Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 71

Morgunblaðið - 19.12.1989, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1989 71 i-- T-t Minning: Jóhann Olafsson magnara vörður Nes við Seltjörn á sér merka sögu. Þar hafa setið góðbændur og höfðingjar frá fornu fari. Lengi var þar kirkjustaður fyrir siðaskipti, og þegar landlæknisembætti var stofn- að á 18. öld fékk læknirinn aðsetur í Nesi og ásamt honum hin fyrsta lyfjabúð landsmanna. Reis þá Nes- stofa. Á þessari öld var þar rekið eitt hinna stóru kúabúa tengd höfuð- staðnum. í þarfir þess voru töðu- vellir þandir út frá Nesstofu allt vestur að Seltjörn, sem hefur nú sameinast sænum. Þegar kúaskeiði lauk tók við hrossaskeið, sem nú er að enda. Síðastur sjálfseignarbænda í Nesi var Jóhann Ólafsson, sem nú er horfinn sjónum. Hann rak þó hvorki kúa- né hrossabú, heldur leigði hann tún sín og gripahús að mestu Ieyti, en hafði þó minniháttar búskaparítök, ól t.d: hænsni til eggjaframleiðslu og ræktaði garð- ávexti. Allt til þessa, meðan Nes- stofa er ekki sokkin í húsahafið á Seltjarnarnesi, hef ég litið á hana sem sveitabæ, og eiga útihúsin vissulega þátt sinn i því. En þau eru nú ýmist að týna tölunni eða í umbreytingu til nýrra þarfa. Jóhann Ólafsson var af borg- firzkum bændaættum og vann sveitastörf þar í héraði framan af aldri. Hann var því gagnkunnugur öllu venjulegu búskaparlagi að fyrri tíðar hætti. Ekki tók hann sér jörð til ábúðar eða konu til sambúðar í borgfirzkum byggðum. Eftir skóla- vist hjá samsýslunga sínum, Leifi Ásgeirssyni síðar prófessor, sem þá var skólastjóri á Laugum, og einnig eftir dvöl í Héraðsskólanum á Laug- arvatni fór Jóhann að starfa um nokkur ár fyrir Bjarna Runólfsson frá Hólmi í Landbroti, sem setti upp rafstöðvar víðsvegar eins og frægt er. Þegar Jóhann settist svo að sunnan Faxaflóa og tók að nema útvarpsvirkjun, hafði hann hlotið góða undirstöðu í rafmagnsfræð- um. Hann starfaði síðan hjá Ríkisútvarpinu óslitið meira en þijá áratugi, fyrst hjá viðgerðarstofu útvarpsins en síðan við hljóðritun, magnaravörzlu og stjórn á sendingu /útvarpsefnis, og má telja það aðal- starf hans um ævina. Hann lét af því fyrir 11 árum sakir aldurs. Forlögin höfðu búið svo um hnút- ana, að Borgfirðingnum hlotnaðist bæði jörð og kvonfang í fjölbýlinu sunnan Flóans. Hann fastnaði sér heimasætu í Nesi og settist þar um kyrrt. Þar fékk Jóhann gott gjaf- orð, Ólöfu Gunnsteinsdóttur, hina mætustu konu, greinda og fróða og góðrar gerðar yfirleitt. Undu þau hjónin' hag sínum ágætlega í aust- ursíðu Nesstofu, þrátt fyrir talsvert óhagræði hinna gömlu híbýla. En þar kom á seinni árum, að heilsu beggja hrakaði talsvert. Ólöf lifir mann sinn og sér um sig enn að verulegu leytí. Við Jóhann Ólafsson vorum sam- starfsmenn hjá útvarpinu í næstum aldarþriðjung, og þótt verksvið okk- ar væru tvenn, var samgangur allt- af mikill milli deilda og góð kynni. Ekki fór á milli mála, að Jóhann var hinn vandaðasti í orði og verki og sló ekki slöku við. Munu þeir dagar auðveldlega teljandi, sem hann vantaði á vaktina þennan langa tíma, eins eftir að hann fór að kenna verulega meins í mjöðm og fæti. Hann var þéttvaxinn og þéttur í lund og mun lengi fram eftir hafa verið kraftamaður mikill. Að skapgerð og þreki hefur Jóhann áreiðanlega ekki verið eftirbátur margra þeirra góðbænda sem fyrr- um sátu Nes. Hann var ekki mann- blendinn að marki og tók ekki mik- inn þátt í félagsmálum, en gaman er að geta þess að í fyrrahaust, er hann var áttræður, brá hann á það ráð að kalla til sin kunningja og vini og veitti þeim vel. Eg var þá staddur utanlands og missti því miður af þeirri kveðjuskál góðvinar míns Þótt Jóhann hætti störfum hjá útvarpinu nokkru