Morgunblaðið - 20.12.1991, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
r
T€C
Afmæliskveðja:
18 LURA ORBYLGJUOFN
650 vött
5 stillingar, 60mín. klukka, snún-
ingsdiskur, íslenskur leiðarvfsir,
Sumartilboð 15.950.- *gr
B£ Afborgunarskilmálar [g]
HUÖMCO
FÁKAFEN 11 — StMI 688005
Ingibjörg Gísla-
dóttir 100 ára
Tengdamóðir mín, Ingibjörg
Gísladóttir, Kambsvegi 11, Reykja-
vík, á aldarafmæli í dag. Hún fædd-
ist 20. desember 1891 að Hvíta-
nesi, Skilmannahreppi, dóttir Hall-
fríðar Þorláksdóttur og Gísla Gísla-
sonar, sem voru vinnuhjú á Hvíta-
nesi. Ingibjörg var einkadóttir móð-
ur sinnar. Hún giftist 8. nóvember
1912 Gunnari Gíslasyni sjómanni,
f. 14. ágúst 1886. Hann var frá
Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit.
Ingibjörg missti mann sinn 25.
október 1917, en þau eignuðust
tvær dætur, Hallfríði Láru, f. 17.
september_ 1913, dáin 25. apríl
1914, og Ástu Laufeyju, f. 1. sept-
ember 1914.
Ingibjörg giftist aftur 19. júní
1919 Zophóníasi Friðrik Sveins-
syni, f. 2. september 1886, á Hey-
nesi, Innri-Akraneshreppi, syni
Sveins Eiríkssonar og Sigurbjargar
Sigurðardóttur, konu hans.
Ingibjörgu og Zophóníasi varð
fimm barna auðið, en Ástu Lau-
feyju gekk Zophónías í föðurstað.
Zophónías lést 12. september 1963.
Börn Ingibjargar og Zophóníasar
eru: Soffía Friðrika, f. 6. desember
1919. Hún giftist Óskari Sigurðs-
syni, Vestmannaeyjum, þau eru
bæði látin; Sigurður, f. 8. eptember
1922. Eiginkona hans er Guðfinna
Hannesdóttir; Yngvi Magnús, f. 2.
ágúst 1924. Eiginkona Jóhanna
Valdimarsdóttir, en þau slitu sam-
vistir; Kjartan Reynir, f. 20. júlí
1930. Eiginkona hans er ’Stella
Hjaltadóttir; Sveinbjörg, 2. ágúst
1931. Maki hennar er Sveinn Elías-
son. Niðjar Ingibjargar eru orðnir
yfir 80, svo ættarmeiðurinn má vel
við una.
Ingibjörg ber þennan háa aldur
með sóma, er ávallt hress í bragði
og hvers manns hugljúfi, er til henn-
ar þekkja. Hún er vel að sér, fylg-
ist með mönnum og málefnum, eins
og komist er að orði. Hún man því
tímana tvenna, þegar litið ei yfir
farinn veg og það er bæði fróðlegt
NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA
Dþessari bók fjallar bandaríski geðlœknirinn M. Scott Peck um
það hvernig hœgt er að yfirvinna vandamól og erfiðleika í lífinu,
og hann styðst við reynslu sína af lœkningum ó fjöimörgum
! sjúklingum sínum og nefnir dœmi.
Þegar menn forðast að takast ö við vandamöl sín hœttir
þeim til að staðna í stað þess að lœra og þroskast andlega af því að
mœta vandamölunum, Peck sýnir okkur leiðir til þess að takast ö við
erfiðleikana og hvernig við öðlumst um leið betri skilning ö sjólfum
okkur. Hann rœðir eðli kœrleiksríkra sambanda milli fólks; sýnir hvernig
greina mö muninn ö öst og því að vera höður; hvernig
maður getur orðið sjálfs síns herra, og hvernig hœgt er að verða betra
foreldri.
Þessi bók sýnir hvernig unnt er að horfast í augu við raunveruleikann
og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. Þetta er gagnleg bók,
sem á erindi til allra.
