Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 51

Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 51>t Hentug handbók fyrir hvern mann __________Bækur_______________ Gylfi Knudsen Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín. Örn og Örlygur. Reykjavík 1989 576 bls. Lítið er um rit á íslensku, sem henta til uppfræðslu almennings um lögfræði. Þau hefur þó ekki með öllu vantað. Nefna má bók Ólafs Jóhannessonar „Lög og réttur“, sem gefur glöggt yfirlit yfir megin- atriði íslenskrar réttarskipunar og er viðráðanlegt sæmilega skynsöm- um lesanda. Fjölmiðlar hafa sára- lítið sinnt lögfræðilegum efnum, enda sjálfsagt ekki í stakk búnir til þess. Þá er fréttaflutningur, sem varðar þetta svið, iðulega rangur eða skrumskældur vegna vanþekk- ingar. Þó virðist aðeins stefna í framfaraátt. T.d. heldur Mbl. nú úti lögfræðipistlum reglubundið. Lög- vísi leikmanna var ekki ómerkur þáttur í íslenskri þjóðmenningu. Má heita horfið nú. Dreissugur nútíminn kennir sig við upplýsing- ar, en skrifræði og sérfræðingaveldi eru fremur einkennistákn hans. Því ber að fagna öllu, sem eykur al- menna þekkingu manna. Bjöm Þ. Guðmundsson, prófess- or, vann mjög þarft verk, þegar hann samdi Lögbókina þína, sem fyrst kom út árið 1973. Hann var þá starfandi dómari í Reykjavík og setti þetta mikla eljuverk saman í hjáverkum frá erilsömu starfi. Bók- in hlaut þá maklegt lof og góðar viðtökur. Seldist hún skjótt upp og hefur verið ófáanleg í nær 15 ár. Nú er bókin komin út aftur, aukin og endursamin. Hefur Stefán Már Stefánsson, prófessor, unnið að þessari endursömdu útgáfu ásamt höfundi. Efni bókarinnar er sem fyrr skip- að í stafrófsröð, tæplega 1.500 að- alorðum og um 1.100 tilvísunarorð- um eða um 2.600 uppsláttarorðum. Uppsláttarorð í gömlu útgáfunni voru 2.225. Bókin er jöfnum hönd- um lögfræðiorðabók og lögfræði- handbók. Nokkurt álitamál getur verið hvað taka skal í rit af þessu tagi, þegar komið er út fyrir svið hefðbundinna lagaorða og lögfræði- hugtaka. Hlýtur smekkur að ráða nokkru um þetta svo sem raunar kemur fram í formála höfundar varðandi val stofnana, ráða og nefnda í ritið. Er á höfundi að skilja, að hann hefði kosið að rúm hefði verið fyrir fleiri stofnanir í bókinni. Ég hefði fyrir mitt leyti ekki grátið það, þótt stofnanatal bókarinnar hefði nokkuð verið dregið saman og látið víkja fyrir öðru, enda gefur ríkið sjálft út doðrant um þetta efni, Ríkishandbókina. Bækur af þessu tagi taka að úreldast furðu fljótt og þá einkum það svið, sem er utan hefðbundinna lagaorða. Þar koma til örar þjóð- félags- og löggjafarbreytingar. Var því löngu orðið tímabært að endur- útgefa bókina. Margri löggjöfinni hefur verið umbylt síðan 1973 og ýmislegt nýtt komið til sögunnar. Annað mál er hvort miklar lagabæt- ur hafi orðið af öllu bramboitinu. Á sumuin sviðum er ókyrrðin svo mik- il, að vonlaust er að elta breyting- arnar uppi á lestrargangi bókaút- gáfu. Það tekst heldur ekki með þessu endurútgefna riti. Sá sem vill t.d. fræðast um nýjustu „afurð- ir“ húsnæðislána- og skattkerfa, húsbréf og vaxtabætur, finnur þau fyrirbrigði ekki í bókinni. Hún hefur þó margt nýtt að geyma. Uppslátt- arorð eins og greiðslukort, fjár- mögnunarleiga og ofbeldiskvik- myndir eru kannski tímanna tákn. Höfundur hefði að mínu mati mátt hirða meira úr atvinnulöggjöfinni. Helstu viðjar atvinnulífsins, full- virðisrétt, búmark og kvótakerfi, sem glymja daglega í fjölmiðlum, er ekki að finna í bókinni. Þrenns konar meginbreytingar Björns Þ. Guðmundsson eru á bókinni frá fyrri útgáfu. í fyrsta lagi er nú meiri áhersla á afmarkaða skilgreiningu lagahug- taka. í öðru lagi er nú vísað til lög- fræðirita. Þriðja meginbreytingin felst í því, að nú eru dæmi í bók- inni einkum ætluð almenningi til skilningsauka. Allt er þetta til bóta, en sérstaklega tel ég dæmin auka gildi ritsins frá því sem áður var. Það má ljóst vera, að lögfræðing- ar hafa ómælt gagn af þessu riti. Einnig er bókin vel fallin til þess að létta laganemum róðurinn og auka skilning þeirra á fræðunum. Þá væri óskandi, að fjölmiðlamenn leituðu meir í smiðju til Björns. En mest þætti mér varið í það, ef bók- in yrði handbók almennings í lög- fræði, því að alla kosti hefur hún til þess. Magnús Stephensen var óþreyt- andi við að uppfræða almenning, trúr stefnu síns tíma, upplýsing- unni. Hann gaf m.a. út leiðbeining- arrit í því skyni að gera almúgann að góðum hreppstjómarmönnum. Svo langt er heiti ritsins, að þollaus nútíðin springur *feftir fimmtung þess og þekkir það af upphafinu einu: „Hentug handbók fyrir hvörn mann ...“ Þessi orð tel ég eiga vel við um bók Björns Þ. Guðmunds- sonar, enda vinnur hann raunar í sama anda og Magnús að auka þekkingu almennings. Það er göf- ugt hlutverk. • Vinduhraöi 500/800 snún./mín. • Sparnaðarhnappur og hag- Kvæmnishnappur • Frjálst hitaval og mörg þvottakerfi • Þægilegt og aðgengilegt stjórnborð. Þhöji staersli ARISTON heímitistBBkja í Evrópu KJÖLUR hf. ÁRMÚLA 30 S: 678890 - 678891 'rowlor 'étsledi. Enska heitið „six-pack“ er hafl um nýjar dreifingar- umbúðir fyrir Cake þar sem sex einingar eru hafðar saman í einni pakkningu. I/erksmiðjan Vífilfell hf. og Hagkaup efna nú fil hugmyndasamkeppni þar sem leitað er eftir íslensku orði eða orðasambandi í staðinn fyrir ,.six-pack“. í boði eru glæsileg verðlaun: Fyrstu verðlaun eru Arctic Cat Prowler vélsleði frá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum að verðmæti kr. 600.000; önnur verðlaun eru skíði- og skíða- útbúnaður frá Sportvali og þriðju verðlaun eru 50 Coke-íþróttagallar og 50 Coke-íþróttatöskur. Bæklingur með nánari upplýsingum um tilhögun keppninnar liggur frammi í verslunum Hagkaups í Kringlunni. í Skeitunni. I Kjörgarði við Laugaveg. við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. á Akureyri og í Njarðvík. I bæklingnum er einnig að finna þrjár spurningar. sem þátttakendur eiga að svara, og þar er auður reitur undir tillögu þeirra að íslensku orði eða orðasambandi fyrir „six-pack“. Skilafrestur í hugmynda- samkeppninni er til 6. janúar 1990. Úrslit verða birt í Morgunblaðinu 11. febrúar 1990.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.