Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRHÐJUDAGUR 11i9i DESEMRER 1989
1Ö
Glímu- og hestakóngur
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Atli Magnússon: Þorgeir í Gufu-
nesi. Bókaútgáfan Örn og Örlyg-
ur. Reykjavík. 207 bls.
Atli Magnússon blaðamaður
sendir nú frá sér ævisögu Þorgeirs
Jónssonar bónda í Gufunesi. Þar
álít ég að hann hafi aflokið nokkuð
vandasömu verki. Er þar fyrst til
að nefna að í þetta sinn var ekki
unnt að láta söguhetjuna tala sjálfa
og svo að segja bera ábyrgð á text-
anum. Höfundurinn varð að skríða
úr skjóli, vega og meta og standa
sjálfum fyrir mati sínu og dómum.
í öðru lagi er svo skammt um liðið
frá láti Þorgeirs (5. janúar 1989)
að minningar um hann hafa ekki
fengið á sig þann blæ fjarlægðar,
sem einatt þykir æskilegur til þess
að ná jafnvægi í ævisöguritun. Og
í þriðja og síðasta lagi var Þorgeir
í Gufunesi mjög margslunginn per-
sónuleiki, ekki ávallt auðskilinn en
auðveldlega misskilinn.
Höfundur virðist hafa unnið verk
sitt þannig að leita upplýsinga hjá
miklum fjölda manna (54 skv. skrá
aftast í bók), kanna prentaðar heim-
ildir (viðtöl við Þorgeir, frásagnir
af honum í fjölmörgum bókum og
blöðum, fréttir af íþróttamótum,
011 07H '-ÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
L I I UU " L I 0 / V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LÖGG. FASTEIGNASr
Til sölu er að koma auk annarra eigna:
í tvíbýlishúsi við Bústaðaveg
3ja herb. neðri haeð 81,8 fm nettó. Sérinng. Sérhiti. Ágaet sameign.
Stór lóð. Mikið útsýni. Laus fljótlega. Einkasala.
Þríbýli - allt sér - stór bílskúr
5 herb. miðhæð í reisulegu steinhúsi rétt vestan við borgarmörkin.
Hæðin er 104,3 fm nettó auk sérg'eymslu og sameignar. Stór ræktuð
lóð. Tilboð óskast í hæðina.
Nýleg raðhús - bflskúr - útsýni
Við Brekkubyggð í Garðabæ með rúmg. 3ja herb. ib. á tveimur hæð-
um. Frágengin lóð.
Fjársterkir kaupendur óska eftir:
2ja herb. íb. á jarðhæð helst í Hlíðunum.
5-6 herb. sérhæð í borginni. Margskonar eignaskipti.
2ja herb. íb. á 1. hæð. Ekki í kjallara.
Einbýlishús og raðhús á einni hæð í borginni og nágrenni.
Margir bjóða útborgun fyrir réta eign. Margskonar eignaskipti.
Gott einbýlishús til sölu
á Rifi á Snæfellsnesi.
Eignaskipti möguleg.
AIMENNA
FASTEIGWASAIAH
lÁuGAVEGM^ÍMA^ÍÍ5Ö-2Í37Ö
r
HUSVAIVGIJR
BORGARTÚNI29,2. HÆÐ.
** 62-17-17
Stærri eignir
Einb. - Klapparbergi
123 fm nettó fallegt einb. á einni hæð
ásamt bílsk. 4 svefnherb. o.fl. Jaðarlóð
m/fráb. útsýni yfir Elliðaárdalinn. Verð
11,2 millj. Áhv. 2,3 milij. veðdeild.
Framnesvegur - 4ra-5
Ca 107 fm nettó glæsil. íb. á Bráðræðis-
holti. Nýtt bað, 3-4 svefnherb. o.fl.
Parket. Sérhiti. Þvottaherb. innan íb.
Verð 6,9 millj.
Laugarnesv. - sérinng.
127 fm nettó falleg jarðh. m. sérinng.
Sérhiti. 3 rúmg. svefnherb., 2 saml.
stofur o.fl.
