Morgunblaðið - 19.12.1989, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESBMBER 1089
«64
Ritvélar
í úrvali
Verð frá kr. 17.900,-stgr.
EinarJ. Skúlasonhf.
Grensásvegi 10, sími 686933
LITAVER
XI
UTAVER
Grensásvegi • Sími 82444
Enn um lax:
Matfískeldi á heljarþröm
eftirBjörn
Jóhannesson
Mottó: „Nú er spurn: Hvernig má
það vera, að 2.500 milljón-
um króna sé varið til að
gera mannvirki fyrir óarð-
bært matfiskeldi svo og til
þess að reisa eldisstöðvar
til framleiðslu á laxaseiðum
sem eru óseljanleg?"
I
Ofanskráða setningu er að finna
í grein eftir höfund þessara athuga-
semda í Morgunblaðinu 19. maí
1987. En síðan 1987 hefur enn
syrt í álinn: Nú er það deginum ljós-
ara, að því fer víðs fjarri að hérlend
framleiðsla á laxi í sjókvíum eða
strandkvíiim standi undir kostnaði
eða reynist arðvænleg í framtíð-
inni. Okkar eldiskvíalax er undan-
tekningalítið lakari en hjá erlendum
keppinautum. Mér er þó tjáð að lax
sem alinn er í strandkvíum sé tals’-
vert betri matur en sjókvíalaxinn,
en hins vegar er strandeldi óhóflega
dýrt vegna mikils stofn- og raforku-
kostnaðar og lítils vaxtarhraða
(kaldur sjór).
Það er mikilvægt, að hinn al-
menni skattborgari, en þó einkum
þeir sem ráðskast með sparifé
landsmanna og ákvarða skatt-
heimtu, geri sér grein fyrir því, að
fiskframleiðsla á íslenskum laxi til
matar er í dauðateygjunum og að
henni verður ekki bjargað, jafnvel
þó að almannafé sé í vaxandi mæli
sóað í slíkum tilgangi. Til þess að
renna stoðum undir þessa áiyktun
er nærtækast að vitna til norskrar
reynslu.
1) Vegna ört vaxandi heims-
framleiðslu á eldislaxi, ekki síst á
gæðafiski, hefur verð á alþjóða-
mörkuðum farið hraðlækkandi,
þrátt fyrir aukna neyslu. Þetta hef-
ur valdið gjaldþroti margra fiskeld-
isfyrirtækja í Noregi, eins og komið
hefur fram í íslenskum fjöimiðlum.
Sem dæmi mætti nefna einna
stærstu og óvæntustu uppákomu á
þessum vettvangi, nefnilega gjald-
þrot hinnar voldugu Mowinckel-
samsteypu, Saga Seafood Inter-
national, sem bjó við góða fram-
leiðsluaðstöðu í Noregi og einnig í
Skotlandi, írlandi og Kanada.
Hlutafé félagsins, jafnvirði um 280
millj. íslenskra króna, er glatað.
Skuldir félagsins umfram eignir eru
í ísl. krónum um 1.260 miiljónir og
það hefur fengið að láni hjá lána-
stofnunum nálega 1 milljarð ísí.
króna; tap bankanna er áætlað um
420 milljónir reiknað í ísl. krónum.
(Heimild: Dagens Næringsliv
16/6/89.)
2) Mér hafa borist áreiðanlegar
upplýsingar um framleiðslukostnað
á eldislaxi við misjafnar aðstæður
á strandlengju Noregs. Það kemur
í ljós, að framleiðslukostnaður á
nyrstu svæðunum er meira en tvisv-
ar sinnum hærri en á syðri hluta
strandlengjunnar, en álíka góðar
aðstæður og þar um ræðir fyrir-
finnast í öðrum laxalöndum, svo
sem Færeyjum, Shetlandseyjum,
Skotlandi, írlandi, á vesturströnd
Kanada og í Chile. Nú er fram-
ieiðsluaðstaða í kvíum við íslands-
strendur mun lakari en í Norður-
Noregi, og er því varlega áætlað
að framleiðslukostnaður hér sé
a.m.k. 2 'A> sinnum meiri en við al-
gengar aðstæður í samkeppnislönd-
unum.
Með vísaa til framangreindra
staðreynda ætti málið raunar að
vera útrætt: Eldi á laxi til matar
við íslandsstrendur er fráleitt og
má telja óðs manns æði að stofna
til slíks atvinnurekstrar. Líku máli
gegnir um strandeldi á laxi, en
nýlegar kannanir á eldi sjóbleikju
við slíkar aðstæður — aðallega
framkvæmdar af hinu dugmikla
fyrirtæki Smára hf. í Þorlákshöfn
— benda til þess, að hér gæti orðið
um ábatasama framleiðslu að ræða,
svo fremi sem unnt sé að ráða seltu-
magni eldisvatns og viðhalda við-
hlítandi hita.
