Morgunblaðið - 20.12.1991, Síða 64

Morgunblaðið - 20.12.1991, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 wciA/yff ■ ^ iz-lí ■ ■ ■ að vonast eftir hvítum jólum. morgunkaflinu i Það er rétt að maður á að tala við hlómin, en það er ekki sama hvernig það er gert. HÖGNI HRKKKVÍSl » l//£> Ziöro/H EkJCI „ S</NT CXSSA6T FRA “ '/) K.\/efNF-&L/l<SGF-UNI>UMUA1./» Þessir hringdu . .. Meira um bókmenntaverðlaun Bókavinur hringdi og sagði menn loks hafa risið upp og mót- mælt auglýsingamennsku þeirri sem gengi undir nafninu „ís- lensku bókmenntaverðlaunin". Auglýsingar í blöðum styðji þetta rækilega með orðum eins og þess- um: „Tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna sem forseti íslands veitir." Bókavinur sagði að honum fyndist ósmekklegt að bendla nafn forsetans við þessi auglýsingaverðlaun. Silfurnæla Silfumæla sem er eins og fjaðr- ir í laginu og með svörtu ívafi tapaðist fýrir rúmri viku. Tvær leiðir koma til greina: Lauga- vegur-Víðimelur eða Síðumúli- Gnoðarvogur. Nælan er eigandan- um afar kær og því er finnandi vinsamlegast beðinn að hafa sam- band við Önnu í síma 37893. Gullhálsfesti Breið gullhálsfesti t tapaðist helgina 14.-15. "desember. Finnandi hringi í síma 612321. Húsaleigustyrkur alþingismanna Kona hringdi og sagðist hafa heyrt Árna Johnsen vera að tala um sjómannaafsláttinn og afnám hans. Hún vildi benda honum og öðrum þingmönnum á að athuga húsaleigustyrk þeirra sjálfra. Hún sagði alþingismenn, sem ættu lög- heimili úti á landi og væru þar með einbýlishús og svo í Reykja- vík, fá húsaleigustyrk upp á krón- ur 90 þúsund. Kalkúnar í hlutum Karlmaður hringdi og vildi benda konunni, sem var að ieita eftir hálfum kalkún, að Fuglakyn- bótabúið í Mosfellsbæ hafí selt kalkúna í hlutum. Sjávarútvegsstefna Sjálfstæðisflokksins Gamall kjósandi Sjálfstæðis- flokksins vildi koma með ábend- ingu til Sverris Hermannssonar bankastjóra vegna ummæla hans um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga stefnu í sjávarútvegsmálum. Hann sagðist ekki vita betur en að forsætisráðherra, Davíð Odds- son, hefði sett á fót nefnd þar sem bæði sjálfstæðismenn og alþýðu- fiokksmenn ættu sæti, og væri henni ætlað að vinna að stefnu- mótun í sjávarútvegsmálum. Hann vildi því bara spyrja Sverri hvernig flokkurinn ætti að birta einhverja stefnu meðan nefndin væri enn að störfum? Lyklakippa Lyklakippa gleymdist í ábyrgð- ardeild pósthússins í Pósthús- stræti. Eigandinn getur vitjað þeirra þar. Vasapeningar á Kópavogshæli Karlmaður hringdi og vildi meina að eitthvað væri athuga- vert við vasapeninga vistmanna á Kópavogshæli. Hann sagðist allt- af gefa einum vistmanni peninga svo hann gæti farið í bró en við- komandi fengi ekki nema 1.000 krónur r' vasapeninga á mánuði. Hann sagðist vera búinn að at- huga málið hjá Tryggingastofnun og þar væri sagt að einstaklingar sem væru vistaðir á svona stofn- unum ættu að fá 10.000 krónur á mánuði en þar hefði ekkert kom- ið fram hvað væri gert við þessar 9.000 krónur sem upp á vantaði. Hann vildi þvr að þetta mál yrði kannað nánar og fundin skýring á því hvert vasapeningarnir færu. ISI verður að koma málum skotíþróttarinnar í betra horf Velvakandi góður. Ég er dyggur lesandi íþróttasíðu Morgunblaðsins og fylgist einnig með umfjöllun annarra fjölmiðla um íþróttir. Hafa því deilur skotmanna í fjölmiðlum undanfarin misseri ekki farið fram hjá mér. í fyrstu henti maður gaman af og héit að þessar deilur ristu ekki djúpt. Svo er þó greinilega ekki því tilskrifín bera þess merki að deilurnar séu mjög hatrammar. Ýmist skrifast einstaklingar á eða hópar og spjót- in standa oftar en ekki á forystu Skotsambandsins. Ætla verður að slík stórskotaskrif og jafn þungar ákúrur á forystuna séu ekki af ástæðulausu. Efast