Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 291. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jeltsín tekur völdin í Kreml og afnemur sovésk ráöuneyti Atlantshafsbandaiagið ætlar að skipuleggja aðstoð við sovésku lýðveldin og býðst til að láta hermenn sína annast flutninga matvæla og dreifingu Borís Jeltsín, forseti Rússlands, kom í gær í opinbera heimsókn til Italíu og var tekið á móti honum með þeirri viðhöfn sem þjóðhöfðingja sæmir. ítalska stjórnin hefur þó ekki enn viðurkennt sjálfstæði Rússlands en á það lagði Jeltsín mikla áherslu í viðræðum sinum við ítalska frammámenn. Hér er Jeltsín ásamt Francesco Cos- siga, forseta Ítalíu, í Quirinale- höllinni í Róm. Brussel, Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, gaf í gær út tilskipun um, að Kreml, valdamiðstöð Sovétríkjanna um sjö áratuga skeið, heyrði nú undir rússneska sambandslýðveldið og einnig sovéska utanrík- is- og innanríkisráðuneytið og leynilögreglan. Voru tilskipanirnar birtar eftir að Jeltsín var kominn í opinbera heimsókn til Ítalíu en með þeim virðir hann að vettugi áskoranir Míkhaíls Gorbatsj- ovs, forseta Sovétríkjanna, um „löglegt" valdaframsal. Atlantshafs- bandalagið, NATO, ætlar að taka að sér að skipuleggja aðstoð við Sovétríkin og er reiðubúið að senda þangað hermenn til að annast matardreifingu og tryggja, að hún fari vel fram. Var þetta samþykkt á utanríkisráðherrafundi NATO í Brussel í gær og er það jafnframt í fyrsta sinn í sögu bandalagsins, að það ákveður að gangast fyrir hjálparstarfi. Með tilskipunum Jeltsíns hefur Sovétstjórnin verið svipt öllum stofnunum sínum nema varnar- málaráðuneytinu og sovésku kjarn- orkumálastofnuninni og samkvæmt fréttum var rússneskum yfirvöldum einnig skipað að leggja hald á opin- F.F.S: Endurskoð- unin taki aðeins til dómstólsins Brussel. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Kristófer M. Kristinssyni. Á ÓFORMLEGUM fundi aðal- samningamanna Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) í Brussel í gær varð samkomulag um að hrófla ekki við öðrum köflum samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) en þeim, sem fjallar um sameigin- lega dómstól, nema brýna nauð- syn beri til. Samningamennirnir voru sam- mála um, að óskyldir þættir samn- ingsins yrðu ekki notaðir sem skiptimynt til að ná málamiðlun, sem hentaði Evrópudómstólnum, en samkvæmt heimildum í Brussel þykir einsýnt, að EES-dómstóIlinn sé úr sögunni og ekki kemur til, greina nein lögsaga Evrópudóm- stólsins yfir EES. Á fundinum í gær var samstaða um að ljúka EES- samningnum þannig, að hann geti tekið gildi 1. janúar 1993 og er stefnt að því að árita hann í janúar- lok og undirrita í febrúar nk. Hefur sérfræðinganefnd verið falið að skila áliti til aðalsamninga- manna 15. janúar en talsmenn beggja forðast að nefna nokkrar hugmyndir til lausnar vandanum. íslendingar hafa hins vegar lengi verið talsmenn þess, að hin svokall- aða EFTA-stoð samningsins verði sem sjálfstæðust og öflugust. Er þar gert ráð fyrir sérstökum EFTA- dómstól, sem yrði ofar eftirlitsstofn- unum EFTA. í Brussel hafa menn einnig rætt um sameiginlegan gerð- ardóm en ljóst þykir, að dómararn- ir í Lúxemborg muni skoða allar lausnir gagnrýnum augum. berar eigur Gorbatsjovs eða forseta- embættisins, til dæmis erlendan gjaldeyri. Samkvæmt tilskipuninni hefur sovéska utanríksráðuneytið verið lagt niður en í henni segir ekkert um hver sé staða Edúards Shevardnadzes, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, eða hverra fulltrúar sendiherrar Sovétríkjanna eru nú. Um KGB eða leynilögregluna sagði, að sú deild hennar, sem starfar inn- anlands, hefði verið færð undir rússneska innanríkisráðuneytið. Einn af blaðafulltrúum