Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 70
G8(Jf H39M323<3 .(H HUOÁCI^JÍÖIHh CtKJAJÖVÍUOHÓM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER .1989 '
[ V
70
Minning:
Helga Jónsdóttir
Fædd 1. jaiiúar 1896'
Dáin 10. desember 1989
í dag kveðjum við ömmu okkar,
Helgu Jónsdóttur, sem andaðist 10.
desember. Hún fæddist 1. janúar
1896- í Njarðvík við Bofgarfjörð
eystri, dóttir hjónanna Jóns Hall-
geirssonar og Sigþrúðar Bjarna-
dóttur. Þau áttu auk ömmu fjóra
syni; Hallgeir, Stefán, Jón og Óla
sem allir eru látnir. Móður sína
missti hún 4 ára að aldri og fluttist
hún þá með föður sínum, tveimur
bræðrum, þeim Hallgeiri og Óla,
ásamt föðurömmu sinni, Helgu
Ólafsdóttur, til Bakkafjarðar.
Amma minntist Helgu ávallt með
hlýhug. Tvær hálfsystur eignaðist
amma, þær Jóhönnu, sem er látin,
og Jónu, sem býr í Hveragerði. Jón
faðir ömmu drukknaði ásamt Hall-
geiri bróður hennar þegar hún var
12 ára. Arin ömmu á Bakkafirði
er hún í fóstri hjá Halldóri Runólfs-
syni og konu hans, Sólveigu Björns-
dóttur. Var henni tíðrætt um þessi
ár og greinilegt að þarna hefur hún
notið alls góðs.
Um tvítugt fer hún suður til
Reykjavíkur og er hér veturlangt.
Hún vann fyrir sér á greiðasölustað
sem þá var rekinn í Iðnó við Tjörn-
ina. Þar nemur hún þekkingu sína
í matargerðarlist, sem hún bjó að
alla tíð. Frístundir notaði hún til
náms hjá nunnunum í Landakoti
og Jærði hjá þeim hannyrðir.
Árið 1918 giftist amma Kristni
Andrési Jónssyni og eignuðust þau
6 börn; Áróru, sem er látin,
Mínervu, gift Siguijóni Valdasyni,
en hann er látinn, Iðunn, gift
Ágústi Kjartanssyni, Jón, sem býr
með Sigríði Eysteinsdóttur, Halldór
og Sólveigu, sem gift er Einari
Guðmundssyni. Kristinn afi lést
árið 1967.
Við systkinin vorum heimagang-
ar hjá ömmu þó að við byggjum
ekki í næsta nágrenni við hana.
Alltaf var gott að koma til hennar,
hvort heldur það var í hangikjötið
á Þorláksmessu eftir erfiðan dag,
eða bara til að fjalla um lífið og
tilverana. Amma hafði létt skap og
var alltaf tilbúin til að ræða alla
hluti, bæði í gamni eða alvöru. Hún
var framkvæmdasöm og var sífellt
með einhverjar áætlanir um það
sem hún ætlaði að koma í fram-
kvæmd. Heimilið og fjölskyldan var
henni mikils virði og sinnti hún
hvoru tveggja af mikilli kostgæfni.
Amma var komin á sjötugsaldur-
inn þegar við eldri systkinin munum
hana fyrst. Henni var mikið í mun
að taka þátt í því sem við vorum
að gera og reyndi hún af fremsta
megni að setja sig inn í okkar hugð-
arefni. Hún var því ekki bara amma
okkar heldur einnig góður vinur,
sem vildi okkur allt hið besta. Það
var fengur fyrir okkur sem yngri
vorum að njóta af lífsreynstu henn-
ar. Hún hafði skoðanirá hlutunum,
þannig gerði hún mikinn greinar-
mun á þýskri „glæsikerru" og jap-
önskum „smábíl“ og vildi að sjálf-
sögðu frekar aka í glæsivagni held-
ur en í smábílnum okkar. Þetta var
eitt af því sem gerði ömrnu sérstaka
í okkar augum og því gaman og
spennandi að umgangast hana. Það
gat jafnvel verið hún, sem stakk
upp á því hvort við ættum ekki að
fá okkur „snarlfæði". Þannig reyndi
hún að lifa í takt við tíðarandann.
