Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 55

Morgunblaðið - 20.12.1991, Page 55
55 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Kveðjuorð: Victor Jacobson mig fyrir því þá, að þessi kveðju- stund okkar yrði sú hinsta í þessu jarðneska lífi. En vegir guðs eru órannsakanleg- ir. Ógerningur er á þessari stundu að skilja hvers vegna Gullý, þessi unga kona í blóma lífsins, er hrifin burtu frá eiginmanni sínum og ung- um börnum sem þurfa svo sárt á henni að halda. Það er þungt hlut- skipti og hart að sjá á bak lífsföru- naut sínum og móður, homsteini tilverunnar, svo óviðbúið og snögg- lega. Gullý og Teitur voru innan við tvítugt þegar þau felldu hugi saman norður í landi, þá bæði við nám í MA. Ólíkar manngerðir tengdust traustum böndum. Þau studdu ein- att við bakið á hvort öðru og gáfu hvort öðru styrk til að takast á við hin margvíslegu viðfangsefni lífsins. Eftir nokkurra ára nám og starf að loknu stúdentsprófi stefndi hug- urinn erlendis til frekari mennta og varð hin skánski Lundur í Svíþjóð fyrir valinu. Ég var um sama leyti við nám í Noregi. Þótti mér því lítið mál að fara og hitta góða frænku og vin- konu suður á Skáni. Ferðirnar urðu að árlegum viðburði og alltaf tóku þau vel á móti mér, bæði tvö. Oft var setið langt fram á nótt og spjall- að um lífið og tilveruna, skemmti- legar og ljúfar stundir að minnast. í síðasta skipti sem ég sótti þau heim í Lundi voru þau að stíga fyrstu skrefin sem foreldar, stolt og ánægð með sveininn unga, Björn. En það skipti engum togum, gestris- in og ferðaglöð sem þau voru, lögð- um við upp með frumburðinn í dags- ferð um Skán til að njóta náttúrufegurðar og veðurblíðu. Þau voru í þann mund að kveðja landið, og vildu því sjá og skoða sem mest áður en haldið yrði til heimalands- ins. Gullý var mjög félagslynd og frændrækin kona, sem sýndi sig best í því að nokkrum stundarfjórð- ungum eftir heimkomuna til íslands voru þau mætt í afmælisboð hjá afa á Bergstaðastrætinu til að heilsa upp á ömmu, afa og ættgarðinn stóra. Gullý var kannski sú af systkinabörnunum sem var dugleg- ust að halda hópnum saman. Mörg frændsystkinin höfðu verið í sveit á sumrin á Víðivöllum hjá Gísla og Unni, mömmu Gullýjar, sem gerði að Gullý var á vissan hátt eins og systir líka. Reglulega hefur verið efnt til hressilegra mannamóta hjá frændsystkinunum og undantekn- ing ef allir mæta ekki. Verður nú skarð fyrir skildi í hópnum. Eftir því sem árin liðu stækkaði fjölskyldan. Þegar Ásta fæddist fyr- ir tæplega sjö árum urðu þau fyrir því áfalli að missa tvíburasystur hennar í fæðingu. En gleðin yfir að eiga tvö heilbrigð og kraftmikil börn varð smám saman sorginni yfir- sterkari. Fyrir um það bil þremur árum réði Gullý sig til starfa sem barnakennari. Þegar talið barst að starfinu fann maður svo vel að hún hafði haslað sér völl þar sem hún naut sín og undi hag sínum vel. En hlutverk kvenna í lífinu eru mörg. I fyrra, fyrir ári, fæddist Baldur litli, Og Gullý sem var umhugað um að sinna börnunum sínum vel var því heima að gæta bús og barna þetta árið. í byijun sumars sóttu Gullý og Teitur okkur Magga heim til Lund- ar, svo sæl og ánægð með tilveruna — að heimsækja gamlar slóðir. Með aðstoð foreldra og systkina, sem gættu barnanna þriggja, gátu þau áhyggjulaus notið lífsins saman. Og góðar minningar eru dýrmæt eign sem aldrei er hægt að hrifsa í burtu, kannski eina huggunin í þessum harmleik. Elsku Teitur, á þessari stundu mega orð sín lítils. Ég vil samt með þessum fátæklegu orðum kveðja frænku mína sem ég get ekki fylgt síðasta spölinn. Við Maggi vottum þér og börnunum, foreldrum og systkinum djúpa samúð á þessari erfiðu stundu, megi Guð veita ykkur styrk í sorginni. Þórunn Sveinsdóttir Fleiri greinar um Guðbjörgu Bergmann bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Fæddur 20. júlí 1918 Dáinn 12. desember 1991 Mig langar að minnast mágs míns, Victors Jacobson, sem andað- ist 12. þ.m. Það er nú svo, að þegar ættingi eða vinur fellur frá stansar maður í önn dagsins og lætur hugann reika. Það er á fimmta tug ára síð- an ég kynntist honum, þá ungum og glæsilegum manni, nýtrúlofuð- um sinni ekki síður glæsilegu unn- ustu, seinna eiginkonu. Victor fæddist í Vestmannaeyjum 20. júlí 1918. Hann var sonur hjónanna Kristínar og Victors Jacobson, sem stundaði útgerð þar. Hann var elstur þriggja bræðra. Hinir voru Leander og Jóel. Nú eru þeir allir farnir frá okkur og voru aðeins sjö mánuðir milli þess yngsta og elsta. Victor fór ungur að stunda sjó- mennsku, eða