Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 59

Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 59
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 59 Ef Snorri hefði fengið tilboð frá Germönum eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson íslendingar hafa löngum verið stoltir af menningararfleifð sinni, og ekki að ósekju. Islendingasögur og Eddukvæði sanna að hér hefur ætíð búið menningarþjóð. Á hinum síðari öldum hafa getið sér hljóðs ýmis skáld sem eru í hávegum höfð, bæði hér og annarstaðar í hinum vestræna heimi. Það þykir fínt að kunna þó ekki sé nema hendingu eða setningu eftir eitt af þessum mikilmennum og segja svo kannski „eins og skáld- ið sagði“ á eftir. Meira að segja hérna um daginn þegar átti að fella stjórnina vitnaði einn ræðumanna í bæði Stein Steinarr og Jóhannes úr Kötlum. Annar ræðumanna kom í pontu og sagði að það besta við ræðuna hefði verið þessar tilvitnanir í skáldin. Það er því ekki annað að sjá en að á Alþingi sitji menn vel að sér og stoltir af menningararf- leifð okkar. En hversvegna er áhuginn á þeirri list sem í dag er verið að skapa ekki meiri en raun ber vitni? Sam- kvæmt fjárlögum á að skera enn einu sinni af úthlutun til Kvikmynda- sjóðs. Upphæð sem ætti að vera nálægt 150 milljónum er 71 milljón. Þetta er ekkert nýtt. Frá stofnun sjóðsins hefur aðeins einu sinni verið úthlutað í hann samkvæmt fjárlög- um. 71 milljón nægir til að styrkja eina leikna kvikmynd í fullri iengd, auk ýmissa smærri verkefna. Ein kvikmynd er ekki mikið fyrir þjóð sem á þess kost að sjá á annan tug leikverka á sviði á hverju ári, enda nemur styrkur hins opinbera til leik- • listarinnarum 400 milljónum. Undir- ritaður á erfitt með að skilja hvers- vegna kvikmyndalistin er ekki sett á sama stall og systir hennar á svið- inu. Nú er þetta alls ekki skrifað til að bölsótast út í leiklistina og hversu vel er gert við hana, enda væri ég þá aumur listvinur. Nei, þetta er skrifað til að bölsótast út í ríkis- stjórn íslands sem getur ekki séð sóma sinn í að greiða Kvikmynda- sjóði þá upphæð sem Alþingi hefur ákveðið með lögum að sjóðurinn skuii fá. Hvernig í ósköpunum á Kvik- myndasjóður að rækja hlutverk sitt ef hann fær ekki það fjármagn sem honum ber? Útlendir menn skilja með því að horfa á íslenskar myndir hversu auðug við erum af snjöllu fólki í þessari listgrein. Það er varla svo að íslensk kvikmynd fari utan að hún komi ekki til baka með ein- hverskonar tilnefningu eða útnefn- ingu festa við sig. Hvernig er hægt að halda þessu áfram fyrir 71 millj- ón á ári? Hvérnig er hægt að koma í veg fyrir landflótta okkar færasta kvikmyndagerðarfólks ef það sér fram á að fá starf við sitt hæfi í eitt ár af næstu tíu? Hvernig á Kvik- myndasjóður að halda glóðinni lif- „Staðreyndin er sú að án öflug’s styrks frá ríkinu þrífst umsvifa- mikil listgrein eins og kvikmyndagerð ekki og gildir þá einu hversu fögur hlíðin er.“ andi í því unga fólki sem kemur inní greinina í millitíðinni? Staðreyndin er sú að án öfiugs styrks frá ríkinu þrífst umsvifamikil listgrein eins og kvikmyndagerð ekki og gildir þá einu hversu fögur hlíðin er. Ég held að þingheimur ætti að hugsa sinn gang áður en hann geng- ur enn einu sinni á bak orða sinna, og gera sér grein fyrir því að sú list sem er verið að skapa í dag er menn- ingararfleifð morgundagsins. Það sem gildir er forsjálni, í dag er jú verið að skapa tilvitnanir sem notað- ar verða á eldhúsdögum eftir svo sem þrjátíu eða fjörutíu ár. Eigum við til dæmis að ímynda okkur að fyrir tæpum 800 árum hafi borist bréf að Reykholti frá útlöndum þar sem Snorra hefði verið boðið að koma og skrá sögu Germana og hann þekkst boðið? Eigum við að taka annað dæmi og ímynda okkur að Halldór Laxness hefði sest að í Hollywood og farið að framleiða kvikmyndir þar, eins og ætlun hans var einu sinni? Það á hver sína uppá- halds bók eftir Halldór og persónu- lega teldi ég mig fátækari mann ef ég hefði aldrei lesið sumar af þans bókum. Þetta eru auðvitað bara upphugs- uð dæmi sem aldrei urðu, sem betur fer. En þetta gæti gerst í kvik- myndagerðinni. Og það gerist ef þeir sem ábyrgir eru sjá ekki að sér. Höíiwdur er í Félagi kvikmyndagerðarmanna. ÞRJÁR STÓRGÓPAR HLJÓMPLÖTUR '•yim.Árs- Sverrir fer á kostum eins og vanalega Ný barnaplata með sönghópnum Ekkert Rúnar Þór í stöðugri framför og greini- og er íslenskt mál í hávegum haft eins mál. Sérlega vönduð plata. legur stíll farinn að festa rætur. og hans er von og vísa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.