Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 17
MORGVNBLAjDIÐ ÞRfÐJUJjAG.yR, 19. DESEMBER 1989
Alagasaga úr
mannheimum
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Eysteinn Björnsson: Bergnum-
inn. Vaka-Helgafell 1989.
Hvaða kosti á sá sem er numinn
í berg múgmenningar áreitnisam-
félagsins? Vísast nokkra, kannski
marga, en fáa góða. Starfið, fjöl-
skyldan, félagsstarf og áhugamál
keppa um tíma einstaklingsins,
sem stappar í sig stálinu með orð-
um þjóðskáldsins: „ . .. vertu nú
hraustur."
Spilafíkillinn Halldór er fjöl-
skyldumaður í góðri stöðu, hjóna-
bandið dautt. Þegar sagan hefst
er komið að uppgjöri í lífi hans,
allt þetta er tekið til endurskoðun-
ar: starfið, fjölskyldan, æskan.
Það sem rekur Halldór til upp-
gjörs eru tveir atburðir, alls
óskyldir; annar boðar veraldlegt
lán, hinn tilfinningalegt ólán.
Þessir kontrapunktar vegast á í
sögunni og eru jafnframt aflvaki
frásagnarinnar. Með þessu móti
er aðalpersónunni gert kleift að
endurmeta fyrra líferni og bijótast
úr viðjum vanans. Annað mál er
svo hvort Halldóri tekst ætlunar-
verk sitt, þessu svarar sagan ekki
beint en ýmislegt er gefið í skyn.
Enda er forvitnilegra að sjá hvern-
ig hann stýrir fleyi sínu um haf-
villur heldur en hitt, hvar hann
tekur land.
Það er fýsilegt að líta á þessa
fyrstu skáldsögu Eysteins sem
lykilsögu um mann sem býr við
aðstæður þar sem kreppir að úr
öllum áttum — um einstakling sem
hefur gefist upp á því að svara
mótsagnakenndum kröfum sam-
félagsins. Það standa öll spjót á
Halldóri og þess vegna flýr hann
inn í veröld fíkna og drauma.
Fíknin er í þessu tilviki spila-
mennska en gæti verið hvað sem
er. Fyrir Halldóri opnast huldu-
heimar þar sem allt gleymist nema
stund og staður. Þetta er veröld
draumóramannsins, svefngengils-
ins, allar marksæknar athafnir
týna gildi sínu, tilveran hverfist
aðeins um hér og nú. Þetta er
hvað eftir annað undirstrikað, m.a.
strax í fyrstu efnisgrein sögunnar:
„Halldór var að dreyma.“ Af og
til þegar aðstæðurnar eru að því
komnar að þröngva Halldóri til að
horfast í augu við sjálfan sig og
eigið fásinni, vitrast honum lauf-
drottningin, holdi klædd, fögur og
lokkandi. Og veruleikaflóttinn
heldur áfram drjúgan hluta bókar-
innar, jafnt í draumi sem vöku.
Aðkallandi spurning sem Eysteinn
kastar í fang lesandans í þessu
samhengi gæti hljóðað eitthvað á
þessa leið: „Er hægt að varðveita
sjálfan sig í rugluðum heimi? ‘Ef
svo — þá hvemig?"
Að flestu leyti einkennist þessi
saga af klassískum vinnubrögðum;
sagan er vel grunduð og skipu-
lögð. Höfundur teflir fram persón-
um og aðstæðum af íhygli: Hann
hefur greinilega vitað hvað hann
ætlaði að hafa milli spjaldanna.
Bygging er einföld og rökleg, sag-
an er að mestu sögð í atburðaröð.
Sjónarhornið sveiflast milli nokk-
urra persóna en er alla jafna bund-
ið við Halldór. Málfarið er vandað
án þess að reigings eða spennu
gæti. Þvert á móti virðast orð
valin af einlægri þjónustu við ef-
nið. Sem þýðir svo ekki það sama
og allt falli í ljúfa löð. T.a.m.
fannst þessum lesanda hér stíllinn
fullbrattur þegar verið er að lýsa
átökum Halldórs við sjálfan sig
og aðra. Stórorðar lýsingar, þótt
einlægar séu, hræra lesandann
tæpast í réttu hlutfalli við þær til-
finningar sem að baki þeim búa.
Persónusafn bókarinnar er all-
stórt, á annan tug koma við sögu.
Flestar eru til uppfyllingar og út-
skýringar á sögu Halldórs. Nokkr-
ar skipta töluverðu máli fyrir
skilning lesandans á Halldóri og
aðstæðum hans, meðal þeirra er
eiginkona hans, Hulda, og systir
hans, ónafngreind. Þótt ætla megi
að þær vegi þungt gegn Halldóri
eru þær samt furðu léttvægar.