á undan mér, héldum við áfram að sjást annað veifið, því að ég átti oft erindi vest- ur að Nesi til að sinna hrossum mínum, sem voru þar á húsi og stundum líka í haga. Oft var Jó- hann þá á gangi um hlöðin og stundum með sonarbörn sín sér við hönd. Hann var einlægur barnavin- ur og dýravinur. Mátti sjá það gerla jafnt á svip hans og skjólstæðing- anna. Ég man glögglega ánægju- brosið á andliti Jóhanns, þegar hann kynnti snáðann litla fyrir mér og sagði hann vera nafna sinn. Frú Ólöfu Gunnsteinsdóttur, Haraldi kjörsyni þeirra hjóna og fjölskyldufólki _ votta ég innilega hluttekningu. Ég er fullviss þess, að undir það taka gamlir samstarfs- menn Jóhanns heitins. Baldur Pálmason Jóhann Ólafsson frá Sarpi í Skorradal andaðist í Landspítalan- um þ. 11. desember sl. Með honum er genginn minnisstæður persónu- leiki senr margir munu sakna vegna mannkosta og ljúfmennsku. Jóhann fæddist 8. október 1908. Foreldrar Jóhanns voru Elín Jó- hannsdóttir, sem var annáluð dugn- aðarkona, og Ólafur Guðmundsson, Ólafssonar óðalsbónda og alþingis- manns. Börn þeirra hjóna voru 6, flórir bræður og tvær systur, og eru þau nú öll látin. Jóhann ólst upp við venjuleg sveitastörf. Oft mun hafa verið þröngt í búi á þeim árum hjá barn- margra fjölskyldu. Og ekki var mulið undir aldamótakynslóðina, því þá varð hver og einn að ryðja sjálfum sér braut. Hins vegar varð Jóhanni oft tíðrætt um æskuheimilið sitt og minntist íjölmargra atvika í góðum systkinahópi þár sem hjartarúm og kærleiki foreldranna var dýrmæt- ara veganesti en auður og stórar hallir. Oft flaug hugurinn heim í borg- firska dalinn og augun leiftruðu þegar hann fór um sveitina sína og minntist æskuáranna þar. Jóhann fór í alþýðuskólann á Laugum, og síðar lærði hann raf- virkjun. Jóhann vann á ýmsum stöð- um, m.a. á Laugarvatni. Að Nesi við Seltjörn kom hann 1. október 1937 og hefur verið þar síðan. Fyrst við sveitabúskap hjá móður okkar, sem þá var nýlega orðin ekkja. Árið 1944 hóf hann störf hjá Ríkisútvarpinu, fyrst í viðtækja- smiðjunni, síðan varð hann magn- aravörður 1948 og lét þar af störf- um rúmlega 70 ára. Trúmennska og nákvæmni var honum í blóð borin og starfi sínu hjá Ríkisútvarp- inu gegndi hann af mikilli sam- viskusemi. Jóhann kvæntist systur okkar, Ólöfu Gunnsteinsdóttur, 8. júlí 1955. Hún var dóttir hjónanna Sól- veigar Jónsdóttur og Gunnsteins Einarssonar, skipstjóra og bónda í Nesi. Ólöf er mjög Ijölhæf kona, enda bar Jóhann óþreytandi ást og umhyggju til hennar - til hinztu stundar og var það gagnkvæmt hjá þeim hjónum. Þeim varð ekki barna auðið, en tóku kjörson, Harald Jóhannsson heildsala sem kom á. heimilið sem sólargeisli og honum gáfu þau allan sinn kærleika og ást. MálMður Jörgen- sen - Kveðjuorð Fædd 25. maí 1934 Dáin 4. desember 1989 Mig langar með örfáum orðum að kveðja elsku Mollýju mína, Málfríði Jörgensen. Dóttir mín hringdi á mánudagsmorgni áður en ég fór í vinnu og tilkynnti mér lát hennar. Ég vissi að Mollý hafði orðið veik fyrir austan. Hún fór þangað um helgi til að slappa af frá öllu amstri og þar leið henni vel þótt hún væri þjáð á líkama og sál. Nokkrum dögum áður hringdi hún í mig og spurði hvort hún mætti líta inn. Við áttum yndislega kvöldstund saman. Alltaf fylgdi henni hressandi blær hvar sem hún kom. Ég man ekki eftir henni öðruv- ísi en brosandi með tindrandi falleg augu. Ef ég fitjaði upp á vandamálum, sagði hún ætíð: „Æ, tölum um eitt- hvað annað og verum bara kátar,“ og við gátum masað fram og aftur um lífið og tilveruna. Hún var mik- ill náttúruunnandi, elskaði tónlist, notaði hvert tækifæri til að syngja þegar hún heyrði falleg Iög á öldum ljósvakans og oft tók hún lag á gítarinn sinn. Hún var dugleg og