Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 28

Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 28
L 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 T STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN PETER KAISER Mikið úrval af töskum og hönskum. Gjafakortin okkar eru góð, hentug og vinsæl jólagjöf. KRINGLUNNI, Kringlunni 8-12, sími 68921 2. Jólaundirbúningurinn er spennandi fyrir yngstu kynslóðina og í Blómavali fylgdist einn með pakkn- ingu á trénu. N orðmannsþinur virðist vinsælasta jólatréð í ár í Landgræðslusjóðnum var Guðbjörg Jónsdóttir að kaupa norð- mannsþin og hafði fundið það tré, sem hún vildi. Hún sagðist oftast kaupa norðmannsþin vegna barrheldninnar og einnig væri það vinsælast lyá heimilisfólkinu. NÚ ERU aðeins fjórir dagar til jóla og er jólatréssala því í full- um gangi og nær væntanlega hámarki nú um helgina. Mest seldu íslensku jólatrén eru stafa- fura og rauðgreni en það tré sem vinsælast virðist vera meðal landsmanna er norðmannsþinur, sem innflutt er frá Danmörku. Þetta árið koma flest íslensku trén sem fáanleg eru úr Skorradal. Vinsældir jólatrjáa virðast einna helst fara eftir barrheldni þeirra og eru norð- mannsþinur og stafafuran hvað barrheldnust af þeim tijám, sem boðið er upp á. Einnig er sala á pottatrjám að færast í aukana og nota sumir þau jafnvel innan- dyra og planta þeim svo seinna. í Landgræðslusjóðnum í Foss- vogi er sala mest í norðmannsþini og svipuð sala er í rauðgreni og stafafuru. Að sögn Kristins Skær- ingssonar, umsjónarmanns Land- græðslusjóðsins, eru íslensku trén keypt af Skógrækt ríkisins, Skóg- ræktarfélagi Islands og nokkrum einstaklingum. Einnig fást þar pottatré, sem eru öll rauðgreni. Verð á öllum jólatijám Land- græðslusjóðsins er það sama og í fyira. í Blómavali hefur norðmanns- þinur selst best að sögn Kristins Einarssonar sölustjóra. „Norð- mannsþinurinn fellir ekki barr og það hefur mikið að segja þegar fólk kaupir sér jólatré. Stafafuran hefur einnig verið nokkuð vinsæl en hún er lika barrheldin. Það er yfírleitt alltaf sama fólkið, sem kaupir furuna," segir Kristinn. Kristinn segir rauðgrenið fella þó nokkuð barr. „Þó má með réttri meðferð minnka það. Til dæmis er gott að taka aðeins neðan af stofn- inum og setja tréð síðan í sjóðandi vatn áður en það er sett í fótinn, svipað og oft er gert við rósir.Einn- ig er hægt að fá efni, sem kallast Grenihressir, sem sett er út í vatn- ið. Það verður jafnframt að pássa upp á að alltaf sé vatn í fætinum." Sala á jólatijám í pottum með rótum er að aukast og segir Krist- inn þau seljast einna fyrst eða í byijun desember. Þau séu helst notuð utandyra þó að sumir hafi þau einnig inni og planti þeim svo að vori. Stefán Magnússon, jólatréssali í Alaska við Miklatorg, segir rauð- greni vera mjög vinsælt m.a. vegna þess hversu ódýrt það sé í saman- burði við önnur tré. Hann segist jafnframt hafa orðið þess var að sumir kaupi aðeins íslenskt og þá skipti það ekki miklu máli hvort tréð sé barrheldið eða ekki. Þrátt fyrir það sé norðmannsþinurinn mest selda tréð. í Alaska er sama verð á jólatijám og í fyrra. Einnig er þar hægt að fá pottatré, þó þau séu mest keypt fyrr í mánuðinum. Verð á jólatjám nú er mjög svip- að og í fyrra. Af íslensku tijánum er verð á þeim þremur stöðum sem blaðamaður Morgunblaðsins heim- sótti mjög svipað. Rauðgrení, sem er á milli 151 og 175 smi hæð er ódýrast í Alaska og kostar þar 1.800 krónur. í Landgræðslunni kostar sama stærð af. rauðgreni 1.900 krónur og í Blómavál 1.905 krónur. Þar kostar stafafura af sömu stærð 2.650 krónur, í Land- græðslusjóðnum kostar hún 2.660 krónur og í Alaská 2i640 krónur. Meiri munur er ú verði á norð- mannsþini, þar sem Blómaval er eini staðurinn aí þessum þremur, sem býður hann á 25% lægra verði en í fyrra. Þar kostar á milli 157 og 175 sm hár norðmannsþinur 2.495 krónur og í Landgræðslu- sjóðnum kostar hann 3.4Ö0 króiiur. í Alaska eru tveir flokkar af norð- mannsþini í boði. Annars vegar er úrvalsflokkur, þar sem tré af þess- ari sömu stærð kostar 3.300 krón- ur og hins vegar 1 .flokkur, þar sem tréð kostar 2.400 krónur. Halldór Halldórsson var í Alaska með börnum sínum, Elísabet Hrönn og Siguijóni Veigari, að velja jólatré. Þau sögðust alltaf kaupa norðmannsþin því þeim þætti hann fallegastur. Börnin ætla svo að skreyta jólatréð sjálf fyrir jólin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.