Austurberg - laus
Falleg endaíb. á 3. hæð. 4 svefnherb.
Þvherb. og búr innaf eldhúsi. Suðursv.
Bílsk. Verð 6,6 millj.
1
Einb. - Stigahlíð
Ca 329 fm vandað einb. m. innb.
bílsk., vel staðs. í Stigahlíð. Hús-
ið er smekkl. hannað og hefur
verið vel við haldið: Fallegur
garður. Verð 17,8 m.
Einb. - Efstasundi
Ca 100 fm einbhús, hæð og kj. Verð
7,4 millj. Áhv. 2,6 millj. Útb. 4,8 millj.
Lóðir - Seltjnesi
Höfum 2 góðar einbhúsalóðir við
Bollagarða. Önnur fyrir tvfl. hús,
hin fyrir einl. Verð frá kr. 1,9 millj.
3ja herb.
Langholtsvegur - ris
Góð risíb. í steinh. Skiptist í 2 svefnherb.
o.fl.
Básendi - ákv. sala
61 fm nettó falleg kjíb. í þríbhúsi. Park-
et á stofu. Verð 4,5 millj.
Rauðagerði - sérinng.
96 fm nettó lítið niðurgr. kjíb. Parket.
Sérhiti. Sérinng. Fallegur garður í rækt.
Hátt brunabmat. Verð 5,5 millj.
Skipholt - sérinng.
96 fm nettó jarðhæð í þríb. Ný eld-
húsinnr. Sérinng. Sérhiti. Nýtt þak.
Verð 5,5 millj.
2ja herb.
Parh. - Víðihlíð
Ca 285 fm glæsil. parh. í ról. og góöu
hverfi. Bílsk. Góður suðurgarður. Vönd-
uð eign. Hagst. lán.
Raðhús - Völvufelli
120 fm nettó raöh. á einni hæð með
bílsk. Vandaðar innr. Mikið endurn.
eign. Snjóbræðsla í stéttum.
Raðhús - Engjaseli
Ca 200 fm gott raðh. viö Engjasel meö
bílgeymslu. Skipti á minni eign mögul.
4ra-5 herb.
Irabakki - endaíb.
Falleg endaíb. á 2. hæð. Svalir meðfram
allri íb. Hátt brunabótamat. V. 5,3 m.
Boðagrandi - ákv. sala
Tæpl. 100 fm falleg 4ra-5 herb. íb. á
2. hæð í vinsælli lyftubl. Suðursv. Hús-
vörður. Fallegt útsýni yfir sjóinn.
Bílgeymsla. Verð 7,7 millj.
Stóragerði
95 fm nettó falleg íb. á 3. hæð. 2 svefn-
herb., stór tvískiptanl. stofa. Aukaherb.
í kj. meö aðgangi að snyrtingu. Hátt
brunabótamat. V. 6,2 m.
Engihjalli - lyftuh.
63 fm nettó falleg íb. á 7. hæð í lyftuh.
Tvennar svalir. Verð 4,4 millj.
Hrísat. m/sérinng.
Ca 40 fm gullfalleg endurn. íb. á jarðh.
Allt nýtt. Sérinng. Skipti á stærri íb.
mögul.
Æsufell - lyftubi.
56 fm nettó góð íb. á 4. hæð í lyftuh.
Gervihnattasjónv. Verö 4,1 millj.
Furugrund - Kóp.
40 fm falleg íb. á 1. hæð í litlu fjölb.
Suöursv. Laus fljótl. Verð 4,1 millj.
Austurbrún - 2ja-3ja
83 fm falleg íb. á jarðh. í þríb. Sérinng.
Sérhiti. Verð 4,8 millj.
Óðinsgata - nýuppg.
Góð nýuppg. kjíb. Verð 3,1 millj.
Drápuhlíð - sérinng.
67 fm falleg kjíb. með sérinng. Dan-
foss. Verð 4,2 millj.
