Morgunblaðið - 20.12.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 20.12.1991, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Bankarnir tóku vel í til- mæli um vaxtalækkanir STEFÁN Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka Islands, segir að fulltrúar viðskiptabankanna hafi tekið vel í tilmæli Seðlabanka ís- „Allt frá því leitað var til okkar frá Ólafsvík um samvinnu eða sam- einingxi höfum við tekið jákvætt í málið en það sem helst er verið að kanna nú er samnýting á bátum og skrifstofuhaldi," segir Atli Viðar Jónsson. „Þessar viðræður eru nú í gangi og ég tel að málið liggi ljóst fyrir um árámótin." í máli Atla kemúr fram að Hrað- lands um að lækka vexti á reglu- legum fundi viðskiptabanka og sparisjóða með Seðlabankanum í gær um verðlag og verðlagshorf- frystihús Grundarfjarðar rekur nú einn tæplega 300 tonna togara en auk vinnslu á afla hans er húsið með skelfiskvinnslu og lítilsháttar rækju- vinnslu. Rekstur hússins var endur- skipulagður árið 1989 og segir Atli að rekstur þess í fyrra og í ár hafí verið þokkalega góður miðað við aðstæður. ur, en fundurinn er haldinn mán- aðarlega þegar ný lánskjaravísi- tala liggur fyrir. Á fundinum kom fram að láns- kjaravísitala janúarmánaðar er nán- ast óbreytt frá desember en lækkar þó örlítið annan mánuðinn í röð. Lánskjaravísitala desember var 3.198 en verður 3.196 í janúar. Næsti vaxtabreytingardagur er 21. desember og þurfa bankamir að til- kynna um breytingar á vöxtum til Seðlabanka íslands í dag. Aðspurður um vaxtalækkanir sagði Stefán að hann gerði ráð fyrir að einhver breyting yrði á vöxtum, alla vega hjá þeim sem hefðu verið með hæstu vextina, en Búnaðar- bankinn hefur um nokkurra vikna skeið verið með lægstu óverðtryggðu útlánsvextina, allt þar til á síðasta vaxtabreytingardegi að sparisjóðirn- ir lækkuðu til jafns við þá. Lands- banki íslands og íslandsbanki hafa verið með hærri vexti. „Við munum skoða þessi mál mjög alvarlega og taka ákvö.rðun fyrir hádegið," sagði Stefán. Hraðfrystihús Grundarfjarðar; Tökum jákvætt í hug- myndir um sameiningu - segir Atli Viðar Jónsson framkvæmdastj óri ÁFORMAÐAR eru frekari viðræður milli forráðamanna Snæfellings á Ólafsvík og Hraðfrystihúss Grundarfjarðar. Atli Viðar Jónsson fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins, segir að þeir taki jákvætt í hugmynd- ir um sameiningu og vilji skoða það dæmi náið. VEÐUR VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hiti veður +6 snjóél ■r4 skýjað Bergen 3 rigning Helsinki 1 snjókoma Kaupmannahöfn 3 rigning Narssarssuaq +16 léttskýjað Nuuk +13 snjókoma Ósló +2 snjókoma Stokkhólmur 2 skýjað Þórshðfn 5 skýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 10 alskýjafi Barcelona 13 mistur Beriín 3 rigning Chicago vantar Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 7 rigning Glasgow 7 skúr Hamborg S rlgning London 12 rigning LosAngeles vantar Lúxemborg 7 súkf Madríd 3 þoka Malaga 16 hátfskýjað Mallorca 17 léttskýjað Montreal +16 léttskýjað NewYork vantar Oriando vantar París 11 aiskýjað Madeira 17 skýjað Róm 13 heiðskfrt Vln 4 skýjað Washington vantar Winnipeg +11 skafrenningur Hoimiid: Veðurstota Islands (Byggt á veðurspá W, 16.151 gaar) VEÐURHORFUR í DAG, 20. DESEMBER YFIRLIT: Gert er ráð fyrir stormi á austurdjúpi og Færeyjadjúpi. Skammt norðaustur af Færeyjum er 947 mb allvíðáttumikil lægð sem hreyfist norðnorðaustur og frá henni lægðardrag vestur á Grænlandshaf. SPÁ: Norðlæg gola eða kaldi, en súms staðar stinningskaldi norð- austanlands. Minnkandi él norðan- og austanlands. Frost verður víðast á bilinu 5-8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Austlæg átt. Slydda eða snjókoma með köflum og hiti nálægt frostmarki um sunnanvert landið, en éljagang- ur og 1-5 stiga frost norðanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Norðanátt með éljagangi norðanlands, en bjartviðri fyrir sunnan. Frost 4-10 stig. Svarsfmi Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður TAKN: O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / -/ Rignmg i'/ / / * / * /"*/■* Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma Flutningabílar hafa verið í stöðugum flutningum með fisk suður síðustu daga. Þegar myndin var tekin voru þrír flutningabílar að leggja upp í 550 km ferð suður, en stór flutningabíll með aftanívagni