innan við fermingu, vegna veikinda föður síns. Þar með varð hann stoð móður sinnar og heimilisins. Hinn 2. mars 1950 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Hildi Steingrímsdóttur. Þau eignuðust tvo syni, Stein- grím, sem er kjötiðnaðarmaður, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur, sjúkraliða, og eiga þau tvo syni á lífi. Einn son misstu þau 6 ára gaml- an og var það mikil sorg fyrir alla í fjölskyldunni. Yngri sonurinn er Hilmar viðskiptafræðingur, kvænt- ur Matthildi Þorláksdóttur þroska- þjálfa og eiga þau tvær dætur og einn son. Victor heitinn eignaðist son fyrir hjónaband, sem er Victor bifreiðar- stjóri, kvæntur Þórhildi Jónsdóttur skrifstofudömu, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Allur var þessi hópur Victori afar kær. Ekki fór Victor heitinn varhluta af veikindum. Hann gekkst undir hjartaaðgerð í London og litlu seinna höfuðaðgerð. Allar götur síðan hefur hann verið sjúklingur, og seinustu árin hefur eiginkonan hjúkrað honum af ótrúlegum dugnaði og ósérhlífni. Fallegt var að sjá, hvemig hún annaðist hann, allt fram á seinustu stund og fékk hún þá ósk sína upp- fyllta, að hann fengi að sofna í bólinu sínu heima, og þar fékk hann hægt andlát þann 12. þessa mánað- ar. Eftir rúma fjóra áratugi er af svo mörgu að taka í heimi minning- anna, að aðeins verður stiklað á stóru. Á heimili Victors og Foldu var oft glatt á hjalla á góðri stund, gestrisni og góðvild í hávegum höfð. í þeim hraða, sem er á öllu í dag, gafst ekki tími til að hittast oft, en sem betur fer gáfust stund- um 'tilefni og þá lét enginn sig vanta. Folda mín. Við sem næst þér stöndum getum ekki launað þér þá umhyggju, sem þú sýndir mági mínum gegnum árin, en kannski verða æðri máttarvöld þess megnug — þú átt það svo sannarlega skilið. Ég og fjölskylda min kveðjum elskulegan mág og frænda með virðingu og þakklæti fyrir sam- fylgdina, og vottum ykkur öllum innilega samúð. Fríða Jónsdóttir t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR, Norðurbrún 1, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni mánudaginn 23. desember kl. 13.30. Málfríður G. Hákansson, Frantz Hákansson, Vilborg Guðjónsdóttir, Helgi Ólafsson, Margrét Guðjónsdóttir, Magnús Ingólfsson, Ragnhildur Guðjónsdóttir, Sævar Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRGVIN KETILL BJÖRGVINSSON, Austurtúni 15, Bessastaðahreppi, verður jarðsunginn laugardaginn 21. desember kl. 13.30 frá Bessastaðakirkju. Hafdís Einarsdóttir, Harpa Rós Björgvinsdóttir, Einar Kári Björgvinsson, Linda Kolbrún Björgvinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð víð fráfall INGIBJARGAR GÍSLADÓTTUR, Bárugötu 36. Jón Eiríksson, Sigurður Jónsson, Eirikur Jónsson, Sigurborg Jónsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Sviðholti, Bessastaðahreppi. Jóhann G. Jónsson, María W. Friðriksdóttir, Anna Þ. Jónsdóttir, Friðrik S. Friðriksson, Jóhanna Jónsdóttir, Ásthildur Jónsdóttir, Geir Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS BJARNASONAR, Ölduslóð 17, Hafnarfirði. Elísabet Jónsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Erna Guðmundsdóttir, Brynjar Gunnarsson, Helga Birna Gunnarsdóttir, Axel Kristjánsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ragnar Gislason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLAFS HÖGNA EGILSSONAR. Halla Oddný Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall ÖNNU PÁLMADÓTTUR, Bólstaðarhlíð 45. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Landakots- spítala. Erla Elíasdóttir, Ágúst H. Elíasson, Halldóra Eliasdóttir, Sveinn H. Ragnarsson og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLS GUNNARSSONAR fyrrum skólastjóra á Akureyri, Lækjarási 11, Reykjavík. Gerður Pálsdóttir, Einar Ragnarsson, Hólmgeir Þór Pálsson, Ástríður Erlendsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og hlý- hug vegna andláts JÓNATANS GÍSLA AÐALSTEINSSONAR. Sérstakar þakkir til móður minnar og systkina frá Reynistað og fjölskyldna þeirra. Anna Sigurlásdóttir, Sigþóra Jónatansdóttir, Gísli Eiriksson, Aðalsteinn Jónatansson, Þóra Björg Thoroddsen, Þór Vilhelm Jónatansson, Andrea Sirrý Gísladóttir, Jónatan Gíslason, Gunnar Þór Aðalsteinsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLAT. GUÐMUNDSSONAR, Sólheimum 25, Reykjavík. Kristín S. Björnsdóttir, Kristín Gísladóttir, Jakob L. Örn Gíslason, Guðrún Björn Gíslason, Karólín; og barnabörn. . Kristinsson, Áskelsdóttir, i Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.