Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 57

Morgunblaðið - 19.12.1989, Page 57
L MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 57 Dagrún Kristjánsdóttir „Guð er réttlátur, þó svo að okkur mönnun- um sýnist stundum ann- að, hann hugsar ekki í mánuðum og árum, hann hugsar í öldum og eilífðin er löng og engin hætta á öðru en að rétt- læti Guðs nái fram að ganga.“ Skapara himins og jarðar meira rúm í hjörtum sínum, þá væri ekki svo illa komið fyrir mannkyninu. Mennimir tóku öll ráð í sínar hend- ur og gleymdu þeim Guði sem gefið hefur allar þær gjafir sem mennirnir ráðskast með bæði óvit- urlega og illa. Það fer fjarri því að Guð sé ímyndun og rugl. Hann er staðreynd, og hann er máttugri en margur myndi óska, ef til kem- ur að honum yrði ofboðið með ranglæti og grimmd mannanna hvers í annars garð. Ég geri ráð fyrir að sú stund sé löngu komin, en Guð er þolinmóður og vonar í lengstu lög að mennimir sjái að sér og að hann þurfi ekki að grípa til harkalegra aðgerða. Hann von- ar að mennimir sjái að sér og iðr- ist illverka sinna. Það er vert að íhuga að ef til vill hefði ástandið verið langt um verra ef enginn Guð væri til, því að ömggt er að hann reynir að hafa áhrif á mennina til góðs, en fáir hlusta. Alltof margir þagga niður rödd samviskunnar í hjarta sínu, en rödd samviskunnar er rödd Guðs í sjálfum þér. Hvað er svo mikilsvert í þessum forgengi- lega heimi að það borgi sig að neita að hlýða á þá rödd sem vill leiðbeina þér og búa þér langt um betra líf, bæði á jörðu og á himni? Það eina sem þú þarft að gera er að hlusta eftir rödd þíns betri manns og reyna að fylgja henni. Það er ekki einhlítt að gull og VELA-TENGI 7 / 2 Allar gerðir Öxull - í - öxul. Öxull - í - flans. Flans - í - flans. .i^L ©teMfflaDgBW cSémsMira & M. Vesturgötu 16 - Simar 14680-132» grænir skógar gefi þér þá ham- ingju sem þú leitar. Það er eðlilegt að allir vilji vera gæfusamir, en leiðin til þess liggur ekki í því að geta gert allt sem hugurinn gim- ist. Mennimir em svo .skammsýnir að þeir sjá ekki að’*með ágirnd sinni og eigingimi em þeir að hlaða upp nær óyfirstíganlega tor- færa fyrir sjálfa sig seinna þegar að skuldaskilum kemur. Það er ekki Guð sem leggur torfæramar heldur hver og einn fyrir sjálfan sig. Hver röng hugsun, orð og gerðir — mætir okkur seinna óum- flýjanlega og veldur okkur erfið- leikum á langri leið til hærri og betri heima. Illt er að verða fyrir ranglæti af öllum toga, en betra er það þó, en að valda því sjálfur. Þetta hendir okkur öll og ekki neinn undanskilinn. Það er mjög slæmt, en ef að við hlýðum á rödd Guðs í hjarta okkar, þá ættum við að sjá að við höfum gert það sem rangt er og reyna að bæta fyrir það og gera það ekki aftur að öllu sjálfráðu. Hinn frjálsi vilji mannsins gerir það að verkum að hann leiðist auðveldlega afvega. Er það eink- um vegna þess að það sem illt er, sýnist flest vara svo eftistóknar- vert, einnig það, að það er auðveld- ara að fara niður brekkuna en upp. Það er léttara að fylgja múgnum en að standa einn á móti, það er léttara að segja ósatt en satt í mörgum tilyikum, það er léttara að launa illt með illu en góðu. En hvað stendur skrifað í helgri bók: Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig. Það er rétt að þetta er flestum mönnum of- viða, en mætti ekki vera einhver millivegur? Guð býst ekki við því að mennirnir nái því á einu stuttu æviskeiði að verða honum líkir að fullu, en hann ætlast til þess að mannkynið þokist upp í þroska og reynist meðbræðram sínum betur en nú er. Það er að öllu leyti óskyn- samlegt að böðlast í gegn um lífið með það eina augnamið að ná sem mestum eiginhagsmunum, það leiðir aðeins ógæfu yfir okkur, ef ekki í þessu lífi, þá í því næsta. Við megum ekki vera svo skamm- sýn að halda að jarðlífið sé allt og eftir það ekkert. Það er rangt að álíta það- Það er betra að trúa á annað líf eftir jarðlífið, — þó að það reynist rangt — því að trúum við ekki á það og það reynist rangt, mun það hafa mikla erfið- leika í för með sér. í fyrra tilfell- inu vitum við ekki af því þó að okkur skjátlaðist, í því síðara geta afieiðingarnar af trúleysi okkar orðið dýrkeyptar. Við munum þurfa að greiða skuldir okkar til síðasta eyris, þær sem við höfum stofnað til með eigingjömum og illum hætti á æviskeiði okkar. Eins munu okkur verða greidd ríkuleg laun fyrir það sem við geram vel og viljum gera vel jafnvel þó að aðstæður komi í veg fyrir að við getum það. Guð er réttlátur, þó svo að okk- ur mönnunum sýnist stundum annað, hann hugsar ekki í mánuð- um og áram, hann hugsar í öldum og eilífðin er löng og engin hætta á öðra en að réttlæti Guðs nái fram að ganga. Það eina sem við þurfum að gera er það að muna eftir honum, vita að hann hjálpar okkur ef við erum í erfiðleikum • og biðjum hann um hjálp. En umfram allt eigum við að hlýða á rödd Guðs í hjarta okkar og reyna að fara eftir henni. Höfundur er fyrrvenindi húsmæðrakennari. SAMEIGINLEGT ARSKORT fyrir skíðasvæðin í Bláfjöllum, Skálafelli og Hamragili Sala er hafin! Fullorðnir kr. 7-800,- ■0^ -ív' ^ Börn kr. 3.900,- SÖLUSTAÐIR ÁRSKORTA Sportval Sportmarkaðurinn Útilíf Hlemmi Skipholti 50E Glæsbæ Sportval Rakarastofan Sportlíf Kringlunni Vesturgötu 48 Eiðistorgi 13, Byko Bókab. Ásfeli Seltjarnarnesi Hafnarfirði Þverholti, Mosfellsbæ Níels Ingólfsson Byko Sína Þórðardóttir Heiðvangi 22, Breiddinni Birkiteigi 2, Hafnarfirði Skíðaleigan Mosfellsbæ Jón Sævar Hringbr. Sjúkraliðaskólinn Hlíðabyggð 6, Fálkinn Kristbjörg Þórðar Garðabæ Suðurlandsbraut 84476 Bikarinn Víkingur skíðaskáli Skólavörðustíg 98-34666 Markið Ármúla Skálafell Raftækjaverslunin Hekla KR-heimilið Bláfjallanefnd Fríkirkjuvegi 11 Bláfjallaskáli Skíðamiðstöð Bláfjöllum SPARIÐ FÉ, TÍMA OG FYRIRHÖFN!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.