stolt í gegnum sitt oft erfiða lífshlaup. Ég hugsa til hennar með þakklæti, hún var dóttur minni góð tengdamanna og sérstök vinkona hennar og barninu hennar góð amma. Seinast þegar ég fylgdi henni til dyra, sagði ég eins og ávallt: „Guð veri með þér,“ og ég endurtek það. Hafi mín elskulega vinkona þökk fyrir allt. Ása Haraldur er kvæntur Fjólu Guð- rúnu Friðriksdóttur og eiga þau tvö yndisleg börn, Guðrúnu Eddu og Jóhann Friðrik, sem voru afa mjög hjartfólgin. Jóhann var meðalmaður á hæð, fríður sínum, léttur í spori, enda íþróttamaður mikill. Hann var verk- hagur og dugnaður hans orðlagður, fyrirhyggjusamur, úrræðagóður, hann var tilfinningaríkur og gat verið ör í lund, en sérstaklega hjálp- fús öllum og með afbrigðum raun- góður, meðal annars reyndist hann okkur systkinunum mikill vinur og hjálparhella alla tíð. Jóhann var mjög söngvinn og söng í kór. Hann var líka mikill ungmennafélagsmaður og neytti hvorki tóbaks né víns, en var samt hrókur alls fagnaðar á góðum stundum, eða eins og gamalt spak- mæli segir: „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir.“ Þó syrti nú að, þá eru birtugjafar lífsins ekki endanlega á braut, því með þakklæti minnumst við allra samverustundanna sem við systk- inin áttum með Jóhanni og mun sú' minning auðga líf okkar um alla framtíð, minning um góðan mann og kæran. Olla, Halli, Fjóla, Guðrún Edda, Jóþann Friðrik, við biðjum guð' að vernda fjölskylduna og gefa ykkur styrk til að standa saman. Guð geymi elsku Jóa minn. Hafi hann þakkir fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur og fjölskyld- ur okkar. Hvíli hann í friði. Systkinin frá Nesi t Ástkær kona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugrund 22, Kópavogi, lést í Landspítalanum aðfaranótt 16. desember sl. Þórólfur Sveinsson, Birna G. Ágústsdóttir, Guðmundur Jónsson, Petrína S. Agústsdóttir, Sveinsína Ágústsdóttir, Guðbjörn Þór Ævarsson, Dröfn Ágústsdóttir, Svanur Jónatansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Unnusti minn, sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, MAGNÚS BLÖNDAL SIGURBJÖRNSSON, Stigahlfð 44, sem andaðist í Landakotsspítala 12. desember verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni i Reykjavík miðvikudaginn 20. desember kl. 13.30. Margrét Tómasdóttir, Erna Magnúsdóttir, Sigurbjörn Kristinsson, Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, Þór Hauksson, Sigurbjörn Þór Þórsson. + Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, KRISTMUNDUR ANDRÉS ÞORSTEINSSON málarameistari, Breiðvangi 26, Hafnarfirði, sem lést í Landspitalanum 13. desember sl., verður jarðsunginn í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, miðvikudaginn 20. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. * Erla Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Grétar Kristmundsson, Ágústa Arnoid, Jóhanna Sigríður Kristmundsd., Guðni Sigurður Ingvarsson, Bryndís Laila Ingvarsdóttir, Sigurjón Ingvarsson, Magnea Þuríður Ingvarsdóttir, og bamabörn. Jón Björgvinsson, Soffía Kristinsdóttir, Víðir Jóhannsson, Rósa Harðardóttir, Guðmundur Dýri Karlsson + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN ÓLAFSSON Nesi, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 19. desember, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ólöf Gunnsteinsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Haraldsson. + Hjartans þakkir til allra þeirra et sýndu samúð, vináttu og virð- ingu við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar og afa, SVEINS SIGURJÓNS STEFÁNSSONAR, Ægisbyggð 6, Olafsfirði. Björk Arngrimsdóttir, Arna, Anna, Sigrfður, Sofffa, Sveindís Ösp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.