Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 39
MORGUNBLADIÐ ÞfiIi)JUDAGU|l 1,9, DESEMBKH 1989 39 Reuter Jelena Bonner, ekkja Andrejs Sakharovs, leggur blóm við hliðina á líki eiginmanns síns. Andrejs Sakharovs minnst í Moskvu: Um 100 þúsund manns gengu hjá líkbörunum Moskvu. Reuter. MEIRA en hundrað þúsund manns sýndu mannréttindafröm- uðinum Andrej Sakharov hinstu virðingu á sunnudag með því að ganga fram hjá líkbörum hans í æskulýðshöllinni við breiðgötuna Komsomolskíj Prospekt í Moskvu. Tveim stundum áður en húsið var opnað um morguninnn hafði myndast biðröð, þrátt fyrir 20 gráðu lrost. Ætlunin var að loka húsinu um fimmleytið en þá var enn tveggja kílómetra löng röð fyrir utan og var fólki hleypt inn fram undir miðnætti. Ekkja Sákharovs, Jelena Bonner, sat við börurnar. Fremstur í sér- stökum heiðursverði var Jevg- eníj Prímakov, sem sæti á í stjórnmálanefhdinni, helstu valdastofhun landsins en Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi, er leyfði Sakharov-hjónunum að snúa heim frá Gorkí til Moskvu árið 1986, kom ekki á staðinn. lýðshöllina og óttuðust yfirvöld greinilega að tii mótmæla kæmi en allt fór friðsamlega fram. í Bulg- aríu komu um 1000 manns saman á sunnudag fyrir utan aðalstöðvar ríkissjónvarpsins og kröfðust fjöl- miðlafrelsis. Við sama tækifæri var flutt sálumessa fyrir Sakharov. „Hann var samviska þjóðarinn- ar,“ var viðkvæði viðstaddra sem voru úr ölium stéttum og margir - grétu. Borodín-strengjakvartettinn lék hátíðleg verk eftir Tsjajkovskíj og Beethoven er fólkið gekk kapp- klætt með blóm í höndum inn í húsið og fram hjá líkinu en andiit þess var að rússneskum sið ekki hulið. „Ég varð að koma. Hann barðist fyrir frelsi föður míns. Hann var samviskan og _ heiðarleikinn holdi klædd,“ sagði Úkraínumaður sem missti föður sinn í þrælkunar- búðum í Úral-fjöllum árið 1983. Miðaldra húsmóðir hélt á þrem rós- um sem hún hafði vafið í dagblaða- pappír og hugðist leggja við líkbör- urnar. Hún sagði tárfellandi að Sakharov hefði verið eini maðurinn í heiminum sem hún hefði borið traust til. Á bekk með Gandhi og Tolstoi „Þeir sem vilja vita hvað almenn- ingi fannst um föður minn geta horft á fólkið hérna,“ sagði sonur friðarverðlaunahafans, Dmitríj Sakharov. Nær allir frammámenn róttækra umbótasinna í landinu komu í æskulýðshöllina og má nefna Borís Jeltsín og leikhússtjór- ann Júríj Ljúbímov ásamt skáldun- um Andrej Voznessenskíj og Jevg- eníj Jevtúsjenko. Málgagn komm- únistaflokksins, Pravda, birti á sunnudag ljóð eftir Jevtúsjenko til minningar um Sakharov og sagði þar að fráfall Sakharovs hefði skil- ið eftir sig „skelfilegt, siðferðislegt tóm.“ Jevgeníj Velikov, varaforseti sovésku vísindaakademíunnar, sagði í minningargrein í blaðinu að Sakharov yrði skipað á bekk með Mahatma Gandhi og Leo Tolstoi í sögunni fyrir siðferðisstyrk sinn. Stjórnvöld minnast vísindaafreka Stjórnvöld sendu frá sér opinber minningarorð, undirrituð af Gor- batsjov og fleiri ráðamönnum, þar sem Sakharov voru þökkuð vísinda- afrek hans, einkum við smíði fyrstu sovésku vetnissprengjunnar. Farið var fljótt yfir sögu þegar kom að baráttu hans fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum. Sjónvai'pið gerði pölitískri baráttu Sakharovs hins vegar góð skil. Harðiínumenn hafa einnig heiðrað minningu Sakharovs, þ. á m. Jegor Lígatsjov, sem lofaði einlægni hins látna. Tugir herflutningabíla og lög- reglubíla voru fyrir utan utan æsku- m TULIP PC-T0LVUR Eáf.: ___ V A EINST0KU iv"" / i 7\‘ JOLA-PAKKAVERÐI kiirnni l • i PAKKI7 Tölva: TULIP PC með s/h skjá og 2 drif. Prentari: STAR LC-10 og prentarasnúra. Pappír: 500 blöð. Hugbúnaður: HeimilisKORN heimilisbókhald. JÓLA-PAKKAVERÐ: 99.900* PAKKI2 Tölva: TULIP XT með s/h skjá og 20 MB hörðum diski, 30 ms. Prentari: STAR LC-10 og prentarasnúra. Pappír: 500 blöð. Hugbúnaður: SamRÁÐ, ritvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur, grafík, HeimilisKORN heimilisbókhald, o.fl. Námskeið: PC-Grunnnámskeið. Disklingar: 10 stk. JÓLA-PAKKAVERÐ: 159.900 t-J PAKKI3 Tölva: TULIP AT með s/h skjá og 20 MB hörðum diski, 30 ms. Prentari: STAR LC-10 og prentarasnúra. Pappír: 500 blöð. Hugbúnaður: MS-Windows 286, MS-Write ritvinnsla, MS-Paint teiknikerfi og HeimilisKORN heimilisbókhald, o.fl. Námskeið: PC-grunnnámskeið. Disklingar: 10 stk. JÓLA-PAKKAVERÐ: 189.900 Verð miðast við staðgreiðslu og gengi NLG = 31,4021, 7. des. 1989. Euro og VISA raðgreiðslur. Tulip-tölvurnar eru hollensk framleiðsla og nýjung sem þegar hefur slitið barnsskónum hér á landi. Tulip hefur átt miklum vinsældum að fagna fyrir áreiðanleika, vinnsluhraða, lipurð í meðförum og hagstætt verð. Tulip PC-tölvurnar bjóðast þér nú á viðráðanlegu jóla-pakkaverði. Komdu eða hafðu samband og kynntu þér tilboð okkar. ÖRTÖLVUTÆKNI Tölvukaup hf„ Skeifunni 17,108 Reykjavík. Sími 687220, Fax 687260.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.