér-
staklega illa á lands-
byggðarverslunum
MORGUNBLAÐINU hefúr borist
eftirfarandi ályktun gerð á fúndi
framkvæmdastjómar Kaup-
mannasamtaka íslands miðviku-
daginn 7. desember 1988:
„Framkvæmdastjóm Kaup-
mannasamtaka íslands mótmælir
harðlega þeim fyrirætlunum núver-
andi rfkisstjómar að hækka vöm-
verð í landinu með álagningu sér-
staks vörugjalds. Um síðustu ára-
mót náðist mjög mikilsverður og
langþráður árangur f þvf að lækka
tolla og afnema vömgjald á marg-
víslegum vömtegundum og var það
gert m.a. til þess að gera vömverð
sambærilegra við það, sem gerist f
nágrannalöndum okkar.
Nú tæpu ári sfðar er fyrirhugað
að taka þær verðhækkanir aftur.
Sýnt er að þessi skattlagning mun
hækka vöraverð til muna og veikja
kaupmátt almennings enn frekar,
sem leiðir af sér meiri samdrátt f
veltu verslunarinnar, sem víðast á
við rekstrarvanda að etja.
Sérstaklega mun þetta skerða
hag landsbyggðarverslana, þar sem
þessar ráðstafanir auka til muna
verðmismun á milli landsbyggðar
og Reykjavíkursvæðisins, sökum
þess að flutningskostnaður greiðist
af þessum gjöldum og 25% sölu-
skatt ber að greiða af flutnings-
kostnaðinum. Þetta ber að hafa í
huga á sama tíma og ríkisstjómin
hefur boðað sérstakar aðgerðir til
þess að bæta hag verslana á lands-
byggðinni.
Jafnframt þessu ftreka Kaup-
mannasamtök íslands áður fram
komin mótmæli sfn við fyrirhugaða
hækkun sérstaks skatts á verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði, sem kem-
ur til með að auka kostnað f verslun-
inni og veikir samkeppnisstöðu
fslenskrar verslunar gagnvart er-
lendri verslun.
Þessi skattur mismunar mjög
milli atvinnugreina og er þvf ósann-
gjam og einsdæmi um skattlagn-
ingu hér á landi."
Eiginmenn
Takið þátt
í jólabakstrinum...
... og gefið henni
TANITA eldhúsvog
frá okkur.
PDaisííos
KRÓKHÁLS 6 SÍMI 91-671900 V
HVÍTI PUNKTURINN
TRYGGIR GÆÐEN
Helstu útsölustaðir utan
Reykjavíkur:
Bókabúðin Veda, Kópavogi
Bókabúð Olivers Steins,
Hafnarfirði
Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókabúð Jónasar, Akureyri '
Bókval, Akureyri
Bókabúð Jónasar
Tómassonar, ísafirði
Cjób fljöf sem gleður
SHEAFFER