Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 41
-j- nnnfifffflnifpffsfniviipf
MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989
41
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Síðbúinn virðis-
aukaskattur
Lög nr. 50/1988 ,um virðis-
aukaskatt koma til fram-
kvæmda eftir u.þ.b. hálfan mánuð
- í ársbyijun 1990. Skatturinn
hefur áhrif á allt okkar atvinnu-
og efnahagslíf. Síðbúin breyting á
lögunum er enn tíl meðferðar hjá
Alþingi, þegar eftir lifa þrír eða
fjórir starfsdagar þess 1989, og
enn hafa ekki allar reglugerðir um
framkvæmdina séð dagsins ljós.
Útreikningar fjármálaráðu-
neytisins, fram settir í athuga-
semdum með stjórnarfrumvarp-
inu, tíunda 2.000 m.kr. tekjutap
ríkissjóðs vegna virðisaukaskatts-
ins. Nefndarálit fyrsta minnihluta
fjárhags- og viðskiptanefndar efri
deildar [Halldórs Blöndals og Eyj-
ólfs Konráðs Jónssonar] segir á
hinn bóginn hagnað ríkissjóðs af
breytingunni allt að 1.600 rn.kr.,
þegar kerfisbreytingin í heild er
skoðuð. Hér skakkar hvorki meira
né minna en 3.600 m.kr. Þessi
mismunur ætti að nægja til þess
að reynt sé að komast nær hinu
sanna en stjórnvöld virðast hafa
áhuga á. Það er til vansa og Al-
þingr varla sæmandi að skakki
milljörðum. Stórfelld mistök í
skattlagningu eins og ekknaskatt-
urinn ætti að vera víti til varnað-
ar. Skattasúpan lendir á þegnum
þjóðfélagsins, sem nú eru hreyttir
eins og frekast er unnt, enda
hugsa áreiðanlega margir stjórn-
vöidum þegjandi þörfina og bíða
þess dags með eftirvæntingu, þeg-
ar skattakóngamir hrökklast frá
völdum og almenningur fer aftur
að treysta þeim tölum, sem nefnd-
ar eru í umræðum á Alþingi.
Fjármálaráðuneytið leiðrétti
síðar áætluð áhrif skattkerfis-
breytingarinnar á tekjur ríkissjós
1990. Því var þó enn haldið fram
að henni fylgdi allnokkurt tekjutap
miðað við söluskatt. Er nema von
að landsmenn líti fjárlagaáætlanir
efans augum, þegar svo miklu
skakkar í áætluðum áhrifum
skattkerfisbreytingarinnar hjá
landsfeðrum? Og það í kjölfar þess
mismunar sem fyrirsjáanlegur er
á fjárlagaáætlunum fyrir liðandi
ár 'og rauntölum í ríkisbúskapnum?
Breytingar á stjórnarfrumvarp-
inu, sem gerðar hafa verið í efri
deild Alþingis, horfa til réttrar
áttar. Hins vegar hefur hvergi
nærri verið tekið nógsamlegt tillit
til rökstuddrar gagnrýni, utan
þings og innan, á efnisatriði, und-
irbúning og ráðgerða framkvæmd
laganna. Undirbúningurinn er í
molum, bæði vegna tímaskorts og
ósamstöðu í stjórnarliðinu. Þeir
25 þúsund aðilar í atvinnulífinu,
sem verða greiðendur virðisaukans
eftir áramótin, eru misvel í stakk
búnir til að annast innheimtu hans
vegna þess hve ákvarðanir stjórn-
valda og útgáfa reglugerða hafa
dregizt á langinn. Ymis fram-
kvæmdaatriði eru enn óljós svo
sem varðandi skattheimtu á fram-
kvæmdir sveitarfélaga, bygging-
ariðnað o.fl.
Skatthlutfall virðisaukans
hækkar úr 22% í 24,5%. Það verð-
ur verulega hærra en í helztu við-
skipta- og samkeppnislöndum
okkar. Það verður og of hátt mið-
aðvyið verðlag í landinu, kaupmátt
launa og stöðu samningamála á
almennum vinnumarkaði. Eðli-
legra hefði og verið að hafa tvö
skattþrep - hið lægra fyrir mat-
væli. í stað þess er nú ráðgert að
greiða niður hluta þeirrar hækkun-
ar, sem af virðisauka leiðir, á fá-
einar neyzluvörur, þ.e. dilkakjöt,
fisk, mjólk og innlent grænmeti.
