Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.12.1989, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÐESEMBER 1989 53 Þeir skiptast í tvo hópa, eins og greinilega kemur í Ijós í spise- kamesi, fátækari ölmusupilta er búa við þröngan kost og ríkra manna sveina. Nokkrir herramannssynir bruna fram Undirgöngin í vesti með parruk, og lemja skóhælum í gólf- hellurnar. Jón biskup telur það and- styggðar fordild er stafi af girnd augnanna að sumir sveinar skuli klæðast vesti og parruk. Fyrir þá ölmususveina sem klæðast þannig vill hann heimta tíu ríkisdala með- lag, og telur forráðamenn geta gef- ið þá eftir, því að hvítt, stutt parruk kostar tíu til fjórtán ríkisdali utan- iands! Gangurinn undir suðurstúkunni er þröngur, en er þeir koma upp þrepin að myndarlegum dyraum- búningi tekur víð, fögur kirkjan við. Dómkirkjan er jafn ólík híbýlum landsmanna og himneskur draumur jarðvistinni. Ónnur eins víðátta er ekki til innandyra á landinurnema á Hólum. Kirkjan er 44 álnir að lengd (25 m) og sautján álna há (tæpir tíu m), og er svipuð á breidd- ina og hæðina. Stærðfræðilegs samræmis gætir líka í því að sjálf hákirkjan er jafnlöng og kórinn með skrúðhúsi og klukknaportið saman- lögð. Inn í þessa víðáttu streymir dagsljós um ótal glerglugga, og þrjár ljósakrónur af messing, sú stærsta með sextán liljur, hanga í járnfestum niður úr tvöföldu tré- verki þaksins. Loftið er hið innra af langsúð en hið ytra af litaðri reisifjöl. Tvennir máttarbitar standa á sextán súlum eða innstöpl- um og halda uppi háu þakinu. Þeir tengjast í undurfögru tréverki við útstöplana og hliðarskipin með sperrum, skammbitum og dróttar- umbúningi. Er upp kemur ber fyrst fyrir augu stól brytans í suðurstúkunni, með forstól og pílárum, og þrjá aðra setustóla. Þeir eru tómir eins og aðrir bekkir og stólar því einung- is skólamenn mæta til morgun- söngs. Kirkjan er köld á veturna, og það svo að nemendur veigra sér við að sækja þangað söng og bæn- ir; rektor og heyrari kvarta líka yfir kuldanum og því að þurfa tvisv- ar á dag að fara í hrollköldustu vistarverurnar á biskupssetrinu, kirkjuna og spisekamesið. Biskupar geta gripið til þess ráðs er nemend- ur tregðast við að mæta að banna bryta að gefa þeim mat sem ekki sækja söng og bænir í kirkju kvölds og morgna. Morgunsöngurinn er leifar af tíðasöng kaþólskunnar. Sunginn er á latínu þýskur lútherskur sálmur. Skólasálmarnir sem kyijaðir eni við morgun- og kvöldsöng eru fjórtán talsins og fylgja vikudögunum. Marga þeirra er að finna í íslensku sálmabókinni frá 1589 og skóla- sveinar syngja þá með sama tón og hafður er við þá á íslensku. Sungið er tvíraddað og sveinar fara ýmist upp eða í bassa. Næst sálm- unum tónar einn skólapiltur anti- fónur, leiðir víxlsöng sem hinir svara. Þá lesa sveinar góðar og guðrækilegar latneskar bænir. Augu Snorra reika um dómkirkj- una á meðan munnurinn lofar Guð á latínu. Uppi hanga myndir af bisk- upum, ströngum, háæruverðugum og Guði þóknanlegum, sem með augnaráði sínu minna þann er á horfir á skyldur, guðrækni, sóma og góð fyrirheit. Skriftastóllinn við altarið ætti líka að geta gefið Snorra daglega áminningu um að forðast aparí. Hann tekur meira eftir fúanum í kirkjunni við morg- unsöng heldur en við guðsþjón- ustur. Við messugjörð fylla heilar og hljóðgóðar klukkurnar húsið af heilagleik og fólk streymir inn um opna vængjahurðina. Við messu- görð gengur Jón biskup í sinni magt upp kirkjustéttina og sest í biskupssæti fyrir sunnan kórdyrnar og situr þar lokaður af frá sér minni stórmennum í kórnum bak við tvær smáhurðir sem í standa lyklar. Olaf- ur Gíslason kirkjuprestur kemur úr skrúðhúsinu bak við altarið, og Ijós- ið flæðir inn um fimm glerglugga í koparbrydduðum mæni kórsins og aðra fimm á hvorri hlið, leikur við