Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 92 11 Framhaldsskólinn í Nesjum: 5 stúdentar útskrif- aðir af hagfræðibraut HSfn. Framhaldsskólanum í Nesjum var slitið í fimmta sinn miðviku- daginn 20. maí sl. 98 nemendur fengu afhent prófskírteini sín. Þar af voru 5 stúdentsprófsskír- teini öll af hagfræðibraut, 12 af skipstjórnarbraut 1. stigs, 2 af vélstjórabraut 1. stigs og 1 Skólameistari, Zophonías Torfa- son, flytur 5. skólaslitaræðu sína við Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu. ¦ SÝNJNG á handavinnu aldr- aðra í Félags- og tómstundastarfi Reykjavíkurborgar verður haldið dagana 30. maí til 1. júní. Vetrar- starf í félags- og þjónustumiðstöðv- um öldrunarþjónustudeildar Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar lýkur í þessum mánuði. Sumarstarf- ið fer senn að hefjast með ferðalög- um, orlofsdvöl o.fl. og er sumardag- skráin auglýst nánar í hverri félags- miðstöð. I lok vetrarstarfs hefur venjan verið sú að halda sýningar á munum sem unnir hafa verið yfir vetrartímann og kennir þar margra grasa. Sýning verður að þessu sinni haldin í Bólstaðarhlíð 43 og Norð- urbrún 1 og er opin frá kl. 14-17. af viðskiptabraut. Stúdentarnir voru útskrifaðir frá Menntaskól- anum á Egilsstöðum en Fram- haldsskólinn hefur ekki fengið leyfi til að útskrifa stúdenta. Skólameistari, Zophonías Torfa- son, sagði meðal annars í ræðu sinni við skólaslitin. „Ég álít að ein meginástæða þess hvernig komið er fyrir okkar þjóðfélagi í dag sé tilhneigingin til að stýra öllum hlutum að ofan. Stjórnvalds- aðgerðir hafa í mörgum tilfellum reynst hæpnar og þær hafa ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Þesslags aðferðir hafa reynst vera dæmi um ofstjórn sem hafa í versta falli skilað litlum sem engum árangri og í öðrum tilvikum beinlínis haft þveröfug áhrif miðað við það sem ætlað var. Það er vandratað meðalhófíð og jafnvíst er það sömuleiðis að það er hægt að að vera vitur eftir á." Zophonías fjallað ennfremur um starf vetrarins, samstarfið við Menntaskólann á Egilsstöðum og um þá nýbreytni sem reynd var í vetur. Þar má nefna Vinnustaða- nám sem 'hvergi er útfært á sama hátt og við skólann. Þá voru 4 námskeið skipulögð undir áfanga- heitinu Sköpun og þar fjallað um listir og þær stundaðar. Að tilhlutan Máls og menningar var afburðarnema í móðurmáls- námi veitt viðurkenning. Hana hlaut Guðmundur Heiðar Gunnars- son en hann hlaut 10 í einkunn í íslensku 323 og viðurkenningin var Stórbók með ritverkum Þórbergs Þórðarsonar. Utvegsmannafélag Hornafjarðar ákvað að veita þeim nemanda er hæstu einkunnir hlaut úr sérgreinum stýrimannanámsins viðurkenningu. Hana hlaut Hlynur Sturla Hrollaugsson fyrir einkunn- ir 9 og 10 í sérgreinum og hlaut hann bókagjöf. Að loknum skóla- slitum var gestum boðið til kaffis- amsætis og sýning var opnuð á vinnu nemenda. -JGG Hópurinn sem brautskráðist, ásamt skólastjórnendum. Fjölbrautaskóli Suðurlands: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson 92 nemendur brautskráðir 92 NEMENDUR voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands laugardaginn 23. maí, þar af voru 59 stúdentar. AUs stunduðu 