Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 20.12.1991, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Minning: Málfríður Krist- mundsdóttir Fædd 21. maí 1901 Dáin ll.desember 1991 Nú er hún elsku amma okkar á Hörðó fallin frá. Ósérhlífni, óeigin- girni, blíðlyndi og kímnigáfa var m.a. það sem prýddi hana. Þær voru ófáar stundirnar sem við dvöldum í Hörðalandi og alltaf vor- um við velkomin. Alltaf hafði hún tíma til þess að tala við okkur og hiusta. Orðin hennar hafa verið okkur systkinum gott veganesti. Þegar við vorum í prófum sett- umst við þar að og var þolinmæði hennar ótæmandi. Hún hugsaði ævinlega vel um sína nánustu og hafði þá ætíð í fyrirrúmi. Með sökn- uði kveðjum við þessa kærleiksríku konu og biðjum guð að varðveita hana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Jafnframt biðjum við Guð að styrkja hann afa. Guðrún, Gísli og Skúli Bergmann. Flugmódel!!! Mikið úrval af fjarstýrðum flug- módelum ásamt öllu sem þarf til mód elsmíða. Nýkomnar mjög fullkomnar þyrlur. Jólagjöf flugmódel-áhugamannsins fæst hér! R/C Dugguvogi23, sími 681037, gP. < & & TOSHIBA örbylgjuofnar 15gerðir íslenskar leiðbeiningar. Kvöldnámskeið i matreiðslu án endurgjalds hjá Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkenn- ara, sérmenntaðri ímatreiðslu i örbylgjuofnum. Gott verð - greiðslukjör FarestvettfcCo.hf. ■ Borgartúni 28, sími 622901. LaU 4 «loppar wW dymar /:/:t:/:/:/:/:/ Amma mín, elskuleg, lést í síð- ustu viku og verður til moldar bor- in í dag, föstudag, frá Bústaða- kirkju. Hún var á nítugasta og fyrsta aldursári og orðin ósköp þreytt, þó höfðum við ekki búist við því að kallið kæmi núna. Síð- ustu vikurnar- hafði hún dvalið á Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans í Hátúni 10B. Amma fæddist 21. maí 1901 að Asbjarnarnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hennar voru Krist- mundur Guðmundsson og seinni kona hans Hólmfríður Jóhannsdótt- ir. Fjölskyldan bjó lengst af í Mel- rakkadal eða í Dal eins og þau segja. Kristmundur átti 21 barn og af þeim lifa nú aðeins tvö, Margrét og Hermann. Amma flutti rúmlega tvítug í Kjósina og fór að vinna þar. Þar kynntist hún afa, Gunnari Finnbogasyni, bóndasyni frá Út- skálahamri, og giftu þau sig 6. júní 1929. Þau bjuggu í nokkur ár í Eyrarkoti í Kjós og fluttu þaðan til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Afi og amma eignuðust fjögur börn. Elstur er Pálmi, síðan fædd- ust þeim tvíburarnir Gunnar Berg- mann og Finnbogi Reynir og yngst er Kristín Gunnfríður. Gunnar Bergmann lést á fyrsta aldursári. Ein af minningum bernskunnar er hvað amma talaði blítt um þennan unga dreng. Flest sumur var farið upp að Reynivöllum og hugað að leiði hans. Barnaböm afa og ömmu em sex og barnabarnabörnin orðin sjö. Amma var komin á sextugsaldur þegar ég kynntist henni. í mínum huga var hún eins og ömmur eiga að vera, hlý og góð. Þau afi bjuggu á Grettisgötunni megnið af bemskuárum mínum, en seinna eignuðust þau bjarta og fallega íbúð við Hörðaland. Við komum á Grett- isgötuna um hverja helgi og oft var komið við þegar farið var í bæjar- ferð. Tvisvar á ári gistum við systk- inin hjá ömmu og afa. Það var sér- stök stund, því hermannabeddinn var sóttur og var það heilmikill galdur að setja hann upp. Amma var bamgóð, spilaði við okkur Svarta Pétur og Ólsen ólsen, gaf okkur staur, leyfði okkur að kaupa vínarbrauðin með tvílita glassúm- um og svo talaði hún við okkur eins og við væmm fullorðið fólk. Ef við fengum kvef eða hálsbólgu gaf hún okkur eina teskeið af brennivíni og dugði það oft vel. Mér finnst það hafi verið gestkvæmt á Grettisgöt- unni. Unglingsstrákar voru þar gjaman í miðdagskaffi, en því mið- ur veit ég ekkert hvaða drengir þetta voru, en þeir nutu þess að fá kökumar hennar ömmu. Amma var gjafmild og ef hún á annað borð átti aur var hún ónísk á hann. Stundum laumaði hún að mér aur fyrir strætómiðum. Annað var það