Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 5 Fleiri börn með belti í bifreiðum MIKIL aukning hefur orðið á að börn sem eru í aftursæti bifreiða séu í bílstól eða á bílpúða með belti. Þetta kemur fram í könnun Stórvelda- slagur í skák á Islandi Fjörutíu skákmenn frá fjórum heiinssvæðum munu keppa hér á landi í mars í keppni sem nefhd hefur verið Stórveldaslagur. Þar keppa landslið Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands auk úr- valsliðs Norðurlandanna sem verður skipað íslenskum stór- meisturum að hálfu. Keppnin verður haldin 9.-15. mars í skákmiðstöð Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands íslands í Faxafeni 12. Teflt verður á 10 borðum, tvö- föld umferð og er vonast til að sterk- ustu skákmenn heims verði meðal keppenda. Fyrirtækin VISA og IBM styrkja keppnina. Strax að stórveldaslagnum lokn- um hefst 14. Reykjavíkurskákmótið. Heildai’verðlaun í Reykjavíkurskák- mótinu nema 2 milljónum króna. Mótið er opið og verða tefldar 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. sem lögreglan gerði fyrir Um- ferðarráð í október. Fjöldi bif- reiða í umferðarkönnuninni var 1.516. I þeim 152 bifreiðum sem böm voru í aftursæti, voru 114 með belti, eða 75%. Hlutfallið var aftur á móti 43,9% 1988, 39% 1987 og 32,3% 1986. „Þetta er ánægjuleg þróun, en aftur á móti skyggði það nokkuð á að níu börn voru laus í framsæti í þessari árlegu könnun. Það er níu börnum of mikið,“ sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs. Fjöldi barna var 26 árið 1988, 48 árið 1987 og 81 árið 1986. Óli sagði að það væri einnig athygl- isvert að færri ökumenn hafi nú verið í beltum heldur en í fyrra. „Það er greinilegt að slakað hefur verið á að brýna fyrir ökumönnum að nota bílbeltin. Við þurfum að herða það tak aftur.“ 92,5% ökumanna voru með bílbelti 1988, en í ár voru 86,8% ökumanna með belti, eða 1.299 af 1.516 ökumönnum. Af 477 far- þegum í framsæti voru 393 með bílbelti, eða 85,4% á móti 91,6% í fyrra. Fullorðnir farþegar í aftur- sæti voru 74. Þar af voru 38 með bílbelti, sem er 51%. Það er fjölgun frá því í fyrra, en þá voru 44,5% af farþegum í aftursæti með belti. v Jólastemmning við höfhina Vestmannaeyjum. JÓLASTEMMNING ríkir nú í Eyjum. Fullur máninn hefur lýst á heiðskírum himni frostnæturinnar. Flest- ir Eyjabátar eru nú komnir í jólafrí og hefur verið komið fyrir jólaljósum á mörgum þeirra. Það ríkti því sannkölluð jólastemmning við höfnina í Eyjum þegar Sigurgeir smellti þessari mynd af þar. Grímur « | @ Alitlegur kostur til að lækka tekju- og eignaskatt Kaup á hlutabréfum í traustum fyrirtækjum er mjög álitlegur kostur fyrir þá sem vilja umtals- verða skattalækkun, efla íslenskt atvinnulíf og Qárfesta á öruggan hátt. Umtalsverð skattfríðindi Hlutabréf að nafnverði allt að 1.080.000 kr. eru undanþegin eignaskatti. Þessi upphæð er 2.160.000 kr. hjá hjónum. Tekjuskattur hjóna lækkar allt að 75.000 kr. Ef hlutabréf eru keypt fyrir áramót lækkar tekju- skattstofninn um þá upphæð sem íteypt er fyrir allt að 100.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000 kr. hjá hjónum. Arður allt að 10% af nafnverði, hæst 108.000 kr. eða 216.000 hjá hjónum, mun verða skattfrjáls. Vænleg ijárfesting Til að hlutabréfaeigendur njóti þessara fríðinda þurfa viðkomandi fyrirtæki að uppfylla ákveðin skilyrði ríkisskattstjóra. Hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins Iiggur frammi skrá um hvaða fyrirtæki það eru. I þessum hópi eru traust fyrirtæki á borð vio Verslunarbankann, Iðnaðarbankann, Flugleiðir, Eimskip, Tollvörugeymsluna, Hampiðjuna o.fl. Efling atvinnulífs Um leið og þú bætir eigin afkomu með hlutabréfa- kaupum tryggir þú að fjármunir þínir efli íslenskt atvinnulíf og renni þannig styrkari stoðum undir afkomu komandi kynslðða. Þannig virka hlutabréfakaupin: Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir 200.000 kr. fyrir áramót fá endurgreiddar rúmar 70.000 kr. frá skattinum á næsta ári. Auk þess eru hlutabréfin eignaskattsfrjáls að vissri fjárhæð, og arðgreiðslur að vissu marki tekjuskattsfrjálsar. Höfum til sölu hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum: EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS HAMPIÐJAN HLUTABRÉFASJÓÐUR IÐNAÐARBANKINN OLÍUFÉLAGIÐ TOLLVÖRUGEYMSLAN ÚTGERÐAREÉLAG AKUREYRINGA VERSLUNARBANKINN ATH: Upphæðirnar hér að framan eru samkvæint fyrirliggjandi frumvarpi frá Alþingi. VERÐBREFAMARKAÐU R FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF Hafnarstræti 7 28566 Kringlunni 689700 Akureyri 25000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.