Umhyggja hennar fyrir okkur
kom berlega í ljós, þegar.foreldrar
okkar voru búsettir erlendis og við
í námi hér heima. Ef við vorum
ekki fyrri til, þá hafði hún samband
við okkur, til þess að vita hvernig
við hefðum það eða bjóða okkur í
mat, þá um nírætt.
Lífið var ömmu ekki alltaf auð-
velt, fremur en mörgum öðrum sem
t
Systir okkar,
ELÍSABET ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hamrahlíð17,
lést í Hafnarbúðum laugardaginn 16. desember.
Karl Þórðarson,
Viktor Þórðarson.
t
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Unhól,
Þykkvabæ,
lést í Landsspítalanum að morgni 18. desember.
Börnin.
t
Bróðir okkar og móðurbróðir,
STEFÁN GUNNARSSON,
Samtúni 10,
lést i Landspítalanum 15. desember.
Ragna Gunnarsdóttir, Garðar S. Helgason
Guðrún Gunnarsdóttir,
Lilja Gunnarsdóttir, Gunnar Bjartmarsson.
t
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar,
GUNNAR ÓLAFUR GUNNARSSON,
Hamrahlíð23,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur ó heimili sínu 6. desember.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Þorbjörg S. Sigurbergsdóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Þórunn Gunnarsdóttir.
t
Maðurinn minn,
VALGARÐUR KRISTINN MAGNÚSSON
málarameistari,
er látinn. Jarðarförin auglýst siðar.
Magnea Ósk Kristvinsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
BJARNHÉÐINS HALLGRÍMSSONAR,
Grensásvegi 56.
Dagný Pálsdóttir
og dætur.
Björný Hall Svems
dóttir — Minning
Fædd 10. ágúst 1922
Dáin 10. desember 1989
í dag fer fram útför elskulegrar
ömmu okkar, Björnýjar Hall. Hún
fæddist 10. ágúst 1922 að Eiðurn
í Garði. Foreldrar hennar voru
Sveinn Ásmundsson, prentari og
þúsundþjalasmiður, og Halldóra
Sigvaldadóttir. Hún var enn korna-
barn þegar henni var komið í fóstur
■til sæmdarhjónanna Þorleifs Ingi-
bergssonar, útvegsbónda, og Júlí-
önu Hreiðarsdóttur að Hofi í Garði.
Þar ólst hún upp við gott atlæti í
hópi uppeldissystkina sinna, Sigur-
bergs sem nú er nýlátinn, Sigríðar,
Júlíönu Guðrúnar og Pálínu Hreið-
bjargar. Amma átti líka hálfsystur
sem enn lifir, Sveinbjörgu Svein-
björnsdóttur, og býr að Hvammi í
Garði.
17 ára ræður amma sig í vist í
Reykjavík, svo sem títt var á þeim
árum. . Síðan liggur leiðin til
Husavíkur, þar sem hún kynnist
verðandi eiginmanni sínum, Hall-
grími Magnússyni frá Múlakoti í
Lundarreykjadal. Þau bjuggu sinn
búskap í Reykjavík, þar sem afi var
múrarameistari. Böm þeirra eru:
Julíana Erla, fædd 1941, Magnús
Anton, fæddur 1943, tvíburarnir
Þorleifur og Gunnar, fæddir 1947.
Þeir eru báðir látnir. Halla Helga,
fædd 1950, Þorleifur Jónatan,
fæddur 1953, og Ástráður Elvar,
fæddur 1959.