frá Ármanni Leifssyni var nýfarinn. Alls fóru um 150 tonn suður með bílum af sölu tveggja daga. Metsala á fiskmark- aðinum á ísafirði ísafirði. TÆPLEGA 200 tonn af fiski voru seld á. fiskmarkaðinum á Isafirði á mánudag og þriðjudag og er það Iangmesti afli sem þar hefur verið seldur til þessa. Meðalverð var fremur lágt, eða um 78 kr. kg af þorski, en að sögn Karls Ágústs Gunnarssonar, verksljóra hjá markaðinum, er það ekki óeðlilegt miðað við árs- tíma, en nú eru flest fyrirtæki að búa sig undir jólafrí. Um tólf tonn fóru í gám til útflutnings en 3/4 afgangsins voru sendir suður með bílum, en fjórðungur fór til vinnslu á ísafírði og í nágrannasveitarfélögum. Fiskurinn kemur ýmist af físki- skipum sem landa á ísafirði, eða að aflanum er landað í nágranna- sveitarfélögunum. Vöruflutningar Ármanns Leifssonar í Bolungar- vík sækir aflann til þorpanna og flytur síðan áfram til vinnslu- stöðva sunnanlands. Vegna þessa mikla afla varð að leigja fjölda gámaflutningabíla til að flytja aflann sem fór á Snæfellsnes til Suðumesja og í Hafnarfjörð. Að sögn Einars Garðars Hjalta- sonar, sem rekur fískmarkaðinn, hefur verið ákveðinn stígandi í sölunni frá því þeir byijuðu um miðjan júlí. Fyrstu vikurnar seld- ust 30-50 tonn á viku, en núorðið á bilinu 60-120 tonn. Auk þess að selja fískinn sér markaðurinn um slægingu og frágang á afla eftir þörfum. Kostnaður við flutningana suð- ur er 9 krónur á kíló og virðist það ekki draga.úr mönnum syðra, því yfírleitt er verð hér sambæri- legt við markaðina syðrá ef tekið er tillit til að hér er yfírleitt smærri fískur í sölu, Aukning hefur orðið ;á rekstri smáfyrirtækja í fiskiðnaði með tilkomu markaðarins að sögn Ein- ars Garðars og meðal annarra keypti bóndi í Öndundarfírði tonn af ýsu, sem hann ætlaði til herslu. - Úlfar ísafjörður: Fimm ára fangelsi fyr- ir manndrápstilraun 29 ÁRA gamall maður, Sölvi Amar Arnórsson, hefur í sakadómi ísa- fjarðar verið dæmdur til 5 ára fangelsisvistar fyrir tilraun til mann- dráps en maðurinn játaði að hafa aðfaranótt 31. maí á þessu ári stung- ið sofandi mann í kviðinn með eldhúshnífi. Hinn dæmdi játaði að á þeirri stundu hefði það vakað fyrir sér að verða manni þessum að bana.' Hinn dæmdi var mjög ölvaður þessa nótt og fór að heimili fyrrum sambýliskonu sinnar og bamsmóður tveggja bama sinna í þeim tilgangi að komast að hvort ákveðinn maður væri þar hjá konunni. Hann spennti upp glugga á íbúð hennar með að- stoð vinar síns og klifraði inn um hann. í framburði sínum sagðist maðurinn hafa tryllst þegar hann sá umræddan mann liggja sofandi við hlið konunnar. Hann hafi því sótt hníf og lagt til hans í því skyni að drepa hann. Maðurinn vaknaði við stunguna og eftir átök komst hann undan og leitaði aðstoðar í næsta húsi. Lögregla og sjúkralið komu á stað- inn. Hinn slasaði var fluttur á sjúkra- hús og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðgerðar. Hann komst til heilsu á skömmum tíma og hinn dæmdi greiddi honum fyrir skömmu 700 þúsund króna skaða- bætur vegna þessa atburðar. Hinn dæmdi hafði hreinan sakar- feril og geðrannsókn þótti ekki leiða í ljós persónuleikatruflanir eða óeðli- legar ofbeldishugmyndir. í niðurstöðum dómarans, Jónasar Jóhannssonar héraðsdómara á Vest- íjörðum, segir að með hliðsjón af játningu mannsins teljist hann sekur um tilraun til manndráps. Dómarinn segir að þótt vissulega megi hafa samúð með ákærða vegna verknað- arins, sem framinn hafí verið í mik- illi reiði og geðshræringu, verði ekki talið að refsilækkunarástæður séu til staðar, þvert á móti, enda hafí maðurinn brotist ölvaður og án nokk- urs erindis inn á heimili konunnar meðan fólk var í fastasvefni og lagt þar til manns í þeim tilgangi að ráða hann af dögum. Þó var tekið tillit til hreinskilnislegrar játningar og þess að hinn dæmdi hafði greitt þær bætur sem krafíst var. Maðurinn var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. ------» ♦ ♦----- Launavísi- tala óbreytt HAGSTOFAN hefur reiknað launavísitölu desembermánaðar 1991 miðað við meðallaun í nóv- ember síðastliðinum. Vísitalan reyndist vera 127,8 stig eða óbreytt frá fyrra mánuði. Þá segir í frétt frá Hagstofunni, að samsvarandi launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána, sé einnig óbreytt 0g er því 2,795 stig í janúar 1992.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.