Lakari kosturinn var valinn. I
fyrsta lagi verður „14% ígildi virð-
isaukaskatts“ hærri skattlagning
matvæla en hjá flestum Evrópu-
ríkjum. í annan stað verður þessi
niðurgreiðsla flóknari í fram-
kvæmd. í þriðja lagi eru niður-
greiðslur háðar fjárlagaafgreiðslu
hveiju sinni. í fjórða lagi verða
allar aðrar neyzluvörur með 24,5%
virðisaukaálagi.
Enn er nokkur óvissa um fram-
kvæmd virðisaukans gagnvart
sveitarfélögum. Samband sveitar-
félaga áætlar allt að 900 m.kr.
hækkun rekstrarkostnaður þeirra
vegna virðisaukans. Gangi það
eftir hirðir ríkisvaldið á einu bretti
nær allan „hagnað“ sveitarfélag-
anna af nýrri verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga. Minna má á, í
þessu sambandi, að bitur reynsla
Dana af skattlagningu lögbund-
inna skylduverkefna sveitarfélaga
leiddi til þess að fallið var frá
henni. Ástæða er jafnframt til að
vara við vangaveltum fjármála-
ráðherra, þess efnis, að ríkið skatt-
leggi hinn almenna borgara gegn
um sveitarfélögin, t.d. með skatti
á orkufyrirtæki, sem fer beint út
í verðlagið.
Megintilgangur virðisauka-
skattsins var að bæta stöðu fyrir-
tækja í útflutnings- og samkeppn-
isgreinum, stuðla að hagkvæmari
verkaskiptingu milli fyrirtækja og
bæta innheimtu ríkisins á neyzlu-
sköttum. Allt er þetta af hinu
góða. Á hinn bóginn skortir veru-
lega á að undirbúningurinn af
hálfu framkvæmdavaldsins sé full-
nægjandi. Því veldur fyrst og
fremst sundurlyndið og vandræða-
gangurinn á stjórnarheimilinu. Af
þeim sökum verður framkvæmdin
erfiðari en vera þurfti, bæði hjá
atvinnulífinu og skattheimtunni.
Þess vegna rær ríkissjóður á nokk-
ur óvissumið með skattkerfis-
breytingunni. Reynslan sker síðan
úr um það, hver áhrif hins nýja
skattkerfis verða á verðlag í
landinu, tekjur ríkis- og sveitarfé-
laga sem og afkomu atvinnuveg-
anna.
Siglingaleiðir lokaðar við Horn og á Húnaflóa:
Mesti liafís við landið í
desember síðan 1917
*
Aætlanir strandferðaskipa raskast
SIGLINGALEIÐIR fyrir Horn og á Húnaflóa hafa lokast vegna
hafíss og hafa skipafélög af þeim sökum endurskipulagt áætl-
unarferðir. Norð-austanátt hefur verið rikjandi á þessum slóð-
um undanfarna daga og veldur áttin því að hafísinn þjappast
enn nær landi. Spáð er svipaðri átt eitthvað fram eftir næstu
viku. I skýrslum Veðurstofúnnar þarf að leita allt aftur til
1917, til upphafs fí-ostavetursins mikla, eftir viðlíka hafís við
landið í desember, að sögn Þórs Jakobssonar veðurfiræðings.
Óttast er að hafís berist með
straumum austur á bóginn til
Skagafjarðar. í ískönnunarflugi
TF-SYN, flugvélar Landhelgis-
gæslunnar í gær, kom í ljós að
meginísjaðarinn er í um 35 sjómíl-
ur norðvestur af Kolbeinsey. Það-
an teygir ísröndin sig í aust-
norðaustur og í suð-suðvestur.