Þverholt - nýtt lán
50 fm ný risíb. Afh. tilb. u. trév. og
máln. í nóv. nk. Verð 4,6 millj. Áhv.
veðd. 2,7 míllj. Útb. 1,9 millj.
hestamótum o.m.fl.), auk þess sem
hann hafði lausleg kynni af Þor-
geiri á efri árum hans. Vissulega
er efni sem þetta vandmeðfarið og
þarf góða kunnáttu og listfengi til
að ekki verði úr því brotakennd og
heldur leiðigjörn skýrslugerð. Höf-
undi hefur að mínu viti tekist að
vinna þetta verk mætavel. Þorgeir
í Gufunesi rís upp úr þessum brot-
um _sem sá heilsteypti, sanni og
þrekmikli garpur sem hann var.
Vitur maður og undra hlýr en með
furðu marga fleti á persónuleika
sínum, sem allir áttu sér þó ein-
hvern samnefnara innst inni í hon-
um sjálfum. Höfundur kemst sem
sé undir yfirborðið, þó að hann
haldi engu að síður þeim léttleika
og glaðværð í frásögn sem ein-
kenndi söguhetjuna.
Bókin skiptist í fimm alllanga
kafla og hefur hver fyrir sig nokkr-
ar millifyrirsagnir. Fyrsti kafli (Vin-
ir í varpa) segir frá nánustu ætt-
mönnum Þorgeirs, uppvexti hans í
Varmadal á Kjalarnesi, erli og at-
höfnum, t.a.m. vaxandi íþrótta-
áhuga og tveimur góðhryssum,
Moldu og Flugu gömlu, rauðskjóttu
góðhryssi, sem kemur mjög við
sögu þeirra bræðra Þorgeirs,
Ágústs og Jóns. Allir eignuðust
þeir Flugu einhvern tíma og töldu
sig allir eiga kvonfang sitt henni
að þakka. Frá kvonfangi Þorgeirs
segir og í þessum kafla.
I öðrum kafla greinir einkum frá
íþróttaafrekum. Þorgeir reynist af-
burða íþróttamaður, sem slær met
í fleiri en einni grein fijálsra íþrótta
— og þau met stóðu lengi — og
verður Ioks giímukóngur íslands.
Ekki lét þessi knái piltur sig muna
um það að skokka úr Varmadal til
Reykjavíkur að sækja æfingar, ef
önnur ferðaráð þraut. Hér segir
einnig frá frægri glímuför til Nor-
egs og Danmerkur og vetrardvöl í
Danmörku á fimleikaskóla. En
hvert stefndi annars hugur Þor-
geirs? Frá því segir í þriðja kafla.
Þá er Þorgeir kominn í búskapar-
hugleiðingar. Fyrst býr hann í
Norðurmýrinni í Reykjavík, þar sem
hét Sunnuhvoll. Seldi Reykvíking-
um mjólk, þeysti á gæðingum sínum
um götur Reykjavíkur, sundlagði
þá fram af Skúlagötunni. Iðkaði
íþróttir á túninu sínu um hádegis-
bil og fann upp á ýmsu skrítilegu,
því að mikið spaug var í pilti og
hann kunni vart orku sinni og kröft-
um hóf. Nú taka góðhrossin að
koma meira við sögu. Fluga gamla
vinnur sér frægð á skeiðvelli og í
kjölfar koma Stormur, Glói, Perla,
Gjósta, gamli Gnýfari og Drottning.
Eitt ár býr Þorgeir svo í Viðey. Og
nú erum við komin í Gufunes þar
Atli Magnússon
sem fjórði kafli hefst. Þá skrifast
árið 1938 og söguhetjan er hálffer-
tug. Þar bjó hann uns ævi lauk eða
í hálfa öld.
Margt er að segja frá Gufunes-
árum: frá stórbúskap ýmist með
fjölda nautgripa, fjárhjörð eða stóð-
hrossa- og góðhrossafjöld. Hið
síðastnefnda tók yfirhönd þegar á
leið ævi. Gerðist þá Þorgeir býsna
sjálfstæður og snjall ræktunarmað-
ur og ræktaði sitt „eigið kyn“ úr
ýmsum stofnum. Fór hróður hans
sem ræktunarmanns vítt um land
og frábæra skeið- og stökkhesta
sendi hann á kappreiðar ár hvert.
