Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/Sigurður Björnsson Vel heppnuðum Vordögum lokið Um síðustu helgi lauk Vordögum Ólafsfjarðarkirkju. Fullorðna fólkið riljaði upp gamla leiki með börnum og unglingum, hestamenn leyfðu börnunum að reyna hesta sína og grillað var úti. Dr. Björn Björnsson prófessor flutti erindi að morgni laugardags sem hann nefndi Á ég að gæta bróður míns og karlakórarnir Geysir og Fóstbræður voru með tónleika á laugardagskvöld. Guðsþjónusta var í Ólafsfjarðarkirkju á sunnudag. SB Hagnaður 3,6 millj. kr. Ólafsfjörður. AÐALFUNDUR Sparisjóðs Ólafs- fjarðar var haldinn í gær, mánu- daginn 25. maí. Undanfarin ár hefur stofnunin verði rekin með hagnaði og svo er einnig nú. Hagnaðurinn var þó nokkru minni á síðasta ári en árið á undan, eða 3,6 milljónir króna eftir skatta á móti 11,7 milljjónum króna eftir skatta árið 1990. Munar þar mestu að á afskriftareikning útlána voru nú lagðar 23,7 milljónir króna, en 14,5 milljónir króna árið 1990. Staða Sparisjóðs Ólafsfjarðar er traust og nemur eigið fé 108,5 millj- ónum króna og eiginfjárhlutfall sam- kvæmt lögum um innlánsstofnanir 15,8%. Innstæður í Sparisjóðnum námu við árslok 640,3 milljónum króna. Sjö starfsmenn starfa hjá Spari- sjóði Ólafsfjarðar. Sparisjóðsstjóri er Þorsteinn Þorvaldsson og Svavar B. Magnússon er formaður stjórnar. SB Breytingar á Hótel Ólafsfirði: Aukin áhersla lögð á að markaðssetja hótelið Ólafsfírði. I VOR hafa verið gerðar ýmsar breytingar á Hótel Ólafsfirði. Lagfær- ingar hafa verið gerðar á veitingasal og móttöku og húsgögn endurnýj- uð á herbergjum. Nýr hótelstjóri, Ósk Ársælsdóttir, tók við hótelinu 1. maí sl. og verður nú lögð aukin áhersla á að markaðssetja hótelið. I sumar verður boðið upp á kaffi- hlaðborð á sunnudögum. Þetta var einnig gert sl. sumar og reyndist mjög vinsælt hjá fólki frá Akureyri og öðrum stöðum Norðanlands að aka sunnudagstúr um Tröllaskagann með viðkomu í Hótel Ólafsfirði. í hótelinu eru 11 tveggja manna her- bergi með baði, en að auki eru mögu- leikar á svefnpokagistingu fyrir allt að 60 manns. Verð er það sama og Edduhótelin bjóða. Ólafsfjarðarvatn og Ólafsfjarðará eru auðug af fiski. Bleikjuveiði er vinsæl en einnig er lax í vatninu. Hótelið selur veiðileyfi á vægu verði, en einnig er frísvæði í vatninu. Skeljungur hf. keypti í fyrra meiri- hluta hlutafjár í hótelinu af Ólafs- fjarðarbæ og á félagið nánast allt hlutaféð. Viðvarandi taprekstur hef- ur verið á hótelinu árum saman og á meðan hótelið var í eigu Ólafsíjarð- arbæjar greiddi bærinn milljónir króna með rekstrinum á hverju ári. Ástæðan fyrir kaupum Skeljungs hf. á hótelinu mun m.a. vera sú hug- mynd að flytja bensínstöð félagsins að hótelinu og efla mjög alhliða þjón- ustu við ferðamenn með fjölbreyttum rekstri á þessum stað. Búið er að hanna viðbyggingu við hótelið og fá öll tilskilin leyfi til að flytja bensín- stöðina á næsta ári. SB Húsbílar í Húsabrekku Morgunblaðið/Benjamín Sigurður Aðalgeirsson Eyjafjarðarsveit: Sigurður og Anna stjóma nýja skólanum FLAKKARAR, félag húsbílaeigenda halda sýningu á húsbílum félags- manna í Húsabrekku, nýju tjaldstæði í landi Halllands, gegnt Akur- eyri, sunnudaginn 31. maí. Á nýja tjaldstæðinu verður boðið upp á alla almenna þjónustu og verð- ur að auki lögð sérstök áhersla á góða aðstöðu fyrir húsbíla. Með sýningunni vilja Flakkarar vekja athygli á starfsemi sinni og þeim þægilega ferðamáta sem hús- bílar bjóða upp á auk þess að sýna fram á að það er á færi flestra sem á annað borð hafa efni og áhuga á að ferðast í bíl, að eignast slíkan farkost. Til sýnis verða húsbílar af Kvenfélagið hefur á undanfömum árum haft aðstöðu til móttöku ferða- manna í félagsheimilinu Múla og svo mun einnig verða í sumar. í félags- heimilinu er boðið upp á svefnpoka- pláss, morgunverð og þá geta ferða- langar, hvort sem er í hópum eða einstaklingar, pantað mat og kaffí hjá kvenfélagskonum, en það verður Afvinnurekendur Tvítug stúlka óskar eftir sumarvinnu. Þrælvön framleiðslu- og afgreiðslu- störfum. Mólakunnótta. Meðmæli. Getur byrjað strax. Upplýsingar í síma 