krossinn, tímaglös á gylltri málaðri töflu með skorið verk, olíumynd af Kristí himnaför og fyllir hjartað. Þegar prestur stígur í forgylltan predikunarstól með himni yfir þá sér sá er á hlýðir troðning og leiðir til landsins helga þjáningar kyn- slóðanna og friðþægingu Krists og kemst óraveg frá fúanum í hákirkj- unni, sem er mestur á innstöplum og útstöplum, súð og máttarviðum. Fyrning og fúi leyfa sér í fullkomnu æðruleysi að éta þetta hús, og munu éta staðinn allan áður en Snorri deyr. Á meðan skólasveinar rækta í sér kristnina við morgunsöng í kaldri kirkjunni opnar Skálholts- bryti Skreiðarskemmuna, bisar við þunga hurð á járnum með loku, skrá og lykli. Hann telur út stort hundrað af fiski og fær Jóni blinda, barsmíðamanni staðarins, tii að beija. Jón er í hópi þeirra karl- manna á staðnum sem fá lægstu útvigt af smjöri og fiski, fimmtán merkur af smjöri og fimm fiska, þótt þeim sem svo oft mundar stein- sleggjuna við fiskasteininn • veiti ekki af viðbitinu. Þeir karlar á staðnum sem mest eru metnir fá helmingi meiri útvigt í .smjöri og fjórfalt meiri fisk en blindi barsmíðamaðurinn. Vinnandi kven- persónur í lægri flokki fá tíu merk- ur smjörs og fimm til sjö fiska á mánuði, en fullgildar vinnukonur fá tuttugu merkur smjörs og fimm- tán fiska. Eftir morgunsöng ganga skóla- sveinar alveg niður Löngugöng að hurð á járnum með klinku sem opn- ast inn í átta stafgólfa hús sem nefnt er Borðstofa. Inni er langborð með bekkjum sem ölmususveinarnir matast við, en rektor, heyrari og ríkismannapiltar setjast í sérstakt tveggja stafgóifa spisekames sem þiljað er af. Nóg er fyrir ölmusu- sveina að vita af því að þeir fái meiri og betri mat þótt þeir þurfi ekki að horfa á þá eta. Þeir inni í spisekamesinu fá heitan fisk eða kjötrétt, og barinn fisk sem bryti mældi út um morguninn, með smjöri. Snorri er í þeim hópi fyrsta árið. Ölmususveinar fá bara sína föstu útmælingu af fiski og smjöri og sýrublöndu að skola því með niður. Um miðjan daginn fá þeir í spisekamesinu íslenskt bakað brauð, en öimususveinar ekkert. Um kvöldið fá þeir í spisekamesinu graut með mjólk með fiskinum og smjörinu, en ölmususveinar eins og um morguninn barinn fisk, smjör og blöndu. En verði þeir alvarlega veikir er betur gert við þá í mat. Á tyllidögum fá þeir sem njóta ölmusu kjöt og hálfan pott af mjólkurmat. Annað' og þriðja árið fær Snorri hálfa ölmusu, en eftir það tjáir bisk- up Birni í Höfn að hann þurfi ekki annað að gefa með Snorra syni sínum en „bænir til Guðs um að honum megi vel ganga í iðkun góðra mennta, dyggða og dáða“. Eftir morgunverð halda sveinar með misþunga maga upp Löngu- göng til Skólahússins. Skólahúsið er ein stofa, öll undir súð með hellu- þaki og stór, sjö stafgólfa. Hér kenna konrektor og heyrari mjög mislangt komnum nemendum. Á föstum bekkjum við iaus borð, oft krepptir af kulda, pæla nýsveinar í gegnum latneska málfræði Donat- usar og Melanchtons. Sígildar námsbækur verða ekki úreltar. Höfundur þeirrar fyrrnefndu, róm- verski málfræðingurinn Ælius Don- atus, var uppi um miðja fjórðu öld. Miðað við Donatinn er bók Filippus- ar Melanchtons ný af nálinni, en höfundur hennar er frægur þýskur siðbótarmaður. Sökum vöntunar á skólabókum verða nemendur að skrifa margar lexíurnar upp. Latín- an er kennd með þýðingum ýmist úr latínu eða yfir á latínu, og munn- legum útleggingum. Rektor og heyrari hafa sína trétöfluna hvor að leiðbeina við. Ölmusunemendur fá pappír hjá biskupi eða skó. Mikill pappír fer í að menntast, og innlendur fótabún- aður slitnar hratt. Flestir ölmusu- piltar láta skóna að heiman duga frekar en að láta þjónustur biskups sauma þá á sig, og þiggja pappír- inn. Ein bók af venjulegum pappír kostar fjóra fiska, en fínn skrif- pappír er helmingi dýrari. í skóla- stofunni er