En fleira gerðist á árum þessum.
Það voru styijaldarár með hermenn
og hervirki upp við bæjarvegg. Og
það sem sköpum skipti: konumissir.
Fimmti og síðasti kaflinn ber
heitið „Gufunessgoðinn". Það er
yfirskrift með sönnu. Síðustu ára-
tugina bjó Þorgeir við sívaxandi .
virðingu og vináttu fjölmargra.
Hann lét sér fátt um heimsins gling-
ur og hégóma, undi við hross sín
sem hann elskaði eins og lífið í
bijósti sér, sótti heim vini og kúnn-
ingja og þeir sóttu til hans. Okrýnd-
ur konungur hestamanna á efri
árum.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að verða einn af kunningjum Geira
á efri árum hans (hefði mátt vera
fyrr). Gæfu, segi ég, því að sam-
fundir við hann voru mannbætandi
og fylltu mann lífsorku og gleði.
Eitt sinn keypti ég af honum fola.
Endilega átti ég að kaupa móðurina
með, því að þeim myndi líða svo
miklu betur saman.
Ég þarf varla að taka fram að
bók þessi er hin skemmtilegasta
aflestrar auk þess að vera vönduð
ævisaga. Barmafull er hún af frá-
sögnum vina og kunningja um Þor-
geir og af skrítnum og oft djúpspök-
um tilsvörum hans og athugasemd-
um.
Alti Magnússon hefur reist þess-
um sérstæða merkismanni fagran
og réttan minnisvarða, svo sem
hann átti skilið. Höfundur er ber-
sýnilega prýðisvel ritfær maður.
Málfar er vandað, tilgerðarlaust og
stíll lipur og fjörlegur. Margar góð-
ar myndir prýða. Þá vil ég að lokum
geta þess sem hér er að finna en
oft skortir í rit af þessu tagi: I
bókarlok er skrá yfir heimildar-
menn. Nafnaskrá er þar einnig, svo
og skrá yfir helstu hesta sem við
söguna koma. Það befði Þorgeiri
líkað vel.
Konurnar þeirra
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Betri helmingurinn. Viðtöl við
fimm eiginkonur þekktra
manna í íslensku samfélagi.
Siguijón M. Egilsson: Ebba Guð-
rún Sigurðardóttir, kona
_ Herra Ólafs Skúlasonar.
Örn Bjarnason: Jónína Bene-
diktsdóttir, kona Svavars
Gestssonar.
Jón Daníelsson: Gerður Unndórs-
dóttir, kona Vilhjálms Einars-
sonar.
Jón Guðni Kristjánsson: Margrét
Kristín Sigurðardóttir, kona
Ragnars Halldórssonar.
Iiaukur L. Hauksson: Guðlaug
Brynja Guðjónsdóttir, kona
Guðjóns B. Olafssonar
Útg. Skjaldborg 1989.
F innbogi Krist jánsson, Guftmundur B jöm Stí inþórsson, Kristm PéturwL,
GuðmundurTómas9on,VióarBöðvarsson,vi6skiptafr.-fasteigna8ali.
FANNAFOLD - PARHUS - NÝTT LÁN
Ca 126 fm nýtt parhús á einni hæð með innbyggðum
bílskúr. 3 svefnherb. Húsið afh. nærfrág. að utan, fokh.
að innan. Áhv. ca 4,1 millj. frá veðdeild. Verð 6,5 millj.
SKÓGARÁS - 6 HERB.
Ca 180 fm íbúð á tveimur hæðum. íb. er ekki fullfrág.
að innan. Parket. Sérstaklega skemmtileg og rúmgóð
eign. Áhv. ca 3,5 millj.
SMYRLAHRAUN - HF. - STÓR SÉRHÆÐ
Glæsileg ca 160 fm efri sérhæð í fallegu tvíbhúsi ásamt
góðum bílskúr. Arinn í stofu, 4 svefnherb. Skipti mögu-
leg á 3ja herb. íbúð. Verð 11 millj.