sem hún vildi gjarnan gefa okkur krökkunum og það vom vísur um okkur. Hún var hagmælt og samdi tækifærisvísur. Stundum lét vísan okkar standa á sér og ég man enn- þá daginn sem afí og amma komu með vísuna mína og þungu fargi Knstján H. Jónatans- son - Minning F. 14. september 1914 D. 10. desember 1991 Það er svo oft á j)röngum lífsins brautum, að þróttinn vantar til að hjálpa sér. Ég kemst ei fram úr freistingum og þrautum, Ég féll, ég hníg, ef þú ei bjargar mér. (V.B.) Þegar dauðann ber að garði kem- ur hann alltaf á óvart, ekki síst þegar veikindi hafa ekki gengið á undan. Þetta gildir jafnt hvort held- ur það er ungur eða gamall sem hefur verið kallaður burt. Þetta átti við um mig þegar mér barst sú fregn að Kristján Jónatansson, móðurbróðir minn, væri látinn. Kristján, eða Stjáni frændi eins og hann var ávallt kallaður í minni fjöl- skyldu, var næst yngstur níu systk- ina sem öll eru látin. Foreldrar hans voru Kristjana Bjarnadóttir og Jón- atan Jónatansson, bókbindari, skó- smiður og sjómaður, kenndur við Sigluvík á Svalbarðsströnd, en hann bjó síðustu ár sín á Akureyri. Ætli ég hafí ekki verið u.þ.b. sjö ára þegar Stjáni frændi kom til starfa hjá föður mínum, þá 15 ára gamall, úti í Hrísey, þar sem for- eldrar mínir bjuggu þá, en faðir minn rak þar vélsmiðju og var með útgerð. Stjáni vann við beitningu og sjóróðra með föður mínum. Eg man vel hve stoltur ég var af þess- um frænda mínum, þessum stóra, stælta manni. Það er 1929 sem móðuramma mín, sem þá var orðin ekkja, flutt- ist frá Akureyri til Siglufjarðar og með henni Stjáni og yngri systir Við óskum viðskiptavinum okkar og þökkum viðskiptin d drinu sem er að líða. Við tökum okkur jólafri frd og með mdnu- deginum 23. desember 1991 og opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar 1992 kl. 10.00 drdegis. LÖGMANNASTOFAN, Ásgeir Björnsson hdl., Brynjar Níelsson hdl. LAUGAVEGI 178, REYKJAVÍK. var létt af ömmu. Ekki má í þessum orðum gleyma jólunum. í mörg ár fórum við til ömmu og afa á jóladag. Við borðuð- um hangikjöt með öllu tilheyrandi og síðan eftirmat og ekki leið löng stund áður en miðdagskaffið kom og þá var boðið uppá heitt súkku- laði og alls konar tertur. Sjaldan borðuðum við eins mikið á þessum árum og í jólaboðinu hennar ömmu. Hún hlakkaði líka til jólanna núna. Það síðasta sem við spjölluðum um daginn voru jólin, Lirtan og ylurinn sem í vændum væri, já, amma var ennþá sama jólabamið. Langömmubömin stór og smá áttu líka hug hennar síðustu mán- uðina. Hún talaði um þau og gladd- ist yfír þeim, hún mundi ekki alltaf réttu nöfnin, en það rifjaðist upp. Dætur mínar fengu að gæta Iangömmu sinnar dag og dag síð- astliðið sumar. Þær nutu þess að fá að kynnast henni á nýjan hátt og hún virtist gleðjast yfir nærveru æskunnar — og það var kannski aðalsmerki hennar alla tíð að geta umgengist ungt fólk. Amma og afí voru búin að vera saman í rúm 62 ár. Amma var heimavinnandi, en afí vann mikið, oft iangan og erfíðan vinnudag, þess vegna var hann ekki húslegur, eða tók þátt í heimilishaldi á yngri árum, en þetta breyttist alveg. Núna síðustu árin hefur hann hald- ið heimili fyrir þau og gert þeim kleift að búa heima eins lengi og raun ber vitni. Smám saman fengu þau aðstoð frá borginni, en það breytir ekki því að afí hefur staðið sig mjög vel og á hann heiður skil- ið fyrir. Að endingu bið ég algóðan Guð að blessa og styrkja Gunnar afa og hugga hann og aðra þá er syrgja ömmu. Málfríður Finnbogadóttir Mig langar til að minnast Mál- fríðar Kristmundsdóttur í nokkrum orðum. Málfríður, eða amma á Hörðó eins og við kölluðum hana alltaf, var um margt merkileg kona. Hún var mörgum kostum búin sem of langt yrði upp að telja. Það sem hans. Stjáni var þá, aðeins 16 ára, orðinn fyrirvinna móður sinnar og systur. Þá voru engir opinberir sjóð- ir til að létta til með fólki, þá varð hver að búa s.s. hann hafði getu til. Það hlýtur að hafa verið mikið átak fyrir