96-2799].. öllum stærðum og gerðum, nýir og gamlir, dýrir og ódýrir. Flakkarar, félag húsbílaeigenda, fagna fimm ára afmæli um þessar mundir og eru félagsmenn orðnir hátt á annað hundrað. í fréttatil- kynningu frá Flökkurum segir að félagsmenn leggi sig fram um að sinna umhverfisvemd af fremsta megni og komi sá þáttur vel fram á sýningunni. að gera með einhveijum fyrirvara. Þá sjá þær kvenfélagskonur einnig um tjaldstæðið í eynni. Hulda Einarsdóttir formaður fé- lagsins sagði að þegar væru famar að berast pantanir frá hópum, en fyrirhugað er að starfsemi hefjist 15. júní næstkomandi og verði fram í ágúst. Hulda sagðist vera bjartsýn á sum- arið, sérstaklega ef veðrið yrði gott, en ferðamannastraumur til Grímseyj- ar hefur aukist á síðustu árum. Þess má geta að Flugfélag Norðurlands ætlar að fljúga á milli Akureyrar og Grímseyjar 9 sinnum í viku frá 15. júní, en flogið verður út í eyju öll kvöld vikunnar. ..... Ytri-Tjörnum. Menntamálaráðherra staðfesti nú nýverið álit meirihluta skóla- nefndar Eyjafjarðarsveitar, að ráða Sigurð Aðalgeirsson skóla- stjóra að hinum nýja grunnskóla sveitarinnar. Á fundi skólanefndar á sunnu- dagskvöld var síðan ákveðið að mæla með Önnu Guðmundsdóttur kennara í stöðu aðstoðarskólastjóra við saman skóla. Seinni partinn í vetur samþykkti sveitarstjórn að sameina skólahald í hreppnum. Áður voru fjórir skólar starfandi, en eftir breytingu sem tekur gildi í Haust verður allt grunn- skólahald í Hrafnagili, auk þess sem rætt er um að hafa svonefnt skóla- sel á Sólgarði. ----------------- Tvöfalt líf Veroniku Kvikmyndaklúbbur Akureyrar lýkur starfsári sínu með því að sýna verðlaunamyndina Tvöfalt líf Veroniku í Borgarbíói. Myndin er gerð af Krzysztof Ki- eslowski og var valin besta mynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á síðasta ári og aðalleikonan Iréne Jacob var einnig kjörin besta leik- kona hátíðarinnar. Myndin verður sýnd í síðasta sinn á fimmtudaginn 28. maí, uppstign- ingardag kl. 17. Tekið á móti ferðamönnum Grímsey. KVENFÉLAGIÐ Baugur í Grímsey er nú að ljúka vetrarstarfi sínu og framundan er starfið í sumar, en félagið mun sem endranær sinna ferða- þjónustu í eynni yfir sumartímann. Prentverk Qdds Björnssonar: Formlegar viðræður um sölu á rekstrinum FORMLEGAR viðræður eru að hefjast við ákveðinn aðila um kaup á reksti Prentverks Odds Björnssonar, POB. Landsbanki íslands hefur tryggt rekstur prentsmiðjunnar frá því fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota fyrir nokkru. Bankinn mun tryggja reksturinn fram til 17. júlí næst- komandi, en Eiríkur Jóhannsson hjá Landsbanka íslands, sem umsjón hefur með rekstrinum lyrir hönd bankans, sagði að samninga mætti framlengja ef ekki hefði verið geng- ið frá sölu fyrir þann tíma. „Við erum komnir af byrjunar- reitnum,“ sagði Eiríkur, en nú eru að hefjast formlegar viðræður við aðila sem sýnt hefur áhuga á að kaupa rekstur prentsmiðjunnar. Eiríkur vildi ekki gefa upp hver sá aðili væri, en sagði að línur ættu að skýrast á næsta hálfa mánuði eða þremur vikum. Fyrsti skiptafundur í þrotabúinu verður 2. september næstkomandi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Trésmíðanemar smíðuðu sumarbústað Trésmíðanemar hafa í vetur unnið við að smíða sumarbústað, en það er hluti af námi þeirra sem stunda nám við framhaldsdeild tréiðnaðardeildar Verkmenntaskólans á Akufeyri. Haukur Jónsson, aðstoðarskólameistari VMA sagði þetta tilvalið verkefni fyrir verð- andi húsasmiði þar sem þeir kynntust öllum þáttum er varða hús- byggingar, auk þess sem smíðin hefði einnig nýst nemum í öðrum iðngreinum, s.s. rafvirkjun og pípulögnum. I vetur voru 10 nemar í framhaldsdeildinni og létu þeir hendur standa fram úr ermum við smíðina, því þeir sinntu verkefninu tvisvar í viku í alls 20 vikur. Haukur sagði að bústaðurinn, en um er að ræða heilsárshús, yrði seldur til að hafa upp í kostnað, en skólinn kostaði bygginguna. Torfi Leósson og Jón Hólmgeirsson höfðu umsjón með smíðinni, en Bernharð Haraldsson skólameistari tók við bústaðnum fyrir hönd skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.