Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 17 Ókunnur maður í skærgulum fötum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Knut Hamsun: Ulfur Hjörvar 1991. Leyndardómar. þýddi. Forlagið Á næsta ári verða liðin hundrað ár síðan Mysterier eftir Knut Hams- un kom út í Noregi, önnur skáldsaga hans eftir Sult (1890). Sagan er nú tiltæk í þýðingu Úlfs Hjörvars. Það fyrsta sem hvarflar að lésandanum er það hve lengi hefur dregist að koma þessu meistaraverki á fram- færi hérlendis, en þeir eru ófáir sem kynnst hafa því á frummálinu. Það fyrsta sem ég las eftir Hams- un var Sultur, bók sem ég átti ekki auðvelt með að átta mig á þótt ég hrifist af seiðmagni stílsins. Síðan kom röðin að Viktoríu, þessari und- arlegu draumkynjuðu sögu með rómantísku andrúmslofti. Þannig mætti halda áfram, en það sem skiptir máli er að allar bækur Hams- uns urðu eftirminnilegar, hver með sínum hætti og ekki síst Grónar götur, varnarrit hans á efri árum. Hinir snjöllu íslensku Hamsun- þýðendur áttu sinn þátt í að gera mig og fleiri að aðdáendum Hams- uns. Þar ber vissulega hæst Jón Sig- urðsson frá Kaldaðarnesi. Af þessum sökum er það ánægjulegt að geta fullvissað nýja lesendur Hamsuns, þá sem taka sér Leyndardóma í hönd í því skyni að kynnast hinum óvenju- lega sagnaheimi skáldsins, um að þýðing Úlfs Hjörvars er unnin af vandvirkni og er í hvívetna hin læsi- legasta. Það er alltaf efni i sögu þegar nýr og áður ókunnur maður kemur í þorp eða bæ. Því fylgir ýmislegt. Kjörið tækifæri fyrir sagnahöfund er að láta þennan mann gerast for- vitinn um bæjarbúa og uppgötva smám saman að ekki er allt með felldu í bænum. Strax í upphafi sögu vekur Knut Hamsun eftirvæntingu Helgi Jónsson lesandans með því að draga upp ís- meygilega mynd frá komu Jóhanns Nagels í sjávarplássið: „Um mitt sumar í fyrra varð norskt sjávarpláss vettvangur næsta óvanalegra atburða. Þar var skyndi- lega kominn ókunnur maður, Nagel nokkur, eftirminnilegur og sérstæð- ur loddari sem tók upp á mörgu skringilegu og hvarf aftur jafn skýndilega og hann hafði birst. Það kom aukin heldur ung og leyndar- dómsfull dama að heimsækja þennan mann, Guð má vita hverra erinda, og áræddi ekki að staldra við nema í fáeinar klukkustundir áður en hún hélt aftur sína leið. En ekkert af þessu er upphafið ..." Lesandinn er umsvifalaust leiddur inn í umhverfi bókarinnar og ekki líður á löngu þangað til Nagel sem við komuna er í „skærgulum fötum og með hvíta flauelshúfu“ fer að láta til sín taka í plássinu, afskipta- semi hans dregur dilk á eftir sér. Og það er í mörg horn að líta í þessu plássi eins og öðrum plássum. Meðal athugunarefna er að maður hefur fundist látinn úti í skógi. Söguhetjan Nagel virðist ekki yfir sig hrifinn af borgaralegum dyggð- um eða uppbyggingu samfélagsins yfirleitt. Hann er uppreisnarmaður og óvæginn í tali um það sem honum þykir miður fara. Eins og vera ber leggur hann sig fram við að hneyksla heldri borgarana í plássinu og skeggræðir löngum við einn af furðufuglum þess, svokallaða Mín- útu. Meðal kvenpersóna sögunnar er Knut Hamsun fröken Dagný Kielland, dularfull og margræð á gangi með blóðrauða sólhiíf og heillar karlmenn. Einkum þegar Nagel er iðinn við að ögra góðborgurum með speki sinni, eins og í kaflanum sem gerist í boðinu heima hjá læknishjónunum, gæti lesandinn haldið að hann væri lentur á kafi í umræðusögu, ritgerð í formi skáldsögu. Þannig er það sem betur fer ekki. Aftur á móti var starfsbræðrum Hamsuns í stétt rit- höfunda það kappsmál að víkja að samfélagsumræðunni og taka af- stöðu í hitamálum. Hjá Hamsun er það einkum maðurinn sjálfur í sveimhygli sinni og varnarleysi sem er þungamiðjan. Hann hórfði inn á við þegar aðrir glímdu við yfirborðið. Skáldsögur Knuts Hamsuns búa yfir lífi sem höfðar til allra kyn- slóða. Það er með ólíklindum hve Leyndadómar hafa elst vel. Skáld- sagan er að sjálfsögðu barn síns tíma, en afar skemmtileg uppriíjun hans, tök höfundarins halda lesand- anum föngnum. Skáldsaga eftir Helga Jónsson BÓKAÚTGÁFAN Tindur hefur sent frá sér bókina Nótt í borg- inni eftir Helga Jónsson. í kynningu útgefanda segir: „Hér er á ferðinni spennusaga sem gerist að öllu leyti í Reykjavík. Hún fjallar um Rut sem er að fagna því að fyrsta árinu í menntó er lokið og ætlar að trúlofast Val um kvöldið. En á leið- inni heim til Vals gerist svolítið dular- fullt. Rut kemur ekki til veislunnar. Hún þekkti ekki einkennilega náung- ann á hvítu Mözdunni. Og hún hefði betur sleppt því að þiggja far með honum þessa örlagaríku föstudag- snótt. í Reykjavík." Litmynd á kápu tók Óskar Gísla- son. Setning og umbrot var í umsjón bókaútgáfunnar Tinds en bókin var prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. í Reykjavík. L J~Y J V. LT\J Á m STIGA stýrissleðar, nokkrar gerðir með bremsum og fjöðrum. Verð: kemur þœgHega á óvart! Þríhjól. Verð frá kr. 4.995 stgr. Listskautar úr leðrr sv-hv stærðir 27^%^erðfrá kr. 3.884 st§r. Hokkískautar í stærðum 29 - 38. Verð frá k^T127 stgr. Vetrarvörur fyrir hjólreiðamenn Nagladekk fyrir hjól. Verð frá kr. 1.985 stgr. Blikkljós. Verð frá kr. 1.438 stgr. Hlýir hanskar fyrir hjólreiðamenn. Verð frá kr. 1.827 stgr. Tölvumælar með 6 valkostum. Verð frá kr. 2.543 stgr. Ljós. Verð frá kr. 465 stgr. Hallogen Ijós. Verð frá kr. 1.451 stgr. Hjálmar. Verð frá kr. 2.253 stgr. OPIÐ: Fimmtud. 19/12 kl. 9-18 Föstud. 20/12 kl. 9-18 Laugard. 21/12 kl. 9-22 Mánud. 23/12 kl. 9-22 Þriðjud. 24/12 kl. 9-12 GAP G.A.Pétursson hf. Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Viðhalds- og varahlutaþjónusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.