Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 51

Morgunblaðið - 20.12.1991, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 51 I I < J < Í i i í i I mynd eftir Kaldal. Stúdentsmynd frá árinu 1916. Já, heimskona; og hún var það enn, hún var það enn þegar við kynntumst. Við vorum vinir. Við tefldum skák. Mátuðum hvort annað til skiptis. Og hlustuð- um á Bach. Drukkum sjerrí. Hún eldaði rúllettur. Frábærar fiskrúll- ettur. Það hefur enginn leikið eftir. Hún kunni allan Jónas. Hún mundi Jónas, alltaf, líka síðustu árin, þegar sumt, sem minna máli skipti,. var tekið að víkja úr minn- ingunni — í hugat.um hló ævinlega ástarstjarna á himninum og blóm- álfarnir tóku undir og þingsteinarn- ir líka: gamla konan, nítíu og þriggja ára, hún á afmæli í dag; hún sér þingvöllinn með gömlum bláum augum sínum og hún þekkir ljóðin hans og flytur þau fyrir alla þá sem heyra vilja og minnir þá á það hvað þessi þingvöllur er, hvað þessir þingsteinar geyma — ef ein- hver skyldi nú hafa gleymt því. Brautryðjandinn: hún lifir lengst. Hún verður elsti stúdent Mennta- skól ans. Hún verður elst, konan, sem einu sinni varð fyrst; hún verð- ur seinust allra rétt eins og hún var fyrst allra; hún verður aftur ein. Ein. Hún sá á eftir eiginmanni sín- um, systur og vinum flestum í gröf- ina: hún var ein. Ilún tók sig upp á efri árum, skoðaði heiminn rétt eins og hún hafði gert áður, Landið helga og land Sókratesar fyrir utan öll hin rétt eins og hún hafði gert á þriðja áratugnum þegar hún ferðaðist um álfuna í lestum, ein kona, og hlust- aði ekki á athugasemdir manna sem sögðu að konur ættu ekki að sjá álfuna, nei, hvílíkt rugl, hvílík firra; hún gerði einsog Laxness — og svo hittust þau nokkrum árum seinna eftir ferðalög sín og hún kenndi ensku í einkaútvarpi Reykjavíkur- bæjar þar sem hann var háttvís dyravörður, þjóðskáldið, sem þjóðin var ekki ennþá farin að skilja. Hún var amma mín. Hún var vinkona mín. Hún var öldin, þessi kona. Einar Heimisson Frú Anna Bjarnadóttir var okkur kær frá því hún stofnaði heimili í Reykholti sumarið 1933, þá nýgift sóknarprestinum á staðnum, séra Einari Guðnasyni. Auk þess bárum við strax í æsku virðingu fyrir þess- ari fjölhæfu og vel menntuðu konu. Hún var staðarprýði í Reykholti og átti stóran þátt í að skapa Reyk- holtsskóla þann verðskuldaða góða orðstír, sem hann fékk strax í upp- hafi, enda ekki aðrir Islendingar betur menntaðir í enskri tungu. Þessa nutu hundruð nemenda henn- ar í Reykholti og þakka henni nú leiðsögnina. I okkar huga var hún ekki aðeins Anna Bjarnadóttir heldur ævinlega frú Anna í daglegu tali. Á sama hátt var eiginmaður hennar ávallt ■ séra Einar þegar um hann var rætt. Foreldrar okkar og þau hjónin voru nánir trúnaðarvinir í blíðu og stríðu. Aldrei mun skugga hafa borið á þá vináttu. Við systkinin nutum vel þessarar vináttu í leik og störfum. Alltaf voru prestshjónin reiðubúin að leiðbeina okkur og hjálpa, ekki síður þegar við á unglingsárum settumst á skólabekk í Reykholts- skóla. Fyrir þetta og ótal margt annað viljum við nú þakka fwú Önnu. Við ólumst upp í Reykholti með börnum þeirra frú Önnu og séra Einars, Bjarna, Steinunni Önnu og Guðmundi. Þau voru góðir vinir og leikfélagar. Sú vinátta hefur hald- ist. Við sendum þeim og öðrum afkomendum einlægar samúðar- kveðjur og minnumst frú Önnu með hlýhug og virðingu. Sigrún, Ottar og Birgir, börn Halldóru og Þorgils. Kveðja frá barnabörnum Við, sem þetta skrifum, erum of ung til að muna eftir dvöl hjá afa og ömmu í Reykholti. Mestan þann tíma sem við munum áttu þau og síðan amma eftir lát afa heima á Seltjarnarnesi. Við komum oft á Miðbrautina þar sem afi og amma áttu heima. Þar kenndi amma okkur ensku í aukatímum og þar komum við stundum í hádeginu þegar foreldrar okkar voru a vinna. Alltaf voru afi og amma vel birg af ís í frystikist- unni og gosi á svölunum og öðru góðgæti. Hún fór til útlanda tvisvar á ári næstu árin, fór til Grikklands, Spánar og ísraels auk nálægari landa. Við fréttum af ömmu, þá á níræðisaldri, ríðandi á asna upp ein- stijgi á grískri eyju. Þegar hún var í Israei var henni sagt að ferð á Sínaífjall (sem var -þá á yfirráða- svæði Israelsmanna) væri of erfið fyrir svo aldrað fólk, sem í ferðinni var. Hún, sem var elst í hópnum, sætti sig ekki við þá afgreiðslu og fékk nokkrar vinkonur sínar sem voru á líkum aldri með sér og fóru þær á