Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 23 Unnið í silki _______Myndlist Bragi Ásgeirsson í Stöðlakoti stendur yfir sýn- ing sena^lítið hefur farið fyrir, en er þó verð allrar athygli. Er hér um að ræða sýningu á mynd- um unnum í og á silki og er höfundurinn Hrafnhildur Gunn- laugsdóttir myndlistarkona. Hrafnhildur nam við MHÍ á árunum 1975-77 og svo aftur 1979-81 og mun eftir sýningunni að dæma hafa lokið námi í textíl- deild. Myndverkin eru af ljóðrænna taginu, og hin minnstu þeirra, sem eru útfærð á huglægum grundvelli vöktu strax athygli mína, en þau ei-u gædd dijúgum þokka. Þau eru einhvem veginn svo fínleg, skynræn og vel unnin að manni fer strax að líða vel í návist þeirra. Svo einfaldar eru þær í út- færslu, að eiginlega eru þær í ætt við naumhyggju, en munur- inn er sá að margt í naum- hyggju nútímans er fremur gert af kaldri skynsemi og húg- myndafræðilegri rökhyggju sem iðulega er einhvern veginn svo blóðlaus og fjarlæg lífrænum kenndum. Slík naumhyggja hafnar líka allri tilfinningasemi og heitum kenndum og fegurð hennar byggist öðru fremur á ná- kvæmri, formrænt úthugsaðri smíð, sem oftar en ekki er verk fagmanna á verkstæðum. Það var fleira sem vakti at- hygli mína, svo sem lóðréttir reflar, er hanga uppi og hér er það hófleg skreytikennd í blæ- brigðaríkum litum sem ræður ríkjum, er gæðir þá látlausum þokka. Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir Mér leið, sem fyrr segir, vel innan um þessa huglægu verk á jarðhæð, en uppi á lofti voru nokkur verk hlutlægs eðlis og óstýrlátari í formrænni uppbygg- ingu, sem ég komst síður í sam- band við, því að útfærsla þeirra er hvergi nærri eins hrein og afslöppuð. Þetta er falleg sýning sem er vel þess virði að vera skoðuð og auk þess er alltaf upplífgandi að koma inn í Stöðlakot. Það er ekki oft sem staðið er að sýningum á þessum stað og vekur það furðu mína því að hann er mjög vel fallinn fyrir hinar minni sýningar og svo er andrúmið þar inni af hárri þjóð- legri gráðu. CLAIROL fyrir vellíðan þína og útlitið Clairol Curl CoUtroi er sett með 20 hár-hitarúllum sern eru með nýju lagi sem auðveldar enn meira hárgreiðsluna. Jólaverð aðeins 4.300,- eða 3.900,-stgr. Clairol Silver Shot er Vandaður 1200W hárblásari með tveimur blásturshausum: Venjulegum haus og svo sérstökum haus sem dreifir blœstrinum og lyftir hárinu um leið. Jólaverð aðeins 2.700,- eða 2.400,- stgr. Clairol Classic Setter er sett með 20 hár-hitarúllum fyrir þœr sem vilja tolla í tískunni. Jólaverð aðeins 3.400,- eða 3.100,- stgr. Clairol Massage er vandað líkatnstiuddtœki með 2 hraðastillum og 4 skiptanlegum nuddhausum. Jólaverð aðeins 2.900,- eða 2.600,- stgr. Clairol Crimp and Wave er vandað fjölnota hárkrupmu og -liðajám. Jólaverð aðeins 3.800,- eða 3.400,-stgr. SKIPHOLT119 SIMI29800 Mezzoforte: Fortissimos (KS) CD: Kr. 1.890,- TheGreat Symphonies 5 diskar í pakka CD: Kr. 2.490,- blU b/UW Ýrnsir: Stóru börnin leika sér (LI’/KS) CD: Kr. 1.890,- Sigrún Eðvaldsdóttir Cantabile CD: Kr. 1.890, Big Band Vol 2 5 diskar í pakka CD: Kr. 3.390, Pakkatilboð: Sálin hans Jóns míns Ný dönsk: De I.uxe Bubbi: Ég er Kr. 4.990,- HörðurTorfa: Kveðja (KS) CD: Kr. 1.890,- HAGKAUP Pakkatilboð: Ýmsir: Forskot á sæluna Eyjólfur K.: Satt og logið K.K.: Lucky One Kr. 4.990,- Myndband: Lovers' Guide Myndband sem vakið hefur gífurlega athygli í Bretlandi, Opinská og fræðandi umfjöllun um kynlíf. Tekið er á ýmsum vandamálum og fólki bent á leiðir til betra og fjölbreyttara samlífe. Kr. 2.290,- Todmobile: Opera (KS/LP) Kr. 1.890,- an (»</:w s'ianwa'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.