svo kalt að þeir eiga erfitt með að sitja í kyrrlátri önn og skrifa. Þeir hrista sig og lemja í sig hita, en þyrstir af kuldakramp- anum og drekka ómælt ískalt vatn, fá sumir við það hita og leggjast sjúkir í lengri eða skemmri tíma. Við liggur að þeir sem verst þola kuldann og einhæft fæðið koðni upp af órækt. Skólapiltum er gjarnt til þess að kvarta, sérstáklega þeim sem eru af fyrirfólki og góðu vanir heima, en sjálfur skólarektor lýsir kvölum og leiðindum skólasveina með þeim orðum, að miðað við þján- ingar þeirra sé sumra ganga á Brimarhólm lítilsverð. Snorra sækist námið hægt, er alls níu ár í skóla, en skólanámið dróst jafnvel lengur ef nemendur kunnu litla latínu og komu illa und- irbúnir í skóla. Eftir árið er hann í þrítugasta sæti í skólaröðum Skál- holtsskóla, sjö nemar fyrir neðan hann í latínukunnáttunni, og fjói-ir nýliðar fyrir ofan hann. Veturinn 1725-1726 hækkar hann aðeins um eitt sæti í skólaröðinni, verður sá 29., en tekur sig á veturinn eftir og kemst upp í 23. sæti. Veturinn 1727-1728 reynist Snorri aftur óhemju slappur og hækkar sig að- eins um eitt sæti. Vorið 1728, eftir fjögurra vetra nám, situr hann í 22. sæti og er sá fjórði í lægri bekk, í hóp hinna óæðri inferíores. Sækist námið hægt vegna þess metur aparíið hærra en armálin? Ýmsar aðrar skýringar eru hugsanlegar. Lélegur aðbúnaður dró mátt úr ölmusupiltum. Undir vorið fá ölmusunemar betra viðurværi til að þola erfiða og langa reisu heim. Skóia Iýkur um krossmessu á vori, 3. maí. Maí kalla skólapiltar strákamánuð, því að síðustu skóladagana er hætt að gefa nótur og refsa með líkamlegu straffi fyrir lélega frammistöðu, ósæmilega munnræðu og annað óskikki til orðs og æðis. Síðustu dagamir eru því oft notaðir til þess- að jafna ýmis met með myrkraleikn- um „snorra", sem einnig er brúkað- ur til að tugta til nýsveina á haust- ip. Rektor, heyrari og biskup eru fegnir að losna brátt við spennta lambhrútana og láta sem þeir heyri ekki þótt kynngimagnaður hávaði berist úr Skólaskála sðustu dagana. Snorrinn, sem skólasveinar grípa til nokkrum sinnum á ári, getur því í strákamánuði orðið hávaðasamari og óheflaðri en ella. Þeir sem standa fyrr snorranum — þeir sterku sem elda grátt og þurfa að ná sér niðri á sögusmettun og leiðinda yrðlingum — tjalda með vaðmálsbrekánum sínum fyrir gluggana þétt, svo engin birta nái' að skína inn. i myrkri er ekki hægt að greina hver gerir hvað. í myrkri hverfa vökul augun sem halda öllu • í hemju. Þeir sem eru í árásarham hefja leikinn með því að slá í rúmin með höndunum og stappa í gólfið. Ógnþrunginn takturinn hefur se- fjandi áhrif og magnar andrúms- loftið í dimmum skálanum. Einhver forsprakkanna gehgur um og slær eld og slekkur svo að fórnarlömbin þekkist úr. Þá taka höggin að dynja á ho.ldi sem tré. Húsið nötrar undan dynkjunum, sem þjóna sama til- gangi og trumbusláttur við aftökur, auka sæluhroll þeirra sem eru hólpnir og kæfa vein hinna ótta- slegnu. Snorrinn hleypir af nokkru af innibyrgðri spennu vetrarins, og skólasveinar halda í hópum heim í dreifðar byggðir til að slæpast eða •sinna bústangi. að Snorri skynsemd- G vuðrún Ásmundsdóttir leikkona er íslending- um að góðu kunn. í bókinni Ég og lífið gefur hún lesendum innsýn í margbrolið líf sitt þar sem skipst hafa á gleði og sorg, sigrar og ósigrar, trú og efi. Hún ræðir á opinskáan hátt um bernsku sína, ást, hjónabönd, störf og list. Líf Guðrúnar er hlaðið andstæðum og miðlar hún reynslu sinni af mikilli einlægni og næmni. Inga Huld Hákonardóttir hefur skrásett áhrifaríka og heillandi sögu Guðrúnar Ásmundsdóttur af miklu listfengi. Eg og lífið er einhver óvenjulegasta æviminningabók sem komið hefur út á íslandi. VAKtó HELGAFELL SlÐUMÚLA 29 SÍMI6-88-300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.