Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsókn- um, gjöfum og árnaÖaróskum á nírœðisafmœl- inu, sendi ég hugheilar þakkir og kveðjur. DanielÁ. Daníelsson, Árgeröi, Dalvík. ------------- Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! EINT ¥'\ Lll 1 URVALIÐ HVERGIMEIRA - SOTT VERÐ Nýkomið ótrúlegt úrvalaffallegum ítölskum garðhúsgögnum. Margar stærðir og gerðir, henta vel í garðinn, garðskálann' eða á svalirnar. Eigum einnig RAINBOW sumarhúsgögn úr sérstökum gæða harðviði, sem er viðhaldsfrír og getuF staðið úti allt árið. '&^*íh*to!!ZC6 Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Nokkrar athuga- semdir til Jóns Sigurðssonar eftír Sigurð Snævarr í grein sinni „Að nota sannleik- ann sem efni í skröksögu", sem birtist 23. þ.m. gerir Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóri, athuga- semd við eldhúsdagsræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra og grein hennar í Morgun- blaðinu 14. maí sl. Ég tel rétt að gera nokkrar athugasemdir við grein Jóns. Málið er mér skylt að því leyti að ályktun félagsmálaráðherra um tekjudreifingu á íslandi er byggð á grein sem birtist eftir undirritaðan í BHMR-tíðindum árið 1989 undir fyrirsögninni „Dreifing atvinnu- tekna á 9. áratugnum". 1. Reykjavíkurbréf 3. maí 1992. Kveikjan að ræðu Jóhönnu var Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins frá 3. maí sl. Þetta Reykjavíkurbréf vakti verðskuldaða athygli, en þar var fjallað um tekju- og eignadreif- ingu í Bandaríkjunum og rakið efni tveggja bóka. Bent er á að „hlutur 1% efnuðustu fjölskyldna vestan hafs í heildareign bandarískra fjöl- skyldna hafi aukizt úr 31% árið 1983 í 37% árið 1989". Ritstjóri Morgunblaðsins vitnar í vel þekkta bók, America: What Went Wrong, eftir tvo bandaríska blaðamenn um að „árið 1959 hafí 4% hæstlaunaðra bandarískra fjöl- skyldna (og þá er einungis átt við laun en ekki tekjur af verðbréfaeign eða aðrar eignatekjur) haft 31 millj- arð dala í laun, eða sömu laun og 35% launamanna í lægsta launa- flokki. Það ár höfðu 2,1 milljón ein- staklinga og fjölskyldna sömu laun og 18,3 milljónir einstaklinga og fjölskyldna. Þrjátíu árum síðar höfðu þessi 4% í laun 452 milljarða dala eða sömu upphæð og 51% laun- amanna." Hér er hvergi getið um að vinnu- tími eða hlutastörf skýri þennan launamun. í kjölfar þessa pistils ritstjóra Morgunblaðsins höfðu margir, þ. á m. félagsmálaráðherra, samband við okkur í Þjóðhagsstofn- un til að leita samsvarandi talna um íslenskt þjóðfélag. í inngangi að ræðu sinni í eldhúsdagsumræð- um vitnar félagsmálaráðherra sér- staklega í þetta Reykjavíkurbréf. 2. Fyrirvarar Jóhönnu. Málflutn- ingur Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli hefur verið heiðarlegur, að því leyti að hún hefur nefnt alla fyrirvara á niðurstöðum. Fyrst úr ræðu á eldhúsdegi á Alþingi: „Ef borin er saman dreifíng atvinnu- tekna kvæntra karla 25—65 ára þá kemur í ljós 14-faldur munur á tekj- um þeirra hæst og lægst launuðu, samkvæmt skattframtöJum." Þetta er kjarni þess sem Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi, þann 14. maí sl. í grein sinni í Morgun- blaðinu segir Jóhanna: „Hér er ekki um að ræða laun á tímaeiningu og gefur því ekki rétta mynd af launamismuni, en mismun- andi vinnuframlag getur skýrt hluta af Jjessum tekjumun." I grein sinni í Morgunblaðinu sýndi hún ítariegar töflur um dreif- ingu atvinnutekna, þannig að Ijóst mátti vera hvernig niðurstöður hennar voru fengnar. Ef tilgangur félagsmálaráðherra var að „rótfesta ranghugmyndir", eins og Jón Sig- urðsson ýjar að, hefði hún ekki birt gögnin í grein sinni. 3. „Langflestir". Jón Sigurðsson bendir réttilega á að ekki eru allir kvæntir karlmenn á aldrinum 25—65 ára fullvinnandi. Um það segir Jóhanna Sigurðardóttir að „langflestir" í þessum hópi séu full- vinnandi, þar var ekki átt við þá 5% tekjulægstu. Það eru hins vegar fáir sem fara á eftirlaun á þessum aldrí. Tiltölulega fáir kvæntir karl- ar, sem orðnir eru 25 ára, koma nýir inn á vinnumarkaðinn í lok árs, enda lýkur æðri skólum einatt á vorin. Dæmi Jóns Sigurðssonar um skattsvikara og jafnve! eigna- menn, sem hafa litlar atvinnutekj- ur, geta átt við rök að styðjast. Minnt er á að reiknuð laun sjálf- stæðra atvinnurekenda eru talin til VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS OPIÐ HUS laugardaginn 30. maí1992 kl. 14-18 Nýútskrifubum grunnskólanemum og abstandendum þeirra er sérstaklega bo&ið ab koma og kynna sér skólann, námsefni og félagslíf. VERZLUNARSKOLI ISLANDS n • • +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.