SKUGGSJÁ
Bókabúð Olivers Steins sf
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
og skemmtilegt að heyra hana segja
frá liðnum atburðum. Margs er að
minnast og lífið var nú ekki aldeilis
dans á einhveijum rósum, það virt-
ust oft óyfirstíganlegar hindranir á
veginum, sem erfitt var að fást við,
fátækt, þung áföll og ástvinamissir,
en hún barðist vel við óblíð örlög,
búin óbilandi kjarki, festu ogútsjón-
arsemi og hélt því velli. Hún er trú-
uð kona, vissi hvert hún átti að leita,
þegar syrti í álinn. Guð brást henni
aldrei heldur bjargaði hlutunum.
Það var best að hafa hann að leiðar-
ljósi. Þau Ingibjörg og Zophónías
bjuggu í 24 ár á Stóra-Býli, Innri-
Akraneshreppi. Þess vegna var vel
til fundið að halda niðjamót í Mið-
garði, Innri-Akraneshreppi, síð-
astliðið sumar, nánar tiltekið 6.-7.
júlí 1991. Auðvitað var Ingibjörg
heiðursgesturinn og mætti þar með
reisn á sínum fallega íslenska bún-
ingi, svo unun var á að líta. Þarna
voru saman komnir 120 ættingjar
og vinir á ýmsum aldri, yngstu
börnin örfárra mánaða gömul.
Ymis skemmtiatriði voru flutt, bæði
úti og inni. Þarna var bæði harmón-
ikka og gítar á staðnum, svo slegið
var upp balli. Ingibjörg lék á als
oddi og dansaði valsa við marga
herra. Á þessu eftirminnilega móti,
í blíðskapar veðri, var Ingibjörgu
flutt þessi vísa;
Ellin henni ei má granda.
Árin líða hjá sem reykur.
Hún er ennþá ung í anda
og við hvem sinn fingur leikur.
Næsta dag, er mótinu var slitið
og halda skyldi heimleiðis, tók Ingi-
björg ekki annað í mál en að fá sér
snúning svo slegið var upp klukku-
tíma dansleik. Þetta má víst kalla
að lifa lífinu lifandi.
Ingibjörg var vinnusöm alla tíð
og mjög vel verki farin og féll aldr-
ei verk úr hendi. Þó lífið hafi áður
fyrr verið henni harður skóli, kvart-
aði hún samt aldrei og stutt var í
glaðværðina og kímnina, sem hefur
fylgt henni alla ævi. Hún kann heil
býsn af kvæðum, málsháttum og
spakmælum, sem hún lætur flakka
innan fjölskyldunnar, þegar við á.
Lengst af ævinni hefur Ingibjörg
verið mjög heilsuhraust og hún var
orðin áttræð, þegar hún fór í fyrsta
skipti á spítala til augnaðgerðar.
Hún býr ennþá í eigin húsi, en sl.
ár hefur Sveinbjörg, dóttir hennar,
búið hjá henni og annast hana. Það
vil ég segja með sanni, að betri
samskipti á milli mæðgna hefi ég
ekki orðið var við. Þær kappkosta
að gera hvor annarri til hæfis.
Ingibjörg hefur ávallt unað glöð
við sitt. Hún er félagslynd mann-
eskja og gekk á sínum tíma í
Kvennadeild Slysavarnarfélags Is-
lands og er þar ennþá félagi. Hún
er heiðursfélagi í Kvöldvökufélag-
inu „Ljóð og Saga“ og var þar virk-
ur þátttakandi í áraraðir. Einnig
sótti hún reglulega félagsstörf aldr-
aðra í Norðurbrún 1, Reykjavík, um
margra ára skeið. Spilamennsku,
dans og allskyns hannyrðir stund-
aði hún af kappi, kunni vel að meta
vináttu og félagsskap aldraðra og
eru sumir félagarnir ennþá á lífi,
þótt þeim fækki nú óðum. Allt hið
góða félagslíf og skemmtilegi fé-
lagsandinn í Norðurbrún 1, veittu
henni yndisauka og lífsfyllingu.
Kynni mín af Ingibjörgu ná vel
yfir 27 ár. Ekki var ég víst burðug-
ur er ég bað um hönd dóttur henn-
ar, en hún tók mér ljúfmannlega,
eins og alla tíð síðan. Mér finnst
hún einstök mannkostakona, bæði
elskuleg, hlý og traustvekjandi.
Sama hlýja viðmótið sýnir hún 2
ára sonarsyni mínum, er býr á neðri
hæðinni hjá langömmu. Það er mik-
ill vinskapur þeirra á milli. Þegar
flest heimilisfólkið hefur gefist upp
á fyrirferðarmiklum snáðanum
kemur langamma í spilið og róar
þann litla, eins og henni er lagið.