fjallið á eigin vegum. Þannig var amma alltaf kappsöm, og vildi helst aldrei viðurkenna að hún gæti ekki það, sem aðrir henni yngri gátu. Enda leit hún svo á, að það jaðraði við móðgun að tala um ald- ur fólks. Við minnumst margra ánægju- stunda. Til dæmis í kennaraverk- fallinu fyrir nokkrum árum. Þá vor- um við löngum stundum hjá ömmu ásamt vinum okkar að horfa á vídeó og skoða gamlar bækur og muni. Hafði hún gaman af samvistum við unga fólkið, enda naut hún sín jafn- an vel í margmenni. Það var óneitanlega gaman að heyra sögur frá bernskuárum henn- ar í Þingholtunum og af dvöl henn- ar í Englandi og víðar, en hún var meðal fyrstu íslenskra kvenna, sem sóttu háskólanám erlendis. Það duldist engum hversu vel hún var að sér á mörgum sviðum, ekki síst í bókmenntum og tungumálum. Hún fór með ljóð eftir stórskáldin, einkum þó Jónas Hallgrímsson, og brá fyrir sig erlendum tungumálum allt til hins síðasta. Nú er amma horfin á braut. Við eigum ekki lengur von á henni í mat um helgar eins og undanfarin ár. Eftir situr söknuður en um leið þakklæti fyrir samvistir sem voru okkur mikils virði, samvistir sem skilja eftir sig verðmæti sem mölur og ryð fá ekki grandað. Við viljum með þessum fáu orðum minnast ömmu okkar og þakka fyrir allt það góða sem hún veitti okkur. Megi góður Guð varðveita hana og blessa endurfundi hennar við áður horfna ástvini. Ég heyrði Jesú himneskt orð: Kom hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt, því halla að bijósti mér. (Stefán Thorarensen) Siggi Einar, Anna og Magga Rúna. Frú Anna Bjarnadóttir er látin. Fyrir hönd Prestskvennafélags'ís- lands er mér ljúft að minnast henn- ar með örfáum orðum. Hún var einn af hvatamönnum þess að félagið var stofnað árið 1956 og var fyrsti formaður þess. Markmiðið með stofnun félagsins var fyrst og fremst að skapa vett- vang þar sem prestskonur, sem vegna dreifðrar búsetu hittast sjald- an, gætu komið saman og kynnst hver annarri. Aðalfundur félagsins er alltaf haldinn á sama tíma og prestastefnan. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa er jafnan eitthvað haft til fróðleiks og skemmtunar eftir því sem aðstæður bjóða upp á hveiju sinni, borðað saman og spjallað. Hefur þetta reynst bæði þarft og gott félag gegnum árin. Ég er sannfærð um að engin til- viljun hefur ráðið því að frú Anna var valin fyrst prestskvenna til þess að leiða og móta félagið okkar. Hún var svo mörgum hæfileikum búin. Greind og glæsileg, lífsreynd og lærð og þaulvön margskonar fé- lagsstörfum, svo nokkuð sé nefnt. Hún reyndist líka bæði röggsöm og samviskusöm sem formaður eins og í öðru því sem henni var til trú- að. Þar hef ég í huga kynni mín af henni sem kennara í Reykholti í þijú ár, þar sem ég bar takmarka- lausa virðingu fyrir henni. Seinni kynni leiddu til æ meiri aðdáunar og væntumþykju. Frú Anna var formaður félagsins í Ijórtán ár. Mér er minnisstæð stjórn hennar á fund- unum, svo sem hve vel hún gætti þess að allt færi eftir réttum fund- arsköpum. Frú Anna var verðugur fulltrúi félagsins á þingum prestskvenna á Nyborg Strand í Danmörku 1956 og 1968, í Sigtuna í Svíþjóð 1958 og í Harstad í Noregi 1962. Allt fram á síðustu ár hefur frú Anna prýtt flestar samkomur okk- ar. Að henni er mikill sjónarsviptir. Guð blessi minningu hennar. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti. F.h. Prestskvennafélags Islands, Áslaug Eiríksdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minninga,rgreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. SKÍÐAFÓLK Bjóðum nú í fyrsta sinn á íslandi hinn heimsþekkta skíðafatnað frá DESCENTE STÓRSVIGSGALLAR JAKKAR SAMFESTINGAR Stórkostleg íþróttavöruverslun á 1200 fm. DESCENTE * BORGARKRINGLUNM Ninu undir- fatnaður, toppar og buxur lympii /Aíina v.(G. Laugavegi - Glæsibæ - Kringlunni. Afbragös sogstykki ná til ryksins, hvar sem er NILFISK er vönduö og tæknilega ósvikin vara, löngu landsþekkt fyrir frábæra eiginleika og dæmalausa endingu. Njottu 3ja ára ábyrgöar og fullkominnar varahluta-og viögeröarþjónustu okkar. Veröiö kemur þér þægilega á óvart, því NILFISK kostar aöeins frá kr. 20.450,- (19.420,- stgr.). /?an\x HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 ÍNILFlSKi ISTERKA RYKSUGAN I Kónísk slanga, létt og lipur. Stillanlegt sogafl á þægilegan hátt. Öflugur mótor meö dæmalausa endingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.