Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 43 Saga Reykjavíkur í mynd- um Jóns Helgasonar í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, stendur nú yfir sýning á vegum Árbæjarsafns á gömlum Reykjavíkurmyndum Jóns Helgas- onar biskups. Næstkomandi laugardag, 21. desember, mun Guðjón Priðriksson sagnfræðingur koma á sýninguna og fræða gesti um myndirnar og Reykjavíkursöguna, sem úr þeim má lesa. Leiðsögn Guðjóns hefst klukkan 15. Guðjón Friðriksson hefur nýlega látið frá sér fara fyrra bindið af sögu Reykjavíkur, sem hann hefur unnið að undanfarin ár. Myndir Jóns Helgasonar sýna bæinn á ýmsum tímabilum, allt frá kaup- staðarstofnun í lok 18. aldar og fram yfír aldamótin 1900. Jón var uppi 1866 til 1942 og málaði bæði myndir úr eigin samtíma og aftur fyrir sitt minni. Sýningin er opin til 5. janúar, virka daga frá klukkan 12 til 18 og um helgar frá klukkan 14 til 18. Bókaflóðið og umfjöll- un um bamabækur MANSTU EFTIR steikinni hennar mömmu úr Nú eru þessir sívinsælu leirpottar aftur fóanlegir hér ó landi ó betra verði en nokkru sinni fyrr. Heilnæmari og bragðbetri steiking fæst ekki. Römer leirpotturinn byggir ó aldagamalli matreiðsluhefð Rómverja. íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir. 3 stærðir. Verð 1.300.-, 1.800.- og 2.600,- Heildsala - smásala Eirtar Farestveit Borgartúni 28, sími 622901. l«n9ul bt \0-W w„,a.M9'"n 1 W. Sunnu^"" . M.10-M U0,lákin'°““ in M. ,,a»an9««9 ’ , ,0-W l VWW «0° niI f,um 4 >«o1 1000 eftir Hildi Hermóðsdóttur Oft og mikið hefur verið ritað og rætt um að barnamenning sé lægra skrifuð en önnur menning. Sjaldan hefur það komið skýrar í ljós en nú í jólabókaflóðinu og vegna þess hve dæmin um slæleg vinnubrögð á þessu sviði eru orðin mörg þá get ég ekki orða bundist. Reyndar ætla ég aðeins að nefna tvö af mýmörg- um, rétt til að minna á að það er ekki nóg að státa af því að fjallað sé um bamabækur það verður líka að gera það með vitrænum hætti rétt eins og um aðrar bókmenntir. Það er reyndar varla hægt að segja að bókmenntaumfjöllun sjón- varpsins í ár sé unnin með vitrænum hætti. Tveir stuttir þættir þar sem öllu er pakkað saman, örfáir höfund- ar lesa brot úr verkunum og stjórn- endur brosa í kampinn og snúa sér að næsta máli á dagskrá. Það tók þó út yfir allan þjófabálk þegar annar stjómandinn tók að sér barnabókaumfjöllun og afgreiddi útgáfuna í ár (200 bækur) á tuttugu mínútum þar sem drjúgur hluti tímans fór í að státa af framtaks- seminni að „fjalla um barnabækur á fullorðinstíma í fyrsta sinn“ (sem reyndar er misminni stjómandans) og því að hafa lesið svo og svo margar barnabækur fyrir þáttinn. Þykir það ekki sjálfsagt mál þegar fjallað er um bækur að byija á því að lesa þær? Þessi hluti þáttarins var með miklum eindæmum, upplýs- ingar um barnabókaútgáfuna í ár voru í algeru lágmárki og umfjöllun engin. Dagblaðaumfjöllun um barnabækur er líka í miklum molum. Sárasjaldan em viðtöl við barna- bókahöfunda eða birtir kaflar úr verkum þeirra eins og tíðkast úr verkum annarra höfunda. Allt of oft gera gagnrýnendur annað en rekja söguþráð bókanna og umfjöll- un um listrænt gildi, mál, stíl eða persónusköpun er sjaldan nokkur, rétt eins og ekki skipti máli hvernig skrifað er fyrir börn ef höfundum tekst að finna góða sögufléttu. Komið hefur fyrir að bækur séu dæmdar á röngum forsendum og er ég þá komin að hinu dæminu sem ég ætla að nefna um vanhugsuð og ósanngjörn vinnubrögð á þessu sviði. Hér á ég við ritdóm Sigrúnai; Klöru Hannesdóttur í Morgunblað- inu 7. desember þar sem hún fjall- aði um bækur Guðmundar P. Ólafss- onar Sjófuglar og Land- og vatna- fuglar. Þar skrifar hún ekki um bækurnar sem Mál og menning gaf út heldur bækur sem hún vildi að hefðu komið á markað. Mig langar aðeins að benda á að þessar fuglabækur eru ætlaðar litlum börn- um, eins og stendur í kynningar- texta á baki bókanna. Þannig eru bækurnar líka auglýstar. Þær eru gefnar út í litlu broti og prentaðar á þykkan pappa sem á að þola meðferð lítilla handa. Þeir sem þess- ar bækur eru ætlaðar, fletta ekki upp í atriðisorðaskrám né kynna sér fræðilegan texta eins og Sigrúnu Klöru finnst þarna vanta. Ritið sem hún lýsir eftir er þegar fyrir hendi. Það var gefið út af bókaútgáfunni Bjöllunni fyrir nokkrum árum og heitir Fuglarnir okkar. Ekki var ætlun Máls og menningar að bæta þar um betur heldur koma til móts við annan lesendahóp, lítil börn sem ekki kunna að tileinka sér texta en elska fróðleik sem matreiddur er við r A morgun milli kl. 14 og 16 munu rithöfundarnir Sveinn Einarsson og höfundar bókarinnar Manngerðir hellar á íslandi árita bækur sínar á skrifstofu okkar á Skálholtsstíg 7. Kaffiveitingar á staðnum. Bókaírtgáfa I ffl ^/UENNING/IRSJOÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVÍK SÍMI 6218 22 Hildur Hermóðsdóttir þeirra hæfí. Þessum hópi hefur lítið verið sinnt áður á sviði fræðslubóka og fyrir þau á að sníða bókaflokkinn Milli himins og jarðar sem hóf göngu sína með fuglabókunum tveimur. Höfundur er imrna bókari l.stjóri Máls og menningar. rMmer pottinum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.