ég ekki um að deilur þess- ar standa skotíþróttinni fyrir þrifum og meðan deiiumar eru jafn harðar og raun ber vitni verður það trauðla til að laða menn til forystu þar á bæ. Þarf stjórnin að gera virkilega hreint fyrir sínum dyrum og kapp- kosta að lægja öldur. Reyndar tel ég að forysta Iþróttasambands íslands hafi hér ákveðnum skyldum að gegna og ætti að stuðla að því að sættir tak- ist meðal skotmanna. Deilurnar skaða ekki einungis skotíþróttina að mínu mati. Þær eru til þess falln- ar að rýra álit allra forystumanna og leiðtoga, hver sem íþróttagrein þeirra er. Þess vegna ber forystu ISÍ að láta málið til sín taka og koma málum skotíþróttarinnar í betra horf. -----» ♦ ♦----- Af sýningum Þegar lýkur lýðsins svengd í list frá skáldum stöðum, eru þau hvert af öðru hengd upp á Kjarvalsstöðum. Ólafur á Neðrabæ Víkverji skrifar Hraðinn einkennir þjóðfélag nútímans, heyrist oft sagt, og eflaust er sitthvað til í því. • Víkveiji efaðist hins vegar innilega um þessa fullyrðingu þar sem hann sat í langferðabifreið Kynnis- ferða fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar og starði æ þung- brýnni á úrið sitt, í von um að andsk... rútan færi að silast af stað til Reykjavíkur. Flugið frá Stokkhólmi hafði verið einkar ánægjulegt, þjónustan um borð í vél Flugleiða var óaðfinnanleg og þotan renndi upp að Leifsstöð nákvæmlega á áður tilkynntum komutíma. Víkveiji sniðgekk kaupæðið í Fríhöfninni af því að hann var að flýta _sér og hraðaði sér út í rútuna. Á öllum öðrum alþjóðlegum flugvöllum, sem Vík- veiji hefur komið á, nema á Álandseyjum og í Moskvu, er hægt að treysta á fljótan og ör- uggan flutning frá flugvelli til miðborgar. í Keflavík liðu sextíu og átta mínútur frá því að Flug- leiðavélin lenti og þar til lang- ferðabíilinn lagði af stað til Reykjavíkur. Dýrmætur tími var tapaður. Hefði Víkveiji vitað að biðin yrði svona löng, hefði hann auðvitað tekið leigubíl í bæinn. Starfsmaður Kynnisferða hafði hins vegar fullvissað Víkveija og ferðafélaga hans um að rútan myndi leggja af stað tuttugu mín- útum eftir að þeir stigu upp í hana. Mínútumar urðu hins vegar hátt í fimmtíu. Rútan virtist ekki fara eftir neinni áætlun, heldur var bara beðið eftir því að misdrukkn- ir farþegar með fríhafnarpokana sína væru búnir að fylla hana. Yfirbragðið á starfsfóiki Kynnis- ferða fór líka í taugarnar á Vík- veija. Þrír eða fjórir menn í úlpum héngu upp við flugstöðvarvegginn í hrókasamræðum og reyktu. Stundum tóku þeir eftir því að farþegar væru að koma út í bíl- inn, fleygðu þá sígarettustúfnum á stéttina og komu til að hjálpa til. Víkveiji er þeirrar skoðunar að Kynnisferðir verði að taka sig á. Stundvísi og þjónusta Flugleiða fer síbatnandi. Fyrirtækið, sem tekur við Flugleiðafarþegunum, sem vilja fara vel með tíma sinn, verður að fylgja kröfum dagsins. Skrifari varð fyrir því óhappi á dögunum að renna í sturt- unni, beija höfðinu við vegginn og fá skurð á hnakkann. Leiðin lá náttúrlega á slysadeild Borgar- spítalans, þangað sem Víkveiji hafði ekki komið síðan einhvern tímann í barnæsku. Hann kveið því hálfpartinn að andrúmsloftið yrði fjandsamlegt og farið yrði um hann ómjúkum höndum, en það var nú öðru nær. Á móti honum tóku tveir ungir menn, hjúkr- unarfræðingur og læknir. Báðir voru einstaklega elskulegir í við- móti og að því er virtist ágætlega skólaðir í manniegum samskipt- um. Eftir að hnakkinn á Víkverja hafði verið saumaður saman fékk hann ýtarlega læknisskoðun. Síð- an var honum afhent dálítið spjald með leiðbeiningum fyrir fólk, sem hefur fengið höfuðhögg, um það hvað beri að varast og hvaða ein- kenni geti bent til alvarlegra eft- irkasta. Svona þjónusta er sannar- lega til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.