Gorbatsjovs sagði í gær, að þeir hefðu frétt af tilskipununum með sama hætti og allur almenningur eða í fréttum TASS-fréttastofunnar. Leiðtogar 10 af 12 lýðveldum Sovétríkjanna koma saman til fund- ar í Alma-Ata í Kazakhstan á laug- ardag til að ræða um framtíðarskip: an hins nýja, sovéska samveldis. í gær var birt ávarp Gorbatsjovs til leiðtoganna þar sem hann skorar á þá að láta valdaskiptin fara fram að lögum en að undanfömu hafa lýðveldin keppst við að gera upp- tækar eigur sovéska ríkisins og hafa Rússar verið stórtækastir. Segir Gorbatsjov, að mesta ógæfa Sovétmanna hafi ávallt verið rudda- leg íhlutun stjórnvalda og valdbeit- ing. Þá nefnir hann nokkur atriði, sem hann telur, að hið nýja sam- veldi verði að fara eftir og ekki síst, að yfirstjóm kjarnorkuheraflans verði á einni hendi. Utanríkisráðherrafundur Atl- antshafsbandalagsins í Brussel samþykkti í gær að gangast fyrir aðstoð við Sovétríkin en í yfirlýs- ingu hans segir, að bandalagið, sem hafi ávallt verið reiðubúið að vetj- ast árás, telji það ekki síður sitt hlutverk að standa vörð um friðinn. Því bjóðist það til að láta hermenn sína „annast flutning og dreifingu vista og annarra hjálpargagna" í samstarfi við sovéska hermenn. Utanríkisráðherrarnir buðu sov- ésku lýðveldunum einnig hjálp við að uppræta kjarnorkuvopn en James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er nýkominn úr ferð. um sovésku lýðveldin, seg- ist vera fullviss um, að kjarnorku- vopn verði í framtíðinni aðeins í Rússlandi en Hvíta Rússland, Úkr- aína og Kazakhstan muni afsala sér þeim. Þá sagði Baker, að með hruni Sovétríkjanna opnuðust jafnvel möguleikar á enn víðtækari kjarn- orkuafvopnun. Reuter Slóvenía og Króatía Þjóðverjar gætu viður- kennt sjáJfstæðið fyrir jól Bonn. Reuter. ÞÝSKA ríkisstjórnin ákvað í gær að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu 15. janúar næstkomandi og e.t.v. fyrir jól, að sögn Diet- ers Vogels, talsmanns þýsku stjórnarinnar. Vogel sagði að þýska stjórnin myndi viðurkenna sjálfstæði hvers þess lýðveldis Júgóslavíu sem upp- fyllti skilyrði Evrópubandalagsins (EB). Þar er einkum um að ræða skilmála um lýðræðislegt stjórnar- far, réttindi minnihlutahópa og trygg landamæri. Samkvæmt sam- komulagi Evrópubandalagsins verða lýðveldi Júgóslavíu að uppfylla þessi skilyrði í síðasta lagi 23. desember til þess að af viðurkenningu 15. jan- úar geti orðið. En Vogel tók fram að viðurkenning Þjóðveija gæti kom- ið um leið og skilyrðin hefðu verið uppfyllt, þ.e. hugsanlega fyrir jól. Rúmenía steig í gær skref í átt til viðurkenningar sjálfstæðis Slóv- eníu og Króatíu með því að Theodor Melescanu utanríkisráðherra sagði að vegabréf þessara landa yrðu við- urkennd frá og með áramótum og íbúar þeirra þyrftu ekki vegabréfs- áritun til að ferðast til Rúmeníu. Paavo Várynen, utanríkisráðherra Finnlands, sagði í gær að finnska ríkisstjórnin myndi fara að fordæmi EB og viðurkenna Slóveníu og Króa- tíu 15. janúar að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum. George Bush Bandaríkjaforseti og Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafa lagst gegn of skjótri viðurkenningu. Slíkt gæti að þeirra sögn leitt til þess að átökin í Júgóslavíu breiddust út. Þjóðvetjar sem áttu mestan þátt í frumkvæði Evrópubandalagsins segja hins vegar að viðurkenning geti verið þrýstingur á júgóslavn- eska herinn um að hætta bardögum. Áður hafa Úkraína og Litháen viðurkennt sjálfstæði Króatíu og Sló- veníu og íslenska utanríkisráðuneyt- ið gaf út tilkynningu um viðurkenn- ingu í gær eins og greint er frá á baksíðu. Sjá baksíðu og frétt á bls. 32. Reuter Gamall Króati með Kristsmynd á krossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.