Hafísinn er landfastur allt frá
Munaðarnesi á Ströndum og vest-
ur fyrir Hornbjarg að ísafjarðar-
djúpi. Siglingaleiðir fyrir Horn og
í Húnaflóa hafa lokast og sigling-
ar eru varasamar úti fyrir vestan-
verðu Norðurlandi.
Þéttar ísrastir og stakir jakar
lii
jjjfgl g -
• ■
eru á hafsvæðinu austan við meg-
inísjaðarinn en vegna óhagstæðs
veðurs til ískönnunarflugs era
austurmörk íssins óljós.
Þórir Sveinsson, framkvæmda-
stjóri markaðsr og flutningasviðs
Ríkisskips, sagði að unnið væri
að endurskipulagningu strand-
flutninganna en skip sem átti að
sigla frá vestri til hafna á Norður-
landi í gær komst ekki lengra en
til ísafjarðar. Þórir átti von á að
skip yrði s.ent rétt fyrir jól austur
fyrir l'andið til hafna á Norður-
landi. Hann sagði að mörg verk-
efni lægju fyrir í strandflutning-
um en bjóst ekki við að áhrifa
vegna lokunar siglingaleiða
myndi gæta fyrr en í lok mánað-
arins.
Isinn kominn að Horni síðastliðinn laugardag.
Ljósmynd: Ómar Ragnarsson
Hafísog fimbulkuldi á Ströndum:
Vatn frýs í leiðslum
1 *»11rr'i t'lirtli RiQniorfir.il
Laugarhóli, Bjarnarfírði.
Hafís er nú að koma inn á Húnaflóa og sáust fyrstu tveir ísjakarnir
frá Kaldrananesi í gærmorgun. Hörkuáhlaup gerði hér um sveitir eins
og víða á landinu í vikunni 12.-16. desember. Vatn fraus í leiðslum á
þremur bæjum og olli búsifjum. Vetur skall á með öllum sinum þunga
á nokkrum dögum. Þó er helst fært til Hólmavíkur þar sem snjókoma
er ekki mikil. Prost var hins vegar 13 gráður og þar sem jörð er ekki
varin af snjó, átti það greiðan aðgang að vatnslögnum.
Jólaundirbúningur er þó í hámarki, bæði á heimilum og í skólum, en
kennslu lýkur víðast í dag.
ísinn var orðinn þéttari í gær þegar Landhelgisgæslan fór I ískönnunarflug.
í sumum skólum hafa hin opinberu
litlu jól verið haldin um helgina. í
Klúkuskóia var leikið ævintýraleikri-
tið Ása, auk þess var sett upp sviðs-
mynd með jólajötunni, eða fæðingu
Krists, og sungnir jólasálmar. Þá var
sett upp' sviðsmynd um líf litla fræs-
ins, sem féll í jörðu og lesin frásögn '
og ljóð. Eins og venjulega var öllum
Bjarnfirðingum boðið til skemmtun-
arinnar.
Mitt í öllum þessum jólaundirbún-
ingi sveimar svo landsins forni fjandi
að. Þegar börn lögðu á stað í skóla
í morgun sást tii tveggja ísjaka úti
á Bjarnarfirði, undan Kaldrananesi.
Þá er komið íslag á alla firði þar sem
ár og lækir renna til sjávar. Um
miðjan mánuðinn skipti algjörlega
um veður og skall á vetur með frost-
hörkum og síðan tók að snjóa. Finnst
nú hvernig kuidann rekur undan
hafísnum og fór frostið niður í 13
gráður. Þetta orsakaði svo að neyslu-
vatn fraus á tveimur bæjum og í
íbúðarhúsi skólastjórans við Klúku-
skóla fraus afrennsli af kyndingu,
svo að þar gerðist kalt í húsunum.
Nokkuð af fé er úti enn og átti
að taka það á hús rétt fyrir frosthörk-
urnar, en það var bágrækt og vildi
ekki fara úr högunum. Alls staðar
sem volgrur koma upp var enn græn-
gresi og undu ærnar sér vel úti.