T.a.m. hefur Halldóri ótrúlega
lengi liðist að troða konu sína fót-
Eysteinn Björnsson
um áður en hún æmtir. Upp úr
stendur því Halldór, alúðlega og
vel unnin persóna. Aðrar persónur
varpa fyrst og fremst einföldu ljósi
á hann, þær draga fram kosti
hans og lesti, mátt og vanmátt,
ást og hatur. Allt skapar þetta,
þegar best lætur, djúpa samúð
með aðalpersónunni.
Vel má fullyrða að þessi skáld-
saga sé í senn sálfræðileg og þjóð-
ieg — trúverðug blanda af hvers-
dagsraunsæi og hulduheimum.
Alla jafna verður úr þessu tvennu
fögur flétta. Dæmi um það er þeg-
ar Halldór fer eitt sinn á æskuslóð-
irnar og sækir kraft til fortíðarinn-
ar til að takast á við erfiða og
krefjandi framtíð. Þarna renna
ævintýra- og þjóðsagnaheimur
haglega saman við hálfrústaðan
hugmyndaheim aðalsöguhetjunn-
ar svo úr verður býsna sefjandi
frásögn.
Yfirvegað handbragð á þessari
sögu ber með sér fleti sem vert
er að skyggna. Það er sýnilegt að
höfundurinn hefur á valdi sínu
frásagnartækni sem margir aðrir
margrabókamenn mega öfunda
hann af. Sagan inniheldur nógu
marga listilega drætti til að styrkja
þann grun að höfundur sé meira
en í meðallagi lesinn í fagurbók-
menntum. Að sama skapi læðist
sá grunur að þessum lesanda hér
að þekking og reynsla höfundar
megi að sama skapi hafa dregið
broddinn úr áræði við að bijóta
hefðina — að reyna að framkvæma
hið óreynda, að reyna að segja hið
ósagða.
.
Nýtt lambakjöt
á lágmarksyeröi
-góö kaup fyrir
fjölskylduboðið
Steikt Iambalærl mcð
rjómasveppasósu - fyrir
6 manna veislu.
Ef von er á fleiri gestum er
tilvalið að matreiða hrygg-
inn líka.
1 larnhulœn
tsk. rósmarin
2 lárviðarlauf
1 tsk paþrikudufl
200 g sveppir
100g smjör
’/i I kjötsoð
2 dl rjómi
5 msk. sósujafitari
Nýtt kjöt í nýjum umbúðum
Jólakrásin þarf ekki að kosta mikið ef þú kaupir
nýtt lambakjöt á lágmarksverði í hálfúm skrokkum.
Þú færð það bæði í úrvalsflokki og fyrsta flokki A og
í nýjum umbúðum, þar sem ffam koma nákvæmar
upplýsingar um innihaldið. Þegar von er á mörgum
gestum í mat, eins og oft um jólin, er gott að eiga
einn poka eða fleiri.
AuKin snyrting
Einstakir hlutar, sem nýtast þér illa,
hafa verið fjarlcegðir.
salt og pipar
Kryddið lambalœrið með
rósmarin, salti, pipar og
lárviðarlaufum og steikið í
ofnskúffu við 200 °C i 120
min. Hellið kjötsoðinu yfir
lœrið og sjóðið með síðustu 10
mín Steikið sveppina i
smjörinu og kryddið með
paprikudufti, salti og pipar.
Hellið soðinu yfir sveppina og
sjóðið í 15 mín Pykkið sósuna
með sósujafnara og setjið
rjómann út í
(í staðinn fyrir kjötsoð má
nota vatn og kjötkraft eða
súputeninga.)
Lambahryggurinn er mat•
reiddur á sama bátt og lcerið.
Tvöfaldaðu uppskriftina ef þú
vilt matreiða hrygginn með
lambalcerinu en steikið hann
i aðeins 60 min
Aukin snyrting - betri nýting
Á myndinni sérðu þá hluta sem nú eru fjarlægðir
áður en kjötið er sett í poka. Þú nýtir allt kjötið í
jólamatinn og hversdagsmatinn.
6 kg á aðeins 3.378 kr.
í hverjum poka eru rúmlega 6 kg af „lambakjöti
á lágmarksverði" og kílóið af lambakjöti í fyrsta
flokki A kostar því aðeins 563 kr. og í úrvalsflokki
586 kr.
Nýttu þér uppskriftina hér til hliðar og þær sem
liggja frammi í verslunum og hafðu sérstaklega
gott lambakjöt um jólin. Gleðilega bátíð!
í einum poka af lambakjöti á lágmarksveröi fa'röu heilt lœri,
grillrif súpukjöt og hálfan hrygg. Þú getur valid um tvenns konar
nlðurhlutun á hryggnum, í úrvalsflokki er hann sagaður i
kótilettur og í fyrsta Jiokki A er hann ósagaður.
SAM STARFSHOPU R
U M SÖLU LAMBAKJÖTS