EIRÍKSGATA - 4RA HERB. - NÝTT LÁN
Glæsileg 4ra herb. efri hæð í góðu steinhúsi. Áhv. ca
3,5 millj. 'Nýtt eldhús og bað. Parket. Verð 6;5 millj.
BRÆÐRABORGARST. - 4RA - MIKIÐ AHV.
Falleg 4ra herb. risíbúð. 3 svefnherb. Parket. Áhv. ca
3 millj. langtímaián. Verð 5,1 millj.
HRAFNHÓLAR - BÍLSKÚR - NÝTT LÁN
Falleg 5 herb. íbúð á 2. hæð ásamt ca 30 fm bílskúr.
Áhv. langtímalán ca 3,8 millj. Verð 6,7 millj.
BOÐAGRANDI - ÞVERBREKKA - VÍKURÁS
Höfum glæsilegar 2ja herb. íbúðir á ofangreindum stöð-
um. Verð 4-4,5 millj.
Sjá fleiri eignir í Morgunblaðinu sl. sunnudag.
jm Gimli fasteignasala,
II Þórsgötu 26 - sími 25099.
Hugstætt efni, konan í breyttum
nútíma. Heilabrot og umræður um
stöðu kvenna eru ekki jafn nýjar
af nálinni og margir fjálgir skrif-
finnar virðast halda. Jafnréttis-
barátta kvenna er heldur ekki nýtt
fyrirbrigði sem betur fer, þó svo að
okkur kvenfólkinu finnist oft og
oftast með réttu að hægt miði. En
margir hyllast til að leiða hjá sér
baráttu fyrri tíma og einblína á
nútímann, setja ekki atburðarásina
í rétt samhengi.
Sú atlaga sem var gerð að hús-
mæðrum í lok sjöunda áratugarins
breytti töluvert umræðum og mati
um hríð. Augljóslega hafa viðmæl-
endurnir fimfn í bókinni allir að
meira leyti eða minna talið sig verða
fyrir barðinu á því viðhorfi. Fjórar
af fimm hafa verið í fullu húsmóður-
starfi uns börnin eru flogin eða að
fljúga úr hreiðrinu. Þá leita þær líka
ýmissa leiða og íhuga hvaða mögu-
leika þær hafi og hvað þær eigi að
gera við sitt líf. Sumar þeirra hafa
þegar fundið sinn farveg.
Mér þótti galli á bókinni að ekki
skyldi einhver vera skrifaður fyrir
henni sem hefði getað yfirfarið kaf-
lana því ekki hefði veitt af ákveð-
inni samræmingu þó það sé fjarri
mér að þar með hefði átt að reyna
að steypa allar í sama mót. í öðru
lagi vantar góðan og ítarlegan form-
ála þar sem hefði verið skrifað skil-
merkilega um þessar konur og aðr-
ar, misjafnar aðstæður kvenna til
þess að vera konur manna sinna.
Síðast en ekki síst hefði slík rit-
stjórn orðið kaflahöfundunum til
hjálpar; það er líkast því sem þeir
viti ekki alls kostar hvaða pól þeir
eigi að taka í hæðina.
Vegna þessa stjórnleysis á bók-
inni ef ég mætti orða það svo verð-
ur hún sundurlausari en ella. Aug-
ljóslega hafa höfundarnir einhverra
hluta vegna haft knappan tíma til
að vinna viðtölin — eða þau komu
mér alltjent þannig fyrir augu. Ég
sé ekki ástæðu til að gefa köflunum
hveijum fyrir sig einkunnir. Sumar
kvennanna eru sléttari og felldari
en aðrar og hefði þurft að gefa
þeim meiri tíma. En þær eru allar
geðþekkar og sumar spennandi per-
sónuleikar. Þær eru að bræða ýmis-
legt með sér sem hefði að ósekju
mátt gera fyllri skil fýrst var verið
að þessu á annað horð.