616 nemendur nám við skólann í dagskóla og 102 í öldungadeild. SkóUnn hefur náð þeim nemendafjölda sem gert var ráð fyrir í upphafi og á því við húsnæðisþrengsli að stríða. Búið er að bjóða út annan áfanga skólahússins og verða tilboð opnuð 15. júni. Nemendahópurinn sem braut- skráður var frá skólanum að þessu sinni er með þeim stærri í 11 ára sögu hans. Örlygur Karlsson aðstoð- arskólameistari sagði í ávarpi sínu er hann fjallaði um skólastarfið að nauðsyn væri að koma á fót nýjum starfsmenntabrautum við skólann til að mæta þörfum atvinnulífsins. Hann sagði að krafist væri 12,5% sparnaðar í rekstri skólans og vegna niðurskurðarins hefði að nokkru skapast neikvætt andrúmsloft í kringum skólastarfíð. Hann fagnaði útboði annars áfanga skólans og kvaðst vona að menntun yrði áfram mikils metin í þjóðfélaginu. „Því til hvers er að hafa hallir ef hirðina vantar," sagði Örlygur. Hann sagði námsárangur með svipuðu móti og áður en lét þess getið að mikið sparaðist ef áhugaleysi og leti, sem vildu vera viðvarandi hjá sumum nemendum, væru skorin niður. Mikið félags- og menningarstarf er unnið af nemendum skólans. Starfræktur er fjölhæfur kór sem söng við brautskráninguna, þá settu nemendur upp leikritið Vojtsjek ásamt því sem fjöldi blaða er gefinn út reglulega. Sjálfsaga þarf og vinnusemi „Við höfum ekki einungis lært það sem í bókunum stendur. Reynslan hefur kennt okkur að til að góður árangur náist verður að tileinka sér sjálfsaga og vinnusemi og að fátt veitir eins mikla ánægju og verk sem vel er af hendi leyst," sagði Ágústa Kristín Ævarsdóttir, sem flutti ávarp nýstúdenta. „Vinahópurinn hefur stækkað og sjóndeildarhring- urinn sömuleiðis." Hún flutti skóla- meistara og starfsfólki þakkir frá nemendum fyir samveru og sam- starf. „Þýski stjórnmálamaðurinn Ottó von Bismark sagði: Framtíðin er þeirrar þjóðar sem á bestu skól- ana. Við tökum undir þessi orð og ölum þá einlægu von í brjósti að á íslandi verði þróunin aldrei sú að skipulögð menntun og andleg nær- ing verði undir efnahag eða búsetu fólks komin," sagði Ágústa Kristín á ávarpi sínu. Hún vitnaði í enska skáldið Redwood og sagði: „Slakaðu ekki á stefnunni og skýin úti við sjóndeildarhringinn munu reynast fjöll hins fyrirheitna lands." Gott ef stundað er nám „Það er gott ef stundað er nám í skóla og vont ef ekkert er annað gert," sagði Þór Vigfússon skóla- meistari meðal annars er hann ávarpaði nemendur við brautskrán- inguna. „Þið eruð eins og börn á strðnd úthafsins mikla, að gróður- setja tré svo hægt sé að sigla út á hið mikla haf þekkingarinnar." Hann brýndi fyrir hinum brautskráðu að halda áfram að afla sér þekkingar. Hann minnti á ævintýri um þríhöfða þurs og sagði: „Þið eruð hetjurnar sem munuð höggva af hausana á þríhöfða þursum vanþekkingarinn- ar. Sig. Jóns. DREYMIR ÞIG UM NÝJAN BÍL sem er með öruggari bílbeltum, stálbitum í huroum, aflmeiri vél, betri fjöorun, betri aksturseiginleika og síðast en ekki síst öruggara þjófavarnakerfi? ,Æ,V% FRUMSÝNING 30.-31. MAÍ. Jötunn hf. Umboðsaoili General Motors ó Islandi. Höfðabakka 9. Sími 91-63 40 00 QM0~-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.