Morgunblaðið - 12.03.1991, Page 25

Morgunblaðið - 12.03.1991, Page 25
‘MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR' 12.' MARZ T991 ‘25 Gríðarleg spenna var í loftinu, eftir að formannskjöri var lokið og talning hófst. Niðurstöðu talningarinnar var beðið í ofvæni og gerðu talningarmenn sér fulla grein fyrir eftirvæntingurini sem ríkti og luku talningu á ótrúlega skömmum tima. greindi þeim Pálma Jónssyni og Halldóri Blöndal frá því að hann teldi ekki að þeir gætu náð kosn- ingu á fundinum. Davíð ræddi einnig um möguleika þess við Ólaf G. Einarsson að hann byði sig fram til varaformanns, en Ólafur vildi ekki gefa kost á sér í sætið, en kvaðst mundu styðja Friðrik Sop- husson. Sama gerðu þeir Pálmi og Halldór og einnig Sigríður Anna Þórðardóttir, þannig að þá var orð- ið ljóst að víðtæk samstaða gat tekist innan flokksins um Friðrik og því gerði Davíð tillögu um hann til fundarins. Það má merkilegt heita að þetta val Davíðs kann að gefa sterka vísbendingu um framtíðarstjómar- hætti Davíðs. Það er alls ekki í verkahring formanns að ákveða hver verður varaformaður, heldur í verkahring landsfundarins. Því var það ekki persóna Friðriks sem fór fyrir brjóstið á stórum hluta landsfundarfulltrúa, heldur til- nefning formannsins. Vissulega var staðan þröng og naumur tími til stefnu. Nánast engin umræða hafði farið fram um hver væri hugsanlegur varaformaður. Sú umræða var í það minnsta ekki með neinum alvöruþunga. Stór hópur landsfundarfulltrúa vildi fá einhveijar leiðbeiningar eða vís- bendingu um hver væri æskilegur varaformannsframbjóðandr, en þeir kærðu sig ekki um tilskipun að ofan. Það er alveg ljóst að Friðrik á ekki upp á pallborðið hjá nánum vinum og stuðningsmönnum Dav- íðs, auk þess sem margir fulltrúar utan að landi vildu varaformann úr sínum röðum, þó svo að Friðrik njóti vinsælda og trausts þeirra á meðal. Þótt tilnefning Davíðs sé umdeild, felst í henni stjórnkænska og þor. Friðrik er nánast óumdeild- ur innan Sjálfstæðisflokksins, ef undan er skilinn þröngur hópur manna. Hann er almennt talinn hafa vaxið af verkum sínum og ákvörðunum. Það að hann vék fyr- ir Davíð úr varaformannssætinu á landsfundi fyrir hálfu öðru ári hef- ur orðið honum til virðingarauka fremur en hitt, og því er líklegt að val Davíðs á varaformanni geti orðið til þess að flýta fyrir sáttum í flokknum. Breyttir tímar, ný vinnubrögð í lokahófi Sjálfstæðisflokksjns á Hótel Islandi á sunnudagskvöld ríkti tónn gleði, sátta og samvinnu- vilja. Að minnsta kosti var svo á yfirborðinu, en því er ekki að leyna að augljóslega krauma aðrir straumar og kaldranalegri undir- niðri, nú um stundir í það minnsta. Einkar athyglivert var að ræða við landsfundarfulltrúa á þessum gleðskap og heyra að einhveijir stuðningsmenn Þorsteins virðast þegar nokkuð sáttir við þá niðut- stöðu sem varð í formannskjörinu. í máli nokkurra ungra sjálfstæðis- manna kom fram að þeir hefðu fyrst og fremst stutt Þorstein, vegna þess að þeir teldu að vinnu- brögðin sem beitt var við mótfram- boð Davíðs, væru flokknum ekki sæmandi. Þeim væri það ekkert launungarmál að þegar til framtíð- ar væri horft, þá teldu þeir að Davíð væri sá leiðtogi sem gæti eflt Sjálfstæðisflokkinn til muna og aukið kjörfylgi hans. Þessir ungu menn voru alls ekki á því að margir úr stuðningsliði Þor- steins hefðu þegar sætt við niður- stöðuna, en þeir voru ekki frá því að slíkt gæti gerst með tímanum. Einhveijir stuðningsmenn Dav- íðs höfðu á orði að Þorsteinn Páls- son hefði ekki sýnt stórmannlega framkomu, með því að mæta ekki og ljúka dagskrá landsfundarms með 900 veislugestum á Hótel ís- landi. Dómharka annarra var minni og umburðarlyndi meira. Bentu þeir á að Þorsteinn Pálsson hefði mátt sæta einstæðum pólit- ískum ósigri fyrr um daginn, og það í beinni útsendingu. Var bent á að návígi fjölmiðlanna á ögur- stundum sem þessum hlyti að vera hveijum manni sem slíka útreið má þola nánast óbærilegt. Þor- steinn mætti svo til lokahófsins fljótlega upp úr miðnætti og varð ekki annað séð en hann bæri sig karlmannlega, þrátt fyrir hildarleik dagsins. Óvíst hver eftirmál kunna að verða Hver eftirmál verða af þessari orrustu innan vébanda Sjálfstæðis- flokksins er ekki gott að segja. Glögglega er þó góður vilji í her- búðum beggja til þess að gera gott úr málum, plástra sárin og stefna að því að skila flokknum ósködduðum frá Laugardalshöll inn á vigvöll þeirrar kosningabar- áttu sem nú fer í hönd og í kjölfar kosninga inn á akur virkrar stjórn- ar landsmálanna. :

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.