Þegar svo frostharkan skall á var
brugðlst við rétt einu sinni enn og
reynt að ná fénu á hús, en ekki með
nógu góðum árangri. Ekki hefur
snjóað mikið ennþá, en nóg til þess
að tryggt er að hér verði ekki rauð
jól. /
SHÞ
Kort unnið upp úr ískönnunarflugi TF-SYN í gær. Kortið sýnir að
hafísinn er landfastur frá Munaðarnesi á Ströndum og vestur fyrir
Hornbjarg að Isafjarðardjúpi.
Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, kom í gær á fund, aðila al-
menna vinnumarkaðarins í nýja Sambandshúsinu og reifaði hvað væri fram-
undan í verðbólgu- og vaxtamálum. 1 dag mæta íulltrúar ríkisstjórnarinnar
á fund aðila til að gera grein fyrir hvort hækkanir á opinberri þjónustu
eru væntanlegar. Myndin sýnir Ingibjörgu Guðmundsdóttur, formann Lands-
sambands íslenskra verslunarmanna, Magnús Geirsson, formann Rafiðnað-
arsambands íslands, Einar Odd Kristjánsson, formann Vinnuveitendasam-
bands íslands qg Ásmund Stefánsson, "forseta Alþýðusambands íslands. Á
innfelldu myndinni eru Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóra Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna og Jóhannes Nordal.
Rætt um verð-
bólgu- og
vaxtamál
Morgunblaðið/Þorkell
Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands:
Fráleitt að verkafólk
fái minni hækkanir
ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir
það fráleitt að almennt verkafólk fái minni kauphækkanir en
samið hefúr verið um við hákólamenn í BHMR, þörfin fyrir kaup-
hækkanir hljóti að vera miklu meiri hjá láglaunafólki. Þær for-
sendur geti ekki verið til sem réttlæti meiri kaupmáttaraukn-
ingu til þeirra sem hærra séu launaðir. Samið helúr verið við
BHMR um 1,5% hækkun launa þann 1. janúar og 1,5% hækkun
þann 1. maí, auk eins launaflokkshækkunar þann 1. júlí, en það
jafiigildir 3% launahækkun.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagðist að-
spurður ekki telja koma til greina
að nema samninga ríkisins við
BHMR úr gildi, eins og formaður
Vinnuveitendasambands ísíands
hefur gert kröfu um. „Það liggur
fyrir að þessir samningar hafa
verið gerðir og ég trúi því að rikis-
stjórnin hafi vitað nákvæmlega
hvað hún var að gera. Þá var á
það bent hvaða hættu þessir samn-
ingar gætu haft í för með sér og
menn eru að horfast í augu við
það núna,“ sagði Þorsteinn.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
hérra, sagði að mönnum bæri ekki
saman um tengsl samninga
Bandalags háskólamenntaðra
rikisstarfsmanna og samninga á
almennum vinnumarkaði og hon-
um hefði því miður ekki gefist
tækifæri til að að komast til botns
í málinu. „Mér virðist að það sé
alls ekki einsýnt að þær hækkanir
sem ákveðnar eru í þessum samn-
I
ingi fjármálaráðherra við BHMR
séu ávísun á hækkun umfram það
sem gerist á hinum almenna
vinnumarkaði. Þvert á móti tel ég
og það er að minnsta kosti túlkun
fjármálaráðherra að þessar hækk-
anir komi á móti hækkunum á
hinum almenna markaði og það
sé fyrst þegar fram úr þeim sé
farið sem samanburður verði við
almenna markaðinn,“ sagði Jón
Sigurðsson ennfremur.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
íslands, sagði að menn væru ekki
alveg sammála um hvernig bæri
að túlka samning BHMR og ríkis-
ins og það hefði verið ákveðið að
leita til beggja aðila varðandi túlk-
un þar á, en það væri mikil
sprengja inn í þessar viðræður, ef
þessi hækkun væri innibyggð
sjálfvirkt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LITLU JÓLIN í ÁLFTABORG
TÍMI Litlu jólanna er genginn í garð í skólum og á barnaheimilum. Fyrstu Litlu jólin voru í gær og eins
og myndin ber með sér var líf og fjör í Álftaborg við Safamýri. Jólasveinninn heimsótti börnin og mikið
var dansað og sungið.