II
Á árunum 1984 og 1985 var
hörgull á laxaseiðum í Noregi fyrir
sjókvíaeldi og varð nokkur innflutn-
ingur vegna þessa skorts. Haustið
1986 fór 10 manna hópur íslenskra
laxamanna í kynnisferð til Noregs
og lagði þá hart að Norðmönnum
að kaupa íslensk laxaseiði. Mátti
hópurinn þó vita, að vegna þess hve
íslenskur lax verður snemma kyn-
þroska má hann heita ónothæfur
fyrir sjóeldi. Enda varð árangurinn
af srnávægilegum útflutningi seiða
frá íslandi afleitur, bæði til Noregs
og írlands. Nú, tæpum 3 árum eft-
ir umrædda Noregsför, er umfram-
framleiðsla eldisseiða í Noregi slík,
að talað er um að setja í gúanó eða
selja Sovétmönnum til neysiu um
20 milljónir laxaseiða. Og sam-
kvæmt nýlegum fréttum Morgun-
blaðsins er talið, að á þessu ári
verði um 100 áf 370 seiðaeldis-
stöðvum Norðmanna gjaldþrota.
III
íslenskar eldisstöðvar hafa jafn-
an verið taldar öfundsverðar fyrir
að ráða yfir volgu og köldu, ómeng-
uðu lindarvatni. En eins og síðasti
kafli (II) sýnir, hafa Norðmenn
komist upp á lag með að framleiða
hraust sjógönguseiði, án jarðhita
eða ómengaðs vatns, og líku máli
gegnir um aðrar laxaþjóðir við Atl-
antshaf. Því má segja að yfirburðir
okkar á þessu sviði hafi að mestu
horfið. En sérstaða okkar að þessu
leyti ásamt voninni um seiðaútflutn-
ing munu hafa verið aðalhvatar
þess, að risið hafa upp margar
seiðaeldisstöðvar án þess að eiga
vísan markað fyrir framleiðsluna.
Svo þegar ekki tókst að selja seið-
in, var gripið til þess óyndisúrræðis
að ala þau í matfiskstærð í eldis-
kvíum serfi komið var fyrir víðsveg-
ar við strendur landsins. Afleiðing-
um þessara mistaka hefur verið
lýst hér að framan. Þá hefði verið
nær að fara að dæmi Norðmanna
og farga hinum óseljanlegu seiðum
í gúanó. Ákjósanlegast hefði þó
verið að sleppa þeim til hafbeitar,
en til þess að sæmilega mætti til
takast um slíka meðferð voru undir-
búningur og aðstaða ónóg.
IV
Nú skulum við líta á mottó þess-
arar greinar. í dag myndi efni þess
óbreytt af minni hálfu nema hvað
upphæðina 2.500 milljónir yrði að
hækka allverulega. Mér er ekki
kunnugt um að birtar hafi verið
upplýsingar um heildarfjárfestingu
vegna stofn- og rekstrarkostnaðar
laxeldisstöðva. Það eina sem ég hef
fregnað í þessu sambandi er að
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar
ábyrgðist 800 milljóna króna stofn-
lán fyrir fiskeldisstöðvar, væntan-
lega fyrst og fremst vegna frameld-
is á óseljanlegum seiðum. Jafnframt
jukust umkvartanir og áróður lax-
eldismanna, því að það þurfti að
greiða fyrir seiðin og síðan að fóðra
þau! Með talsverðu brambolti tókst
núverandi ríkisstjórn í byrjun þessa
árs að fá Alþingi til að samþykkja
2.000 milljóna króna ábyrgð vegna
rekstrarkostnaðar stöðvanna. En
Landsbankinn, sem hafði hugboð
um að viðkpmandi eldisfyrirtæki
myndu aldrei geta greitt lánin, neit-
aði að taka gilda ábyrgð ríkissjóðs.
Þá var með pennastriki ákveðið af
stjórnvöldum, að Framkvæmda-
sstofnunin skyldi sjá svo um að
bankinn yrði ekki fyrir skakkaföll-
Björn Jóhannesson
„Og þá kemur að spurn-
ingunni: Hverjir eru
valdir að einu afdrifa-
ríkasta víxlspori
íslenskrar atvinnuþró-
unar? Svarið er auðsætt
að því leyti, að hrak-
föllunum hefur ráðið
einstefnu-áróður í fjöl-
miðlum.“
um í þessu sambandi. Það er að
vísu mjög ágiskanakennt, en ég
myndi telja varlegt að breyta orða-
lagi umrædds mottós á þann veg,
að í stað upphæðarinnar 2.500
milljónir — sem er rúmlega 2ja ára
gömul áætlun — komi talan 5.000
milljónir. Þetta svarar til 100.000
króna meðalálags á hveija fimm
manna fjölskyldu í landinu. Sé tap-
að hlutafé gjaldþrota fyrirtækja
innifalið í þessari upphæð, er efalít-
ið um varlega áætlun að ræða.
Verði vítahringnum fram haldið,
aukast álögurnar jafnframt. Ég
auðkenni þetta sem „álag“, með því
að langmestur hluti, ef ekki allur
hluti, þessa fjár er fyrirsjáanlega
glataður, og þar vai'ður almenning-
ur, eða varnarlausir skattborgarar,
fyrst og fremst fyrir áfallinu. En
framkvæmdaaðilar og byggðarlög
verða einnig fyrir umtalsverðu tjóni,
og afleiðingarnar geta orðið hörmu-
legar fyrir lítil sveitarfélög og ein-
staklinga, sem kunna að hafa veð-