svo ungan mann að verða fyrirvinna heimilis. Löngu seinna var mér sagt að Stjáni hafi séð vel fyrir móður sinni og systir. Amma lést 1933 og fór þá Stjáni eitthvert út á land að vinna. Megin- hluta starfsævi sinnar var hann sjó- maður. Hann var nokkur ár í sigl- ingum á skipum Eimskipa. Þá starf- aði hann á skipum landhelgisgæsl- unnar en annars var hann á físki- skipum. Stjáni vann í landi á árunum 1943-1954, þá á Keflavíkurflugvelli að tveim árum undanskildum sem hann vann hjá Vélsmiðju 01. Olsen hf. í Njarðvík. Þá vann hann hjá Reykjavíkurborg í mörg ár en hætti þar störfum í kringum 1985, á sjö- tugasta og fyrsta aldursári. mest var þó áberandi í fari hennar var óeigingimi og ósérhlífni. Kostir sem eru því miður á undanhaldi. Málfríður ólst upp á stóru heim- ili eins og tíðkaðist oft á þessum tíma. Faðir hennar missti konu sína frá stórum barnahóp en kvæntist seinna móður hennar. Samtals voru börnin 21. Það var því sjálfgefíð að bömin tækju þátt í verkunum með þeim sem eldri voru. Þar var Málfríður fremst í flokki. Svo vinnusöm var hún að sumum þótti nóg um. 1929 giftist Málfríður Gunnari Finnboga- syni. Þau bjuggu framan af í Eyrar- koti í Kjós en fluttu til Reykjavíkur 1942. Þeim varð fjögurra barna auðið. Pálmi er elstur, síðan fædd- ust tvíburarnir Finnbogi Reynir og Gunnar Bergmann er dó ungur, yngst er svo Kristín Gunnfríður. Fjölskyldan var Möllu mikils virði og heimili þeirra Gunnars stóð allt- af opið. Það var áberandi hvað hún tók fólki vel og með opnum hug. Það kom vel í ljós þegar ég kom í fjölskylduna fyrir tæpum níu ámm. Mér var strax tekið sem einni af hópnum. Málfríður var vel gefín kona og hugur hennar stóð til mennta en tækifæri voru ekki á þessum ámm. Hún var ljóðelsk mjög og ófá kvæð- in orti hún bæði á gleði- og sorgar- stundum. Við urðum öll ríkari af því að vera í návist hennar. Það er undarlegt hvað við emm alltaf óviðbúin að kveðja þá sem okkur þykir vænt um. Jafnvel þó heilsan sé farin að gefa sig. Dauð- inn kemur alltaf aftan að okkur. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu á Hörðó og vera með henni. Eftir standa minningar um góðar stundir. Lofa þú drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn, Lofa þú drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. (103. Davíðssáimur, vers 1-5.) Gunnar minn við, biðjum Guð að vera með þér á erfiðum stundum. Sigrún E. Vilhjálmsdóttir Það var 1942 sem Stjáni hóf búskap með Elínu Þórðardóttur, hinni mætustu konu, en þau höfðu þekkst frá 1939. Þau hófu búskap í Keflavík. Börn þeirra eru Bergdís Helga hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík og Sævar Örn vélfræð- ingur, búsettur í Reykjahlíð í Þing- eyjasýslu. Elín og Kristján slitu samvistir 1950. Leiðir okkar Stjána lágu nokkrum sinnum saman. Hann vann á verkstæði föður míns þar sem ég starfaði einnig á árunum 1939-1941 og aftur um tveggja ára skeið eftir 1950, enda kynntist ég frænda vel. Hann var má segja heimagangur á mínu heimili. Börn- in mín dáðu þennan frænda sinn, og eiga mjög góðar minningar um hann. Stjáni var mörgum góðum kost- um búinn. Hann var með afbrigðum barngóður. Hann var húsbóndaholl- ur, vandvirkur og vinnusamur og mikið snyrtimenni. Stjáni var mikill gleðimaður. Hann var góður söngmaður og söng um tíma í Karlakór Keflavíkur. Hann hafði mikla og hljómfagra bassarödd. Stjáni frændi átti heima á Hrafn- istu, dvalarheimili aldraðra í Reykjavík, þar sem hann naut góðr- ar umönnunar. Að lokum vil ég senda börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Frænda minn blessaðan vil ég kveðja með eftirfar- andi erindi: Það er svo oft í háum heimsins glaumi, að heyrist ekki lífsins friðarmál. Það heyrist ógnarys í tímans straumi, en engin rödd, er friði hrellda sál. Ó, Guð, lát hljóm þinn hærra gjalla, að heyri ég þína raust mig elsku barn þitt kalla. (V. Briem.) Jón Kr. Olsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.