Þær eru eftirminnilegar stund-
irnar sem við áttum saman með
ömmu í Fellsmúlanum. Hún stjórn-
aði stóru heimili af skörungsskap,
og sat löngum við hannyrðir. Saum-
aði hún út púða, stóla og myndir.
Hún var með eindæmum fljót að
taka upp nýjungar og til þess að
fylgja eftir ýtmstu kröfum sínum
um hreinlæti og óaðfinnanlegan
brag á heimilinu lét hún sérpanta
bónvél frá Englandi, áður en ryk-
sugan hafði einu sinni náð umtals-
verðri útbreiðslu hér á landi.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
að fara að heimsækja ömmu því
að alltaf fengum við svo góðan mat
hjá henni. Hún var mikill tónlistar-
unnandi, hafði yndi af að hlusta á
tónverk meistaranna, en lék jafn-
framt sjálf á píanó. Amma var allt-
af greiðvikin og hjálpsöm við þá sem
áttu um sárt að binda. Hún var
mikil félagsvera, undi sér best þeg-
ar tekið var í spil á góðri stund.
Amma veiktist fyrir 10 árum og
náði sér aldrei til fulls eftir það. A
þessum tíma reyndist afi henni frá-
bærlega vel. Síðustu árin vann hún
í frystihúsi Sambandsins á Kirkju-
sandi. Hún las mikið og pældi í
hlutum sem fæstir gefa sér tíma
til að velta vöngum yfir.
Nú þegar amma er horfin frá
okkur hugsum við til þeirra stunda
sem við áttum þess kost að verá
samvistum henni síðustu árin, eink-
um sumarleyfin í bústöðum á Laug-
t
Eiglnmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
húsgagnasmfðameistari,
Frakkastíg 15,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum að kvöldi 5. desember sl. Útför hans
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sesselfa Einarsdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
Gylfi Guðmundsson,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
og Kolbrún Guðmundsdóttir.
Lokað
í dag, þriðjudaginn 19. desember, vegna
jarðarfarar Jóhanns Ólafssonar.
Forval hf.
hafa lifað langa ævi. Hún þekkti
ár kreppunnar. Fóru þau afi ekki
varhluta af þeim erfiðleikum sem
henni fylgir. En hún kvartaði ekki,
það samræmdist ekki hennar skap-
gerð.
Hún hélt sitt eigið heimili alla
tíð. Það var henni til sóma hvernig
sem á er litið, þó efni hafi ekki allt-
af verið mikil. Hún prýddi það með
hannyrðum, sem hún vann sjálf og
var margt af því unnið eftir að hún
komst á efri ár.
Eftir að amma lagðist inn á
spítala í febrúar sl. var það hennar
þrá að komast heirn, til að sinna
því heimili sem hún hafði búið sér,
vera innan urn hlutina sína, þar sem
henni hafði liðið vel. Hún vildi ekki
vera baggi á neinum. Hún hafði
alla sína tíð verið sjálfstæð. Þegar
heilsan bilaði, þótti henni þrátt fyr-
ir það gott að njóta umönnunar
starfsfólks á Landakotsspítala og
síðar í Hafnarbúðum, en umönnun
þessa fólks var til fyrirmyndar og
mat hún það.
Við systkinin erum þakklát fyrir
að hafa nötið umhyggju hennar í
uppvexti okkar.
Berghildur Ýr,
Guðmundur Konráð,
Helga og Kristín
Andrea.
arvatni og í Húsafelli. Hun ’nafði
yndi af umgengni við börnin okkar
og nutu þau ástúðar hennar og blíðs
viðmóts.
Blessuð sé minning ömmu okkar.
Arna Björný Arnardóttir
Iris Edda Arnardóttir
Blómastofa
Fnðfinm
Suðurlandsbraut’lO
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöid
tii kl. 22,-einnig um helgar.
Skreytingar viö öll tilefni.
Gjafavörur.
Þ.ÞORGRÍMSSON &C0
Q0Í3OH00.
gólfflísar- kverklistar
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!