Ég flyt henni bestu afmælisóskir
á þessum merku tímamótum.
Guð gefi Ingibjörgu Gísladóttur
fagurt ævikvöld.
Ingibjörg tekur á móti gestum
afmælisdaginn 20. desember í
Sóknarsalnum, Skipholti 50A, milli
klukkan 18-21.
Sveinn Elíasson
í dag eru liðin 100 ár frá fæð-
ingu Ingibjargar Gísladóttur. „Guð
hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir"
segir hún oft og víst er það, að
alltaf hefur hún verið sjálfstæð
manneskja og sjálfri sér nóg og
ekki gert kröfur til annarra.
Einkennandi fyrir Ingibjörgu er
hennar létta lund og jákvæða lífs-
viðhorf. Gestrisin er hún og
skemmtileg heim að sækja. Ingi-
björg hefur mikinn áhuga á þjóð-
málum og fylgist vel með atburðum
líðandi stundar. Hún hefur skoðun
á hlutunum og hefur alltaf eitthvað
gott til málanna að leggja. Hún
spyr mig með sínu kankvísa brosi:
„Hvernig gengur?"
Alltaf hefur hún kunnað að njóta
þess besta sem lífið hefur upp á
að bjóða og lætur ekkert tækifæri
renna úr greipum sér til að njóta
félagsskapar við annað fólk.
Framkoma hennar einkennist af
hógværð og háttvísi. Hún er jafnan
vel klædd og ber íslenska búninginn
af reisn og tíguleik. Alkunnur er
glæsileiki hennar, snyrtimennska
og smekkvísi.
Ingibjörg er sannur ættarhöfð-
ingi sem nýtur ástar og virðingar
afkomenda sinna. Hún er samein-
ingartákn íjölskyldunnar og á af-
mælisdegi hennar koma allir sem
geta, til að gleðjast með henni, njóta
þess að vera hjá henni og hitta
aðra úr fjölskyldunni heima hjá
„ömmu á Kambsvegi". Þannig hef-
ur þetta verið í þann rúma aldar-
fjórðung sem ég hef þekkt hana.
Margir mundu halda að erfitt
væri að ná athygli hennar, ást eða
hlýju þar sem börn, barnabörn og
barnabarnabörn eru svo mörg. En
hún man eftir öllum og dóttir mín
segir, að stundum finnist henni sem
hún sé eina barnabarnabarnið henn-
ar langömmu, því slíka umhyggju
og ást fær hún.
Ingibjörg hefur upplifað á sínum
lífsferli hvernig íslenskt þjóðlíf hef-
ur vaxið frá fátækt til velsældar,
framfara og menningar. Hún hefur
kennt mér að leggja rækt við menn-
ingu okkar forna og nýja, og að
fjölskyldutengslin og ættarsam-
komur má ekki vanrækja í amstri
daganna. Það er margt, alltof
margt, sem farið hefur forgörðum
í íslenskri menningu og þjóðlegum
háttum það sem af er þessari öld
tæknilegra framfara og aukinnar
velsældar. Það verður að spyrna við
fótum og kappkosta að vernda og
varðveita sem mest af þjóðlegum
verðmætum í háttum og fari íslend-
inga. Ingibjörg er verðugur fulltrúi
þeirrar kynslóðar, sem með seiglu
og æðruleysi byggði upp líf sitt og
afkomenda á grunni takmarkaðra
jarðneskra eigna en þeim mun meiri
fjársjóði mannkosta. Aðalsmerki
hennar, ríkuleg kímnigáfa og æðru-
leysi, hefur fleytt henni yfir erfiða
hjalla.
I henni finn ég þann eld sem
blossaði upp í bijóstvörn alþýðunnar
í þéttbýlinu, þótt sjáfsagt líti hún
meir á sig sem alþýðumann hinna
dreifðu byggða.
Hún býr enn í húsinu sínu með
dyggri aðstoð dóttur sinnar. Nú er
þessi trausta gerðarkona 100 ára
gömul.
Ef við lifum slíka ævidaga þurf-
um við ekki að kvíða ellinni.
Megi náð Guðs gefa íslenskri
þjóð marga hennar líka.
Jón Bjarni Þorsteinsson